Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Árið 2014: Fyrri hluti tónlistarársins

14637414186-56a83cfab9-k.jpg
Auglýsing

Þegar haustið er gengið í garð er fátt betra en að tylla sér í sófann, breiða yfir sig teppi og hlusta á góða tón­list. Þá er ekki verra að kynn­ast nýjum tón­list­ar­mönnum eða týndum ger­sem­um. Því má hér finna hitt og þetta úr ýmsum stefnum sem glæddi fyrri helm­ing árs­ins 2014 lífi og góðum tón­um. Hellið upp á te og njót­ið!

Aga­inst Me! - Trans­gender Dysphoria Blues



htt­p://www.youtu­be.com/watch?v=HEE7iw5WYJI

Aga­inst Me! hafa verið milli tann­anna á fólki síð­ast­liðin ár eftir að söngv­ari sveit­ar­inn­ar, Tom Gabel, ákvað að hefja loks­ins opin­ber­lega sitt rétta líf sem kona, Laura Jane Grace. Þar varð til helsti inn­blástur að Trans­gender Dysphoria Blues – og Grace varð um leið trans­gender fólks víðs vegar inn­blást­ur. Platan er því ekki ein­göngu flott plata ein og sér, heldur byggir hún á raun­veru­legri og mik­il­vægri leit að sjálf­inu og grípur hlust­endur með sér á áður ókann­aðan hátt.

Damon Albarn - Everyday Robots



htt­p://yout­u.be/rjbi­U­j-F­D-o

Damon Albarn fylgdi eftir óper­unni Dr Dee (2012) með örlítið hefð­bundn­ari plötu – sem kannar þó nýjar hliðar á tón­list­ar­mann­in­um. Laga­smíð­arnar sem og hljóð­vinnsla eru meðal hans bestu til þessa og fengu tón­list­ar­spek­úlanta og aðdá­endur víðs vegar til að staldra við og hlusta.

Auglýsing

Fatima Al Qadiri – Asi­at­isch



htt­p://yout­u.be/rOjxm­R6mXBY

Asi­at­isch er frumraun Fatima Al Qadiri og kemur út hjá hinni virtu plötu­út­gáfu Hyper­dub sem er leið­andi í útgáfu fram­úr­stefnu­legrar raf­tón­listar í dag. Á Asi­at­isch leiðir Al Qadiri hlust­endur í gegnum ímynd­aða Kína og er útkoman fram­andi og ferskir raf­tón­ar. Svo ekki sé minnst á magn­aða ábreiðu af “Not­hing Compares 2U”.

Avey Tare’s Slas­her Flicks – Enter The Slas­her House



htt­p://yout­u.be/D6cng­Tn2_NY

Animal Collect­ive gáfu ekki út plötu í ár, það verður því ein­hver að taka að sér að senda frá sér sýru­húð­aða poppsmelli. Það þarf þó ekki að leita langt yfir skammt – Avey Tare, for­sprakki sveit­ar­inn­ar, tók sig hrein­lega til og stofn­aði nýja hljóm­sveit sem sinnir þessu verk­efni hreint ágæt­lega með plöt­unni Enter The Slas­her Hou­se.

Baths – Ocean Death



htt­p://yout­u.be/2yldjzy238E

Baths, hlið­ar­sjálf Will Wies­en­feld, fylgir eftir frá­bærri plötu síð­asta árs með jafn­vel enn betri stutt­skífu. Hljóm­ur­inn er þyngri, dekkri – en á sama tíma leik­andi. Partýtón­list fyrir lengra komna.

Beck – Morn­ing Phase



htt­p://yout­u.be/WIWbgR4vYiw

Morn­ing Phase er fyrsta plata Beck í hart­nær sex ár. Hún kynnir aftur til leiks mýkri hliðar tón­list­ar­manns­ins eftir nokkur ár af breyttum áhersl­um. Beck hefur sjálfur sagt að hún sé eins­konar fylgi­plata hinnar sívin­sælu Sea Change (2002) og getur það vel pass­að, hún á að minnsta kosti margt meira sam­eig­in­legt með þeirri plötu en þeim sem á eftir komu.

Majid Bekkas – Al Qant­ara



htt­p://yout­u.be/8r-M4HnMBa8

Hinn Marokkóski Majid Bekkas gaf út hrika­lega fal­lega plötu á árinu sem synd er að nái ekki eyrum allra. Heims­tón­list bland­ast djassi með töfr­andi inn­gripi skringi­legra hljóð­færa svo úr verður tón­list í hæsta gæða­flokki.

Mac Demarco – Salad Days



htt­p://yout­u.be/kz9jhG963no

Kæru­leys­is­legt gít­ar­gutl Mac Demarco og grall­ara­legir text­arnir ættu að vera flestum kunn­ugir á þessum tíma­punkti, en ef ekki þá er Salad Days full­komin inn­vígsla inn í hug­ar­heim Kana­da­bú­ans. Besta plata hans til þessa.

Freddie Gibbs & Mad­lib - Piñata



htt­p://yout­u.be/k­GaR­bhat-FA

Freddie Gibbs og Mad­lib sendu frá sér saman plöt­una Piñata sem er einkar vel heppnað sam­starf. Fjöl­margir aðrir lista­menn leggja einnig hönd á plóg, þar á meðal Raekwon, Earl Sweats­hirt og Danny Brown. Eftir útgáfu plöt­unnar tók Mad­lib sig til – en hann gegndi jan­framt hlut­verki pródúsers – og gaf út ann­ars­konar útgáfu plöt­unn­ar, Piñata Beats, þar sem söngur og rapp fá að missa sín og er hún hvergi síðri.

Fucked Up! – Glass Boys



htt­p://yout­u.be/94V-XCSQNGQ

Fucked Up! tengja saman pönk og popp á und­ar­lega áreynslu­lausan hátt og byggja þannig brú milli tveggja heima. Glass Boys fylgir eftir David Comes To Life (2011) og þó hún nái kannski ekki alveg sömu hæðum er hún vel áheyrn­ar­innar virði.

Lykke Li – I Never Learn



htt­p://yout­u.be/Hh-0y8Qe0Sw

Sænska popp­drottn­ingin sendir hér frá sér plötu þar sem hver hitt­ar­inn á fætur öðrum hlýtur að fá flesta til að hækka í græj­unum og syngja með. Platan er þó ekki bara gleði og glaum­ur; hún er átak­an­leg útrás tón­list­ar­kon­unnar til að kom­ast yfir ást­ar­sorg og hljóm­ur­inn er sam­kvæmt því; trega­fullur og dreym­andi.

Oneohtrix Point Never - Commissions



htt­p://yout­u.be/_v­hn­MkcK5yo

Stutt­skífan Commissions minnir mann á af hverju Dan Lopatin / Oneot­hrix Point Never er í guða­tölu margra raf­tón­list­arunn­enda. Orgel bland­ast raf­tökt­um, ábreiðu­lög öðl­ast nýjan til­gang í óhugna­legum bún­ing og fram­úr­stefnu­legar en um leið melódískar laga­smíð­arnar eru ein­stak­ar.

Owen Pal­lett – In Con­flict



htt­p://yout­u.be/-­BJD­bL2K­BuM

Eftir hina frá­bæru plötu Heartland (2010) sendir Owen Pal­lett (áður Final Fanta­sy) nú frá sér ekki slak­ari grip - In Con­flict. Pal­lett er ein­stakur laga­smiður á heims­mæli­kvarða og það sést greini­lega á þess­ari plötu. Sem fyrr er fiðlan í fyr­ir­rúmi og nú hefur Brian Eno bæst í hóp­inn – blanda sem virkar vel.

Sun Kil Moon – Benji



htt­p://yout­u.be/CMu­o7G­FXa0k

Benji hefur trónað á helstu topp­listum árs­ins hingað til og ekki að furða. Á plöt­unni syngur Mark Kozel­ek, fyrrum for­sprakki Red House Painters, um atburði úr eigin lífi, sem flestir hverjir eru helst til dap­ur­leg­ir. Platan er þó aldrei yfir­þyrm­andi þung – þvert á móti er húmor­inn aldrei langt und­an.

Swans – To Be Kind



htt­p://yout­u.be/1jS­dTBG­hDSg

Það er magnað að skoða sögu Swans sem hljóm­sveitar og nýj­ustu afurðir sveit­ar­innar sem eru hver annarri betri, ár eftir ár. Feik­inógur fersk­leiki ein­kennir þessa goð­sagna­kenndu sveit sem er búin að vera að í meira en þrjá ára­tugi og hefur enn margt til mál­anna að leggja.

Tim­ber Tim­bre – Hot Dreams



htt­p://yout­u.be/En1l­levuLQ4

Það er eitt­hvað óvenju heill­andi við að skyggn­ast inn í hug­ar­heim Tim­ber Tim­bre á Hot Dreams. Lögin tíu leyna heldur betur á sér og platan býður upp á hlað­borð af stefnum og straumum sem saman mynda hljóð­ræna heild og verða bara betri og betri við hverja hlust­un.

Ana Tijoux - Vengo



htt­p://yout­u.be/BN4k3mnJteo

Ana Tijoux semur fjöl­breytta tón­list sem tvinnar saman hinum ýmsu stefnum og áhrifum eins og ekk­ert sé. Auk­in­heldur eru lögin broddum hlaðin og há sam­fé­lags­lega ádeilu, ekk­ert er henni heil­agt eða óvið­kom­andi.

Sharon Van Etten - Are We There



htt­p://yout­u.be/f­D­W-W2J84Hc

“People say I’m a one hit wond­er…” syngur Sharon Van Etten á loka­lagi Are We There. Hún er þekkt fyrir hrein­skilna og brot­hætta texta og laga­smíðar sem byggja oftar en ekki á eigin lífi, en óhætt er að búast við að eng­inn muni full­yrða hið fyrr­nefnda eftir að hafa heyrt þessa frá­bæru plötu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None