Spánn roðnar á litakortinu – Þórólfur segir okkur í „smá biðstöðu“

Ferðamenn sem eru að koma frá Spáni þurfa nú að sæta harðari aðgerðum á landamærum Þýskalands. Danir hafa einnig hert reglur vegna sumra svæða á Spáni og fleiri ríki hafa mælt gegn ónauðsynlegum ferðalögum þangað.

Lögreglumaður fylgist með að sóttvarnaaðgerðum sé framfylgt á götum úti Galesíu í norðvesturhluta Spánar.
Lögreglumaður fylgist með að sóttvarnaaðgerðum sé framfylgt á götum úti Galesíu í norðvesturhluta Spánar.
Auglýsing

Þýska­land hefur skil­greint Spán sem hættu­svæði á ný en greind smit af kór­ónu­veirunni tvö­föld­uð­ust þar á milli vikna á ákveðnum svæð­um, m.a. á Mall­orca og á Kanarí­eyj­um. Dag­lega eru nú um og yfir 14 þús­und smit að grein­ast í land­inu. Um 45 pró­sent íbúa eru full­bólu­sett­ir. Ástandið hefur verið einna verst í Kata­lóníu og voru aðgerðir innan svæð­is­ins hertar nýverið af þeim sök­um. Smit eru helst að grein­ast í ald­urs­hópnum 12-29 ára og eru rakin til ann­ars vegar sam­koma utandyra og hins vegar auk­ins fjölda ferða­manna sem kemur til sum­ar­dvalar í land­inu.

Óbólu­settir ferða­menn frá Spáni sem koma til Þýska­lands þurfa nú að fram­vísa nei­kvæðu COVID-­prófi til að kom­ast hjá sótt­kví. Áður höfðu aðeins til­tekin svæði á Spáni verið skil­greind sem hættu­svæði.

Danir hafa fetað svip­aðar slóðir og frá því á laug­ar­dag hefur fólk sem er að koma frá ákveðnum svæðum á Spáni og er ekki bólu­sett aðeins fengið að koma til lands­ins í brýnum erinda­gjörð­um, fram­vísa nei­kvæðu COVID-­prófi og gang­ast undir tvær skiman­ir.

Auglýsing

Í lok júní höfðu Danir sem og fleiri ESB-­ríki stigið skref í aflétt­ingu aðgerða á landa­mærum sínum sem fólu í sér að bólu­settir íbúar Evr­ópu­sam­bands­ins og EFTA-­ríkj­anna, þar á meðal Íslands, gátu ferð­ast þangað án hind­r­ana.

Lönd Evrópu flokkuð eftir litum með tilliti til smita síðustu tvær vikur.

Í síð­ustu viku ráð­lögðu frönsk yfir­völd fólki frá því að fara í sum­ar­leyfi til Spánar og Portú­gal.

Delta-af­brigði veirunnar er tekið að breið­ast út um Evr­ópu og á Spáni hefur smitum fjölgað hratt og er tíðnin þar nú sú hæsta í álf­unni. Afbriðið er talið um 60 pró­sent meira smit­andi en önn­ur.

Von­andi ekki svika­logn

Sótt­varna­læknir Íslands skil­greinir öll lönd og svæði heims áhættu­svæði vegna COVID-19 fyrir utan Græn­land. Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði í ítar­legu við­tali í Frétta­blað­inu um helg­ina að full­bólu­sett fólk væri að koma hingað frá útlöndum og bera með sér smit. Þetta eru enn sem komið er fáir ein­stak­lingar en þeir geti þó, að sögn Þór­ólfs, smitað aðra. „Það verður fróð­legt að sjá hvort þessi útbreidda bólu­setn­ing núna muni koma í veg fyrir að við fáum stórar hóp­sýk­ing­ar,“ sagði hann.

Sjálfur seg­ist Þórólfur enga ástæðu sjá til að fara til útlanda. „Ég held að það að fara til útlanda, sér­stak­lega ef fólk er óbólu­sett, sé ekki snið­ugt. Með börn til dæm­is, óbólu­settir geta smit­ast og við höfum séð það að fólk er að koma jafn­vel bólu­sett með veiruna og veikjast, enn­þá. Mér finnst ég ekki eiga neitt erindi til útlanda. Ísland hefur svo margt upp á að bjóða þannig að það er engum vor­kunn að vera hér. Það er lúxus hér miðað við á mörgum öðrum stöð­u­m.“

Bólu­setn­ingar hér hafa gengið vel og yfir 80 pró­sent full­orð­inna eru orðin full­bólu­sett. Tak­mörk­unum hefur verið aflétt inn­an­lands en á landa­mær­unum þurfa óbólu­settir enn að fram­vísa COVID-­prófi og fara í skim­un. Bólu­settir geta hins vegar komið hingað án skimunar og sótt­kví­ar.

„Ég hef á til­finn­ing­unni að við séum í smá bið­stöðu, smá logni – hvort það er svika­logn veit ég ekki,“ sagði Þórólfur við Frétta­blaðið. „Ég vona bara að lognið muni end­ast okk­ur, það er að segja að þetta ónæmi sem við höfum náð upp með bólu­setn­ing­unum verði við­var­and­i“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent