Mótmæla „harðlega“ að Skrokkalda fari í nýtingarflokk

„Þessi virkjanakostur ætti að vera í verndarflokki,“ segja Samtök ferðaþjónustunnar um Skrokkölduvirkjun sem áformuð er á hálendinu. Samtökin minna á mikilvægi náttúrunnar fyrir ferðaþjónustuna.

Landsvirkjun hyggst reisa nýja 45 MW virkjun við Skrokköldu á Sprengisandi.
Landsvirkjun hyggst reisa nýja 45 MW virkjun við Skrokköldu á Sprengisandi.
Auglýsing

Sam­tök ferða­þjón­ust­unn­ar, SAF, „mót­mæla því harð­lega“ að Skrokköldu­virkjun sé sett í nýt­ing­ar­flokk þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar líkt og þings­á­lykt­un­ar­til­laga, sem mælt hefur verið fyrir á Alþingi, gerir ráð fyr­ir. „Þessi virkj­ana­kostur ætti að vera í vernd­ar­flokki enda við jaðar stærsta þjóð­garðs Evr­ópu og ferða­menn geta í dag notið víð­ernis á stórum hluta þessa svæð­is. Þó svo að áhrif þess­arar virkj­unar séu mun minni en af Hágöngu­virkj­unum þá er hún fyr­ir­huguð á svæði sem alls ekki ætti að raska,“ skrifa sam­tökin í umsögn sinni um þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una.

Einnig lýsa þau yfir áhyggjum yfir að Aust­urengjar við Krýsu­vík og Þver­ár­dalur á Hell­is­heiði séu flokkuð í nýt­ing­ar­flokk og fara fram á að beðið sé með fram­kvæmdir á þessum svæð­um.

Auglýsing

Sam­tökin lýsa hins vegar mik­illi ánægju með þau svæði sem flokkuð eru í vernd sam­kvæmt til­lög­unni „Vatna­svæði Hér­aðs­vatna og þar með jök­ul­árnar í Skaga­firði eru mjög mik­il­væg fyrir ferða­þjón­ustu í Skaga­firði og eru mögu­leikar flúða­sigl­inga ein helsta und­ir­staða ferða­þjón­ustu svæð­is­ins,“ skrifa sam­tökin í umsögn sinni.

Þá benda þau á að við Skjálf­anda­fljót eru margir mik­il­væg­ustu ferða­manna­staðir og ferða­leiðir á norð­ur­há­lend­inu, þar eru for­sendur til frek­ari dreif­ingar ferða­manna og auk­innar starf­semi. Einnig sé Skaftá og vatna­svæði hennar mik­il­vægt fyrir ört vax­andi ferða­mennsku og þjón­ustu henni tengdri á stóru svæði á Suð­ur­landi.

Sam­tökin segja mik­il­vægt fyrir ímynd lands­ins að Þjórs­ár­ver séu óraskað svæði og segja nátt­úru vest­ur­svæða Þjórsár mik­il­væga. Svæðið þoli ekki mikla ferða­mennsku og sú ferða­mennska sem þar á sér stað verði að vera tak­mörk­uð. „Virða verður á allan hátt hina við­kvæmu nátt­úru svæð­is­ins.“ Einn virkj­ana­kostur ofar­lega í Þjórsá, Kjalöldu­veita, er í vernd­ar­flokki til­lög­unn­ar.

Að mati Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar er það „engan veg­inn ásætt­an­legt“ að Búð­ar­tungu­virkj­un, rétt ofan við Gull­foss, verði að veru­leika. Kost­ur­inn er sem stendur í bið­flokki til­lögu að ramma­á­ætl­un. Öll röskun í og við þennan mik­il­væga ferða­manna­stað sé „með öllu óásætt­an­leg“.

HS Orka áformar jarðvarmavirkjun í Austurengjum. Mynd: Ellert Grétarsson

Þá vilja sam­tökin ítreka að Torfa­jök­uls­svæðið verði fært í vernd­ar­flokk. Gras­hagi og Sand­fell liggi í nágrenni við vin­sæl­ustu og mest sóttu göngu­leið lands­ins, Lauga­veg­inn, sem heilli bæði inn­lenda og erlenda göngugarpa. „Öll óæski­leg sjón­mengun hefur áhrif á upp­lifun ferða­manna af svæð­inu og því aug­ljóst að öll upp­bygg­ing á orku­mann­virkjum myndi hafa nei­kvæð áhrif á nátt­úru­upp­lifun þeirra gesta sem sækja svæðið heim.“

Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar minna í umsögn sinni á að ákvarð­anir um að taka ný svæði til orku­nýt­ingar þurfi að vera mjög vel ígrund­að­ar. „Vinna þarf mark­visst að verndun og skyn­sam­legri nýt­ingu þeirrar auð­lindar sem nátt­úra Íslands er, bæði í nútíð og langri fram­tíð,“ segir í umsögn­inni og ítreka sam­tökin að horfa verði á nátt­úru­auð­lind­ina á mun víð­ari grunni en gert hefur verið hingað til og stefna þannig að því að ná saman skipu­lagi sem horfi til lang­tíma­mark­miða við nýt­ingu og verndun íslenskrar nátt­úru.“

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra mælti fyrir þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar í byrjun febr­ú­ar. Hann er fjórði umhverf­is­ráð­herr­ann sem leggur nákvæm­lega sömu til­lögu fyrir þingið á rúm­lega fimm árum. Tíð stjórn­ar­skipti urðu fyrstu árin til þess að ekki náð­ist að afgreiða til­lög­una. Guð­mundur Ingi Guð­brands­son mælti einnig fyrir til­lög­unni er hann gegndi emb­ætti umhverf­is­ráð­herra en hún hlaut sömu örlög og árin á und­an.

Núgild­andi ramma­á­ætlun er orðin níu ára göm­ul.

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks er að finna lof­orð um að lokið verði við þriðja áfang­ann. Því er hins vegar bætt við í sömu setn­ingu að fjölga eigi kostum í bið­flokki.

Þetta hefur orðið til þess að hags­muna­að­ilar hafa ýtt á að ákveðnir kostir sem eru í vernd­ar­flokki verði færðir í bið­flokk. Það gerði t.d. meiri­hluti byggð­ar­ráðs Sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarðar sem vill að virkj­anir í Hér­aðs­vötnum (Jök­ulsá aust­ari og vest­ari) fari í bið­flokk. HS orka vill að Búlands­virkjun verði færð úr vernd­ar­flokki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent