Ísland sker sig úr í bólusetningum

Hvergi á Norðurlöndunum eru bólusetningar gegn COVID-19 lengra á veg komnar en á Íslandi. Lægst er hlutfallið í Svíþjóð en þar hafa um 55 prósent íbúanna fengið að minnsta kosti fyrri skammt bóluefnis.

Hlutfall bólusettra í hverju Norðurlandanna fyrir sig.
Hlutfall bólusettra í hverju Norðurlandanna fyrir sig.
Auglýsing

Nor­egur og Sví­þjóð reka lest­ina af Norð­ur­lönd­unum þegar kemur að hlut­falls­legum fjölda bólu­setn­inga. Ísland trónir á toppnum og Fær­eyjar fylgja þar á eft­ir.

Þegar bólu­setn­ingar hófust almennt á Norð­ur­löndum í jan­úar var gang­ur­inn í þeim á svip­uðu róli framan af. Í byrjun mars fór að draga í sundur og Finnar tóku for­ystu. Í lok apríl voru stórir bólu­setn­inga­dagar á Íslandi og í kjöl­farið má segja að stökk hafi verið tekið og fram úr nágranna­lönd­un­um. Í lok apríl hafði um þriðj­ungur íbúa Íslands verið bólu­settur með að minnsta kosti einum skammti en innan við fjórð­ungur Dana sem þá ráku lest­ina. Allar götur síðan hefur Ísland verið með hæsta hlut­fall bólu­settra á hverjum tíma og allt frá því í maí hefur hlut­fallið verið umtals­vert hærra en á öðrum Norð­ur­lönd­um.

Auglýsing

Í dag er staðan sú að tæp­lega 78 pró­sent íbúa lands­ins eru búnir að fá að minnsta kosti fyrri skammt bólu­efna, að því er fram kemur á heil­brigðis­töl­fræði­vefnum Our World in data. Fær­eyjar koma þar á eftir (um 67 pró­sent) og Danir og Finnar eru á svip­uðum slóðum (um 63 pró­sent). Í bæði Nor­egi og Sví­þjóð er hlut­fallið undir 60 pró­sent­um; 56 pró­sent í Nor­egi og 55 pró­sent í Sví­þjóð. Þess ber þó að geta að tölur yfir bólu­setn­ingar eru birtar sjaldnar þar og þær nýj­ustu frá því fyrir helgi.

Ef litið er til Evr­ópu í heild þá eykst mun­ur­inn stór­kost­lega. Aðeins 44 pró­sent álf­unnar hafa fengið sprautu, eina eða tvær. Ef horft er enn lengra út í heim kemur for­rétt­inda­staða Íslend­inga enn frekar í ljós. Talið er að innan við þrjú pró­sent íbúa Afr­íku hafi fengið bólu­setn­ingu. Fjórð­ungur jarð­ar­búa hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu­efni.

Stærsti bólu­setn­inga­dag­ur­inn á Íslandi hingað til var 30. júní en þá fengu 16.659 bólu­efni Astr­aZeneca og 226 bólu­efni Jans­sen. Íbúar hér á landi hafa þó flestir fengið bólu­efni Pfizer og eru nú yfir 116 þús­und manns full­bólu­settir með því.

Athuga­semd: Í frétt­inni er stuðst við upp­lýs­ingar af vefnum Our World Data þar sem safnað er saman marg­vís­legri töl­fræði víðs vegar um heim­inn og fjöl­miðlar vitna oft til. Mann­fjölda­tölur sem liggja töl­fræð­inni til grund­vallar geta hins vegar verið nokk­urra ára og sam­an­burð­ur­inn á milli landa því ekki 100 pró­sent áreið­an­legur þótt hann gefi vissu­lega sterka vís­bend­ingu um stöð­una.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent