Munu gervimenni standa í vegi fyrir kaupum Elons Musks á Twitter?

Að mati auðkýfingsins Elon Musk hefur Twitter ekki veitt honum nægilega góðar upplýsingar um fjölda gervimenna eða botta sem fyrirfinnast á samfélagsmiðlinum. Lögmenn hans hafa sent Twitter bréf þar sem segir að Twitter hafi brotið skilmála kaupsamnings.

Samvkæmt auðmannalista Forbes er Elon Musk ríkasti maður heims. Auðævi hans eru metin á rúma 223 milljarða Bandaríkjadala, Það samsvarar 29 þúsund milljörðum króna.
Samvkæmt auðmannalista Forbes er Elon Musk ríkasti maður heims. Auðævi hans eru metin á rúma 223 milljarða Bandaríkjadala, Það samsvarar 29 þúsund milljörðum króna.
Auglýsing

Mikil óvissa ríkir nú um fyr­ir­huguð kaup banda­ríska auð­kýf­ings­ins Elon Musk á sam­fé­lags­miðl­inum Twitt­er. Fyrr í vik­unni sak­aði hann Twitter um að standa í vegi fyrir því að hann fái upp­lýs­ingar um hversu hátt hlut­fall not­enda mið­ils­ins eru gervi­menni (e. bots). Í bréfi sem lög­menn Musks sendu Twitter og birt var á vef banda­ríska fjár­mála­eft­ir­lits­ins SEC segir að þessi skortur á upp­lýs­inga­gjöf feli í sér brot á sam­komu­lagi um kauptil­boð Musks sem stjórn Twitter sam­þykkti í apr­íl. Þar af leið­andi geti hann dregið sig út úr sam­komu­lag­inu, dregið kauptil­boðið til baka og hætt við allt sam­an.

Um miðjan maí sendi Musk frá sér tíst þar sem hann greindi frá því að kaup hans á sam­fé­lags­miðl­inum hefðu verið sett á ís. Í tíst­inu sagði hann ástæð­una vera þá að hann væri að bíða eftir gögnum sem gætu rök­stutt full­yrð­ingar Twitter um að hlut­fall gervi­menna á sam­fé­lags­miðl­inum væri innan við fimm pró­sent. Í umfjöllun New York Times segir að með áður­nefndu bréfi sem lög­menn Musks sendu Twitter á mánu­dag hafi í fyrsta sinn birst með form­legum hætti vilji Musks til þess að draga sig úr kaup­un­um.

Auglýsing

„Þetta er eitt­hvað sem hlut­hafar Twitter hafa verið að búa sig undir síð­ustu vik­urn­ar, augna­blikið þegar handa­hófs­kenndar vanga­veltur Musks sem hann hefur birt í tístum eru slíp­aðar niður í texta sem sendur er í form­legu bréfi,“ segir Sus­annah Streete í sam­tali við New York Times en hún er sér­fræð­ingur í fjár­fest­ingum og verð­bréfa­mörk­uðum hjá Hag­r­ea­ves Lans­down. Hún segir það hafa verið vitað frá upp­hafi að yfir­taka Musks myndi ekki ganga þrauta­laust fyrir sig.

Mark­aðs­að­stæður gætu hafa dregið úr vilja Musks

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Twitter er salan aftur á móti á réttri leið. „Við ætlum að ljúka þessum við­skiptum sam­kvæmt kaup­samn­ingnum á fyrir fram gefnu verði og sam­kvæmt þeim skil­málum sem um var rætt,“ segir tals­kona Twitter í sam­tali við New York Times og bætir því við að fyr­ir­tækið muni halda áfram að deila nauð­syn­legum upp­lýs­ingum með Elon Musk svo að kaup­unum geti orð­ið.

Fyr­ir­tækið hefur skipst á upp­lýs­ingum við Musk í um það bil mánuð án vand­kvæða en sam­kvæmt ónafn­greindum heilmid­ar­mönnum New York Times hafa fyrri yfir­lýs­ingar Musks um að hann ætli sér að stofna annan sam­fé­lags­miðil vakið upp efa­semdir innan her­búða Twitter um það hvaða upp­lýs­ingar hægt sé að veita Musk.

Frá því að yfir­tökutil­boð Musks var sam­þykkt hefur hluta­bréfa­verð í heim­inum fallið nokk­uð. Það á einnig við um verð á bréfum í Twitter sem og í Tesla en stærsti hluti auð­æfa Musks er bund­inn í bréfum bíla­fram­leið­and­ans. Grein­endur vest­an­hafs hafa velt því fyrir sér Musk sjái mögu­lega eftir því að hafa sent inn kauptil­boð í sam­fé­lags­mið­il­inn, sökum aðstæðna á mörk­uð­um, og hvort það valdi því að hann sé jafn dug­legur að lýsa efa­semdum sínum um kaupin opin­ber­lega og raun ber vitni. Hluta­bréfa­verð Twitter er nú um 40 Banda­ríkja­dalir á hvert bréf í fyr­ir­tæk­inu en kauptil­boð Musks hljóð­aði upp á 54.2 dali fyrir hvert bréf. Musk hét því þar af leið­andi að greiða sam­tals 44 millj­arða dala fyrir sam­fé­lags­mið­ill­inn, eða um 5.710 millj­arða íslenskra króna.

Fjöldi gervi­menna hafi ekki átt að koma Musk á óvart

Fáir not­endur Twitter njóta við­líka vin­sælda og Elon Musk, fylgj­endur hans á sam­fé­lags­miðl­inum telja nú um stundir rúm­lega 97 millj­ón­ir. Ef til vill má rekja ástæð­una fyrir vin­sældum hans á miðl­unum að ein­hverju leyti til þess hversu virkur hann er. Hann tístir mjög reglu­lega og er alls ekki feim­inn við að blanda sér í umræður á sam­fé­lags­miðl­unum með öðrum not­end­um.

Á meðal þeirra sem fylgja Musk og blanda sér í umræð­urnar eru þó not­endur sem sigla undir fölsku flaggi. Í umfjöllun Wall Street Journal segir til að mynda að virkni Musks á sam­fé­lags­miðl­inum virki sem seg­ull á not­endur sem sem leit­ast eftir því að dreifa upp­lýs­ingum sem ekki eru sannar og rétt­ar. Slíkir not­end­ur, bæði gervi­menni og not­endur af holdi og blóði, drag­ast einmitt að Musk vegna þess hve dug­legur hann er að eiga í sam­skiptum við fólk á miðl­in­um. Aðrar stór­stjörnur á borð við Barack Obama, Justin Bieber og Rihönnu tísta ekki jafn oft og senda svör til ann­arra not­enda á sam­fé­lags­miðl­unum nán­ast aldrei.

Í umfjöllun Wall Street Journal segir að það hefði ekki átt að koma Musk á óvart að mörg gervi­menni mætti finna á Twitt­er, enda hafi Musk kvartað yfir þeim svo árum skipt­ir. Í grein mið­ils­ins er einnig vísað í grein­ingu á fylgj­endum Musks á sam­fé­lags­miðl­inum sem eru sagðir vera að uppi­stöðu til gervi­menni eða óvirkir aðgangar – eða um 70 pró­sent. Til sam­an­burðar sé með­al­talið í fylgj­enda­hópum þeirra sem hafa á bil­inu 65 og 120 milljón fylgj­endur á Twitter um 41 pró­sent.

Twitter telur gervi­mennin vera um 5 pró­sent af not­endum

Hvort Elon Musk ætli sér að reyna að þrýsta kaup­verð­inu niður eða að falla algjör­lega frá kaup­unum liggur ekki alveg ljóst fyr­ir. Grein­endur vita í það minnsta ekki alveg hvað vakir fyrir Musk og hvers vegna lög­fræð­ingar hans sendu Twitter áður­nefnt bréf.

Frá Twitter koma þær upp­lýs­ingar að fyr­ir­tækið vinni hart að því að upp­ræta gervi­menni á sam­fé­lags­miðl­inum og í viku hverri séu millj­ónir slíkra not­enda gerðir óvirk­ir. Það er mat fyr­ir­tæk­is­ins að innan við fimm pró­sent af þeim not­endum sem skrá sig inn dag­lega séu gervi­menni en fjöldi virkra not­enda á miðl­inum stendur í um 229 millj­ón­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent