Vilja suðurleið og þungaumferð út fyrir bæinn – „Umhverfisslys í einstöku náttúruvætti“ segir fulltrúi Miðflokks

Meirihluti umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings samþykkir aðalvalkost Vegagerðarinnar um veglínu að áformuðum Fjarðarheiðargöngum. Ráðið felldi tillögu fulltrúa Miðflokksins um íbúafund.

Suðurleið færi yfir skóglendi sem nýtur verndar samkvæmt náttúruverndarlögum.
Suðurleið færi yfir skóglendi sem nýtur verndar samkvæmt náttúruverndarlögum.
Auglýsing

Suð­ur­leið, líkt og aðal­val­kostur Vega­gerð­ar­innar að veg­línu um Hérað að fyr­ir­hug­uðum Fjarð­ar­heið­ar­göngum er kall­að­ur, hugn­ast umhverf­is- og fram­kvæmda­ráði Múla­þings vel. Ráðið telur þá leið gefa þétt­býl­inu á Egils­stöðum nægt svig­rúm til stækk­un­ar. „Jafn­framt er horft til mik­il­vægis þess að fá þunga­um­ferð út fyrir bæinn með teng­ingu við iðn­að­ar­svæði auk þess sem settar yrðu mögu­legar tak­mark­anir á umferð og umferð­ar­hraða í gegnum Egils­staði. Ráðið telur mik­il­vægt að leið­ar­valið sé skoðað heild­stætt með stækkun flug­vall­ar­ins og legu nýrrar Lag­ar­fljóts­brúar til hlið­sjón­ar,“ segir í til­lögu sem ráðið sam­þykkti á fundi sínum í gær. Á fund­inum voru umsagnir og athuga­semdir sem bár­ust við vinnslu­til­lögu breyt­inga á aðal­skipu­lagi Fljóts­dals­hér­aðs til árs­ins 2028 vegna Fjarð­ar­heið­ar­ganga.

Umhverf­is- og fram­kvæmda­ráð beinir því til sveit­ar­stjórnar Múla­þings að stað­festa ákvörðun ráðs­ins um leið­ar­val vegna Fjarð­ar­heið­ar­ganga Fljóts­dals­hér­aðs­meg­in.

Auglýsing

Þrír val­kostir metnir

Vega­gerðin kynnti í umhverf­is­mats­skýrslu sinni þrjá val­kosti um veg­línu Hér­aðs­megin að hinum áform­uðu jarð­göngum undir Fjarð­ar­heiði. Umhverf­is­á­hrif þeirra yrðu mis­jöfn en allir færu um Egils­staða­skóg og Egils­staða­kletta að ein­hverju leyti. Ef suð­ur­leiðin yrði farin myndi það valda „mjög miklu og óaft­ur­kræfu raski á gömlum og þéttum skóg­i“, líkt og það er orðað í mats­skýrslu Vega­gerð­ar­inn­ar. Skóg­ur­inn nýtur verndar í nátt­úru­vernd­ar­lögum og skal ekki raska nema að brýna nauð­syn beri til. Norð­ur­leið og suð­ur­leið færu einnig um stórt vot­lendi, sem nýtur sömu vernd­ar.

Suðurleið er sýnd með fjólubláum lit en rauði liturinn sýnir legu bæði suðurleiðar og miðleiðar. Kort: Úr umhverfismatsskýrslu

Hannes Karl Hilm­ars­son, áheyrn­ar­full­trúi Mið­flokks­ins, benti á það á fundi umhverf­is- og fram­kvæmda­ráðs í gær, að suð­ur­leiðin krefð­ist „óaft­ur­kræfra umhverf­is­fórna“ og að mik­il­vægt væri að upp­lýsa og virkja íbúa í ákvarð­ana­tök­unni. Því lagði hann til að Múla­þing boð­aði til íbúa­funda í öllum kjörnum sveit­ar­fé­lags­ins þar sem hver listi í sveit­ar­stjórn fengi að kynna afstöðu sína og skoð­an­ir, auk opinna umræðna í sal þar sem íbúar fengju að koma sjón­ar­miðum sínum á fram­færi.

Þessi til­laga Hann­esar var felld með sjö atkvæð­um.

Vill íbúa­kosn­ingu

Á fundi ráðs­ins fyrir viku lét hann bóka að Mið­flokk­ur­inn vildi „vel aug­lýstan opinn íbúa­fund um þetta stór­mál með til­liti til að fara eigi með leið­ar­valið í íbúa­kosn­ingu, þar sem svo virð­ist sem almennt fylgi sé með norð­ur­leið fremur en suð­ur­leið.“

Í þeirri bókun sagði enn­fremur að svo virt­ist sem meiri­hlut­inn væri búinn að taka „skamm­sýna ákvörðun um suð­ur­leið bak við tjöldin án þess að við­ur­kenna það.“ Í henni kom einnig fram að Land­vernd hefði verið gert við­vart.

„Þá vill M-list­inn benda á að með suð­ur­leið stefnir ekki bara í aðal­skipu­lags­klúður heldur líka umhverf­isslys í ein­stöku nátt­úru­vætti Egils­staða­skóg­ar, stærsta fund­ar­stað blæa­spar á land­in­u,“ sagði í bók­un­inni.

Reynt hafi verið að frið­lýsa skóg­inn á Nátt­úru­vernd­ar­á­ætlun 2009-2013 en ekki hafi orðið af því vegna and­stöðu land­eig­enda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Skyldur okkar í loftslagsbaráttunni
Kjarninn 10. desember 2022
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017. Hlutfall allra ríkustu landsmanna í heildartekjum þjóðarinnar hefur aukist milli allra ára sem hún hefur setið.
Ríkasta 0,1 prósentið hefur ekki tekið til sín stærri hluta af tekjukökunni síðan 2007
Þær 244 fjölskyldur sem höfðu mestar tekjur á síðasta ári þénuðu alls 36 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2021. Það voru 20 prósent af öllum slíkum tekjum sem urðu til á því ári. Hópurinn þénaði 4,2 prósent af öllum tekjum sem urðu til í landinu.
Kjarninn 10. desember 2022
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent