Tvö fyrstu skotin hæfðu tarfinn í höfuðið – MAST með frekari rannsókn í gangi

Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun fóru fyrstu tvö skot hvalveiðimanna sem lönduðu langreyðartarfi með fjórum sprengiskutlum í sér á mánudag í höfuð hvalsins. Stofnunin er nú með hvalveiðar sumarsins til „frekari rannsóknar“.

Hér er unnið að því að fjarlægja einn af fjórum sprengiskutlum úr hvalnum á mánudag.
Hér er unnið að því að fjarlægja einn af fjórum sprengiskutlum úr hvalnum á mánudag.
Auglýsing

Eft­ir­lits­dýra­læknir á vegum Mat­væla­stofn­unar var við­staddur er lang­reyð­art­arfi var landað í Hval­firði á mánu­dag, en fjórir sprengiskutlar voru not­aðir við veið­ina. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá dýra­lækn­inum geig­uðu fyrstu tvö skot hval­veiði­manna á bátnum Hval 8 með þeim hætti að þau hæfðu hval­inn of fram­ar­lega, fóru í höfuð hans og sprungu því ekki.

Þetta kemur fram í svari Sig­ur­borgar Daða­dóttur yfir­dýra­læknis Mat­væla­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, þar sem óskað var eftir nán­ari upp­lýs­ingum um löndun lang­reyð­art­arfs­ins.

Kjarn­inn sagði frá því á þriðju­dag að fjórum skutlum hefði verið beitt, sem þýðir að dauða­stríð hvals­ins hefur að lík­indum verið lang­dreg­ið, ein­hvers­staðar úti á mið­un­um. Alla jafna á einn sprengiskut­ull að duga til þess að granda hvöl­um.

Myndir sem sam­tökin Hard to Port, sem berj­ast fyrir því að hval­veiðum við Íslands­strendur verði hætt, birtu af löndun og verkun hvals­ins, sýndu þrjá skutla standa út úr dýr­inu er það kom á landi. Fjórði sprengiskut­ull­inn gekk svo að öllu leyti inn í hold dýrs­ins og kom ekki í ljós fyrr en starfs­menn Hvals hf. hófu að brytja skrokk­inn í sundur á bryggj­unni.

Eins og Kjarn­inn hefur sagt frá hafa fleiri dæmi verið um að skot hval­veiði­manna geigi við lang­reyð­ar­veiðar á und­an­förnum vikum og fleiri en einn sprengiskutul hafi þurft til að granda þessum miklu skepn­um.

Hval­veið­arnar til „frek­ari rann­sókn­ar“ hjá MAST

Sig­ur­borg segir í skrif­legu svari til Kjarn­ans að hval­veið­arnar í sumar séu „til frek­ari rann­sóknar hjá Mat­væla­stofn­un“ og að í kjöl­farið verði „lagt mat á hvort þær sam­ræm­ist 27. gr. laga um dýra­vel­ferð sem fjallar sér­stak­lega um hvernig staðið skuli að veið­u­m.“

Auglýsing

Eins og fram hefur komið er Mat­væla­stofnun ekki ætlað að hafa reglu­bundið eft­ir­lit með veiðum villtra dýra, en stofn­un­inni er þó almennt ætlað að fram­fylgja lögum um vel­ferð dýra. Í 27. grein þeirra laga segir meðal ann­­­ars að ávallt skuli „staðið að veiðum þannig að það valdi dýr­unum sem minnstum sár­s­auka og aflífun þeirra taki sem skemmstan tíma“ og að veið­i­­­­mönnum sé skylt „að gera það sem í þeirra valdi stendur til að aflífa þau dýr sem þeir hafa valdið áverk­­­um.“ Þá segir einnig í laga­­­grein­inni að við veiðar sé „óheim­ilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa lim­­­lest­ingum eða kvöl­u­m“.

„Reikna má með að rann­sókn geti tekið ein­hvern tíma,“ segir Sig­ur­borg í svari til Kjarn­ans.

Ráð­herra vill sjá dýra­eft­ir­lits­menn skip­aða í áhafnir

Svan­­dís Svav­­­ar­s­dóttir mat­væla­ráð­herra sagði í sam­tali við Kjarn­ann nýlega að það væri alveg skýrt í hennar huga að ef atvinn­u­­greinar sem byggðu á dýra­haldi eða veiðum gætu ekki tryggt mann­úð­­lega aflífun dýra, ættu þær sér „enga fram­­tíð í nútíma­­sam­­fé­lag­i“.

Svan­­dís hefur lagt fram til kynn­ingar í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda drög að breyt­ingum á reglu­­gerð um hval­veið­­ar, en breyt­ing­­arnar sem ráð­herra leggur til myndi hafa þau áhrif að skip­­stjórum yrði skylt að til­­­nefna einn áhafn­­ar­­með­­lim sem dýra­vel­­ferð­­ar­­full­­trúa. Sá ein­stak­l­ingur þyrfti að sækja nám­­skeið hjá Mat­væla­­stofn­un, auk þess sem honum væri ætlað að taka upp myndefni um borð og láta eft­ir­lits­­dýra­lækni stofn­un­­ar­innar í té.

Hvalur hf. hefur sent inn umsögn í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda um fyr­ir­hug­aðar reglu­­gerð­­ar­breyt­ingar ráð­herra, og seg­ist fyr­ir­tækið þar meðal ann­­ars telja það „vand­­séð, vægt til orða tek­ið, að umþrætta reglu­­gerð­­ar­breyt­ingar rúmist innan með­­al­hófs­regl­unn­­ar“ eins og hún hefði verið skýrð og túlkuð og kom fyr­ir­tækið því á fram­­færi að það teldi ráð­herra skorta laga­­stoð til þess að setja á umræddar kvaðir um dýra­eft­ir­lits­­menn.

Hags­muna­­sam­tök útgerð­­ar­­fyr­ir­tækja, Sam­tök fyr­ir­tækja í sjá­v­­­ar­út­­­vegi, komust einnig að þeirri nið­­ur­­stöðu í umsögn sinni um fyr­ir­hug­aðar reglu­­gerð­­ar­breyt­ingar að við­un­andi laga­­stoð væri ekki til stað­­ar, auk þess sem hægt væri að ná sömu mark­miðum og reglu­­gerð­inni væri ætlað að ná með „öðrum og væg­­ari aðferð­u­m.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent