Samfylkingin segir framgöngu Samherja óafsakanlega og vill raunverulegar aðgerðir

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar samþykkti í dag ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að binda í lög vernd fyrir fjölmiðlafólk sem verður fyrir árásum af hálfu stórfyrirtækja.

Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin segir fram­göngu Sam­herja gagn­vart kjörnum full­trú­um, stjórn­mála­mönn­um, fjöl­miðla­fólki og öðrum sem fyr­ir­tækið telur til and­stæð­inga sinna óaf­sak­an­lega

Í ályktun sem sam­þykkt var ein­róma á flokks­stjórn­ar­fundi flokks­ins í dag er skorað á rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur að grípa til raun­veru­legra aðgerða í ljósi afhjúpanna í Sam­herj­a­mál­inu. „Frekar en að gefa út inni­halds­rýra afsök­un­ar­beiðni ættu stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins að skamm­ast sín fyrir fram­göngu starfs­fólks sem fylgist með ferðum fjöl­miðla­fólks, reynir að hafa áhrif á lýð­ræð­is­legt val í stjórn Blaða­manna­fé­lags­ins og á fram­boðs­lista hjá stjórn­mála­flokk­um, og vandar um fyrir ráð­herrum og þing­mönnum sem nýta stjórn­ar­skrár­var­inn rétt sinn á Alþing­i.“

Auglýsing
Í álykt­un­inni segir að hjá Sam­herja starfi fjöldi harð­dug­legs fólks, fyr­ir­tækið hafi skapað mikil verð­mæti úr þeim auð­lindum sem það hefur öðl­ast rétt til að nýta og útvegað mörgum störf við veiðar og vinnslu víða um land. „Hins vegar skortir fyr­ir­tækið og stjórn­endur þess alla auð­mýkt gagn­vart því að það er þjóðin sjálf sem er eig­andi auð­lind­ar­innar sem fyr­ir­tækið hefur fengið að hag­nýta. Fyr­ir­tæki verða að starfa í sátt við sam­fé­lög, fylgja lögum og reglum og greiða fullt gjald til eig­and­ans fyrir nýt­ing­una. Komi upp grunur um lög­brot af hálfu svo umsvifa­mik­illa fyr­ir­tækja, er nauð­syn­legt að tryggja að lög­reglu­yf­ir­völd, sak­sókn­ara­emb­ætti og aðrar eft­ir­lits­stofn­anir búi yfir nægi­lega rúmum fjár­heim­ildum til að geta hafið rann­sóknir án atbeina póli­tískt kjör­inna yfir­boð­ar­a.“

­Flokks­stjórn­ar­fundur Sam­fylk­ing­ar­innar skorar á rík­is­stjórn­ina að beita sér fyrir því að bundin verði í lög vernd fyrir fjöl­miðla­fólk sem verður fyrir árásum af hálfu stór­fyr­ir­tækja. Eins að lög verði sett um að starfs­fólk eft­ir­lits­stofn­ana verði varið fyrir ásókn af því tagi sem beitt hefur verið gagn­vart starfs­fólki Seðla­banka Íslands. „Ekki síst telur Sam­fylk­ingin löngu tíma­bært að bundið verði í stjórn­ar­skrá rétt­mætt eign­ar­hald þjóð­ar­innar á sjáv­ar­auð­lind­inni og kveðið á um að ein­ungis sé hægt að úthluta sam­eig­in­legum gæðum á grund­velli tíma­bund­inna rétt­inda sem fullt gjald komi fyr­ir.“

Í nið­ur­lagi álykt­un­ar­innar segir að Sam­fylk­ingin telji nauð­syn­legt að við stjórn lands­ins verði valin rík­is­stjórn sem sé reiðu­búin að standa að sókn gegn sér­hags­munum og að nýt­ing á sam­eig­in­legum auð­lindum taki í miklu meira mæli mið af hags­munum almenn­ings en tíðkast hafi hjá núver­andi rík­is­stjórn­ar­flokk­um.

Namibía og skæru­liða­deildir

Í nóv­em­ber 2019 birtu Kveik­ur, Stund­in, Al Jazeera og Wiki­leaks umfjöllun um starfs­hætti Sam­herja í Namib­íu. Þar komu fram upp­lýs­ingar sem bentu til þess að mút­greiðslur hefðu verið greiddar fyrir aðgang að kvóta, að stór­felld skatta­snið­ganga hefði átt sér stað og hún hefði leitt af sér pen­inga­þvætti. Málið er til rann­sóknar í Namibíu og á Íslandi, þar sem sex núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­menn Sam­herja eru með stöðu sak­born­ings við rann­sókn máls­ins.

Kjarn­inn og Stundin opin­ber­uðu nýverið að innan Sam­herja hafi verið starf­andi hópur fólks sem skil­greindi sig sem skæru­liða­deild fyr­ir­tæk­is­ins. Hlut­verk þeirra var að ráð­ast gegn þeim sem fjöll­uðu um fyr­ir­tækið með gagn­rýnum hætti. Sam­herji baðst nýverið afsök­unar og sagð­ist hafa gengið of langt.

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði í við­tali við 200 míl­ur, fylgi­blaði Morg­un­blaðs­ins um sjáv­ar­út­veg, í dag að honum þætti ákaf­lega dap­urt, svo ekki væri fastar að orði kveð­ið, að horfa upp á þá stöðu sem hafi byggst upp í kringum Sam­herja. „Ég sagði það strax þegar þetta mál hófst að for­svars­menn þess yrðu að ganga fram fyrir skjöldu og greina þessa stöðu og gera hreint fyrir sínum dyr­um. Ég held að flestir sem fylgj­ast með þess­ari umræðu geti verið sam­mála um að það hafi fyr­ir­tæk­inu ekki tek­ist enn þann dag í dag.“ 

Í við­tal­inu sagði Krist­ján Þór að sér þyki vont hvernig umræðan um Sam­herja smiti út frá sér og hafi áhrif á heila atvinnu­grein, sjáv­ar­út­veg­inn. „Eins frá­bærum árangri og íslenskur sjáv­ar­út­vegur hefur náð á und­an­förnum árum og ára­tug­um, þá felur þessi staða í sér að hún veikir til­trú fólks til sjáv­ar­út­vegs­ins sem er mjög slæmt.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent