„Þögn ráðherra yfir páskahátíðina mun ekki kæfa kröfur um svör“

Þingmaður Viðreisnar segir að forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra þurfi að svara spurningum um það hvort þau hafi vitað af áhyggjum viðskiptaráðherra varðandi Íslandsbankasöluna og geti þar af leiðandi ekki verið á flótta undan fjölmiðlum.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir þing­maður Við­reisnar segir að það ríki þögn á stjórn­ar­heim­il­inu eftir að Lilja Alfreðs­dóttir við­skipta­ráð­herra setti fram „póli­tíska stríðs­yf­ir­lýs­ingu“ gagn­vart Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra með orðum um að fjár­mála­ráð­herra ætti að axla póli­tíska ábyrgð á því hvernig sala á fjórð­ungs­eign­ar­hluta rík­is­ins í Íslands­banka fór fram.

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu þing­manns­ins á Face­book í dag.

„Við­skipta­ráð­herra beindi gagn­rýni sinni einnig að for­sæt­is­ráð­herra, sem situr í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál með við­skipta­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra. Þar seg­ist við­skipta­ráð­herra hafa greint frá áhyggjum sínum vegna þeirrar aðferða­fræði sem beita átti við söl­una. For­sæt­is­ráð­herra svarar bara að engin bókun liggi fyrir en segir ekk­ert um hvað var rætt á fundum þeirra þriggja,“ skrifar Þor­björg.

Auglýsing

Mjög stór orð

Þor­björg spyr hvaða áhrif það hefði þegar við­skipta­ráð­herra segir að það sé því miður „fátt sem kemur á óvart í þessu máli og hver útkoman varð“ eða þegar hún bætir í og segir að „það muni koma meira í ljós í þessu máli á kom­andi dögum“.

„Þau orð gefa ekki bara til kynna að skoð­ana­munur hafi verið milli hennar og fjár­mála­ráð­herra, heldur að hún hafi talið ástæðu til að ætla að illa færi. Þessi orð ráð­herr­ans eru mjög stór og til marks um að hún telji frek­ari upp­lýs­ingar um málið verði öðrum ráð­herrum erf­ið­ar,“ skrifar hún.

Þá telur hún að það skipti þess vegna máli að fram komi hvað hafi verið rætt á ráð­herra­fundi um efna­hags­mál og hvernig umræður hafi verið á rík­is­stjórn­ar­fund­um.

„Það liggur fyrir að við­skipta­ráð­herra bók­aði ekk­ert um afstöðu sína, en það vekur athygli að hvorki for­sæt­is­ráð­herra né fjár­mála­ráð­herra hafi tjáð sig um umræður á þessum fund­um. Var­aði við­skipta­ráð­herra þau við því að illa kynni að fara? Hverjar voru áhyggjur hennar og varn­að­ar­orð?“ spyr hún.

Mik­il­vægt að fá fram fund­ar­gerðir rík­is­stjórnar og ráð­herra­nefnda

Þor­björg telur að Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra þurfi að svara spurn­ingum þar um og geti ekki verið á flótta undan fjöl­miðl­um. „Hags­munir almenn­ings kalla á að upp­lýst verði hvernig sú ákvörðun var tekin innan rík­is­stjórn­ar­innar að selja aðeins völdum hópi fjár­festa. Það er þess vegna sem svo mik­il­vægt er að fá fram fund­ar­gerðir rík­is­stjórnar og ráð­herra­nefndar til að varpa ljósi á aðdrag­anda söl­unnar og umræður um hvernig átti að haga söl­unn­i.“

Hún segir enn­fremur að ábyrgð Lilju hafi einnig mikla þýð­ingu og vísar í siða­reglur ráð­herra þar sem fjallað er um upp­lýs­inga­gjöf ráð­herra til almenn­ings. Í siða­regl­unum segir að ráð­herra eigi ekki að leyna upp­lýs­ingum sem varða almanna­hag nema lög bjóði eða almanna­hags­munir krefj­ist þess að öðru leyti. Ráð­herra beri að hafa frum­kvæði að birt­ingu slíkra upp­lýs­inga sé hún í almanna­þágu.

Lilja upp­lýsti Alþingi ekki um áhyggjur sínar

Bendir Þor­björg á að fyrir liggi að við­skipta­ráð­herra upp­lýsti Alþingi ekki um áhyggjur sínar um aðferða­fræði við sölu á rík­is­eign upp á tugi millj­arða. „En ræddi hún áhyggjur sínar á rík­is­stjórn­ar­fundi? Hvað sagði við­skipta­ráð­herra þing­mönnum Fram­sókn­ar­flokks­ins? Og getur virki­lega verið að for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins hafi ekki heyrt varn­að­ar­orð vara­for­manns síns?“ spyr hún.

„Siða­reglur ráð­herra eru skýrar um upp­lýs­inga­gjöf sem varða almanna­hag og frum­kvæði ráð­herr­ans þar um. Skyldur ráð­herr­ans gagn­vart Alþingi eru enn rík­ari. Almenn­ingur heyrði ekki af þessum áhyggjum og varn­að­ar­orðum við­skipta­ráð­herra fyrr en eftir söl­una og eftir að þung umræða hófst. Þá steig við­skipta­ráð­herra fram og tal­aði um mik­il­vægi þess að „hafa vaðið fyrir neðan sig“.

Sú ákvörðun ráð­herr­ans að greina þingi ekki frá áhyggjum sínum í svo stóru máli er auð­vitað sér­stök svo ekki sé fastar að orði kveð­ið. Ekki síst þegar litið er til hennar eigin orða um mat á því hvað þarna var í upp­sigl­ingu. Fyr­ir­komu­lag við sölu í þriðja stærsta hluta­fjár­út­boð Íslands­sög­unnar var áhyggju­efni við­skipta­ráð­herr­ans. Hvorki Alþingi né almenn­ingur fékk þó að heyra af því að innan rík­is­stjórn­ar­innar voru áhyggjur ræddar og sjón­ar­miðum þar um komið „skýrt á fram­færi“ að sögn við­skipta­ráð­herra. Þennan aðdrag­anda verður að upp­lýsa,“ skrifar hún og lýkur færsl­unni á því að segja að þögn ráð­herra yfir páska­há­tíð­ina muni ekki kæfa kröfur um svör.

Hvað meinar við­skipta­ráð­herra með að “það muni koma meira í ljós í þessu máli á kom­andi dög­um”? Það ríkir þögn á...

Posted by Thor­bjorg Sigri­dur Gunn­laugs­dottir on Thurs­day, April 14, 2022

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent