Sautján ár á milli ráðninga á konu í forstjórastóli hjá skráðu félagi

Kona var síðast ráðin í forstjórastól hjá skráðu félagi í september í fyrra eftir 17 ára hlé. Dósent við Viðskiptafræðideild HÍ segir að með ákveðinni hugarfarsbreytingu getum við orðið til fyrirmyndar. „Látum ekki önnur 17 ár líða.“

Ragnhildur Geirsdóttir er fyrsta konan sem var ráðin í stöðu forstjóra í skráðu félagi. 17 ár liðu þar til kona var næst ráðin sem forstjóri hjá skráðu félagi. Það er Ásta S. Fjeldsted sem var ráðin forstjóri Festi í september 2022.
Ragnhildur Geirsdóttir er fyrsta konan sem var ráðin í stöðu forstjóra í skráðu félagi. 17 ár liðu þar til kona var næst ráðin sem forstjóri hjá skráðu félagi. Það er Ásta S. Fjeldsted sem var ráðin forstjóri Festi í september 2022.
Auglýsing

Ragn­hildur Geirs­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­stjóri Flug­leiða og síðar FL Group, er fyrsta konan sem ráðin var í stöðu for­stjóra í skráðu félagi.

Það var árið 2005. Það var svo ekki fyrr en í sept­em­ber á síð­asta ári sem kona var aftur ráðin í stól for­stjóra skráðs félags þegar Ásta S. Fjeld­sted tók við sem for­stjóri Festi. Það liðu því 17 ár á milli ráðn­inga á konu í for­stjóra­stól skráðs félags.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein Ástu Dísar Óla­dótt­ur, dós­ents við Við­skipta­fræði­deild og stjórn­ar­for­manns MBA náms við HÍ, í ára­móta­blaði Vís­bend­ingar. Í blað­inu er sjónum sér­­­stak­­­lega beint að fjöl­breytni, jafn­­­rétti og því hvernig unnt er að nýta hæfni og krafta breið­­­ari hóps í við­­­skipta­líf­inu, ekki síst í stjórnum og stjórn­­­un­­­ar­­­stöð­um, en ekki bara hæfni og krafta þeirra sem eru líkir þeim sem stýra fyr­­­ir.

Auglýsing

Hallar veru­lega á konur í stjórn­enda­stöðum á einka­mark­aði

„Staða jafn­rétt­is­mála er almennt talin vera góð hér á landi, hún þykir reyndar ,,til fyr­ir­mynd­ar“ að mörgu leyti. Konur og karlar búa við laga­legt jafn­rétti og ýmis stór skref hafa verið stigin til að jafna stöðu kynj­anna. Mennt­un­ar­stig kvenna og hlut­fall þeirra á vinnu­mark­aði er hátt hér á landi sem og hlut­fall kvenna í stjórn­málum og í stjórn­un­ar­stöðum hjá hinu opin­bera. Staðan er hins vegar önnur á einka­mark­aði, þar hallar veru­lega á konur í stjórn­enda­stöð­u­m,“ segir Ásta Dís í grein sinni.

Ásta Dís Óladóttir,  dós­ent við Við­skipta­fræði­deild og stjórn­ar­for­maður MBA náms við HÍ.

Síð­ast­liðin níu ár hefur Kjarn­inn gert úttekt á kynja­hlut­föllum þeirra sem stýra þús­undum millj­arða króna í ýmis fjár­fest­inga­verk­efni hér­lend­is. Í níu ár hefur nið­ur­staðan verið svip­uð, karlar eru allt um lykj­andi. Á síð­asta ári voru karl­arnir 91 en kon­urnar 13. Þeim hefur fjölgað um sjö frá 2014. Frá því að Kjarn­inn hóf að gera úttekt­ina árið 2014 hefur kon­unum sem hún nær til fjölgað úr sex í 13, á níu árum. Körlunum hefur hins vegar fjölgað um tólf.

Í grein­inni fer Ásta Dís yfir þró­un­ina hjá skráðum félögum á mark­aði þar sem kona gegnir starfi for­stjóra. Karl­menn sem gegnt hafa stöðu for­stjóra í skráðum félögum síðan Kaup­höll Íslands var stofnuð á níunda ára­tug síð­ustu aldar skipta hund­ruðum en ein­ungis sex konur hafa gegnt stöðu for­stjóra í skráðu félagi frá upp­hafi. Aðeins tvær þeirra voru ráðnar þegar félagið var skráð á mark­aði.

Hildur Pet­er­sen var for­stjóri Hans Pet­er­sen sem skráð var á vaxta­lista, Ragn­hildur Geirs­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­stjóri Flug­leiða og síðar FL Group, var fyrsta konan sem ráðin var í stöðu for­stjóra í skráðu félagi árið 2005. Sig­rún Ragna Ólafs­dóttir var ráðin for­stjóri VÍS árið 2010 og félagið var skráð á markað 2013. Hún hætti árið 2016 og þá liðu fimm ár þar sem engin kona var for­stjóri í skráðu félagi. Það breytt­ist árið 2021 þegar Íslands­banki var skráð­ur, en Birna Ein­ars­dóttir hefur verið for­stjóri þess félags frá árinu 2008. Mar­grét B. Tryggva­dóttir tók við for­stjóra­stöðu Nova árið 2018 og félagið var skráð 2022.

„Það var svo í sept­em­ber 2022, í fyrsta sinn frá árinu 2005 að kona var ráðin í stól for­stjóra, er Ásta S. Fjeld­sted tók við sem for­stjóri Festi. Það liðu því 17 ár á milli ráðn­inga á konu í for­stjóra­stól skráðs félags,“ bendir Ásta Dís á.

„Látum ekki önnur 17 ár líða“

Ásta Dís er meðal rann­sak­enda í nýrri rann­sókn sem byggir á reynslu 22 stjórn­­­ar­kvenna í skráðum félögum á Íslandi af for­yst­u­hæfni, tengsla­­neti og stuðn­­ingi við konur til að gegna for­­stjóra­­stöðu. Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar eru að konur eru hæfar til að gegna for­­stjóra­­stöðum í skráðum fyr­ir­tækj­um, en þegar kemur til ráðn­­inga for­­stjóra skráðra félaga eru þær þó ekki ráðnar til starf­anna þar sem áhrif karla, tengsla­­net og íhalds­­­samar staðalí­­myndir af for­yst­u­hæfni kvenna og árang­­ur­s­­ríkri for­ystu virð­­ast ráða ákvörð­un­­um. Þar með aukast líkur á því að horft sé fram hjá hæfum konum við for­­stjóra­val.

Greint er frá nið­ur­stöð­unum í grein í nýj­­ustu útgáfu Tíma­­rits um við­­skipti og efna­hags­­mál. Með­höf­undar Ástu Dísar eru Sig­rún Gunn­­ar­s­dótt­ir, pró­­fessor við Við­­skipta­fræð­i­­deild Háskóla Íslands, Þóra H. Christ­i­an­­sen, aðjúnkt við Við­­skipta­fræð­i­­deild Háskóla Íslands, og Erla S. Krist­jáns­dótt­ir, pró­­fessor við Við­­skipta­fræð­i­­deild Háskóla Íslands.

Í henni segir að í nið­­ur­­stöðum rann­­sókn­­ar­innar felist tæki­­færi fyrir stjórnir skráðra félaga til þess að auka gæði ráðn­­inga for­­stjóra og jafna kynja­mun með auknum fjöl­breyt­i­­leika og með því að miða ráðn­­ing­­arnar við árang­­ur­s­­ríka hæfni til for­ystu.

„Fyrir rétt rúmu ári síðan var engin kona for­stjóri í skráðu félagi, nú eru þær þrjár. Með ákveð­inni hug­ar­fars­breyt­ingu og með því að taka ákvörðun um jöfn tæki­færi kynj­anna til stjórn­un­ar­starfa, þá getum við raun­veru­lega orðið til fyr­ir­mynd­ar. Látum ekki önnur 17 ár líða,“ segir Ásta Dís.

Jafn­rétti ekki náð fyrr en það verður jafn­al­gengt að sjá konur í meiri­hluta og karla.

Katrín Ólafs­dótt­ir, dós­ent við Háskól­ann í Reykja­vík, fjallar einnig um konur í stjórnn­ar­stöðum í grein sinni í Vís­bend­ingu, „Hverju ráða kon­urn­ar?“, þar sem hún rýnir nánar í hver stjórna land­inu og hver stjórna hags­munum og fjár­mun­um.

Katrín Ólafsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík.

Fram kemur í grein Katrínar að kynja­mun­ur­inn í stjórnum fyr­ir­tækja reyn­ist mun meiri á almennum mark­aði en þeim opin­bera. Af þeim 22 fyr­ir­tækjum sem skráð eru á markað í Aðal­markað Kaup­hallar Íslands eru konur for­stjórar í þrem­ur. Konur stjórna því 14 pró­sent fyr­ir­tækja á Aðal­mark­aði. Auk þess hallar mjög á hlut­fall kvenna í æðstu stjórn fyr­ir­tækja á almennum mark­aði, hvort sem um er að ræða stjórn­ir, stjórn­ar­for­mennsku, for­stjóra eða fram­kvæmda­stjóra.

„Rýr hlutur kvenna í mik­il­vægum stjórn­un­ar­stöðum á almennum mark­aði er tíma­skekkja. Það þarf að skoða hvað veldur og hvernig er hægt að bæta stöðu kvenna á almennum vinnu­mark­að­i,“ segir Katrín í grein sinni.

Aug­ljóst skref að hennar mati er að inn­leiða refs­ingar þar sem ekki er farið að ákvæðum laga. „Ef ekki er tekið á þessum kynja­halla, sér­stak­lega í stjórnun á almennum mark­aði, er hætta á að Ísland missi sæti sitt á lista yfir lönd sem státa af mestu kynja­jafn­rétti. Jafn­rétti er ekki náð fyrr en það verður jafn­al­gengt að sjá konur í meiri­hluta og karla. Ljóst er að mikið vantar upp á því tak­marki sé náð.“

Grein Ástu Dísar í ára­móta­blaði Vís­bend­ingar má lesa í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent