Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða

Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Auglýsing

Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir rík­is­lög­reglu­stjóri segir að ekki hafi verið um að ræða „racial profil­ing“ eða kyn­þátta­mið­aða lög­gæslu, eins og hug­takið hefur verið þýtt, þegar lög­reglan hafði tví­vegis afskipti af ungum dreng í apríl síð­ast­liðnum við leit að stroku­fanga.

Þetta kom fram í máli hennar á opnum fundi alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar um fræðslu og menntun lög­reglu­manna um fjöl­menn­ingu og for­dóma í morg­un.

Mikið var fjallað um málið í fjöl­miðlum þegar lög­­reglan hafði afskipti af 16 ára dreng í tvígang, dag eftir dag, vegna ábend­inga frá almenn­ingi um að hann væri stroku­fangi sem slapp úr haldi lög­­regl­unnar um miðjan apr­íl. Dreng­­ur­inn er dökkur á hör­und og með svip­aða hár­greiðslu og umræddur stroku­fangi.

Auglýsing

Vildi geta stigið út úr sínu eigin húsi án þess að lög­­­reglan stoppi sig

­Móðir drengs­ins sagði í sam­tali við Kjarn­ann á þessum tíma að hann hefði verið í algjöru áfalli eftir fyrra skiptið sem átti sér stað í strætó á þriðju­deg­in­um. Hún hélt honum heima um kvöldið og um morg­un­inn hringdi hún í vinn­u­veit­anda hans og bað um frí fyrir hann því hann væri ekki í stakk búinn til að mæta í vinn­una eftir áfallið dag­inn áður.

Raunum þessa 16 ára drengs var þó ekki lok­ið því lög­­reglan mætti aftur á svæð­ið, í annað sinn, þegar mæðginin voru stödd í bak­aríi í Mjódd­inni dag­inn eft­ir.

Dreng­­­ur­inn sjálfur vildi koma á fram­­­færi skila­­boðum í sam­tali við Kjarn­ann: „Ég væri til í að geta stigið út úr mínu eigin húsi og vera með vinum mínum án þess að lög­­­reglan stoppi mig fyrir það hvernig ég lít út.“

„Við þurfum að hlusta betur á sam­fé­lag­ið“

Sig­ríður Björk þakk­aði á fund­inum í morgun fyrir tæki­færið til að ræða þessi mál. Hún sagði að lög­reglan væri þjón­ustu­stofnun sem ætti að passa það að veita þjón­ustu til þeirra sem á þurfa að halda.

„Við þurfum að hlusta betur á sam­fé­lag­ið. Það er verk­efnið sem við erum í.“ Hún sagði að lög­reglan væri nýbúin að klára stefnu­mótun og út úr henni hefði slag­orðið „Að vernda og virða“ kom­ið. Hún væri þakk­lát fyrir að vera boðuð á fund­inn því umræða sem þessi skipti máli.

Varð­andi umrætt mál þá sagði Sig­ríður Björk að í þessu til­felli hefði lög­regla ekki valið þann sem verið var að hafa afskipti af. „Við erum að fylgja eftir ábend­ingum frá almenn­ingi. Þannig að í þessu til­viki á ekki við að það sé kyn­þátt­miðuð lög­gæsla. Þetta er ein­fald­lega þannig að við erum að leita að hættu­legum manni, það koma ábend­ingar og við þurfum að fylgja þeim eft­ir. Við getum ekki valið úr að fylgja þeim ekki eftir vegna eðlis verk­efn­is­ins.“

Segir að sér­sveitin hafi ekki „átt sam­skipti“ við dreng­inn

Hins­vegar sagð­ist Sig­ríður Björk harma það mjög að þessi ungi drengur skildi verða fyrir ítrek­uðu áreiti. Hún sagði þó að mik­ils mis­skiln­ings hefði gætt í fjöl­miðlaum­fjöll­un, lög­reglan hefði skoðað öll mynd­bönd og nið­ur­staðan hefði verið sú að þetta hefði ekki verið þannig að sér­sveit­ar­menn hefðu „ruðst inn með vopn á loft­i“. Þeir hefðu aldrei átt sam­skipti við dreng­inn og aldrei rætt við hann.

„Þeir einmitt eru þjálfaðir í að bera kennsl á fólk sem þýðir það að þeir sáu alveg um leið að þetta var ekki mað­ur­inn sem verið var að leita að. Í fyrra til­vik­inu gengu þeir út í end­ann á stræt­is­vagn­in­um, sneru við og fóru út. Þetta er engu að síður mjög trámat­ískt fyrir dreng­inn,“ sagði hún.

Hún útskýrir að í seinna til­vik­inu hafi það nákvæm­lega sama gerst. „Þá kemur lög­reglu­maður inn, byrjar að spjalla við móð­ur­ina og það sem sagt verður sam­tal sem er til á upp­tökum og hefur verið birt. Þannig að í þessu til­viki er ekki um kyn­þátta­mið­aða lög­gæslu eða afskipti að ræða.“

Heyrðu sjón­ar­mið sem þau átt­uðu sig ekki á fyrir

Rík­is­lög­reglu­stjóri telur þó að mörg atriði séu þarna til umhugs­un­ar. „Til dæmis það að hvort við hefðum getað staðið okkur betur í að setja ein­hvers konar varn­að­ar­orð þegar við aug­lýsum eftir þeim sem verið var að aug­lýsa eftir – og svona sér­tækar aðgerðir sem við höfðum ekki hugsað út í. En við erum búin að eiga þessar sam­ræður við for­eldra drengs­ins og erum betur í stakk búin að meta þetta núna. Við erum búin að heyra sjón­ar­mið sem átt­uðum okkur ekki á og erum að vinna með.“

Hún sagði að þau í lög­regl­unni væru vak­andi fyrir kyn­þátt­mið­aðri lög­gæslu. „Það er raun­veru­lega óþol­andi að það skuli vera sak­laust ung­menni sem þarna á í hlut sem verður fyrir þess­ari trámat­ísku reynslu, jafn­vel þótt lög­reglan hafi verið að sinna sínu starf­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent