Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Besti vinur barnanna

Gudrun-Eva-litmynd-2014.jpg
Auglýsing

Þor­geir Tryggva­son, Toggi, mun sinna bókaum­fjöllun fyrir Kjarn­ann fram að jólum en margar bækur eru að koma út þessa dag­ana. Jóla­bóka­flóðið nær svo hámarki í des­em­ber.

Guð­rún Eva Mínervu­dóttir

Englaryk

Auglýsing

Höf­und­ur: Guð­rún Eva Mínervu­dóttir

Útgef­andi: JPV

EnglarykÞegar trú­mál eru til umræðu erum við orðin vön tryll­ingi. Face­book-froðu­fell­ingum og gagn­kvæmum ásök­unum um óheil­indi og heimsku. Fyr­ir­litn­ingu á báða bóga. Að ógleymdri hinum þreyt­andi und­ir­liggj­andi deilum um hvor aðil­inn sé minni máttar og eigi undir högg að sækja. Sums­staðar flýtur blóð í boði þess­ara deilna.

Fyrir nú utan þann trú­ar­lega vinkil sem er á átök­unum á stærstu víg­völlum nútím­ans, þó aftur megi ríf­ast um hvort hann er rótin eða felu­lit­irn­ir.

Það er kannski þess vegna sem hin lág­væra stemm­ing Englaryks Guð­rúnar Evu Mínervu­dóttur – tíð­inda­leysi jafn­vel – kemur manni á óvart og veldur jafn­vel dálitlum von­brigð­um. Það gekk til dæmis öllu meira á í síð­ustu bók um trú­ar­deilur í Stykk­is­hólmi, þegar sumir vildu nota sem úti­kamar nesið sem aðrir höfðu helgað guði sín­um.

Það tekur smá stund að stilla við­tæk­ið, eig­in­lega komst þessi les­andi varla í almenni­legt sam­band við bók­ina fyrr en að henni les­inni. Því hún neitar að fara.

Við erum stödd í fjöl­skyldu í lág­semmdri krísu, sem þyk­ist vera hástemmd. Í Stykk­is­hólmi. Dóttirin Alma, á ferm­ing­ar­aldr­in­um, hefur fengið vitr­un. Jesú birt­ist henni þar sem hún hafði orðið við­skila við fjöl­skyldu sína í sum­ar­fríi í Cad­iz. Síðan reynir hún að fylgja í fót­spor hans, og fyrir utan ein­staka predik­anir og rifr­ildi við útbrunn­inn prest­inn í ferm­ing­ar­fræðsl­unni hefur hún stigið væg­ast sagt rót­tækt skref. Svo rót­tækt að fjöl­skyldan leggst á bekk hjá fjöl­skyldusál­fræð­ingi í Reykja­vík.

Þarna er kom­inn sögurammi og form sem Guð­rún fer vel með, nýtir en lætur aldrei taka af sér ráð­in. Við fylgj­umst með brasi og hugs­unum allra fjöl­skyldu­með­lima (for­eldr­ar, eldri hálf­bróð­ir, yngri bróðir og Alma sjálf) auk þess sem við fylgj­umst með heim­sóknum þeirra hjá Snæ­fríði, sem reyndar teng­ist fjöl­skyld­unni sjálf, á máta sem verður að telj­ast á gráa sið­ferð­is­svæð­inu fyrir þerapista.

Og svo gengur lífið fyrst og fremst sinn vana­gang. Þetta er bæði mjög venju­leg og óvenju­leg fjöl­skylda, og þó svo það séu áreynslu­punktar í henni þá gæti ég trúað að ansi margir væru til­búnir að skipta við hana. Hlutir jafna sig, fólk talar sam­an, nýtur sam­vist­anna. Lífið gengur sinn gang. Þrátt fyrir Jesú, eða kannski á hans veg­um, eng­inn veit. Nema þá Alma. Eða kannski einmitt ekki hún.

Öllu þessu segir Guð­rún Eva frá af yfir­vegun hins flinka höf­und­ar. Eins og henni gæti ekki verið meira sama um vænt­ingar les­end­ans til höf­undar hryll­ings­leik­húss­ins í Yosoy eða kyn­lífs­dúkku­smiðs­ins í Skap­ar­an­um. Hún er með sínu fólki í Stykk­is­hólmi, fylgist með hvunn­dags­bjástri þess og nún­ingnum sem vitrun dótt­ur­innar skap­ar, en alls ekki bara því. Allir fá sitt pláss, sín verk­efni, sína leið í gegnum þessa daga. Þetta er allt mjög sann­fær­andi og Guð­rún Eva vinnur vel með sína “„lík­am­leg­u“, manni liggur við að segja „líf­eðl­is­fræði­legu“ nálgun á til­finn­ing­ar:

Sár­indin og von­leysið þrengdu að önd­un­ar­vegi hennar innan frá, eins og háls­bólga. (bls. 73)

Það fauk í hann en að gerð­ist svo sjaldan að hann vissi varla hvaða til­finn­ing það var; þessi málm­kenndi, storkn­andi hiti sem vall um brjóst og höf­uð. (bls. 114)

Sögu­sviðið er vel valið og það er afrek að lýsa og nýta sér and­rúms­loft og lífs­hætti smá­bæj­ar­ins jafn sann­fær­andi en þó klisju­frítt og hér er gert. Englaryk er ljúf bók um lág­stemmd svör við stærstu spurn­ing­un­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None