Sigurður Ingi vill skoða þrepaskiptan fjármagnstekjuskatt

Formaður Framsóknarflokksins telur að þrepaskiptur fjármagnstekjuskattur geti lagst af meiri þunga á til dæmis stórútgerðir og banka sem hagnast umfram það sem geti talist sanngjarnt og eðlilegt.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

„Al­mennt séð þá held ég að það mætti skoða þrepa­skiptan fjár­magnstekju­skatt.“ Þetta sagði Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og inn­við­a­ráð­herra, í útvarps­þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni í gær­morgun. Slíkur skattur gæti lagst af meiri þunga en nú á til dæmis sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, fjár­mála­fyr­ir­tæki eða orku­fyr­ir­tæki og alla aðra sem hagn­ast umfram það sem talist geti sann­gjarnt og eðli­leg­t. 

Þar sagð­ist hann telja að fjár­magnstekju­skatts­hlut­fall­ið, sem er 22 pró­sent, væri ágætt og skili rík­is­sjóði 16 millj­örðum krónum meira í ár en búist hafði verið við. „Hins vegar má alveg til sanns vegar færa að ef hann væri þrepa­skiptur þá væri mögu­leiki á því að þeir sem hefðu meira, borg­uðu meira til rík­is­ins. Hin leiðin er þá til útsvars. Ég held að það gæti þá komið upp á mót­i.“

Útsvars­greiðslur til sveit­ar­fé­laga myndu þá koma til við­bótar við almenna greiðslu fjár­magnstekju­skatts í rík­is­sjóð.

Aðspurður hvort Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, væri búinn að sam­þykkja þetta svar­aði Sig­urður Ingi: „Við sjáum útfærsl­una. Hún kemur í vor.“

Frum­varp lagt fram í vor

Kjarn­inn greindi frá því á föstu­dag að fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra ætli að leggja fram frum­varp til breyt­inga á lögum um tekju­skatt í apríl næst­kom­andi sem felur meðal ann­­ars í sér að þeir sem hafa ein­­göngu fjár­­­magnstekjur verði gert að greiða útsvar til sveit­­ar­­fé­laga. 

Þetta kemur fram í þing­­mála­­skrá rík­­is­­stjórn­­­ar­innar fyrir kom­andi þing­vet­­ur. Þar segir að með frum­varp­inu verði lagðar til end­­ur­­skoð­aðar og ein­fald­­ari reglur um reiknað end­­ur­­gjald í atvinn­u­­rekstri eða sjálf­­stæðri starf­­semi aðila í eigin rekstri með það að mark­miði að varna mis­­munun í skatt­lagn­ingu úttekta eig­enda úr félög­­um. „Þá verður reglu­verk í kringum tekju­til­­flutn­ing tekið til end­­ur­­skoð­unar til að tryggja að þau sem hafa ein­­göngu fjár­­­magnstekjur reikni sér end­­ur­­gjald og greiði þannig útsvar.“

Þar er þó ekk­ert rætt um þrepa­skiptan fjár­magnstekju­skatt.

Katrín segir tíma aðgerða kom­inn

Málið var tekið upp í síð­­­ustu stjórn­­­ar­­mynd­un­­ar­við­ræð­­um. Það rataði í kjöl­farið inn í stjórn­­­­­­­­­­­­­­­ar­sátt­­­­­­­­mála rík­­­­­­­­is­­­­­­­­stjórn­­­­­­­­­­­­­­­ar­innar frá 30. nóv­­­­­­­­em­ber 2021. Þar segir að reglu­verk í kringum tekju­til­­­­­­­­flutn­ing yrði „tekið til end­­­­­­­­ur­­­­­­­­skoð­unar til að tryggja að þau sem hafa ein­­­­­­­­göngu fjár­­­­­­­­­­­­­­­magnstekjur reikni sér end­­­­­­­­ur­­­­­­­­gjald og greiði þannig útsvar.“

Auglýsing
Katrín Jak­obs­dóttir, for­­­manns Vinstri grænna og for­­­sæt­is­ráð­herra, ræddi þetta mál í ræðu á flokks­ráðs­fundi flokks síns á Ísa­­­firði í síð­­asta mán­uði. Þar sagði hún að Vinstri græn myndu halda áfram að vinna að rétt­lát­­­­ara skatt­­­­kerfi á Íslandi. „Nú er kom­inn tími til að breyta skatt­lagn­ingu þeirra sem fyrst og fremst hafa fjár­­­­­­­magnstekjur og tryggja að þau greiði sann­­­­gjarnan hlut í útsvar til sveit­­­­ar­­­­fé­lag­anna til að fjár­­­­­­­magna þau mik­il­vægu verk­efni sem þau sinna ekki síst í félags- og vel­­­­ferð­­­­ar­­­­þjón­ust­u. Um það hefur verið talað í tutt­ugu ár en nú er kom­inn tími aðgerða.“

Efsta tíundin tekur til sín 81 pró­­­sent fjár­­­­­magnstekna

Fjár­­­­­­­­­­­magnstekjur eru þær tekjur sem ein­stak­l­ingar hafa af eignum sín­­­­­­um. Þær eru til að mynda vext­ir, arð­­­­­­ur, sölu­hagn­aður eða leig­u­­­­­­tekjur af lausafé og af útleigu á fast­­­­­­eign­­­­­­um. Þeir sem fá mestar fjár­­­­­­­­­magnstekjur á Íslandi eru því sá hópur ein­stak­l­inga sem á flest hluta­bréf og flestar fast­­­­­eign­­­­­ir. Sá hópur sem hefur sankað að sér flestum eign­­­­­um. 

Sá hópur sem jók fjár­­­­­­­magnstekjur sínar mest í fyrra var allra tekju­hæsta tíund lands­­­­manna. Kjarn­inn greindi frá því í júlí að í grein­ingu á álagn­ingu opin­berra gjalda ein­stak­l­inga eftir tekju­­­­­­tí­und­um, sem Bjarni kynnti á rík­­­­­­is­­­­­­stjórn­­­­­­­­­­­ar­fundi 22. júní síð­­­­­­ast­lið­inn, hafi komið fram að þau tíu pró­­­­­­sent lands­­­­­­manna sem höfðu mestar fjár­­­­­­­­­­­magnstekjur á síð­­­­­­asta ári hafi tekið til sín 81 pró­­­­­­sent allra fjár­­­­­­­­­­­magnstekna ein­stak­l­inga á árinu 2021. 

Alls höfðu ein­stak­l­ingar 181 millj­­­­­­arð króna í fjár­­­­­­­­­­­magnstekjur í fyrra og því liggur fyrir að efsta tíund­in, sem telur nokkur þús­und fjöl­­­­­­skyld­­­­­­ur, var með tæp­­­­­­lega 147 millj­­­­­­arða króna í fjár­­­­­­­­­­­magnstekjur á síð­­­­­­asta ári. Heild­­­­­­ar­fjár­­­­­­­­­­­magnstekjur ein­stak­l­inga hækk­­­­­­uðu um 57 pró­­­­­­sent milli ára, eða alls um 65 millj­­­­­­arða króna. Mest hækk­­­­­­­aði sölu­hagn­aður hluta­bréfa sem var 69,5 millj­­­­­­­arðar króna á árinu 2021. 

Ráð­­­stöf­un­­­ar­­­tekjur fjár­­­­­magns­eig­enda hækk­­­uðu mest

Hjá þeim heim­ilum í land­inu sem höfðu hæstar tekjur hækk­­­­uðu ráð­­­­stöf­un­­­­ar­­­­tekjur að með­­­­al­tali um ríf­­­­lega tíu pró­­­­sent, að lang­­­­mestu leyti vegna auk­inna fjár­­­­­­­magnstekja. 

Tekju­hækkun hjá öðrum hópum sam­­­­fé­lags­ins var mun minni, en kaup­máttur ráð­­­­stöf­un­­­­ar­­­­tekna ein­stak­l­inga hækk­­­­aði að með­­­­al­tali um 5,1 pró­­­­sent í fyrra.

Þetta þýðir að ráð­­­stöf­un­­­ar­­­tekjur efsta tekju­hóps­ins hækk­­­uðu mun meira hlut­­­falls­­­lega en ann­­­arra tekju­hópa ofan á það að tekjur þess hóps voru meiri fyr­­­ir. Krón­unum í vasa þeirra sem höfðu miklar fjár­­­­­magnstekjur fjölg­aði því umtals­vert meira en í vasa þeirra sem þáðu fyrst og síð­­­­­ast launa­­­tekjur á síð­­­asta ári. 

Skatt­­­byrði efsta tekju­hóps­ins dróst saman

Fjár­­­­­­­­­­­magnstekjur dreifast mun ójafnar en launa­­­­­­tekj­­­­­­ur. Þær lendi mun frekar hjá tekju­hæstu hópum lands­ins, sem eiga mestar eign­­­­­­ir.

Alls um níu pró­­­­­sent þeirra sem telja fram skatt­greiðslur á Íslandi fá yfir höfuð fjár­­­­­­­­­magnstekj­­­­­ur. Fjár­­­­­­­­­magnstekju­skattur er líka 22 pró­­­­­­­sent, sem er mun lægra hlut­­­­­­­fall en greitt er af t.d. launa­­­­­­­tekj­um, þar sem skatt­hlut­­­­­­­fallið er frá 31,45 til 46,25 pró­­­­­­­sent eftir því hversu háar tekj­­­­­­­urnar eru. 

Auglýsing
Í nýlegu Mán­að­­­­ar­yf­­­­ir­liti ASÍ kom fram að skatt­­­­byrði hafi heilt yfir auk­ist í fyrra þegar hún er reiknuð sem hlut­­­­fall tekju- og fjár­­­­­­­magnstekju­skatts af heild­­­­ar­­­­tekj­­­­um. Hún fór úr 22,4 pró­­­­sent af heild­­­­ar­­­­tekjum í 23,4 pró­­­­sent.

Skatt­­­byrði efstu tíund­­­­ar­innar dróst hins vegar sam­­­­an. Árið 2020 borg­aði þessi hópur 28,9 pró­­­­sent af tekjum sínum í skatta en 27,3 pró­­­­sent í fyrra. Skatt­­­­byrði allra ann­­­­arra hópa, hinna 90 pró­­­­sent heim­ila í land­inu, jókst á sama tíma. 

Í minn­is­­­­­­blaði um áður­­­­­­­­­nefnda grein­ing­u sem lagt var fyrir rík­­­­­­is­­­­­­stjórn í síð­­­­­asta mán­uði var þetta stað­­­­­­fest. Þar kom fram að hækk­­­­­­andi skatt­greiðslur efstu tekju­­­­­­tí­und­­­­­­ar­innar séu fyrst og síð­­­­­­­­­­­ast til­­­­­­komnar vegna þess að fjár­­­­­­­­­­­magnstekjur þeirra hafa stór­­­­­­aukist, enda greiðir þessi hópur 87 pró­­­­­­sent af öllum fjár­­­­­­­­­­­magnstekju­skatti.

Ofur­hagn­aður banka

Hug­myndir um svo­kall­aðan hval­reka­skatt hafa líka verið umtals­vert ræddar hér­lend­is, eftir að Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, viðr­aði hug­myndir um álagn­ingu hans í febrúar. Hún sagð­ist þá hafa þegar rætt málið við Sig­urð Inga, for­mann síns flokks, og að þing­flokkur Fram­sókn­ar­flokks­ins styddi hug­mynd­ina.  „Ég er í stjórn­­­málum til þess að breyta rétt. Ég tel að þegar það er ofur­hagn­aður ein­hvers staðar þá eigi að skatt­­leggja hann.“

­Til­efnið var að stóru bank­­arnir þrír: Lands­­bank­inn, Arion banki og Íslands­­­banki högn­uð­ust um 81,2 millj­­arða króna á síð­­asta ári og um 111 millj­­arða króna á eins og hálfs árs tíma­bili á tímum þar sem heims­far­aldur geis­aði. Seðla­­banki Íslands og rík­­is­­stjórnin lögð­ust í ýmsar örv­un­­ar­að­­gerðir vegna far­ald­­ur­s­ins. Þær aðgerðir mynd­uðu und­ir­­stöð­una fyrir hagnað bank­anna þriggja. Lilja sagð­ist hissa á því hvað sumir væru við­­kvæmir fyrir umræðu um aukna skatt­lagn­ingu þegar verið væri að tala um svona mik­inn hagn­að.

Sjá­v­­­ar­út­­­veg­­ur­inn hefur líka skilað gríð­­ar­­legum hagn­aði á und­an­­förnum árum. Sam­tals hagn­að­ist sjá­v­­­­ar­út­­­­­veg­­­ur­inn um 468 millj­­­arða króna frá byrjun árs 2009 og til loka árs 2020. Frá árinu 2009 hafa sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tæki greitt 126,3 millj­­­arðar króna í arð til eig­enda sinna. Auk þess sátu eftir 325 millj­­­arðar króna í eigið fé í útgerð­­­ar­­­fyr­ir­tækj­unum um síð­­­­­ustu ára­­­mót. Það jókst um 28 millj­­­arða króna í fyrra þrátt fyrir metarð­greiðsl­­­ur. Hagur sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækja í heild vænk­að­ist því um næstum 50 millj­­­arða króna á síð­­­asta ári.

Á árinu 2020 greiddu sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tæki lands­ins, þ.e. þau sem stunda útgerð, alls 17,4 millj­­­arða króna í opin­ber gjöld. Þar er um að ræða tekju­skatt, trygg­inga­gjald og hið sér­­­tæka veið­i­­gjald, sem sam­tals nam 4,8 millj­­­örðum króna. Sama ár greiddu eig­endur sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækja sér út arð upp á 21,5 millj­­­arða króna. Það var hæsta arð­greiðsla sem atvinn­u­­­greinin hefur greitt til eig­enda sinna á einu ári. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent