Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Barcelona

DSCF3439-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Þetta gigg fer nú ekk­ert í sögu­bæk­urnar og ég á ekki eftir að muna eftir deg­inum á dán­ar­beð­inu. En þetta var alls ekk­ert slæmt svo sem. Krá­dið var alveg til í að láta skemmta sér en við þurftum aðeins að hafa fyrir því að draga þau í stuð­ið. Það gekk samt bara alveg ágæt­lega. Fyrir gigg tékk­uðum við á tækj­unum okk­ar. Þessi bilun hjá Böbba frá í fyrra­dag er enn óút­skýrð, tækin virk­uðu full­kom­lega í dag og það er svo sem ágætt. Það er samt alltaf eitt­hvað óþægi­legt að vita af ein­hverjum draug í græj­un­um, eitt­hvað sem við vitum ekki hvað er og getur þá vænt­an­lega hent aft­ur. Þetta hékk samt inni í dag. Gott. Við tókum sándið hjá Baldri í gegn og það tók ekki langan tíma. Nú sándar hann eins og ljónið og hefur tekið gleði sína á ný. Það er mjög gott því þegar eitt­hvað þessu líkt hangir yfir litla bróður mínum verður hann þrúg­andi og erf­iður gagn­vart flestum sem umgang­ast hann. En þetta er betra svona og nú er þessi nýi tækja­kostur far­inn að virka mjög svo ljóm­andi vel. Því­líkur munur að þurfa ekki að böðl­ast með risa­stórar magn­ara­stæður inn og út af tón­leik­stöðum dag­lega.

DSCF3395 copy (1) Hákarl­inn virð­ist alltaf gnýsta tönn­um.

Auglýsing

Ég fékk tón­leikaplanið í hend­urnar áðan og það var svo­lítið yfir­þyrm­andi. Við vorum að klára gigg númer fjögur og þegar maður horfir niður eftir list­anum eru djöf­ull mörg gigg eft­ir. Ekki að við höfum ekki vitað það fyr­ir, en að sjá þetta svona á prenti gerir þetta allt miklu stærra. Það verða komin jól þegar við komum heim.

Við áttum frí í gær. Við lentum rút­unni í Barcelona í gær­morgun og tókum henni stöðu í þartil­gerðri geymslu, svona bíla­geymslu sem hýsir stóra bíla sem eru á ferð­inni. Þetta er svona rútu­hót­el. Elu­veiti­e-rútan var þar líka en þó hafði helm­ing­ur­inn af geng­inu farið á fólks­hót­el. Þetta gera þau víst gjarnan á frí­dögum var mér sagt. Rúss­arnir voru hvergi sjá­an­legir og voru líka á gisti­heim­ili skilst mér. Við byrj­uðum dag­inn á því að rölta niður á strönd­ina sem var skammt frá rútu­hót­el­inu. Við fórum fimm Skálmeld­ing­ar, Ég, Baldur bróð­ir, Þrá­bi, Johnny og Gben. Flexi og Böbbi höfðu hoppað út úr rút­unni áður en við komum á áfanga­stað til þess að fá sér tattú. Til við­bótar við okkur fimm röltu með okkur Robert og Marci. Þeir tveir fóru í sjó­inn, við Íslend­ing­arnir ekki. Ég held að við bara kunnum það ekki. Fljót­lega eftir að þeir stukku út í fór reyndar að rigna og þessi strand­ar­ferð leyst­ist upp. Við röltum aftur upp í bæ og fundum veit­inga­stað. Vondan veit­inga­stað. Alveg merki­legur and­skoti hversu margir í þessum heimi búa til vondan mat og rukka fyrir það. Eftir það skut­umst við í versl­un­ar­mið­stöð. Ég keypti mér sokka og bræk­ur, sem og tvennar bux­ur. Mig vant­aði fyrst og fremst buxur til að vera í dags dag­lega á túrnum en að auki fann ég svartar buxur sem mér hugn­að­ist. Frá upp­hafi hef ég spilað svart­klæddur með Skálmöld en brydd­aði upp á þeirri nýbreytni nýverið að spila í græn­um. Eins hégóm­lega og það kann að hljóma hefur það verið hálf­und­ar­legt og jafn­vel óþægi­legt. Ég vígði nýju spila­bux­urnar í kvöld. Þetta er betra svona. Við versl­uðum alls­konar til við­bót­ar, til að mynda fullt af rauð­víni.

Eftir smá­vegis stopp í rút­unni héldum við í sædýra­safnið hér í borg. Þar fyrir utan hittum við Flexa og Böbbs hvar þeir komu nýflúrað­ir. Flexi setti sinn klaufa­bárð á fram­hand­legg­inn, Böbbi hinn á öxl­ina. Jebb, klaufa­bárð­ana. Þessa tékk­nesku sem við horfðum á í sjón­varp­inu í æsku. Jón Páll húð­flúr­meist­ari er búsettur hér í borg um þessar mundir og þeir höfðu lænað þessu upp fyr­ir­fram. Ég veit ekki hvað ég get sagt. Von­andi tekur Baldur almenni­legar myndir af þessum lista­verk­um. Þetta er auð­vitað alger­lega fárán­leg aðgerð, en hólífokk hvað þetta er fynd­ið, snilld­ar­legt og bara glæsi­legt í alla staði. Almátt­ugur minn!

Sædýra­safnið var bara svona meh. Dýr í búrum, ég veit það ekki. Þetta á ekki við mig. Við sáum samt alls­kon­ar, hákarla og skötur og kol­krabba og þorska. Nema senni­lega ekki þorska. Við kláruðum þetta örugg­lega og héldum svo í hverfi þarna rétt hjá sem Jón Páll hafði bent strák­unum á. Og þar römbuðum við á veit­inga­stað.

DSCF3321 copy Það hafa sést tan­að­ari kálf­ar.

Þau seldu svona eins­konar pizz­ur. Nema ekki alveg pizz­ur. Svona fer­kant­aða brauðpramma með alls­konar fersku góð­gæti á. Við pönt­uðum okkur alls­konar svo­leið­is, sem og sitt­hvað fleira, kjöt­meti, græn­meti og almennt góð­meti. Þetta var allt borið fram af konu á miðjum aldri í fal­legum hold­um. Hún var með bert á milli og rass sem ég væri alveg til í að prófa að sitja á. Þarna eyddum við þónokkrum tíma því hreint út sagt var mat­ur­inn yfir­þyrm­andi góð­ur. Við náðum að skola niður eins og 4 flöskum af rauð­víni í leið­inni, sem var þó aðeins upp­haf­ið. Því­líkur mat­ur. Ég á eftir að fara þarna aft­ur, það full­yrði ég. Eftir þessa guða­mál­tíð röltum við aðeins um þetta fal­lega hverfi og tókum svo taxa á rútu­hót­el­ið. Þar sátum við fram­eftir kvöldi og drukk­um. Rauð­vín var þem­að. Við töldum 13 flöskur þegar kvöldið var búið og þá lifðum við Böbbi ein­ir. Okkur þótti þá til­hlýði­legt að klára kvöldið tveir inni í rútu og setja hvor í okkur sína þrjá bjór­ana. Mér er óskilj­an­legt að ég hafi verið þó þetta hress í dag. Ég reyndar piss­aði á að giska sjálf­lýsandi rauðu en þar fyrir utan var heilsan góð.

Ég vakn­aði fyrir utan tón­leika­stað­inn upp úr hádeg­inu í dag og við tókum fljót­lega rölt. Hér í kring var ekk­ert merki­legt og við náðum ekki einu sinni að kom­ast í inter­net. Þetta gæti orðið svona, blogg­færslum gæti seinkað endrum og eins þegar net­sam­band er lítið eða ekk­ert. Svo var bara þetta venju­lega, sánd­tékk með risa­stóran trommu­pall í bak­grunni, vondur mat­ur, örlít­ill blundur í koj­unni og gigg. Núna er klukkan hálf12 og við erum allir í rútu nema Böbbi og Bald­ur. Jón er í koju og les, Þrá­inn er að spila Angry Birds, Flexi spilar Foot­ball Mana­ger, Gunni ein­hverja nýald­ar­út­gáfu af Space Invaders og ég 2014-­út­gáf­una af blogg­leik Skálmald­ar. Robert er sof­andi, sem kemur aðeins á óvart því hann hafði hótað því að leggja mjög snemma af stað. Við spilum í Madrid á morgun og þangað er dágóður spotti. Við erum þegar búnir að hlaða dót­inu okkar í kerruna og til­búnir að fara um leið og hann vakn­ar.

Hér er ekk­ert stress. Hér er bara gleði og bróð­erni og sam­staða. Ég ætla ekki sleppa mér lengra í væmn­ina strax, það eru nokkrar vikur til þess.

 

Meist­ara­legt dags­ins: Klaufa­bárð­ar.

Sköll dags­ins: Net­leysi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None