Sprengjur lýstu upp morgunhimininn í Kænugarði

Forseti Úkraínu segist vera helsta skotmark Rússa sem sækja nú að höfuðborginni Kænugarði. „Við stöndum ein í því að verja land okkar. Hver mun berjast við hlið okkar? Ég verð að vera hreinskilinn, ég sé engan gera það.“

Sprengjuregn yfir úthverfi Kænugarðs.
Sprengjuregn yfir úthverfi Kænugarðs.
Auglýsing

Miklar sprengjur mátti sjá springa í útjaðri Kænu­garðs, höfð­uð­borgar Úkra­ínu í morg­un. Brak, glæður og ryk féllu til jarðar í nágrenn­inu. Annað myndefni, sem m.a. New York Times hefur birt, virð­ist sýna tveimur loft­skeytum skotið á loft rétt utan við höf­uð­borg­ina. Sprengju­brot hæfði bygg­ingu almennra borg­ara. Borg­ar­stjór­inn skrif­aði á Twitter að þrír hefðu særst þar af einn lífs­hættu­lega. Húsið stendur í björtu báli og hætta er á að það hrynji.

„Hræði­leg eld­flauga­árás Rússa á Kænu­garð,“ skrif­aði úkra­ínski utan­rík­is­ráð­herrann, Dmytro Kuleba, á Twitter í morg­un. Borg­ar­búar hefðu ekki upp­lifað neitt sam­bæri­legt síðan í seinna stríði árið 1941 er nas­istar Þýska­lands gerðu árás. „Úkra­ína sigr­aði þá hið illa og mun gera slíkt hið sama núna. Stöðvum Pútín.“

For­seti Úkra­ínu, Volody­myr Zel­en­sky, tal­aði hins vegar um að „hermd­ar­verka­hópar“ væru komnir inn í Kænu­garð í ávarpi snemma í morgun sem bendir til að háska­leg staða hafi þegar skap­ast. Herir Rússa eru hins vegar sagðir nálg­ast borg­ina.

Auglýsing

Zel­en­sky segir að 130 Úkra­ínu­menn hefðu fallið í gær, á fyrsta degi inn­rás­ar­inn­ar. Einnig hefur nú komið fram að Rússar hafi her­tekið hið yfir­gefna kjarn­orku­ver í Cherno­byl og eyju í Svarta­hafi. Full­orðnir karl­menn hafa undir her­lögum í Úkra­ínu verið kvaddir til þjón­ustu við her­inn og hefur að því er fram kemur í Was­hington Post verið bannað að yfir­gefa land­ið.

Árás Rússa hefur nú staðið í sól­ar­hring. Sótt var að Úkra­ínu úr þremur átt­um, m.a. yfir landa­mæri Hvíta-Rúss­lands og frá Krím­skaga.

Vladimír Pútín tilkynnti um árásina á Úkraínu í sjónvarpsávarpi í gærmorgun. Mynd: EPA

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti segir árás­ina við­bragð við hjálp­ar­beiðni frá hópum aðskiln­að­ar­sinna í aust­ur­hér­uðum Úkra­ínu. Rússar hafa stutt hópana með ráðum og dáð und­an­farin ár og segir Pútín stjórn­völd í Úkra­ínu hafa farið fram með offorsi og þjóð­ern­is­hreins­unum gegn íbúum hér­að­anna. Í frétt New York Times kemur fram að ekk­ert bendi til þess að þessar alvar­legu ásak­anir Pútíns eigi við rök að styðj­ast. Í ávarpi í gær, um það leyti sem árás­irnar hófust, tal­aði hann um „afnas­ista­væð­ing­u“. Hann hefur líka sagt að hug­myndin um ríkið Úkra­ínu sé skáld­skap­ur.

Úkra­ína er hvorki í Evr­ópu­sam­band­inu né NATO en hefur sóst eftir því og hefur notið stuðn­ings vest­ur­veld­anna, bæði fjár­hags­legs og hern­að­ar­legs, í deilum við rúss­nesk stjórn­völd und­an­farin ár. Pútín lítur á þessa þróun hins póli­tíska lands­lags í næsta nágrenni Rúss­lands sem ógn.

Fólk safnast saman í neðanjarðarlestarkerfinu í Kænugarði sem þjóna einnig hlutverki sprengjubyrgja. Mynd: EPA

Fjand­skapur milli stjórn­valda í ríkj­unum tveimur hefur farið vax­andi frá árinu 2014 er rúss­neskir her­menn fóru yfir landa­mæri Úkra­ínu. Þá hafði upp­reisn átt sér stað í Úkra­ínu og for­seti vin­veittur Rússum var far­inn frá völdum og í stað hans kom­inn for­seti sem hall­aði sér til vest­ur­veld­anna. Krím­skagi, sem til­heyrt hafði Úkra­ínu, var inn­limaður í sam­bands­ríkið Rúss­land, og hreyf­ing aðskiln­að­ar­sinna í aust­ur­hluta Úkra­ínu tví­efldist með stuðn­ingi Rússa.

Samið var um vopna­hlé árið 2015 en ólga hefur allan tím­ann verið til stað­ar. Síð­ustu mán­uði hefur hún stig­magn­ast og miklir her­flutn­ingar átt sér stað að landa­mær­un­um. Er Pútín við­ur­kenndi sjálf­stæði tveggja aust­ur­hér­aða Úkra­ínu sem sjálf­stæð alþýðu­lýð­veldi 21. febr­ú­ar, var flestum farið að verða ljóst í hvað stefndi. „Sér­stök hern­að­ar­að­gerð“, líkt og Pútín kallar inn­rás­ina, hófst í gær­morgun með árás á mörg svæði í Úkra­ínu. „Alls­herj­ar­inn­rás“ sagði utan­rík­is­ráð­herra lands­ins.

Auglýsing

Evr­ópu­sam­bandið og Banda­ríkin og miklu fleiri hafa for­dæmt árás­irnar og hafa hert við­skipta­þving­anir gagn­vart Rússum, m.a. á banka- og olíu­geir­ann. Kín­versk stjórn­völd hafa hins vegar neitað að kalla það sem á gengur „inn­rás“.

For­seti Úkra­ínu sagði í ávarpi í morgun að landið væri eitt á báti í orr­ust­unum við Rússa. „Við stöndum ein í því að verja land okk­ar. Hver mun berj­ast við hlið okk­ar? Ég verð að vera hrein­skil­inn, ég sé engan gera það.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent