Óheimilt að synja hælisleitanda um endurupptöku vegna ásakana um tafir

Stjórnvöldum var óheimilt að synja palestínskum hælisleitanda um endurupptöku máls á grundvelli þess að hafa sjálfur tafið málið. Lögmaður segir stjórnvöld verða að bregðast við og koma í veg fyrir mestu fjöldabrottvísanir Íslandssögunnar.

Suleiman Al Masri hefur dvalið á Íslandi í um tvö ár. Héraðsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum var óheimilt að synja honum um endurupptöku máls á grunsvelli þess að hafa sjálfur tafið málið.
Suleiman Al Masri hefur dvalið á Íslandi í um tvö ár. Héraðsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum var óheimilt að synja honum um endurupptöku máls á grunsvelli þess að hafa sjálfur tafið málið.
Auglýsing

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að stjórn­völd hafi rang­lega kennt Suleiman Al Mas­ri, palest­ínskum hæl­is­leit­anda, um tafir í máli sínu og var því óheim­ilt að synja honum um end­ur­upp­töku máls.

Su­leiman Al Masri er í hópi þeirra Palest­ín­u­­manna sem ekki fengu efn­is­­lega máls­­með­­­ferð þrátt fyrir að hafa dvalið hér í heilt ár. Hann telur sig og nokkra aðra sem sviptir voru ólög­­lega þjón­­ustu Útlend­inga­­stofn­unar í fyrra­vor og end­uðu á göt­unni hafi fengið aðra og verri með­­­ferð en aðr­­ir. Þeir hafi verið teknir út fyrir sviga þrátt fyrir að mál þeirra séu sam­­bæri­­leg málum ann­­arra sem fengu jákvæða nið­­ur­­stöðu hjá kæru­­nefnd­inni.

Magnús Davíð Norð­dahl lög­maður segir um stór­tíð­indi að ræða og að dóm­ur­inn sé for­dæm­is­gef­andi fyrir fjöl­mennan hóp hæl­is­leit­enda sem strand­aði hér á landi á tíma­bili kór­ónu­veirunnar og ekki tókst að flytja úr landi. „Í dómnum er stað­fest með afger­andi hætti að stjórn­völd hafi rang­lega kennt við­kom­andi um tafir í máli sínu og því hafi verið órétt­mætt með öllu að synja við­kom­andi um end­ur­upp­töku máls,“ segir Magnús í sam­tali við Kjarn­ann. Magnús hefur sinnt málum fjölda hæl­is­leit­enda sem til­heyra þessum hópi ásamt með­eig­endum sínum á lög­manns­stof­unni Norð­da­hl, Narfi & Silva. Helgi Þor­steins­son Silva er lög­maður Suleim­an.

Auglýsing

Í vor var greint frá því að flóð­bylgja brott­vís­ana væri fram und­an. Í fyrstu var greint frá því að um 300 manns væri að ræða, meðal ann­­ars börn, og að stærstur hluti þeirra ætti að fara til Grikk­lands. Síðar greindi Útlend­ingastfnun frá því að um 197 manns væru á lista stoð­­deildar rík­­is­lög­­reglu­­stjóra sem vísa ætti úr landi á næst­unni

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra sagði að sam­staða ríkti innan rík­is­stjórn­ar­innar um að fram­kvæma brott­vísun fólks­ins, reglur væru skýrar og engar breyt­ingar væru fyr­ir­sjá­an­legar á þeirri ákvörð­un. Guð­­mundur ingi Guð­brands­­son, félags- og vinn­u­­mark­aðs­ráð­herra, var á öðru máli og sagði það rangt að sam­­staða væri um máli. Hann sagð­ist hafa gert „al­var­­legar athuga­­semd­ir“ við þá veg­­ferð sem Jón væri og að hann væri ekki ánægður með það hvernig ráð­herra hafi haldið á mál­inu.

Frum­varp sem komst aldrei á dag­skrá

Þing­flokkar Sam­fylk­ing­ar, Flokks fólks­ins, Pírata og Við­reisnar lögðu fram sam­eig­in­legt frum­varp til að bregð­ast við fyr­ir­hug­uðum fjölda­brott­vís­un­um. Í frum­varp­inu er að finna nýtt bráða­birgða­á­kvæði sem felur í sér að dráttur á máls­­með­­­ferð umsækj­enda um alþjóð­­lega vernd, sem varð vegna heims­far­ald­­urs COVID-19, verði ekki tal­inn á ábyrgð umsækj­end­anna sjálfra og því skuli taka umsóknir þeirra til efn­is­­legrar með­­­ferðar hafi þeir verið hér í 12 mán­uði eða leng­­ur. Frum­varpið komst hins vegar aldrei á dag­skrá.

Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður.

Suleiman til­­heyrir hópi umsækj­enda sem hafa náð tíma­­mörkum en verið synjað um end­­ur­­upp­­­töku og efn­is­­með­­­ferð vegna ásak­ana stoð­­deildar rík­­is­lög­­reglu­­stjóra um taf­­ir.

„Mörgum ein­stak­lingum í hópnum hafði á sínum tíma verið synjað um end­ur­upp­töku og efn­is­með­ferð í málum sínum vegna hæp­inna ásak­ana stjórn­valda um að við­kom­andi ein­stak­lingar hefðu sjálfir tafið mál sín,“ segir Magn­ús.

Stjórn­völd verði að koma í veg fyrir mestu fjölda­brott­vís­anir Íslands­sög­unnar

Í nið­ur­stöðu dóms­ins segir að ekki hafi „verið rétt­mætt að leggja til grund­vallar að stefn­andi bæri ábyrgð á þeirri töf sem varð á með­ferð máls hans og leiddi til þess að ekki varð af flutn­ingi hans innan 12 mán­aða frests­ins. Var úrskurður kæru­nefndar útlend­inga­mála að þessu leyti byggður á efn­isann­marka sem telst veru­leg­ur.“ Dóm­ur­inn ógilti því úrskurð kæru­nefndar útlend­inga­mála þar sem kröfu Suleiman um end­ur­upp­töku á máli sínu var synj­að.

Magnús segir dóm­inn for­dæm­is­gef­andi fyrir þann fjöl­menna hóp hæl­is­leit­enda sem ílengd­ist hér á landi vegna far­ald­urs kór­ónu­veiru þar sem aðstæður eru sam­bæri­legar frá máli til máls og verk­lag stjórn­valda í grunn­inn það sama.

„Að fengnum dómnum er ljóst að stjórn­völdum er ekki stætt á öðru en að bregð­ast við og koma í veg fyrir mestu fjölda­brott­vís­anir Íslands­sög­unn­ar,“ segir Magn­ús.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent