Búist við litlu magni af bóluefni Janssen í apríl en síðan vaxandi fjölda skammta

Gert er ráð fyrir því að fyrsta sending af bóluefni Janssen komi hingað til lands 16. apríl. Ekki er ljóst hve mikið magn kemur, en búist er við að það verði lítið. Norsk og dönsk yfirvöld reikna með að fá færri skammta í apríl en áður var gert ráð fyrir.

Janssen er dótturfélag bandaríska stórfyrirtækisins Johnson & Johnson.
Janssen er dótturfélag bandaríska stórfyrirtækisins Johnson & Johnson.
Auglýsing

Gert er ráð fyrir því að fyrstu skammtarnir af bóluefni Janssen komi hingað til lands 16. apríl. Samkvæmt svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans hefur framleiðandinn ekki enn staðfest hversu margir skammtar koma í apríl, en búist er við litlu magni í apríl og að fjöldi skammta fari svo vaxandi í kjölfarið.

Í gær og í dag hefur verið sagt frá því í Noregi og Danmörku að nú sé gert ráð fyrir því að umtalsvert færri skammtar af bóluefni Janssen berist þangað í apríl en áður hafði verið búist við.

Danska ríkisútvarpið DR rekur í nýrri frétt að heilbrigðisyfirvöld þar í landi hafi verið að uppfæra bólusetningardagatalið sitt. Áður voru væntingar um að 495 þúsund skammtar af bóluefni Janssen bærust til Danmerkur í apríl, en nú horfi svo við að skammtarnir í apríl verði einungis 39 þúsund talsins.

Auglýsing

Svipaða sögu má segja frá Noregi. Í gær var sagt frá því á vef TV2 og víðar að í stað þess að 310 þúsund skammtar bærust til Noregs í apríl, eins og væntingar yfirvalda stóðu til, yrðu þeir um 52 þúsund talsins.

63 þúsund skammtar fyrir mitt árið?

Ríkisútvarpið rakti í frétt á vef sínum í dag að samkvæmt tölunum frá Noregi mætti gera ráð fyrir um 3.500 skömmtum af bóluefni Janssen til Íslands í apríl, en Norðmenn rétt eins og Íslendingar eru aðilar að samningum Evrópusambandsins um kaup á bóluefnum.

Áætlanir Norðmanna gera ráð fyrir því að 930 þúsund skammtar af bóluefni Janssen berist til landsins fyrir lok júnímánaðar, sem myndi samsvara rúmlega 63 þúsund skömmtum til Íslands, miðað við höfðatölu, en í bóluefnasamstarfi ESB dreifast bóluefnin hlutfallslega jafnt á milli landa eftir fólksfjölda.

Einungis einn skammtur á mann

Bóluefni Janssen er ólíkt hinum bóluefnunum gegn COVID-19 að því leyti að einungis er gert ráð fyrir því að fólk fái einn skammt af bóluefninu, en ekki tvo eins og af öðrum bóluefnum sem tekin hafa verið í notkun hér á landi til þessa.

Samningur Íslands um aðgengi að bóluefni Janssen á að tryggja 235 þúsund skammta af bóluefninu. Þegar samningurinn var undirritaður, 22. desember síðastliðinn, var ekki gert ráð fyrir því að dreifing á bóluefni Janssen myndi hefjast fyrr en á þriðja ársfjórðungi 2021, eða í fyrsta lagi í júlí.

Bóluefnið fékk skilyrt markaðsleyfi á Íslandi þann 11. mars síðastliðinn í kjölfar þess að Lyfjastofnun Evrópu mælti með því að slíkt leyfi yrði útgefið.

Samkvæmt því sem fram kemur á vef Lyfjastofnunar reyndist bóluefnið, í 44 þúsund manna klínískri rannsókn í Bandaríkjunum, fækka tilfellum COVID-19 með einkennum um 67 prósent samanborið við lyfleysu, tveimur vikum eftir bólusetningu (116 tilvik úr 19.630 manna hópi samanborið við 348 tilvik úr 19.691 manna hópi sem fékk lyfleysu). Þetta þýðir að virkni þess er 67 prósent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent