„Þetta virðist gerast í mestu rólegheitum“

Þrjú gosop hafa opnast á miðjum kvikuganginum á Reykjanesi og við hann eru gönguleiðir að gosstöðvunum. „Það verður að minna á að eldgos eru hættuleg í eðli sínu,“ segir Ásta Rut Hjartardóttir jarðeðlisfræðingur.

Ásta Rut Hjartardóttir jarðeðlisfræðingur hefur undanfarna mánuði kortlagt sprungur á Reykjanesi á þeim slóðum sem síðan fór að gjósa.
Ásta Rut Hjartardóttir jarðeðlisfræðingur hefur undanfarna mánuði kortlagt sprungur á Reykjanesi á þeim slóðum sem síðan fór að gjósa.
Auglýsing

Fyrst tróð hún sér upp á einum stað. Nokkru síðar á öðr­um. Og svo enn ein­um. Jarð­eld­arnir í Fagra­dals­fjalli eru allt að því kurt­eis­is­legir – svo góðan stað hefur kvikan glóð­heita úr iðrum jarðar fundið sér til að vella upp á yfir­borð­ið, fjarri byggð og mann­virkj­um. Fyllt einn dal. Síðan tekið að renna allt að því mjúk­lega í fagur app­el­sínugulri á, hraun­elfi, niður í þann næsta. En þó að hún hafi ekki gert ákveðið boð á undan sér, lít­ill órói mæl­st, rétt áður en hún þrýsti sér upp í gegnum jarð­skorpuna, kemur stað­setn­ing hinna þriggja goss­taða jarð­vís­inda­mönnum ekki á óvart.

Við vitum öll hvað gekk á í aðdrag­and­an­um. Hvernig jörðin skalf, eins og svæðið væri að hrista sig fyrir átök, og hvað gervi­tungla­myndir og aðrar rann­sóknir höfðu leitt í ljós: Þarna hafði mynd­ast kviku­gangur á litlu dýpi, lík­lega um átta kíló­metra lang­ur. Fullur af kviku djúpt neðan úr sjálfum möttli plánet­unnar okk­ar. Hún fann sér svo leið­ina upp í gegnum sprung­ur.

Auglýsing

„Við byrj­uðum að skoða sprungur sem mynd­ast höfðu fyrir gos­ið,“ segir Ásta Rut Hjart­ar­dótt­ir, jarð­eðl­is­fræð­ingur og rann­sókn­ar­sér­fræð­ingur hjá Jarð­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands. Hún hefur gengið um svæðið þvert og endi­langt síð­ustu vikur og rýnt í jarð­veg­inn.

Litlar sprungur austan við Meradali fimm dögum áður en gosið hófst í Geldingadölum. Mynd: Ásta Rut Hjartardóttir

Reykja­nesið er allt mjög eld­brunnið og sprung­ið, svo­kall­aða sprungu­sveima er þar að finna. Ekki hafði gosið þar í tæp 800 ár og ekki í Fagra­dals­fjalli í að minnsta kosti 6.000 ár. En í tengslum við jarð­skjálfta­hrin­una miklu fyrr á árinu höfðu Ásta og sam­starfs­menn hennar fundið fullt af litlum sprungum sem voru rétt sjá­an­legar á yfir­borð­inu. Sprung­urnar fund­ust á nokkuð stóru svæði, allt frá Sýl­inga­felli norðan við Grinda­vík og austur fyrir gos­s­töðv­arn­ar, eða á því svæði sem jarð­skjálft­arnir áttu upp­tök sín. „Þær tengj­ast kvik­unni óbeint. Kviku­gang­ur­inn við Fagra­dals­fjall mynd­ast þegar kvika þrýstir sér grunnt inn í jarð­skorpuna. Þar sem kvikan tekur pláss, þá ýtir hún land­inu frá sér sitt hvorum megin við sig, og ýtir þar með á gamlar sprungur fjær kviku­gang­in­um. Þessar sprungur gáfu sig, sem olli jarð­skjálftum og sprungu­hreyf­ingum á mun stærra svæði en því sem kviku­gang­ur­inn nær yfir,“ útskýrir Ásta.

Svo litlar eru sumar sprung­urnar sem urðu á vegi Ástu að þjálfað auga þarf til að finna þær. Til að sjá hvort að um t.d. frost­hreyf­ingu sé að ræða eða eitt­hvað annað og meira. „Já, það þarf að vita að hverju maður er að leita þegar þær eru svona litl­ar,“ segir hún. Sumar þeirra hafa aðeins verið nokkrir milli­metrar eða sentí­metrar á breidd. „Þetta eru í raun jafn­vel aðeins örfínar línur í jarð­veg­inum en þegar maður eltir þær þá sést að þær mynda sprungu­mynstur á stærra svæð­i“.

Sprunga norðan eldgossins í Geldingadölum. Mynd: Ásta Rut Hjartardóttir

Kviku­gang­ur­inn sem upp­götv­að­ist með alls konar mæl­ingum úr lofti og af landi liggur í norð­aust­ur-suð­vestur stefnu. „Og það er í raun­inni þannig að miðjan á honum er nálægt því svæði sem fyrst gaus á í Geld­inga­döl­um. Gosið kom hrein­lega upp beint ofan á hon­um.“

Sömu sögu er að segja um hina tvo stað­ina sem nú gýs á. Þeir eru ofan á miðju kviku­gangs­ins. Þar höfðu sést sprungur sem kviku­gang­ur­inn hefur vænt­an­lega gert er hann ólm­að­ist und­ir.

En af hverju fann kvikan sér nýjan stað til að koma upp – var Geld­inga­dalur ekki nóg fyrir hana?

„Þetta er góð spurn­ing,“ segir Ásta og hlær. „Ein skýr­ingin kann að vera sú að gíg­ur­inn byggð­ist upp og vökva­þrýst­ing­ur­inn varð hærri og því var þetta orðið of erfitt fyrir hana og hún varð að leita sér að nýjum leið­u­m.“

Engar nýjar sprungur sjá­an­legar

Fjöl­margir, lík­lega tug­þús­undir manna, hafa lagt leið sína að gos­s­töðv­unum frá því að það byrj­aði að gjósa. Margir hafa vakið athygli á því að göngu­leið­irnar liggi ofan á eða skammt frá kviku­gang­inum sjálf­um. Ásta bendir á að lík­lega séu grynnstu hlutar gangs­ins þar þegar storkn­aðir svo ólík­legt verði að telj­ast að kvika komi þar upp, nema að kviku­gang­ur­inn leiti aftur þang­að. Hún segir að göngu­leiðin liggi vissu­lega nálægt kviku­gang­inum en að engar nýjar sprungur líkar þeim sem sem sáust norðan gossprung­unnar í Geld­inga­dölum hafi sést sunnan megin við gos­s­töðv­arn­ar, á þeim slóðum sem ein helsta göngu­leiðin ligg­ur. „En það verður að minna á að eld­gos eru hættu­leg í eðli sín­u,“ segir hún.

Getur séð jörð­ina opn­ast

Hún minnir líka á að nýjum goss­tað fylgi eng­inn skarkali. Þú gætir bók­staf­lega staðið fyrir framan hann og séð jörð­ina opn­ast. Engin stór­kost­leg læti verða sem gefa merki um hvað sé að fara að ger­ast. „Þetta opn­ast rólega, fyrst kemur gas upp og svo vellur kvikan ein­fald­lega upp. Þetta virð­ist ger­ast í mestu róleg­heit­u­m,“ segir Ásta. „Ég elska vef­mynda­vél­ar,“ bætir hún hlæj­andi við en það er einmitt á þeim sem sást vel hvernig gosið hófst á þriðja staðnum í fyrra­kvöld.

En hvað gæti svo ger­st? Munu fleiri goss­taðir opnast?

Svarið við því er ekki ein­falt. Ekki heldur svarið við spurn­ing­unni hvort að önnur eld­gosa­kerfi á Reykja­nesskaga muni nú vakna af nokk­urra alda Þyrni­rós­ar­svefni. „Ef við skoðum sög­una þá segir hún okkur að það hafi verið ákveðin til­hneig­ing til að kerfin verði virk á svip­uðum tíma,“ segir Ásta og bætir við að í jarð­sög­unni geti orða­lagið „svip­aður tími“ þýtt ára­tugir eða jafn­vel ald­ir. „Það gæti orðið þögn á svæð­inu eftir þetta gos en svo gæti aftur byrjað að gjósa síðar og þá ann­ars stað­ar. En já, sagan bendir til þess að þegar eitt kerfið byrjar þá rumski hin.“

Lítið og fal­legt gos

Gos­s­töðv­arnar í dag eru á mjög „heppi­legum stað“ ef svo má að orði kom­ast. „Fyrst það fór að gjósa á Reykja­nesi er þetta einn af skástu stöð­un­um,“ segir Ásta. Á skag­anum séu marg­vís­leg mann­virki og mik­il­vægir inn­viðir sem ekki séu í hættu vegna þessa goss. „Svo er þetta lítið og fal­legt gos.“

Núna liggur snjó­föl yfir svæð­inu og því erfitt og jafn­vel ómögu­legt að greina nýjar sprungur ef ein­hverjar eru. „En við munum halda áfram að fylgj­ast með og kort­leggja um leið og færi gefst.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal