Umfangsmiklar skimanir í tengslum við smit síðustu daga

Kórónuveirusmitin fjögur sem greindust í gær tengjast þeim sem greindust í fyrradag að sögn sóttvarnalæknis. Landlæknir og sóttvarnalæknir í samstarfi við lyfjastofnun ætla að kanna orsakatengsl milli bólusetninga og alvarlegra veikinda og dauðsfalla.

Þórólfur Guðnason
Auglýsing

Fjögur kór­ónu­veirusmit greindust inn­an­lands í gær, þar af var eitt utan sótt­kví­ar. Þórólfur Guðna­son, sótt­varna­lækn­ir, sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag að ein­stak­ling­arnir þrír sem greindust í gær og voru í sótt­kví voru hafi verið nýkomnir í sótt­kví. Smit gær­dags­ins tengj­ast þeim smitum sem greindust í fyrra­dag en þá greindust tveir ein­stak­lingar utan sótt­kví­ar.

Þórólfur sagði á fund­inum að nokkrir tugir hafi þurft að fara í sótt­kví í kjöl­far smit­ana tveggja sem greindust í fyrra­dag. Hann sagði að umfangs­miklar skimanir stæðu nú yfir vegna smit­ana og að búast mætti við því að fleiri muni grein­ast á næstu dögum af þeim sem hafa þurft að fara í sótt­kví. Síð­ast­liðna viku hafa 17 greinst með COVID-19, þar af 14 í sótt­kví, og sagði Þórólfur því ljóst að veiran væri hér enn í sam­fé­lag­inu.

Íslensk erfða­grein­ing skimar á landa­mærum

Heil­brigð­is­ráðu­neytið hefur farið þess form­lega á leit við Íslenska erfða­grein­ingu að fyr­ir­tækið taki að sér grein­ingu á sýnum á landa­mær­unum út júní­mán­uð. Að sögn Þór­ólfs mun það létta veru­lega á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­ala en von er á auknum fjölda ferða­manna hingað til lands. Auknum fjölda fylgi auknar áskor­anir og því not­aði Þórólfur tæki­færið og hrós­aði starfs­fólki sem sér um sýna­tökur á landa­mær­unum fyrir vel unnin störf.

Auglýsing

Líkt og áður er stefnan sett á að veru­lega verði hægt að létta á tak­mörk­un­um, bæði inn­an­lands og á landa­mærum, um eða eftir miðjan júní. Þórólfur sagði að lík­legt megi telj­ast að búið verði að bólu­setja á milli 60 og 70 pró­sent þjóð­ar­innar þegar þar að kemur og þá verði hægt að ráð­ast í til­slak­an­ir. „Við erum núna á við­kvæmum tíma þar sem sam­fé­lags­legt ónæmi er ekki nægi­legt til að koma í veg fyrir alvar­legar hóp­sýk­ingar þannig að það er mik­il­vægt að við gætum okkar vel og höldum áfram að huga að ein­stak­lings­bundnum sótt­vörn­um.“

Kanna orsaka­tengsl milli bólu­setn­inga og alvar­legra veik­inda og dauðs­falla

Þórólfur greindi frá því að land­læknir og sótt­varna­læknir í sam­vinnu við lyfja­stofnun væru að hefja vinnu við mat á alvar­legum atburðum sem orðið hefðu í kjöl­far bólu­setn­inga og yrðu sú vinna unnin af óháðum sér­fræð­ing­um. Hann sagði að um 20 til­kynn­ingar um dauðs­föll í kjöl­far bólu­setn­inga vegna COVID-19 hefðu borist Lyfja­stofnun og um 20 til­kynn­ingar vegna blóð­sega­vanda­mála.

Hann sagði það enn óljóst hvort til­kynnt dauðs­föll og veik­indi tengd­ust bólu­setn­ing­um. „Ef við skoðum grunn­tíðni viku­legra dauðs­falla og blóð­sega­vanda­mála að und­an­förnum árum þá er ekki hægt að greina neina aukn­ingu núna á und­an­förnum vikum meðan bólu­setn­ing hefur staðið yfir. Það er alla­vega ánægju­legt í sjálfu sér að Við erum ekki að sjá neina aukn­ingu sem að gæti skýrst af bólu­setn­ing­unum en auð­vitað er ekki hægt að úti­loka orsaka­sam­hengi hjá ein­staka ein­stak­lingum og þetta viljum við skoða bet­ur,“ sagði Þórólf­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent