Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Árið 2014: Frábært ár fyrir íslenska tónlist

15112151693-727e4587dd-k.jpg
Auglýsing

Oftar en ekki hlakkar í hverjum og einum djúpt þenkj­andi tón­list­arnirði þegar árið er á enda.  Árs­lok er sá tími er farið er yfir hvað það var sem bar höfuð og herðar yfir annað og hvort árið í ár sé frá­brugðið öðrum sem á undan eru geng­in.

Sama hvað hver segir þá var árið 2014 hefur verið ein­stak­lega gjöf­ult og skemmti­legt tón­list­arár sem er sneisa­fullt af útgáfu af úrvals­tón­list sem við Íslend­ingar getum verið mjög stolt af.  2014 var einnig eitt besta tón­leikaár sem sögur fara af og báru ansi margar stöðu­færslur það með sér að tón­list­arunn­endur væru gap­andi yfir því fram­boði af tón­leikum sem í boði voru á árinu.

Tón­list­ar­sala náði ekki sögu­legum hæðum í ár frekar en und­an­farin tvö ár og á árinu hafa nokkrar inn­lendar blaða­greinar birst þar sem útgef­endur hafa básúnað áhyggjum sínum af dræmri plötu­sölu og hefur fras­inn „dauði geisla­diskins“ ótt og títt fengið að hljóma eða verið birtur í rit­uðu máli.

Auglýsing

Í þess­ari grein verður stiklað á því fers­kasta og skemmti­leg­asta sem leit dags­ins ljós í ár að mati grein­ar­höf­undar Kjarn­ans, jafnt í útgáfu á tón­list og sem og tón­leikum á árinu.

Rokkið varð aftur spenn­andi og hættu­legt



Það er ein­lægt mat grein­ar­höf­undar að rokkið á Íslandi hefur ekki verið eins bein­skeytt í háa herr­ans tíð eins og í ár. Und­an­farin ár hefur verið að grass­era galsa­fengin rokktón­list­ar­sena í skúma­skotum Reykja­víkur og nágrenn­is. Þetta eru hljóm­sveitir sem koma til dyrnar eins og þær eru klæddar og þora að tala hreint út, rífa kjaft, rífa niður og gefa skít í hluti og staðalí­mynd­ir.

https://www.youtu­be.com/watch?v=WCqsA­Bla8r8

 

Í ár varð rokkið aftur spenn­andi fyr­ir­bæri og á köflum jafn­vel hættu­legt. Þökk sé ungum hljóm­sveitum á borð við Börn sem sendi frá sam­nefnda sjö laga skífu hvössum textum er deila á staðalí­myndir nútím­ans yfir kulda­legt og ögrandi síð­pönk. Ein besta tón­leika­sveit lands­ins Grísalappalísa sendi í sumar frá sér sína aðra breið­skífu á tveimur árum og topp­uðu sig með hinni frá­bæru Rök­rétt Fram­hald sem í sjálfu sér ber nafn með rentu. Platan ber þó engin merki um erf­iða aðra plötu þar sem sveitin betrumbætir sig að öllu leyti.

Pink Street Boys er án efa ein kald­hæðn­asta, skítug­asta og háværasta rokk­sveit sem stigið hefur fram á sjón­ar­sviðið í langan tíma.  Trash From The Boys kæru­leys­is­leg, bein­skeytt og galsa­full plata sem gefur flestum og flestu langt nef. Íslenska rokkið aftur orðið sveitt, skítugt og á margan hátt kyn­þokka­fullt eins og það á að vera.  Rokkið er orðið verk­færi til að kveða niður flatneskju og ríkj­andi með­al­mennsku.

Aðrar fram­bæri­legar nýjar rokksveitir eru Oyama, Atónal Blús, Kvöl, Icarus, Godchilla, russi­an.girls og Mercy Buckets sem allar létu að sér kveða á árinu og gáfu út afbragðs breið­skífur og þröngskífur sem eru ýmist fáan­legar á staf­rænu eða físísku formi í helstu plötu­búðum lands­ins.

https://www.youtu­be.com/watch?v=0K­MEAwg­B26g

Af öðrum toga eru eldri rokksveitir eins og Sól­stafir og Kimono sem báðar sendu frá sér nýtt efni. Sveim­málm­sveitin Sól­stafir var stofnuð undir mið­bik tíunda ára­tugar síð­ustu aldar og hafa verið að vaxa jafnt og þétt allan sinn feril enda virki­lega metn­að­ar­full og þrautseig sveit og er Ótta með þeirra betri verk­um. Kimono þekkja flestir þenkj­andi tón­list­arunn­endur og sendi hún frá sér eina bestu smá­skífu árs­ins, „Spect­res“. Á A-hlið smá­skíf­unnar hefur þrí­eykið sjaldan verið jafn gríp­andi og hnit­miðað en heldur þó fast í flækju­stigið sem hefur ein­kennt laga­smíðar þeirra í gegnum árin. B-hliðin inni­heldur þeirra útgáfu af einu besta lagi íslenskrar rokk­sögu, „Rúd­olf“ eftir hljóm­sveit­ina Þeyr.

Góð tón­list úr öllum áttum



Prins Póló sendu frá sér sína þriðju breið­skífu í ár og er óhætt að segja að 2014 hafi á margan hátt verið þeirra ár.  Sorrí inni­heldur hvern smell­inn af fætur öðrum og má þar nefna lög á borð við „Fal­legi smið­ur­inn“, „Tipp Topp“ og „Bragð­ar­ef­ir“.  Prins Póló gerðu líka tón­list­ina í hinni fínu kvik­mynd París Norð­urs­ins og er tit­ilag mynd­ar­innar frá­bært lag sem vakti mikla lukku.   Jún­íus Mey­vant er tón­list­ar­maður úr Vest­manna­eyjum og er smá­skífan hans „Color Decay“ með betri frum­burðum sem heyrst hafa lengi. Jún­íus hefur vakið ein­hverja athygli Vest­an­hafs og er biðin eftir hans fyrstu breið­skífu spenn­andi.

https://www.youtu­be.com/watch?v=8X­Vt7HBtc0k

Teitur Magn­ús­son er þekkt­astur sem annar söngv­ari reggís­veit­ar­innar Ojba Rasta.Hann sendi frá sér sína fyrstu sól­ó­skífu undir lok árs og ber hún heitið Tutt­ugu og sjö.  Skíf­una vann hann í sam­vinnu við breska tón­list­ar­mann­inn Mike Lindsay og er frá­bær sýru­popp­skífa sem sækir áhrif sín í heims­tón­list, skyn­villu­tón­list sjö­unda ára­tug­ar­ins og eru lög eins og „Nenn­i“, „Mun­að­ar­hóf“ og „Vinur vina minna“ hreint út sagt frá­bær.  Út­gáfa hans af „Há­flóð“, lagi Bubba Morthens, einnig gletti­leg skemmti­leg.

Af öðrum fram­úr­skar­andi plötum í ár má nefna Inn­hverfi sem er fyrsta breið­skífa tón­list­ar­manns­ins Óbó, Skyn­villa hans Futuregrap­her, They Hold It For Certain sem er sam­starfs­skífa Skúla Sverr­is­sonar, Ant­hony Burr og Yungchen Lhamo.  Kippi Kan­ínus sendi einnig frá sér lang­þráða breið­skífu sem heitir Tempera­ments.   Low Roar, M-Band og Kiasmos sendu einnig frá sér fínar plöt­ur.

Ein­stakt tón­leikaár



Árið 2014 var stút­fullt af frá­bærum tón­leikum og á árinu voru haldnar fjórar stórar tón­list­ar­há­tíðir og eru tvær af þeim alþjóð­leg­ar, þ.e. All Tomor­row‘s Parties og Sónar Reykja­vík, en með miklu íslensku ívafi.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None