Ísland sker sig úr í bólusetningum

Hvergi á Norðurlöndunum eru bólusetningar gegn COVID-19 lengra á veg komnar en á Íslandi. Lægst er hlutfallið í Svíþjóð en þar hafa um 55 prósent íbúanna fengið að minnsta kosti fyrri skammt bóluefnis.

Hlutfall bólusettra í hverju Norðurlandanna fyrir sig.
Hlutfall bólusettra í hverju Norðurlandanna fyrir sig.
Auglýsing

Nor­egur og Sví­þjóð reka lest­ina af Norð­ur­lönd­unum þegar kemur að hlut­falls­legum fjölda bólu­setn­inga. Ísland trónir á toppnum og Fær­eyjar fylgja þar á eft­ir.

Þegar bólu­setn­ingar hófust almennt á Norð­ur­löndum í jan­úar var gang­ur­inn í þeim á svip­uðu róli framan af. Í byrjun mars fór að draga í sundur og Finnar tóku for­ystu. Í lok apríl voru stórir bólu­setn­inga­dagar á Íslandi og í kjöl­farið má segja að stökk hafi verið tekið og fram úr nágranna­lönd­un­um. Í lok apríl hafði um þriðj­ungur íbúa Íslands verið bólu­settur með að minnsta kosti einum skammti en innan við fjórð­ungur Dana sem þá ráku lest­ina. Allar götur síðan hefur Ísland verið með hæsta hlut­fall bólu­settra á hverjum tíma og allt frá því í maí hefur hlut­fallið verið umtals­vert hærra en á öðrum Norð­ur­lönd­um.

Auglýsing

Í dag er staðan sú að tæp­lega 78 pró­sent íbúa lands­ins eru búnir að fá að minnsta kosti fyrri skammt bólu­efna, að því er fram kemur á heil­brigðis­töl­fræði­vefnum Our World in data. Fær­eyjar koma þar á eftir (um 67 pró­sent) og Danir og Finnar eru á svip­uðum slóðum (um 63 pró­sent). Í bæði Nor­egi og Sví­þjóð er hlut­fallið undir 60 pró­sent­um; 56 pró­sent í Nor­egi og 55 pró­sent í Sví­þjóð. Þess ber þó að geta að tölur yfir bólu­setn­ingar eru birtar sjaldnar þar og þær nýj­ustu frá því fyrir helgi.

Ef litið er til Evr­ópu í heild þá eykst mun­ur­inn stór­kost­lega. Aðeins 44 pró­sent álf­unnar hafa fengið sprautu, eina eða tvær. Ef horft er enn lengra út í heim kemur for­rétt­inda­staða Íslend­inga enn frekar í ljós. Talið er að innan við þrjú pró­sent íbúa Afr­íku hafi fengið bólu­setn­ingu. Fjórð­ungur jarð­ar­búa hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu­efni.

Stærsti bólu­setn­inga­dag­ur­inn á Íslandi hingað til var 30. júní en þá fengu 16.659 bólu­efni Astr­aZeneca og 226 bólu­efni Jans­sen. Íbúar hér á landi hafa þó flestir fengið bólu­efni Pfizer og eru nú yfir 116 þús­und manns full­bólu­settir með því.

Athuga­semd: Í frétt­inni er stuðst við upp­lýs­ingar af vefnum Our World Data þar sem safnað er saman marg­vís­legri töl­fræði víðs vegar um heim­inn og fjöl­miðlar vitna oft til. Mann­fjölda­tölur sem liggja töl­fræð­inni til grund­vallar geta hins vegar verið nokk­urra ára og sam­an­burð­ur­inn á milli landa því ekki 100 pró­sent áreið­an­legur þótt hann gefi vissu­lega sterka vís­bend­ingu um stöð­una.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent