Síbreytilegur frumskógur ferðatakmarkana

Hert og slakað. Opnað og lokað. Þótt ferðatakmarkanir séu almennt að verða minni, fyrst og fremst hvað snertir bólusetta, er ákveðin óvissuferð fyrir höndum þar sem ný veiruafbrigði og seinagangur í bólusetningum spila stóran þátt.

Á ferð og flugi. Nauðsynlegt er að skoða vel ferðatakmarkanir á áfangastað áður en lagt er af stað í ferðalag.
Á ferð og flugi. Nauðsynlegt er að skoða vel ferðatakmarkanir á áfangastað áður en lagt er af stað í ferðalag.
Auglýsing

Delta-af­brigði kór­ónu­veirunn­ar, sem áður var kennt við Ind­land, hefur orðið til þess að halda yfir­völdum landa heims­ins á tán­um. Sum hafa frestað aflétt­ingu aðgerða vegna afbrigð­is­ins og önnur hert tak­mark­anir á landa­mærum sínum á ný. Full­bólu­settir eru almennt í mun betri stöðu en aðrir ferða­langar en bólu­setn­inga­vott­orð, jafn­vel þótt þau séu sam­evr­ópsk, eru enn ekki ávísun á fullt ferða­frelsi. Þess skal getið að sótt­varna­læknir ráð­leggur íbúum Íslands sem ekki eru full bólu­settir eða með stað­festa fyrri sýk­ingu frá ferða­lögum á áhættu­svæði. Það á einnig við um börn. Öll lönd og svæði heims nema Græn­land eru skil­greind sem áhættu­svæði.

Auglýsing

Það er allt annað en ein­falt að fylgj­ast með stöðu þess­ara mála í heim­inum enda oft gripið til aðgerða á landa­mærum með skömmum fyr­ir­vara. Delta-af­brigðið hefur sýnt – og sannað – að það er meira smit­andi en fyrri afbrigði og við því eru stjórn­völd víða um ver­öld nú að bregð­ast.

Þótt bólu­setn­ingar séu vel á veg komnar í flestum ríkjum Evr­ópu, svo dæmi sé tek­ið, er enn stór hluti fólks, aðal­lega ungs fólks, óbólu­sett­ur. Enn er því hætta á far­aldri meðal þeirra. Þá hefur enn ekki tek­ist að úti­loka að bólu­settir geti smit­ast af veirunni og borið hana í aðra þótt allt virð­ist benda til þess að á því séu litlar lík­ur. Annað sem taka verður með í reikn­ing­inn er að bólu­efni veita ekki alltaf full­komna vörn. Og ekki er víst, eins og það er orðað á heima­síðu land­lækn­is, að bólu­efnin veiti vörn hjá öllum sem fá bólu­setn­ingu.

Um 400 millj­ónum skammta af bólu­efnum hefur þegar verið dreift innan Evr­ópu­sam­bands­ins og EES. Rúm­lega 60 pró­sent full­orð­inna íbúa hafa fengið að minnsta kosti fyrri skammt­inn og um 40 pró­sent eru full­bólu­sett.

Staðan er allt önnur og verri víð­ast hvar í heim­in­um. Í Afr­íku nær hlut­fall þeirra sem fengið hafa að minnsta kosti annan skammt bólu­efna ekki 3 pró­sent­um. Í nokkrum löndum álf­unnar er talið að ný bylgja far­ald­urs­ins sé við það að skella á.

Vegna alls þessa, Delta-af­brigð­is­ins og mis­skipt­ingar í bólu­setn­ing­um, má segja að nokkur ringul­reið ein­kenni ferða­tak­mark­anir milli landa í augna­blik­inu. Sum ríki eru að herða aðgerðir á landa­mær­um. Önnur að slaka á. Upp­lýs­ing­arnar flæða um fjöl­miðla og erfitt að henda nákvæm­lega reiður á stöð­unni á hverjum tíma. Því er mjög mik­il­vægt að fólk sem hyggur á ferða­lög afli sér allra nýj­ustu upp­lýs­inga áður en ferðir eru bók­aðar og svo aftur áður en lagt er af stað.

60 pró­sent meira smit­andi

Hið umtal­aða Delta-af­brigði hefur herjað á Ind­land, Nepal, Indónesíu og fleiri lönd með alvar­legum afleið­ing­um. Bret­land hefur einnig orðið illa úti og hefur af þeim sök­um, þrátt fyrir víð­tækar bólu­setn­ing­ar, lent á rauða list­anum hjá mörgum öðrum ríkjum hvað ferða­lög borg­ar­anna varð­ar.

Sótt­varna­stofnun Evr­ópu telur að Delta-af­brigðið sé allt að 60 pró­sent meira smit­andi en önnur afbrigði sem greinst hafa til þessa. Meðal ann­ars í þessu ljósi, og því að enn er víða langt í land að bólu­setn­inga­hlut­fall verði það hátt að hægt sé að tala um hjarð­ó­næmi, er ótt­ast að önnur bylgja far­ald­urs­ins skelli á í Evr­ópu í haust. Andrea Amm­on, fram­kvæmda­stjóri stofn­un­ar­inn­ar, segir að í lok ágúst megi gera ráð fyrir því að yfir 90 pró­sent smita sem grein­ist í álf­unni verði af völdum Delta-af­brigð­is­ins.

Farandsölumaður gengur um tóma strönd á Balí í Indónesíu. Mynd: EPA

Til að bregð­ast við þessu hafa mörg Evr­ópu­lönd hert nú aðgerðir á sínum landa­mærum, sér í lagi gagn­vart ferða­mönnum frá þeim ríkjum þar sem afbrigðið er þegar útbreitt. Og list­inn yfir þau lönd er síbreyti­leg­ur.

Þýska­land er gott dæmi þar um. Þar ákváðu stjórn­völd að grípa til þeirra ráð­staf­ana að setja auknar tak­mark­anir á ferða­lög fólks frá Portú­gal og Rúss­landi vegna útbreiðslu Delta-af­brigð­is­ins. Lengri sótt­kví við kom­una var ein aðgerð­in. Fyrir höfðu sam­bæri­legar tak­mark­anir verið settar á ferða­lög frá nokkrum öðrum lönd­um, s.s. Ind­landi og Bret­landi. Hins vegar var horfið að hluta frá þessum aðgerðum að hluta fljót­lega vegna þrýst­ings, m.a. frá Evr­ópu­sam­band­inu.

Almennt þurfa þeir sem eru óbólu­settir og eru koma frá hættu­svæðum að fara í sótt­kví við kom­una til Þýska­lands, en flestir aðeins í fimm daga ef nei­kvæð nið­ur­staða fæst á COVID-­prófi að þeim tíma liðn­um.

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, segir að ríki Evr­ópu­sam­bands­ins ættu að sam­ein­ast um aðgerðir til að sporna gegn útbreiðslu afbrigð­is­ins skæða.

Gul­ur, rauð­ur, grænn …

Enda var það hug­mynd­in. Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hefur mælst til þess að bólu­settum (frá ákveðnum lönd­um) sé leyft að ferð­ast að mestu hömlu­laust til ríkja sam­bands­ins. Þessi til­mæli hafa þó enn ekki raun­gerst almennt enda fylgdi þeim á sínum tíma sá var­nagli að ef ný afbrigði kæmu fram þyrfti að vera hægt að bregð­ast hratt við og setja í bremsu á ný.

Enn geta bólu­settir því átt von á að sæta ákveðnum tak­mörk­unum – sér í lagi ef þeir eru að koma frá svæðum sem ekki eru skil­greind sem „græn“. Staða far­ald­urs í heima­landi er því enn lyk­il­at­riði þegar kemur að ferða­frelsi bólu­settra.

Annað atriði sem skiptir máli þegar kemur að ferða­lögum er hvaða bólu­efni fólk hefur feng­ið. Flest miða ESB-­ríki við lista yfir bólu­efni sem Lyfja­stofnun Evr­ópu hefur sam­þykkt. Ákvörð­un­ar­vald hvað þessi mál varðar liggur hjá hverju aðild­ar­ríki ESB fyrir sig og ljóst að sam­flotið í fram­kvæmd­inni, sem Merkel hefur mælst til að verði tekið upp, er að minnsta kosti ekki enn að fullu í höfn.

Hert og slakað

Stjórn­völd í Nor­egi hafa til að mynda ákveðið að fresta að mestu frek­ari aflétt­ingum á landa­mær­unum til að freista þess að koma í veg fyrir útbreiðslu Delta-af­brigð­is­ins. Þeirra er nú ekki að vænta fyrr en í lok júlí eða byrjun ágúst.

Finnsk stjórn­völd hertu aðgerðir á landa­mærum sínum í vik­unni. Skil­yrði fyrir því að lönd geti talist „græn“, og minni hömlur þar með á ferða­lögum það­an, voru hert. Miðað við hinar nýju reglur telj­ast aðeins ell­efu Evr­ópu­ríki „græn“.

Belgar eru að íhuga að herða regl­ur, m.a. fyrir ferða­menn frá Portú­gal, þar sem sýk­ingum af völdum Delta-af­brigð­is­ins hefur fjölgað ört síð­ustu daga.

Á ferðalagi um Ítalíu. Mynd: EPA

Í Grikk­landi er hins vegar önnur stefna uppi á ten­ingn­um. For­sæt­is­ráð­herr­ann segir ekki þörf á hertum aðgerð­um, jafn­vel ekki frá svæðum þar sem Delta-af­brigðið er útbreitt. Hann segir að eina lausnin í bar­átt­unni við hið nýja afbrigði sé að hraða bólu­setn­ing­um.

Ferða­lög til ann­arra heims­álfa en Evr­ópu gætu líka verið ákveðnum vand­kvæðum bund­in. Ástr­alía var fljót að skella í lás þegar Delta-af­brigðið hóf að dúkka upp. Þar hafa frá upp­hafi far­ald­urs­ins strangar tak­mark­anir verið á landa­mær­un­um. Útgöngu­bann var sett á nýver­ið, m.a. í Sydney, vegna hóp­sýk­inga.

Auglýsing

Ísra­elar sem tóku for­ystu í bólu­setn­ingum í byrjun árs en hefur átt í erf­ið­leikum með að sann­færa ungt fólk um kosti þess að fara í sprautu. Nú er Delta-af­brigðið mætt og farið að grein­ast í auknum mæli og því hefur aftur verið tekin upp grímu­skylda inn­an­dyra auk ann­arra gam­al­kunn­ugra sótt­varna­að­gerða. Þetta var gert eftir að yfir 100 ný smit höfðu greinst dag­lega í fjóra daga sam­fleytt.

Í augna­blik­inu er staðan einna verst í Indónesíu þar sem útbreiðsla veirunnar hefur auk­ist skyndi­lega. Ferða­mönnum hefur fjölgað veru­lega í rík­inu og með þeim hefur Delta-af­brigðið náð að stinga sér nið­ur. Útgöngu­bann er á tveimur eyj­um: Balí og Jövu.

Greið­ari leið með þeim græna

Græni pass­inn svo­kall­aði, staf­rænt vott­orð sem auð­velda á íbúum ESB og EFTA-­ríkja að ferðast, var tek­inn í notkun um mán­aða­mót­in. Í hinum raf­ræna passa eru vistaðar upp­lýs­ingar um bólu­setn­ing­ar, vott­orð um COVID-­sýk­ingu og/eða nið­ur­stöðu úr PCR-­prófi. Ísland er eitt fjórtán landa sem taka þátt í sér­stöku til­rauna­verk­efni með þessa sam­ræmdu leið. Pass­inn er QR-kóði sem við­kom­andi ferða­maður sýnir á landa­mær­um. Hins vegar veitir hann ekki algjört ferða­frelsi og gæta þarf að því, áður en lagt er af stað í ferða­lög, hvaða reglur gilda á áfanga­stað.

Ertu að íhuga ferða­lag? Hér er upp­lýs­inga­síða Emb­ættis land­lækn­is, hér er svo hægt að nálg­ast kort sem sýnir gild­andi ferða­tak­mark­anir hvers lands fyrir sig. Hér er að finna kort ESB af lita­kóða hvers lands Evr­ópu fyrir sig. Hér er hægt að nálg­ast upp­lýs­ingar um Græna pass­ann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar