Vilja að íslensk stjórnvöld bjóði einstaklingum frá Afganistan alþjóðlega vernd

Þrjátíu og einn Íslendingur sem starfað hefur með NATO og öðrum alþjóðlegum stofnunum í Afganistan krefst þess að íslensk stjórnvöld grípi tafarlaust til aðgerða vegna ástandsins þar í landi.

Margir Afganir hafa gert tilraunir að flýja land eftir að Talíbanar hrifsuðu til sín völdin þar í landi.
Margir Afganir hafa gert tilraunir að flýja land eftir að Talíbanar hrifsuðu til sín völdin þar í landi.
Auglýsing

Hópur Íslend­inga sem starfað hefur með NATO og öðrum alþjóð­legum stofn­unum í Afganistan hefur sent ákall til íslenskra stjórn­valda um að grípa taf­ar­laust til aðgerða til að bregð­ast við þeim veru­leika sem blasir við almennum borg­urum – ekki síst konum og börnum – í Afganistan í ljósi atburða und­an­far­inna daga.

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu Brynju Huldar Ósk­ar­s­dótt­­ur, ör­ygg­is- og varn­­ar­­mála­­fræð­ing­s með sér­­hæf­ingu í hryðju­verk­um, á Face­book í dag.

„Það hefur ekki farið fram­hjá neinum að ástandið í Afghanistan þessa dag­ana er grafal­var­legt, og öll sem hafa teng­ingar við landið þungt hugsi vegna ástand­ins,“ skrifar hún.

Auglýsing

Það hefur ekki farið fram­hjá neinum að ástandið í Afghanistan þessa dag­ana er grafal­var­legt, og öll sem hafa teng­ing­ar...

Posted by Brynja Huld Oskars­dottir on Tues­day, Aug­ust 17, 2021

Í ákall­inu kemur meðal ann­ars fram að Ísland sem her­laust og frið­sælt land, og eitt örugg­asta lands heims, auk þess að vera í efstu sætum á lista yfir ríki þar sem hvað mest kynja­jafn­rétti rík­ir, beri sið­ferði­leg og laga­leg skylda til þess að sýna í verki að ályktun um kon­ur, frið og öryggi sé raun­veru­lega horn­steinn íslenskrar utan­rík­is­stefnu.

Sjónum verði sér­stak­lega beint að konum sem stafar bein ógn af valda­töku Tali­bana

Fer hóp­ur­inn á leit við íslensk stjórn­völd og Alþingi að þau bjóði ein­stak­ling­um, sér í lagi konum og stúlk­um, alþjóð­lega vernd. Sjónum verði sér­stak­lega beint að konum og stúlkum sem stafar bein ógn af valda­töku Tali­bana m.a. vegna bar­áttu sinnar fyrir frelsi og rétt­indum kvenna og þátt­töku í verk­efnum sem voru studd af NATO eða öðrum alþjóð­legum stofn­un­um, sam­an­ber konur í leið­toga­stöð­um, blaða­kon­ur, mann­rétt­inda­fröm­uðir og konur sem til­heyra ofsóttum minni­hluta­hóp­um.

Íslensk stjórn­völd leiti enn fremur sam­starfs við önnur Norð­ur­lönd og/eða NATO ríki um flutn­ing fólks sem er í mik­illi hættu vegna starfa sinna fyrir og/eða með Íslenskum frið­ar­gæslu­liðum sem starfað hafa í Afganistan og veiti þeim ein­stak­lingum og fjöl­skyldum þeirra alþjóð­lega vernd.

Þá vill hóp­ur­inn að íslensk stjórn­völd beiti sér sér­stak­lega fyrir því að Sam­ein­uðu þjóð­irnar standi vörð um rétt­indi og vernd kvenna og að stúlkum verði tryggður réttur til skóla­göngu og konum til atvinnu­þátt­töku. Íslensk stjórn­völd beiti sér jafn­framt fyrir áfram­hald­andi upp­bygg­ing­ar- og þró­un­ar­starfi í land­inu á grund­velli gagn­rýnnar end­ur­skoð­unar á þeirri aðstoð, sem veitt hefur ver­ið, og sem taki mið af Mars­hall-að­stoð­inni, þ.e. mark­miðs­setn­ing og fram­kvæmd verði mið­stýrð í auknum mæli og aðstoðin taki mið af aðstæðum í land­inu til að auka mögu­leik­ana á raun­veru­legum árangri.

Hér fyrir neðan má lesa ákall hóps­ins til íslenskra stjórn­valda í heild sinni:

Afghanistan hefur und­an­farna tvo ára­tugi verið eitt af fimm áherslu­löndum íslenska rík­is­ins í þró­un­ar­sam­vinnu og þátt­taka Íslands í upp­bygg­ingu í land­inu er ein umfangs­mestu aðkoma Íslands að verk­efnum á sviði örygg­is­mála, end­ur­reisnar og stjórn­ar­fars í einu fátæk­asta þró­un­ar­landi heims. Íslenskir friða­gæslu­liðar hafa tekið þátt í upp­bygg­ing­ar­verk­efnum á sviði jafn­rétt­is­mála víðs­vegar um landið og und­an­farin ár á sviði sam­skipta- og upp­lýs­inga­miðl­un­ar. Síð­ustu íslensku frið­ar­gæslu­lið­arnir komu heim sum­arið 2019 eftir alls 17 ára þátt­töku Íslands í hinum ýmsu verk­efnum í Afganist­an. Allan þennan tíma, einkum frá 2010, hefur verið lögð höf­uð­á­hersla á ályktun örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna nr. 1325 um kon­ur, frið og öryggi.

Í utan­rík­is­stefnu Íslands seg­ir: „Jafn­rétt­is­sjón­ar­mið eru sam­þætt utan­rík­is­stefnu og starfi á alþjóða­vett­vangi, meðal ann­ars í tengslum við ályktun örygg­is­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna nr. 1325 um kon­ur, frið og örygg­i.“ Ísland var eitt af fyrstu ríkjum Sam­ein­uðu þjóð­anna sem setti sér árið 2008 lands­á­ætlun um fram­kvæmd álykt­unar örygg­is­ráðs­ins nr. 1325 um kon­ur, frið og öryggi og í sam­ræmi við áherslur hennar í Afganistan hefur m.a. starf­semi kvenna­mála­ráðu­neyt­is­ins og frjálsra félaga­sam­taka kvenna verið studd. Um tíma var íslenskur þró­un­ar­full­trúi m.a. tengiliður milli kvenna­sam­taka og upp­bygg­ing­arteym­is­ins (e. Provincial Reconstruct­ion Team) og vann að því að greiða fyrir þátt­töku full­trúa kvenna á fundum og í ýmissi starf­semi til að tryggja að sjón­ar­mið þeirra kæmust á fram­færi. Þá hafa íslenskir frið­ar­gæslu­liðar verið tengiliður við afghanskar blaða­konur og aðgerð­ar­sinna sem hafa verið að beita sér fyrir rétt­indum afganskra kvenna.

Þessi hópur kvenna í Afganistan er nú orð­inn að skot­marki Tali­bana fyrir það eitt að hafa und­an­farin ár komið sjón­ar­miðum kven­frels­is, kven­rétt­inda og jafn­réttis á fram­færi. Í land­inu er heill hópur kvenna sem hafa starfað í störfum hjá hinu opin­bera, í kvenna­mála­ráðu­neyt­inu og frjálsum félaga­sam­tökum á fjöl­miðlum og unnið hjá afgönsku lög­regl­unni eða öðrum stofn­un­um. Sumar hafa verið áber­andi í leið­toga­stöðum og unnið náið með vest­rænum banda­mönn­um. Unnið eftir því sem Tali­ban­arnir kalla „vest­ræn“ gildi sem í augum þeirra rétt­lætir dauða­refs­ingu.

Und­an­farnar vikur hafa banda­lags­lönd okk­ar, þar á meðal Banda­ríkin og Bret­land, gefið lof­orð þess efnis að bjóða upp á svokölluð „neyð­ar­land­vist­ar­leyfi“ eða hrað-­vega­bréfs­á­rit­anir til handa þeim sem unnu fyrir alþjóð­lega varn­ar­liðið eða ein­hver af sendi­ráðum Atl­ants­hafs­banda­lags þjóð­anna í Kab­úl. Starfs­fólk og sér í lagi kon­ur, sem unnu náið með íslenskum frið­ar­gæslu­liðum og öðrum banda­lags­þjóð­um, voru hins vegar fæstar á launa­skrá hjá Banda­ríkja­her eða vest­rænum sendi­ráðum og upp­fylla þar með ekki skil­yrðin fyrir veit­ingu þeirra sér­leyfa sem stendur til að opna umsóknir fyr­ir. Þetta er að hóp­ur­inn sem Ísland í sinni þró­un­ar- og utan­rík­is­stefnu hefur beitt sér fyrir og stutt hvað mest til auk­innar opin­berar þátt­töku og sýni­leika í sam­ræmi við ákvæði álykt­unar 1325.

Nú er komið að þeim átak­an­legu tíma­mótum að við þurfum að axla ábyrgð á þátt­töku okkar í þeim aðstæðum sem nú hafa skap­ast í Afganistan og beita okkur fyrir verndun kvenna og stúlkna á átaka­svæð­um, ekki síst þeim sem hafa verið að beita sér opin­ber­lega fyrir rétt­indum kvenna og stúlkna. Grípa það hug­rakka fólk, og sér í lagi kon­ur, sem við studdum og gerðu okkur kleift að koma okkar sjón­ar­miðum um jafn­rétti, menntun og lýð­ræði á fram­færi.

Með rökum má halda því fram að valda­rán Tali­bana og stjórn þeirra í land­inu feli sjálf­krafa í sér ofsóknir gegn fólki sem starf­aði fyrir erlenda aðila og sér í lagi gegn konum og stúlkum sem eiga hættu á dauða­refs­ingu, pynt­ingum eða van­virð­andi með­ferð, þar með talið kyn­ferð­is­of­beldi, eða refs­ingu.

Ísland sem her­laust og frið­sælt land, og eitt örugg­asta lands heims, auk þess að vera í efstu sætum á lista yfir ríki þar sem hvað mest kynja­jafn­rétti rík­ir, ber sið­ferði­leg og laga­leg skylda til þess að sýna í verki að ályktun 1325 um kon­ur, frið og öryggi sé raun­veru­lega horn­steinn íslenskrar utan­rík­is­stefnu. Það gera íslensk stjórn­völd með því að bjóða konum alþjóð­lega vernd – konum sem hafa barist fyrir auk­inni menntun kvenna, kven­rétt­ind­um, og því að koma konum í leið­toga­stöðu.

Við sem und­ir­ritum þetta bréf förum eft­ir­far­andi á leit við rík­is­stjórn Íslands og Alþingi:

Inn­an­lands

  • Íslensk stjórn­völd bjóði ein­stak­ling­um, sér í lagi konum og stúlk­um, alþjóð­lega vernd. Sjónum verði sér­stak­lega beint að konum og stúlkum sem stafar bein ógn af valda­töku Tali­bana m.a. vegna bar­áttu sinnar fyrir frelsi og rétt­indum kvenna og þátt­töku í verk­efnum sem voru studd af NATO eða öðrum alþjóð­legum stofn­un­um, sbr. konur í leið­toga­stöð­um, blaða­kon­ur, mann­rétt­inda­fröm­uðir og konur sem til­heyra ofsóttum minni­hluta­hóp­um.
  • Íslensk stjórn­völd leiti sam­starfs við önnur Norð­ur­lönd og/eða NATO ríki um flutn­ing fólks sem er í mik­illi hættu vegna starfa sinna fyrir og/eða með Íslenskum frið­ar­gæslu­liðum sem starfað hafa í Afganistan og veiti þeim ein­stak­lingum og fjöl­skyldum þeirra alþjóð­lega vernd.

Innan alþjóða­stofn­ana

  • Íslensk stjórn­völd beiti sér sér­stak­lega fyrir því að Sam­ein­uðu þjóð­irnar standi vörð um rétt­indi og vernd kvenna og að stúlkum verði tryggður réttur til skóla­göngu og konum til atvinnu­þátt­töku.
  • Íslensk stjórn­völd beiti sér fyrir áfram­hald­andi upp­bygg­ing­ar- og þró­un­ar­starfi í land­inu á grund­velli gagn­rýnnar end­ur­skoð­unar á þeirri aðstoð, sem veitt hefur ver­ið, og sem taki mið af Mars­hall aðstoð­inni, þ.e. mark­miðs­setn­ing og fram­kvæmd verði mið­stýrð í auknum mæli og aðstoðin taki mið af aðstæðum í land­inu til að auka mögu­leik­ana á raun­veru­legum árangri.
  1. Árni Arn­þórs­son, aðstoð­ar­rektor við Amer­ican Uni­versity of Afghanistan í Kabúl frá árinu 2018
  2. Brynja Dögg Frið­riks­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi NATO í Afganistan 2018-2019
  3. Brynja Huld Ósk­ars­dótt­ir, sam­skipta­ráð­gjafi NATO í Afganistan 2018-2019
  4. Böðvar Þór Kára­son, frið­ar­gæslu­liði alþjóða­flug­vell­inum Kabúl 2004-2005 og 2006-2008 og í eft­ir­lits- og upp­lýs­inga­sveit End­ur­reisn­arteymis alþjóða­sveita NATO í Ghor hér­aði 2005-2006
  5. Börkur Gunn­ars­son, aðstoð­ar­tals­maður sendi­herra NATO (Deputy Spokesper­son and Public Diplom­acy Officer on SCR Office) í Afganistan 2008 – 2009
  6. Erlingur Erlings­son, frið­ar­gæslu­liði í höf­uð­stöðvum alþjóð­aliðs NATO 2009 og starfs­maður Sam­ein­uðu þjóð­anna (UNA­MA) 2009-2011
  7. Frið­rik Jóns­son, aðstoð­ar­yf­ir­maður þró­un­ar­mála hjá höf­uð­stöðvum alþjóð­aliðs NATO á vegum Frið­ar­gæslu Íslands 2009-2010 og starfs­maður Sam­ein­uðu þjóð­anna (develop­ment coor­dinator UNA­MA) 2010
  8. Frið­rik M. Jóns­son, frið­ar­gæslu­liði alþjóða­flug­vell­inum Kabúl 2004 og 2006-2009 og í eft­ir­lits- og upp­lýs­inga­sveit End­ur­reisn­arteymis alþjóða­sveita NATO í Meyma­neh hér­aði 2005.
  9. Gerður Björk Kjærne­sted, upp­lýs­inga­full­trúi NATO, 2007-2008
  10. Gísli Gunn­ars­son, frið­ar­gæslu­liði alþjóða­flug­vell­inum Kabúl 2007-2009
  11. Guð­rún S. Þor­geirs­dótt­ir, jafn­rétt­is­full­trúi NATO 2010-2011 og 2013
  12. Hall­dóra Brands­dótt­ir, frið­ar­gæslu­liði alþjóða­flug­vell­inum Kabúl 2007-2008 og starfs­maður NATO á flug­vell­inum 2008-2021
  13. Har­aldur Sig­urðs­son, yfir­maður alþjóða­flug­vall­ar­ins í Kabúl á vegum Frið­ar­gæsl­unnar
  14. Heiða Björg Inga­dóttir Hjelm, frið­ar­gæslu­liði alþjóða­flug­vell­inum Kabúl 2007-2009 og 2010-2012
  15. Helen María Ólafs­dótt­ir, starfs­maður Þró­un­ar­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna í Afganistan 2007-2008
  16. Her­dís Sig­ur­gríms­dótt­ir, aðstoð­ar­kona sendi­herra NATO í Afganistan 2008
  17. Hörður Sig­urðs­son, frið­ar­gæslu­liði alþjóða­flug­vell­inum Kabúl 2008-2013
  18. Jón Mich­ael Þór­ar­ins­son, frið­ar­gæslu­liði alþjóða­flug­vell­inum Kabúl 2007- 2008 og póli­tískur ráð­gjafi borg­ara­legs sendi­full­trúa NATO í Afganistan 2016-2018
  19. Lára Jóns­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri Lækna án landamæra (Medecins Sans Fronti­er­es) í Afganistan 2013 og 2015
  20. Magnea Mar­in­ós­dótt­ir, þró­un­ar- og mann­úð­ar­ráð­gjafi End­ur­reisn­arteymis NATO í Ghor hér­aði 2006-2007
  21. Magnús Árni Skjöld Magn­ús­son, póli­tískur ráð­gjafi borg­ara­legs sendi­full­trúa NATO í Afganistan 2018
  22. Ómar Þór Krist­ins­son, frið­ar­gæslu­liði alþjóða­flug­vell­inum Kabúl 2004
  23. Pálína Ásgeirs­dótt­ir, sendi­full­trúi á vegum Rauða kross­ins í Afganistan 1992 og 2003-2005
  24. Sig­ríður Har­alds­dótt­ir, starfs­maður NATO alþjóða­flug­vell­inum Kabúl 2011-2014
  25. Sig­rún Andr­és­dótt­ir, frið­ar­gæslu­liði höf­uð­stöðvum NATO í Afganistan 2007-2009 og 2010-2011
  26. Steinar Axels­son, frið­ar­gæslu­liði alþjóða­flug­vell­inum Kabúl 2004-2005 og 2007
  27. Stein­unn Björk Bjark­ar­dóttir Pieper, frið­ar­gæslu­liði / jafn­rétt­is­full­trúi fjöl­þjóð­aliðs NATO 2011-2013 og 2014-2015
  28. Svafa H. Ásgeirs­dótt­ir, starfs­maður Creative Associ­ates International 2012-2016 og hjá Amer­ican Uni­versity í Kabúl frá 20210
  29. Una Sig­hvats­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi NATO í Afganistan 2016-2018
  30. Þor­steinn Páls­son, frið­ar­gæslu­liði alþjóða­flug­vell­inum Kabúl 2010-2013
  31. Þor­björn Jóns­son, Deputy Director Develop­ment, ISAF HQ 2010-2011

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent