Johnson stóð af sér vantrauststillögu

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, stóð af sér atkvæðagreiðslu um vantraust innan þingflokks Íhaldsflokksins. Johnson heldur því áfram að hrista af sér eftirmála Partygate og heitir því að „leiða flokkinn aftur til sigurs “.

Boris Johnson yfirgefur þingið eftir að hafa greitt atkvæði um vantrauststillögu gegn sjálfum sér.
Boris Johnson yfirgefur þingið eftir að hafa greitt atkvæði um vantrauststillögu gegn sjálfum sér.
Auglýsing

148 þing­menn breska Íhalds­flokks­ins studdu van­traust­s­til­lögu á Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands. 211 þing­menn studdu áfram­hald­andi for­ystu John­sons sem verður áfram for­maður flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands. Allir 359 þing­menn flokks­ins tóku þátt í atkvæða­greiðsl­unni.

Boðað var til atkvæða­greiðslu um van­traust­s­til­lögu á hendur Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, eftir að Gra­ham Brady, for­maður 1922-­­nefndar Íhalds­flokks­ins, sem sér um helstu for­yst­u­­mál Íhalds­­­flokks­ins, greindi John­son frá því að nefnd­inni hefðu borist bréf frá yfir 15 pró­sent þing­manna flokks­ins sem lýsa yfir van­trausti á John­son. 54 bréf þurfa að ber­ast til að ná 15 pró­sent lág­mark­inu.

Auglýsing

John­son sagð­ist fagna atkvæða­greiðsl­unni og vildi ljúka henni af sem fyrst, hún sé tæki­færi til að binda enda á mán­að­ar­langar get­gátur um póli­tíska fram­tíð hans.

Atkvæða­greiðslan var leyni­leg og fór fram í neðri deild þings­ins milli klukkan 17 og 19 að íslenskum tíma. Þing­menn Íhalds­flokks­ins eru 359, 271 karl og 88 kon­ur. Meiri­hluta atkvæða, 180 eða fleiri, hefði þurft til að fella John­son. Skömmu áður en atkvæða­greiðslan hófst sagð­ist BBC hafa heim­ildir fyrir því að 131 þing­maður flokks­ins, að minnsta kosti, hygð­ist styðja John­son. Þeir reynd­ust svo vera mun fleiri, eða 211.

­Þing­menn­irnir sem studdu van­traust­s­til­lög­una til­heyra meðal ann­ars „Rauða veggn­um“, það er kjör­dæmum á Norð­ur-, Norð­aust­ur-Engalndi og mið­hér­uðum Eng­lands sem á korti mynda eins konar vegg. Stuðn­ingur við Verka­manna­flokk­inn hefur verið ráð­andi í rauða veggn­um, allt þar til í kosn­ing­unum 2019 þegar Íhalds­flokk­ur­inn sóp­aði til sín fylgi.

„Þetta var ekki ákvörðun sem ég tók af létt­úð. Ég hlust­aði á allar hlið­ar, sér­stak­lega frá kjós­endum sem höfðu sam­band við mig og deildu með mér skoð­unum og reynsl­u­m,“ segir Dehenna Dav­id­son, þing­maður Íhalds­flokks­ins í Dur­ham-­sýslu, sem til­heyrir rauða veggn­um. „Þegar öllu er á botn­inn hvolft þá greiddi ég atkvæði gegn for­sæt­is­ráð­herr­anum í kvöld.“

Van­traust­s­til­lagan yfir­vof­andi frá upp­hafi Par­tygate

Gustað hefur um John­son allt frá byrjun árs eftir að greint var frá partýstandi í Down­ingstræti á tímum strangra sótt­varna­reglna vegna heims­far­ald­urs COVID-19. Í jan­úar baðst hann afsök­unar á að hafa verið við­staddur garð­­veislu í Down­ing­stræti í maí 2020, þegar útgöng­u­­bann vegna útbreiðslu COVID-19 var í gildi.

Þegar fregnir bár­ust af fleiri sam­komum á vegum breskra stjórn­­­valda var Sue Gray, sér­­­stökum sak­­sókn­­ara, falið að gera rann­­sókn til að meta eðli og til­­­gang veislu­hald­anna. Hneykslið fékk fljótt við­ur­nefnið „Par­tyga­te“.

Skýrslu Gray var beðið með tölu­verðri eft­ir­vænt­ingu en málin flækt­­ust þegar breska lög­­reglan hóf sjálf­­stæða rann­­sókn á veislu­höld­un­­um. Lög­­regla bað Gray að bíða með rann­­sókn sína á meðan lög­­­reglu­rann­­sóknin stóð yfir. Hún skil­aði þó bráða­birgða­­skýrslu 31. jan­úar þar sem fram kom að veislu­höld í Down­ing­stræti á tímum útgöng­u­­banns eða strangra sótt­­varna­reglna hafi verið óvið­eig­andi og að skortur hafi verið á for­yst­u­hæfi­­leikum og dóm­­greind, bæði hjá starfs­­fólki í Down­ing­stræti og á skrif­­stofu rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar.

Fyrsti for­sæt­is­ráð­herr­ann sem er sektaður fyrir lög­brot

Rann­­sókn lög­­­reglu lauk í lok maí. Tólf sam­­kvæmi voru til rann­­sóknar og alls gaf lög­­regla út 126 sektir vegna brota á sótt­­varna­regl­­um. Sekt­­irnar ná ti 83 manns og því eru dæmi um að ein­stak­l­ingar hafi fengið fleiri en eina sekt. John­­son fékk þó aðeins eina sekt, fyrir að vera við­staddur eigin afmæl­is­­veislu 19. júní 2020, í Down­ing­stræti.

John­son er fyrsti for­­sæt­is­ráð­herra Bret­lands sem er sektaður fyrir að lög­­brot. Hann hefur ítrekað beðist afsök­unar og full­yrt að það hafi ekki hvarflað að honum á sínum tíma að hann væri að brjóta lög.

Drykkju­menn­ing í Down­ingstræti var afhjúpuð í loka­skýrslu Gray kom út 25. maí. Í skýrsl­unni segir að stjórn­mála­leið­togar og hátt­settir emb­ætt­is­menn verði að axla ábyrgð á drykkju­menn­ing­unni sem hefur við­gengst innan bresku rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hvernig nákvæm­lega á að axla ábyrgð­inni fylgir ekki í nið­ur­stöðum skýrsl­unnar en van­traust­s­til­laga á John­son er klár­lega ein til­raun til þess.

Krafan um afsögn enn til staðar

Van­traust­s­til­lagan sneri þó um meira en Par­tyga­te. Stefna John­son í efna­hags­málum og stjórn­un­ar­stíll hans almennt hafa einnig verið til umræðu.

Krafan um John­son segi af sér for­mennsku er því enn til stað­ar, ekki síst meðal fjár­sterkra aðila sem hafa styrkt flokk­inn með háum fjár­hæðum svo árum skipt­ir. Einn þeirra, sem hefur styrkt flokk­inn um 340 þús­und pund frá 2010, eða rúmar 55 millj­ónir króna, segir í sam­tali við The Sunday Times að hann geti aðeins hugsað sér að halda styrk­veit­ingum sínum áfram ef leið­toga­skipti fara fram, strax.

Van­traust­s­til­laga var síð­ast til með­ferðar hjá flokknum í des­em­ber 2018 í miðju Brex­it-­ferli, þegar atkvæði voru greidd um van­traust á hendur Ther­esu May. May stóð til­lög­una af sér en sagði af sér nokkrum mán­uðum seinna og John­son tók við af henni í júlí 2019.

Van­traust­s­til­laga veit sjaldn­ast á gott fyrir stjórn­mála­menn. En John­son verður áfram leið­togi Íhalds­manna enn um sinn. Önnur van­traust­s­til­laga verður að minnsta kosti ekki lögð fram næsta árið þar sem að minnsta kosti 12 mán­uði þurfa að líða á milli van­trausts­yf­ir­lýs­inga á leið­toga Íhald­ds­flokks­ins. En til­lagan sem var felld í kvöld gæti markað upp­haf enda­lokanna, líkt og í til­felli Ther­esu May.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent