Norðmenn fikra sig út úr svartnættinu

Flestar tölur um faraldurinn hafa síðasta mánuðinn verið á uppleið í Noregi. Smitfjöldi. Innlagnir á sjúkrahús. Innlagnir á gjörgæslu. Eftir dumbungslegar vikur hvað þetta varðar er loks farið að birta eilítið til. Pestin mun þó líklega geisa til maíloka.

Hjukrunarfræðingur sinnir COVID-veikum sjúklingi á spítala í Ósló.
Hjukrunarfræðingur sinnir COVID-veikum sjúklingi á spítala í Ósló.
Auglýsing

Síð­ustu vikur hafa ekki beint aukið Norð­mönnum bjart­sýni í bar­átt­unni við kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn. Það er auð­velt að benda fingri á söku­dólg­inn: Hið breska afbrigði kór­ónu­veirunn­ar. Það greind­ist fyrst í Nor­egi í des­em­ber en hefur síðan þá orðið það fyr­ir­ferða­mesta í rað­grein­ingum á veirunni og vel yfir 70 pró­sent allra sem greinst hafa í mars eru smit­aðir af afbrigð­inu sem Bretar kenna við Kent en flestir aðrir ein­fald­lega við Bret­land. Það ber orðið ábyrgð á meiri­hluta allra dauðs­falla vegna COVID-19 í Bret­landi frá upp­hafi far­ald­urs­ins og er það langút­breiddasta í allri Evr­ópu.

Þetta er ekki ný kór­ónu­veira. Heldur stökk­breytt kór­ónu­veira. Og meira að segja hefur breska afbrigðið stökk­breyst síðan það upp­götv­að­ist fyrst. Nú er talað um stökk­breytt stökk­breytt afbrigði – svona til að flækja málin aðeins meira.

Auglýsing

Þetta kemur hins vegar ekk­ert á óvart frá far­alds­fræði­legu sjón­ar­horni í það minnsta. Í upp­hafi far­ald­urs­ins voru allar veir­urnar sem voru að sýkja fólk af sjúk­dómi sem fékk svo nafnið COVID-19 mjög svip­að­ar. En með hverju smiti eru líkur á stökk­breyt­ing­um. Og þó að flestar þessar stökk­breyt­ingar skipti litlu eða engu hvað varðar breytt ein­kenni sjúk­dóms­ins gerir hinn gríð­ar­legi fjöldi smita það að verkum að veiran, SAR­S-CoV-2, hefur í ein­hverjum til­vikum breyst til hins verra (fyrir okk­ur) og náð að auka færni sína til að smita fólk og jafn­vel valda alvar­legri ein­kenn­um. Um þetta allt saman getur þú lesið hér, í nýlegu við­tali Kjarn­ans við Arnar Páls­son erfða­fræð­ing.

Og eitt þess­ara stökk­brigða, fyrst greint í Bret­landi í nóv­em­ber, hefur náð að dreifa sér til yfir 130 landa. Fleiri bráðsmit­andi stökk­brigði eru á kreiki en hér skal fjallað um hið breska og þá helst óskund­ann sem það hefur gert í nágranna­ríki okkar Nor­egi.

Meira smit­andi og hættu­legra

„Þetta er alvar­leg­t,“ sagði Line Vold, deild­ar­stjóri hjá Lýð­heilsu­stofnun Nor­egs fyrir nokkrum dög­um. Hún var að tala um veiru­af­brigðið breska sem tölur sýna nú svart á hvítu að er mun meira smit­andi en þau afbrigði sem við höfum glímt við hingað til. Það getur því breiðst út um sam­fé­lag á skemmri tími en við höfum hingað til átt að venj­ast.

En það er ekki það eina sem Vold og félagar hafa kom­ist að.

Þeir sem grein­ast með hið breska afbrigði kór­ónu­veirunnar eru í 2,6 sinnum meiri hættu á að þurfa að leggj­ast inn á sjúkra­hús en þeir sem sýktir eru af öðrum afbrigðum veirunn­ar. Þessi aukna áhætta á við um alla ald­urs­hópa 20 ára og eldri. Áhættan er einnig meiri meðal barna en af öðrum afbrigðum þó að hún sé minni en hjá ung­mennum og full­orðn­um.

Þetta þýðir ein­fald­lega að veiru­af­brigðið veldur alvar­legri veik­indum en önn­ur.

Rúmlega fjörutíu manns voru lagðir inn á gjörgæsludeildir í Noregi í síðustu viku. Mynd: EPA

Á síð­ustu viku hafa 43 verið lagðir inn á gjör­gæslu­deildir norskra sjúkra­húsa með COVID-19. Það er mesti fjöldi á einni viku síðan í lok mars í fyrra. Fyrir nokkurn veg­inn sléttu ári síð­an. Fjöldi inn­lagna á gjör­gæslu hefur auk­ist fjórar vikur í röð.

Frá upp­hafi far­ald­urs­ins hafa um 90.500 manns greinst með sjúk­dóm­inn í Nor­egi. Um 650 hafa dáið.

Hingað til hefur yngra fólk verið í hvað minnstri áhættu á því að veikj­ast af COVID-19. Sjúk­dóm­ur­inn lagð­ist lang­verst á fólk 70 ára og eldra. En nú hefur norska Lýð­heilsu­stofn­unin kom­ist að því að meiri líkur eru orðnar á því að fólk yngra en fer­tugt veik­ist alvar­lega. Allt er það breska afbrigð­inu að kenna.

Hópsmit hafa komið upp í grunn­skólum á nokkrum stöðum í Nor­egi og það er líka nýtt þó að taka verði stað­festum smit­tölum meðal barna með ákveðnum fyr­ir­vara þar sem þau voru lítið sem ekk­ert skimuð í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins. Sam­an­burð­ur­inn er því lít­ill. En vís­bend­ingar eru þó til stað­ar.

Mun reyna á þol­mörk sjúkra­hús­anna

Eftir að nýja afbrigðið upp­götv­að­ist í Bret­landi ákvað Nor­egur eins og fleiri lönd að stöðva beint flug milli land­anna í þeirri von að halda mætti þess­ari stökk­breyttu veiru úti. En allt kom fyrir ekki.

Líkt og í Nor­egi ganga sótt­varna­að­gerðir yfir­valda út á það að verja heil­brigð­is­kerfið frá hruni. Það gafst vel í fyrri bylgjum hjá okkur og Norð­mönnum en deild­ar­stjór­inn Vold ótt­ast að sú breska geti átt eftir að reyna ræki­lega á þol­mörk sjúkra­hús­anna.

Til að verj­ast veirunni nú þarf því harð­ari aðgerð­ir. Það duga engin vett­linga­tök, eins og Run­ólfur Ólafs­son yfir­lög­reglu­þjónn sagði á upp­lýs­inga­fundi dags­ins.

Undir orð Vold hafa fleiri sér­fræð­ingar í Nor­egi tek­ið, m.a. Espen Nakstad, aðstoðar land­lækn­ir. „Ef inn­lagnir halda áfram að aukast þá verður þetta mjög erfið staða.“

Hann minnir á að ein­kenna­lausir smiti og geti jafn­vel smitað meira en þeir sem þegar eru komnir með fyrstu ein­kenni. Þetta er nokkuð óvenju­legt þegar veirur eru ann­ars veg­ar. En við ættum að vera farin að vita það núna að nýja kór­ónu­veiran, sem er nú kannski ekk­ert ný leng­ur, er ólík­inda­tól. Nakstad segir að þar sem veiran sé meira smit­andi en áður fái fólk meira magn af henni inn í lík­amann er það smit­ast. Það eitt og sér geti orsakað alvar­legri veik­indi.

Bólusetning gengur hægt í Noregi eins og á Íslandi og víðast í Evrópu.  Mynd: EPA

En ljóstíran handan gang­anna er til staðar þó að það þurfi kannski að píra augun til að sjá hana. Því ólíkt því sem var í hápunkti far­ald­urs­ins fyrir nákvæm­lega ári síðan er bólu­setn­ing við COVID-19 ekki lengur fjar­lægur draumur og ósk­hyggja. Bólu­efni er til og bólu­setn­ing­ar­her­ferðir eru hafnar þó að flest­ir, fyrir kannski utan Ísra­ela, Banda­ríkja­menn og Breta, vildu gjarnan að hún gengi mun hraðar fyrir sig.

En talandi um Ísra­el, Banda­ríkin og Bret­land. Þar hefur dregið veru­lega og nokkuð hratt úr smit­fjölda dag frá degi og því blasir aug­ljós stað­reynd við: Bólu­efnin virka.

Líkt og hér eru Norð­menn orðnir óþreyju­fullir að fá bólu­setn­ingu. Tíundi hver þeirra er þó kom­inn með að minnsta kosti fyrri spraut­una. Nýjasta spá norsku Lýð­heilsu­stofn­un­ar­innar um þróun far­ald­urs­ins er þrátt fyrir allt ekki svo dökk leng­ur. Að minnsta kosti ekki miðað við í síð­ustu viku þegar hún var kol­bika­svört. Sam­kvæmt spánni eru enn tveir mán­uðir í að hátindi far­ald­urs­ins verði náð.

Auglýsing

Og í gær sást von­ar­glæta í smit­tölum vik­unn­ar: Þær voru lægri og benda því, að mati Lýð­heilsu­stofn­un­ar­innar, til þess að hægt hafi á útbreiðsl­unni. Færri börn hafa t.d. smit­ast síð­ustu daga en vik­urnar á und­an. Smitin almennt verða þó lík­lega á svip­uðu bili áfram en ekki í stöð­ugum veld­is­vexti. Spá um fram­haldið er gerð út frá ýmsum for­send­um. Að áfram verði hörðum aðgerðum beitt inn­an­lands og að bólu­setn­ing sé í ákveðnum og góðum takti. Það síð­ar­nefnda er auð­vitað ekki full­víst. Reynslan hefur sýnt okkur að ekki er hægt að stóla á dreif­ing­ar­á­ætl­anir lyfja­fyr­ir­tækj­anna. Í gær – svo dæmi sé tekið – bár­ust fréttir af því að bólu­efni Jan­sen (sem er í eigu John­son & John­son) verði ekki afgreitt í jafn miklum mæli næstu vikur og til stóð. Svip­aðar fréttir hafa fyrr í vetur borist frá öðrum fram­leið­end­um.

Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning. Í janúar fagnaði Haraldur 30 árum í kóngastólnum. Mynd: EPA

Pásk­arnir verða óvenju­legir í ár – eins og í fyrra reynd­ar. Hér á Íslandi biðja yfir­völd fólk að búa sér til „páskakúl­ur“ og gæta þess að umgang­ast ekki marga.

Í Nor­egi er staða svip­uð. Yfir­völd biðja fólk að halda ekki fjöl­mennar veisl­ur. Þau ótt­ast líka umferð­ar­öng­þveiti á veg­um. Norð­mönnum líður mörgum hvergi betur en í sum­ar­hús­inu sínu. Og þangað munu þeir lík­lega streyma hvað sem tautar og raul­ar.

Enda hefur kon­ung­legt for­dæmi fyrir slíku líka verið gef­ið. Sonja drottn­ing og Har­aldur kon­ungur ætla að dvelja í sinni „hyttu“ í Jöt­un­heimum um pásk­ana. Höllin til­kynnti þetta í dag og bætti við að með ferða­lag­inu væri ekki verið að brjóta neinar sótt­varna­regl­ur. Í land­inu gilda tíu manna fjölda­tak­mörk, rétt eins og á Íslandi nú, og ætla kon­ungs­hjónin því að fækka í fylgd­ar­liði sínu en munu eftir sem áður njóta aðstoðar starfs­fólks hall­ar­innar í frí­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar