Vel yfir 100 smit annan daginn í röð

Í þessum mánuði hafa 810 manns greinst með kórónuveiruna innanlands. Yfir 77 prósent þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar. Síðustu tvo daga hefur smitfjöldinn farið vel yfir 100.

Sýnataka
Auglýsing

Að minnsta kosti 115 greindust með veiruna innanlands í gær samkvæmt tölum sem birtar voru á COVID.is í morgun. Enn er verið að greina sýni gærdagsins svo að tala um smitfjölda á eftir að hækka, segir í tilkynningu almannavarna. Mikill meirihluti þeirra 115 sem þegar hafa verið greindir eða rúmlega 77 prósent voru ekki í sóttkví og sömuleiðis voru langflestir bólusettir. Tæplega 6.000 sýni voru tekin í gær og hafa þau ekki verið fleiri það sem af er ári.

Í fyrradag voru smitin 123 og hafa þau ekki verið fleiri í faraldrinum hingað til. Þann 24. mars í fyrra greindust 106 smit og urðu þau ekki fleiri á einum degi í fyrstu bylgju faraldursins. Þann dag lágu sautján sjúklingar á sjúkrahúsi með COVID-19 og tveir á gjörgæslu. Sá fjöldi jókst mikið dagana á eftir og 2. apríl lágu 44 á sjúkrahúsi og 12 á gjörgæslu.

Um hádegi í gær lágu þrír á legudeildum Landspítalans með COVID-19. Í morgun voru sjúklingarnir orðnir átta og einn þeirra kominn á gjörgæsludeild, að því er segir í frétt Vísis. Þá eru tveir íbúar á Grund smitaðir.

Auglýsing

Í þriðju bylgjunni síðasta haust urðu smitin flest 100 talsins þann 5. október.

Þrjátíu hafa látist úr COVID-19 hér á landi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent