Spyr dómsmálaráðherra hvernig það getur verið lausn við afbrotahegðun að fara í stríð

Varaþingmaður Pírata furðar sig á stríðsyfirlýsingu dómsmálaráðherra gegn skipulagðri glæpastarfsemi. „Stríð leysir engin vandamál, það býr til fleiri ófyrirséð vandamál og magnar núverandi vandamál upp.“

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipu­lagðri glæp­a­starf­semi.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipu­lagðri glæp­a­starf­semi.
Auglýsing

„Hvernig má það vera að árið 2022 geti dóms­mála­ráð­herra talið að lausnin við afbrota­hegðun felist í því að fara í stríð?“ spurði Eva Sjöfn Helga­dótt­ir, vara­þing­maður Pírata, á Alþingi í dag undir liðnum störf þings­ins.

„Miðað við allt sem vitað er um hegðun er ótrú­legt að því sé haldið fram að það sé ein­hver lausn fólgin í því að fara í stríð. Stríð leysir engin vanda­mál, það býr til fleiri ófyr­ir­séð vanda­mál og magnar núver­andi vanda­mál upp.“

Jón Gunn­­ar­s­­son dóms­­mála­ráð­herra boðar stríð gegn skipu­lagðri glæp­a­­starf­­semi með átaki sem lög­­reglan mun ráð­­ast í fljót­­lega. Jón greindi frá stríðs­yf­­ir­lýs­ing­unni í við­tali í Bít­inu á Bylgj­unni í gær­morg­un. Til­­efnið er hnífstung­u­árás á skemmti­­staðnum Banka­­stræti Club á fimmt­u­dag þar sem hópur grímu­­klæddra manna réðst inn á stað­inn og stakk tvo menn ítrek­að.

Auglýsing

Hyggst mæla fyrir frum­varpi um for­virkar rann­sókn­ar­heim­ildir í næstu viku

Frum­varp dóms­mála­ráð­herra um for­virkar rann­sókn­ar­heim­ildir lög­reglu og vopna­burð var afgreitt úr rík­is­stjórn á fundi hennar í morg­un. Ráð­herra segir sam­stöðu um málið innan rík­is­stjórn­ar­innar og von­ast hann til þess að hann geti mælt fyrir frum­varp­inu á Alþingi í næstu viku.

Jón segir í sam­tali við RÚV að með frum­varp­inu sé verið að færa heim­ildir lög­reglu­yf­ir­valda nær því sem gengur og ger­ist í nágranna­löndum okk­ar. „Skipu­lögð brota­starf­semi og ógn gagn­vart rík­inu eða hryðju­verka­starf­semi hún virðir engin landa­mæri og krefst mjög náins sam­starfs á milli lög­reglu­emb­ætta í ólíkum lönd­um,“ segir Jón í sam­tali við RÚV.

Vand­inn ekki leystur með að beita meiri hörku

„Stríð gegn skipu­lagðri brota­starf­semi, stríð gegn fíkni­efn­um, stríð gegn jað­ar­settu fólki. Dóms­mála­ráð­herra lýsir yfir stríði. Stríði á hendur ein­stak­lingum sem kerfið og sam­fé­lagið hefur brugð­ist ítrek­að,“ sagði Eva Sjöfn á þingi í dag.

Eva SJöfn Helgadóttir, varaþingmaður Pírata.

Alvar­leg ofbeld­is­brot hjá ungu fólki og aukn­ing þeirra verður ekki leyst með auknum vopna­burði og beit­ingu vopna að mati Evu Sjafn­ar. „Það leys­ist ekki með því að beita meiri hörku. Þvert á móti. Það þarf að horfa á stóru mynd­ina og leysa vand­ann með því að setja miklu meira fjár­magn, kraft og vilja inn í vel­ferð­ar­kerfið og heil­brigð­is­kerfið svo hægt sé að sinna ein­stak­lingum sem eru hjálp­ar­þurfi á réttan hátt.“

Alvar­leg ofbeld­is­brot ung­linga og barna hafa auk­ist síð­ast­lið­inn ára­tug og segir Eva Sjöfn að greini­lega sé eitt­hvað að í kerf­inu. „Við nið­ur­greiðum ekki sál­fræði­þjón­ustu, við hrekjum sál­fræð­inga úr heilsu­gæsl­un­um. Barna- og ung­linga­geð­deild annar ekki neyð­inni. Vel­ferð­ar­kerfið er í molum og úrræða­leysið er algjört þegar kemur að ungu fólki með flók­inn hegð­un­ar- og geð­vanda.“

Dóms­mála­ráð­herra vill hella olíu á eld­inn með enn einu stríð­inu

Hún segir dóms­mála­ráð­herra vera á rangri leið. „Rík­is­stjórnin þarf að horfast í augu við þennan vanda og laga hann strax. Vel­ferð­ar­kerfið og heil­brigð­is­kerfið öskrar á aðstoð. En nei segir dóms­mála­ráð­herra og rík­is­stjórn­in. Þau vilja heldur hella olíu á eld­inn og stig­magna vopna­væð­ingu enn frekar, enn hrað­ar, með enn einu stríð­in­u.“

Hall­dóra Mog­en­sen, þing­maður Pírata, segir stríðs­yf­ir­lýs­ingu dóms­mála­ráð­herra gegn skipu­lagðri glæp­a­starf­semi vera stríð gegn fólki sem fær ekki við­un­andi aðstoð. Og fyrst að svo virð­ist vera sem nóg fjár­magn sé til hjá dóms­mála­ráð­herra til að fara í stríð gegn fólki þá hljóti að vera til pen­ingur til að hjálpa fólki.

„Of­beldi verður nefn­i­­lega ekki til í tóma­­rúmi. Áföll ganga í erfðir og valda hringrás sem endar ekki nema gripið sé inn í með aðstoð heil­brigð­is­­kerf­is­ins. Ofbeldi getur nefn­i­­lega af sér ofbeldi og stríð gegn ofbeldi er ekki svar­ið, svarið er í heil­brigð­is­­kerf­inu hjá heil­brigð­is­ráð­herra,“ sagði Hall­­dóra í fyr­ir­spurn sinni til Willum Þórs Þórs­sonar heil­brigð­is­ráð­herra í gær þar sem hún spurði hann hvort hann ætli að tryggja raun­veru­legt for­varn­ar­starf þannig að hægt verði að koma í veg fyrir harm­leiki fram­tíð­ar­inn­ar.

Willum svar­aði með því að benda á að þver­fag­­leg geð­heil­brigð­is­­þjón­usta í heilsu­­gæslu hafi verið styrkt um allt land.

Eva Sjöfn segir lausn­ina fel­ast í því að sýna raun­veru­lega mannúð og aðgerðir sem skila raun­veru­legum árangri. „Aukið ofbeldi og jað­ar­setn­ing skilar engum árangri.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent