Útiloka að Litla-Sandfell verði flutt eftir Þrengslavegi – Námuvegir og færibönd

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi útiloka að jarðefni verði flutt með almennri umferð frá Litla-Sandfelli til Þorlákshafnar og horfa til lausna eins og sérstakra námuvega og færibanda. Slíkar lausnir eru ekki metnar í umhverfismatsskýrslu.

Litla-Sandfell í Þrengslum. Námuvinnsla í fellinu og fyrirhugaður útflutningur á efni þaðan frá Þorlákshöfn hefur valdið styr á sviði bæjarmála í Ölfusi.
Litla-Sandfell í Þrengslum. Námuvinnsla í fellinu og fyrirhugaður útflutningur á efni þaðan frá Þorlákshöfn hefur valdið styr á sviði bæjarmála í Ölfusi.
Auglýsing

Full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins í bæj­ar­stjórn Ölf­uss segja ekki koma til greina að það efni sem fyr­ir­hugað er að vinna úr fjall­inu Litla-Sand­felli í Þrengslum og flytja úr landi frá Þor­láks­höfn, verði fært um Þrengsla­veg og Þor­láks­hafn­ar­veg í almennri umferð.

„Ekki kemur til greina að efni verði flutt frá námum eftir almenna þjóð­vega­kerf­inu. Finna þarf aðrar leiðir svo sem blöndu af námu­vegum og færi­bönd­um,“ segir í bókun sjálf­stæð­is­manna, sem fara með hreinan meiri­hluta í bæj­ar­stjórn­inni.

Í bókun tveggja nýrra bæj­ar­full­trúa flokks­ins segir auk­in­heldur að ef ekki verði hægt að upp­fylla þá „sjálf­sögðu kröfu að flutn­ingur efnis fari ekki um hið almenna þjóð­vega­kerfi“ verði verk­efn­inu sjálf­hætt.

Ekk­ert fjallað um námu­vegi eða færi­bönd í umhverf­is­mats­skýrslu

Umhverf­is­mats­skýrsla vegna fyr­ir­hug­aðrar námu­vinnslu í Litla-Sand­felli á vegum félags­ins Eden Mining liggur frammi til umsagnar hjá Skipu­lags­stofnun þessa dag­ana. Mögu­legir námu­vegir og færi­bönd úr Þrengslum niður í Þor­láks­höfn eru ekki nefndir einu orði í skýrsl­unni, heldur er gengið út frá því að keyrt verði með efnið úr Þrengsl­um. Sveit­ar­fé­lagið Ölfus gerði enga kröfu um að mögu­leg umhverf­is­á­hrif námu­vega eða færi­banda yrðu tekin til skoð­unar í umhverf­is­mats­skýrsl­unni.

Sam­kvæmt skýrsl­unni má gera ráð fyrir að alls 33.350 vöru­bíla­ferðir verði farnar á ári hverju á milli námunnar og Þor­láks­hafn­ar, eða 222 ferðir á dag fram og til baka, að því gefnu að ekið verði með efni 300 daga á ári. Þetta sam­svarar um 9,7-13,4 pró­senta aukn­ingu umferðar um veg­kafl­ann sem um er að ræða.

Auglýsing

Rúm­lega fjórtán kíló­metra leið er frá Litla-Sand­felli og niður að höfn­inni í Þor­láks­höfn, þar sem fyr­ir­tækið Heidel­berg Cem­ent, þýskur iðn­risi sem er með starf­semi víða um heim og er meiri­hluta­eig­andi í íslenska félag­inu Horn­steini sem m.a. rekur BM Vallá og Björg­un, hefur fengið úthlut­aðri alls 49 þús­und fer­metra lóð í grennd við höfn bæj­ar­ins til vinnslu efn­is­ins.

Styr hefur verið um þessi mál á bæj­ar­mála­svið­inu í Ölf­usi und­an­farnar vikur og full­trúar minni­hlut­ans hafa sett fram gagn­rýni á áform­in.

Í bókun sem bæj­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­inn lagði fram á fund­inum síð­asta fimmtu­dag segir að nán­ast ekk­ert af því sem fram hafi komið í máli full­trúa minni­hlut­ans eigi „stoð í veru­leik­an­um“.

Meiri­hlut­inn segir sömu­leiðis að engar ákvarð­anir hafi verið tekn­ar, málið sé ein­göngu á umræðu­stigi og ekki sé talin ástæða til þess, að svo stöddu, að hverfa frá sam­tali við Heidel­berg.

Minni­hlut­inn efast um gildi verk­efn­is­ins fyrir atvinnu­lífið

Gunn­steinn R. Ómars­son, sem var bæj­ar­stjóri í Ölf­usi árin 2013-2018, er nú orð­inn vara­maður í bæj­ar­stjórn­inni fyrir hönd B-lista Fram­fara­sinna. Í bókun sem hann lagði fram á fund­inum fyrir hönd minni­hluta bæj­ar­stjórn­ar, B-lista og H-lista, sagði að ekki ætti að halda áfram með verk­efnið fyrr en íbúar væru búnir að fá grein­ar­góða og gagn­rýnda kynn­ingu, ekki aðeins frá fram­kvæmd­ar­að­ila heldur öðrum og ólíkum hags­muna­að­il­um.

„Það er ljóst að það eru a.m.k. tvö ár síðan sam­starf sveit­ar­fé­lags­ins og þess­ara aðila hófst með vilja­yf­ir­lýs­ingu þar sem sér­stak­lega var kveðið á um að á und­ir­bún­ings­tíma úthluti sveit­ar­fé­lagið ekki öðrum aðilum til­greindar lóðir nærri hafn­ar­svæð­inu sem fyr­ir­hugað er að félagið nýti undir bygg­ingar sem það þarf vegna starf­semi sinn­ar. Nú hefur þessum lóðum verið úthlut­að, umhverf­is­mats­skýrslan liggur fyrir hjá Skipu­lags­stofnun til umsagnar og ef ekki þykir ástæða til að hafa sam­fé­lagið með í áfram­hald­andi ákvörð­un­ar­töku hvenær þá?“ sagði í bókun minni­hlut­ans.

Minni­hlut­inn sagði einnig að skoða þyrfti málið í stærra sam­hengi, t.d. í sam­bandi við fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu á atvinnu­starf­semi við höfn­ina í Þor­láks­höfn.

„Gert er ráð fyrir 60-80 störfum í Heidel­berg verk­efn­inu sem tekur upp allar lausar lóðir við höfn­ina eða um 50.000 fm. lands og 25 ha. svæðis sem er undir í Þrengsl­un­um. Sem sagt mjög fá störf m.v. upp­töku lands, þar sem gæða­lóðir við höfn­ina eru af skornum skammti,“ sagði í bókun minni­hlut­ans í bæj­ar­stjórn­inni.

Báð­ust afsök­unar á því að hafa sam­þykkt lóða­út­hlutun

Tveir full­trúar B-lista Fram­fara­sinna sem eiga sæti í skipu­lags­ráði sveit­ar­fé­lags­ins greiddu atkvæði með lóða­út­hlut­un­inni til Heidel­berg Cem­ent á fundi fyrr í sum­ar. Fyrir rúmri viku síðan báð­ust full­trú­arnir hins vegar afsök­unar á því, í aðsendri grein sem þær birtu í stað­ar­miðl­inum Hafn­ar­fréttum.

„Margur kann að hugsa að þessi grein sé skrifuð af pressu frá sam­flokks­mönn­um, H-list­anum eða vegna umræð­unnar í sam­fé­lag­inu en það er svo sann­ar­lega ekki mál­ið. Þeir sem standa okkur næst vita að svo er ekki. Málið búið að liggja þungt á okkur enda var okkur strax ljóst að við gerðum mis­tök. En til að læra af mis­tök­unum þurfum við að horfast í augu við þau og við­ur­kenna þau,“ sögðu þær Hrönn Guð­munds­dóttir og Hrafn­hildur Hlín Hjart­ar­dóttir í grein sinni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent