Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Árið 2014: Fyrri hluti tónlistarársins

14637414186-56a83cfab9-k.jpg
Auglýsing

Þegar haustið er gengið í garð er fátt betra en að tylla sér í sófann, breiða yfir sig teppi og hlusta á góða tónlist. Þá er ekki verra að kynnast nýjum tónlistarmönnum eða týndum gersemum. Því má hér finna hitt og þetta úr ýmsum stefnum sem glæddi fyrri helming ársins 2014 lífi og góðum tónum. Hellið upp á te og njótið!

Against Me! - Transgender Dysphoria Blues


http://www.youtube.com/watch?v=HEE7iw5WYJI

Against Me! hafa verið milli tannanna á fólki síðastliðin ár eftir að söngvari sveitarinnar, Tom Gabel, ákvað að hefja loksins opinberlega sitt rétta líf sem kona, Laura Jane Grace. Þar varð til helsti innblástur að Transgender Dysphoria Blues – og Grace varð um leið transgender fólks víðs vegar innblástur. Platan er því ekki eingöngu flott plata ein og sér, heldur byggir hún á raunverulegri og mikilvægri leit að sjálfinu og grípur hlustendur með sér á áður ókannaðan hátt.

Damon Albarn - Everyday Robots


http://youtu.be/rjbiUj-FD-o

Damon Albarn fylgdi eftir óperunni Dr Dee (2012) með örlítið hefðbundnari plötu – sem kannar þó nýjar hliðar á tónlistarmanninum. Lagasmíðarnar sem og hljóðvinnsla eru meðal hans bestu til þessa og fengu tónlistarspekúlanta og aðdáendur víðs vegar til að staldra við og hlusta.

Fatima Al Qadiri – Asiatisch


http://youtu.be/rOjxmR6mXBY

Auglýsing

Asiatisch er frumraun Fatima Al Qadiri og kemur út hjá hinni virtu plötuútgáfu Hyperdub sem er leiðandi í útgáfu framúrstefnulegrar raftónlistar í dag. Á Asiatisch leiðir Al Qadiri hlustendur í gegnum ímyndaða Kína og er útkoman framandi og ferskir raftónar. Svo ekki sé minnst á magnaða ábreiðu af “Nothing Compares 2U”.

Avey Tare’s Slasher Flicks – Enter The Slasher House


http://youtu.be/D6cngTn2_NY

Animal Collective gáfu ekki út plötu í ár, það verður því einhver að taka að sér að senda frá sér sýruhúðaða poppsmelli. Það þarf þó ekki að leita langt yfir skammt – Avey Tare, forsprakki sveitarinnar, tók sig hreinlega til og stofnaði nýja hljómsveit sem sinnir þessu verkefni hreint ágætlega með plötunni Enter The Slasher House.

Baths – Ocean Death


http://youtu.be/2yldjzy238E

Baths, hliðarsjálf Will Wiesenfeld, fylgir eftir frábærri plötu síðasta árs með jafnvel enn betri stuttskífu. Hljómurinn er þyngri, dekkri – en á sama tíma leikandi. Partýtónlist fyrir lengra komna.

Beck – Morning Phase


http://youtu.be/WIWbgR4vYiw

Morning Phase er fyrsta plata Beck í hartnær sex ár. Hún kynnir aftur til leiks mýkri hliðar tónlistarmannsins eftir nokkur ár af breyttum áherslum. Beck hefur sjálfur sagt að hún sé einskonar fylgiplata hinnar sívinsælu Sea Change (2002) og getur það vel passað, hún á að minnsta kosti margt meira sameiginlegt með þeirri plötu en þeim sem á eftir komu.

Majid Bekkas – Al Qantara


http://youtu.be/8r-M4HnMBa8

Hinn Marokkóski Majid Bekkas gaf út hrikalega fallega plötu á árinu sem synd er að nái ekki eyrum allra. Heimstónlist blandast djassi með töfrandi inngripi skringilegra hljóðfæra svo úr verður tónlist í hæsta gæðaflokki.

Mac Demarco – Salad Days


http://youtu.be/kz9jhG963no

Kæruleysislegt gítargutl Mac Demarco og grallaralegir textarnir ættu að vera flestum kunnugir á þessum tímapunkti, en ef ekki þá er Salad Days fullkomin innvígsla inn í hugarheim Kanadabúans. Besta plata hans til þessa.

Freddie Gibbs & Madlib - Piñata


http://youtu.be/kGaRbhat-FA

Freddie Gibbs og Madlib sendu frá sér saman plötuna Piñata sem er einkar vel heppnað samstarf. Fjölmargir aðrir listamenn leggja einnig hönd á plóg, þar á meðal Raekwon, Earl Sweatshirt og Danny Brown. Eftir útgáfu plötunnar tók Madlib sig til – en hann gegndi janframt hlutverki pródúsers – og gaf út annarskonar útgáfu plötunnar, Piñata Beats, þar sem söngur og rapp fá að missa sín og er hún hvergi síðri.

Fucked Up! – Glass Boys


http://youtu.be/94V-XCSQNGQ

Fucked Up! tengja saman pönk og popp á undarlega áreynslulausan hátt og byggja þannig brú milli tveggja heima. Glass Boys fylgir eftir David Comes To Life (2011) og þó hún nái kannski ekki alveg sömu hæðum er hún vel áheyrnarinnar virði.

Lykke Li – I Never Learn


http://youtu.be/Hh-0y8Qe0Sw

Sænska poppdrottningin sendir hér frá sér plötu þar sem hver hittarinn á fætur öðrum hlýtur að fá flesta til að hækka í græjunum og syngja með. Platan er þó ekki bara gleði og glaumur; hún er átakanleg útrás tónlistarkonunnar til að komast yfir ástarsorg og hljómurinn er samkvæmt því; tregafullur og dreymandi.

Oneohtrix Point Never - Commissions


http://youtu.be/_vhnMkcK5yo

Stuttskífan Commissions minnir mann á af hverju Dan Lopatin / Oneothrix Point Never er í guðatölu margra raftónlistarunnenda. Orgel blandast raftöktum, ábreiðulög öðlast nýjan tilgang í óhugnalegum búning og framúrstefnulegar en um leið melódískar lagasmíðarnar eru einstakar.

Owen Pallett – In Conflict


http://youtu.be/-BJDbL2KBuM

Eftir hina frábæru plötu Heartland (2010) sendir Owen Pallett (áður Final Fantasy) nú frá sér ekki slakari grip - In Conflict. Pallett er einstakur lagasmiður á heimsmælikvarða og það sést greinilega á þessari plötu. Sem fyrr er fiðlan í fyrirrúmi og nú hefur Brian Eno bæst í hópinn – blanda sem virkar vel.

Sun Kil Moon – Benji


http://youtu.be/CMuo7GFXa0k

Benji hefur trónað á helstu topplistum ársins hingað til og ekki að furða. Á plötunni syngur Mark Kozelek, fyrrum forsprakki Red House Painters, um atburði úr eigin lífi, sem flestir hverjir eru helst til dapurlegir. Platan er þó aldrei yfirþyrmandi þung – þvert á móti er húmorinn aldrei langt undan.

Swans – To Be Kind


http://youtu.be/1jSdTBGhDSg

Það er magnað að skoða sögu Swans sem hljómsveitar og nýjustu afurðir sveitarinnar sem eru hver annarri betri, ár eftir ár. Feikinógur ferskleiki einkennir þessa goðsagnakenndu sveit sem er búin að vera að í meira en þrjá áratugi og hefur enn margt til málanna að leggja.

Timber Timbre – Hot Dreams


http://youtu.be/En1llevuLQ4

Það er eitthvað óvenju heillandi við að skyggnast inn í hugarheim Timber Timbre á Hot Dreams. Lögin tíu leyna heldur betur á sér og platan býður upp á hlaðborð af stefnum og straumum sem saman mynda hljóðræna heild og verða bara betri og betri við hverja hlustun.

Ana Tijoux - Vengo


http://youtu.be/BN4k3mnJteo

Ana Tijoux semur fjölbreytta tónlist sem tvinnar saman hinum ýmsu stefnum og áhrifum eins og ekkert sé. Aukinheldur eru lögin broddum hlaðin og há samfélagslega ádeilu, ekkert er henni heilagt eða óviðkomandi.

Sharon Van Etten - Are We There


http://youtu.be/fDW-W2J84Hc

“People say I’m a one hit wonder…” syngur Sharon Van Etten á lokalagi Are We There. Hún er þekkt fyrir hreinskilna og brothætta texta og lagasmíðar sem byggja oftar en ekki á eigin lífi, en óhætt er að búast við að enginn muni fullyrða hið fyrrnefnda eftir að hafa heyrt þessa frábæru plötu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None