Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Belfast

DSCF3827-1.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Klukkan er 2.58. Hér er partý, hinar rút­urnar eru farnar og við þeir einu sem hafa ákveðið að hafa næt­ur­setu. Þessi dagur var ekk­ert minna en alger­lega stór­kost­leg­ur! Þessi færsla rit­ast eins og hún kem­ur. Ég tek um það bil 75% ábyrgð á því sem á eftir fer.

DSCF3825 copy Tón­list­ar­kenn­ar­inn Gunnar Ben, fylgist hér með stöðu mála.

Auglýsing

Árið 2011 var fyrsta árið sem Skálmöld túraði af ein­hverri alvöru um Evr­ópu. Þá ferð­uð­umst við með 5 öðrum böndum og mynd­uðum tengsl sem rofna seint. Eitt af þessum böndum var Finn­troll, með þeim túruðum við aftur í fyrra og eftir það fengum við lung­ann af þeim félögum í heim­sókn til Íslands. Bara svona í frí. Það var gam­an. Annað band af þeim túr var Arkona sem við erum svo aftur að túra með núna. Rússar af bestu gerð, gefa ekki mikið af sér við fyrstu kynni en svo miklu mun meira eftir því sem á líð­ur. Eftir því sem lengra dregur á þennan túr sýna þau af sér svo mik­inn höfð­ings­skap að mann setur hálf­hljóð­an. Svip­leysi og hæg­lyndi eru vissu­lega þeirra ær og kýr en þegar á reynir er þetta fólk sem meinar það sem það seg­ir. Það fáa sem það seg­ir.

Þriðja bandið sem við kynnt­umst á umræddum túr árið 2011 var sjó­ræn­ingja­metal­bandið Alestorm. Þar fara fimm drengir sem finnst gaman að vera í hljóm­sveit. Okkur kom óskap­lega vel saman þá en höfum ekki hist síð­an. Okkur bassa­leik­ara band­ins kom alveg sér­lega vel saman og við höfum haldið sam­bandi. Sá heitir Gar­eth, gengur dags dag­lega undir gælu­nafn­inu Gazz, og er búsetur í Belfast. Og þar spil­uðum við einmitt í dag. Gazz hafði spottað það fyrir mörgum vikum að hér myndum við spila í dag, löngu á undan mér. Hann sendi mér línu yfir alnetið þá um leið og lof­aði mér að hann skyldi sýna alla sína mögu­legu gest­risni er við kæmum hing­að. Og við það stóð hann. Heldur bet­ur.

Ferju­ferðin yfir til Norð­ur­-Ír­lands var svo sem tíð­inda­laus. Við þurftum auð­vitað að rífa okkur úr koju á afskap­lega ólík­legum tíma til þess eins að sitja upp­réttir á leið yfir. Ferðin tók kannski tæpa 3 tíma, sjó­veður alls ekki frá­bært, en vit­an­lega löð­ur­mann­legt verk­efni fyrir jafn­sjó­aðan hvala­skoð­un­ar­gæd og mig sjálf­an. Ekki er ég viss um að alvöru sjó­menn myndu gefa mikið út á þessa sjó­reynslu mína, en ég taldi mig þó fremur hressan meðan aðrir hálf­móktu í sæt­un­um. Um leið og ferjan snerti land kastaði ég mér í koju og reyndi að græða eins mik­inn svefn og ég gat.

Vekjara­klukkan hringdi um hálf12 og ég náði að rífa mig á lappir um 20 mín­útum seinna. Ég var alveg hel­ryðg­aður en lagði ótrauður í hann og rölti stefnu­laust til að finna net­kaffi og þannig sam­band við Gazz. Ég tók fyrst hægri beygju og síðan vistri. Þar fann ég hrað­banka fyrir slysni og var þá enn að remb­ast við að opna aug­un. Pen­ing­arnir runnu út úr mask­ín­unni, ég reif þá úr rauf­inni, pakk­aði í veskið mitt og tók slembi­stefnu til vinstri. Og þá sé ég Gazz. Bara svona rölt­andi eftir gang­stétt­inni. Við höfðum jú ætlað að hittast, en til Belfast hef ég aldrei kom­ið, og reyndar aldrei til Norð­ur­-Ír­lands, og vissi ekk­ert hvar ég var. Þessir end­ur­fundir voru sér­lega sæt­ir.

Dag­ur­inn í dag fór svo bara í að skoða þessa stór­fal­legu borg. Það er ótrú­legt að ímynda sér að fyrir svo óskap­lega stuttu síðan hafi geysað stríðs­á­stand. Við fengum svona snar­túr um umhverf­ið, sáum hvar Titanic hafið var byggt á sínum tíma og alls­kon­ar. Þetta tók pass­legan tíma, og svo fórum við á pöbb­inn. Þar drukkum við, rifj­uðum upp sögur og bjuggum til nýj­ar. En ég er að gleyma einu.

Við litríkan vegg. Við lit­ríkan vegg.

Á leið niður í bæ komum við við heima hjá Gazz og þar settum við í vél. Sjálf­sögð þæg­indi á borð við þvotta­vélar og þrifa­að­stöðu verða að vinum í eyði­mörk­inni á svona túr­um. Plast­pok­inn sem ég hef verið að safna í frá byrjun var óþægi­lega þung­ur, og mest af svita. Ógeðs­legum svita. Gazz býr með vin­konu sinni og hún tók á sig að þvo og þurrka af okkur í dag. Ef ég ætti ekki von á barni hefði ég beðið um hönd henn­ar. Hér í rút­unni brakar allt þegar menn hreyfa sig, því­lík hrein­indi eru í hverju horni. Og þessu ævin­týri var alls ekki lok­ið.

Eftir pöbb­aröltið héldum við á venjúið til sánd­tékks. Það gekk mjög vel, sal­ur­inn góð­ur, fólkið með á nót­unum og allt ein­stak­lega auð­velt eftir nokkra Guinness. Klukku­tíma síðar var svo blásið til tón­leika sem gengu ljóm­andi. Sándið var frá­bært, við spil­uðum afskap­lega vel og allt eins og best verður á kosið nema hve fólks­fjöld­inn var alls ekki næg­ur. Við náðum þó upp ágætri stemn­ingu og komum sáttir af sviði. Við urðum svo enn sátt­ari þegar í ljós kom að hin böndin spil­uðu fyrir síst fleiri. Svona er þetta víst bara í Belfast segir Gazz. Hér búa fáir og enn færri mæta á tón­leika. Fáir segir hann. Hér búa um það bil jafn­margir og á Íslandi.

Trommari Alestorm mætti líka á tón­leika. Sá heitir Peter og er álíka meist­ara­snill­ingur og Gazz. Því­lík gleði að hitta þessa menn á ný. Eftir gigg rót­uðum við dót­inu okkar í kerruna í snatri og eftir það héldum við þrír, ég, Gar­eth og Flex, í þvotta­vélar­átt til að ná í það sem út af stóð af óhreinatauinu. Þar var allt meyj­ar­hreint og sam­an­brot­ið. Ég mis­not­aði aðstöð­una enn frekar og laum­aði mér í sturtu. Mig grunar að ég hafi tæmt alla lík­ams­hreinsi­efna­brús­ana hans Gazz. Þetta var unaður og ég sit ég tand­ur­hreinn og skrifa þessa færslu.

Klukkan er 3.36. Hinar rút­urnar eru farnar en við ætlum að hinkra þar til 10 í fyrra­mál­ið. Á morgun spilum við í Dublin og þangað er ekki nema kannski tveggja tíma akst­ur. Kvöldið leyst­ist upp í fyll­erí, kannski mögu­lega fyrir okkar sakir, en það gat af sér alls­konar skemmti­legt trúnó. Þetta er skemmti­legur túr og með okkur fullt af alls­konar skemmti­legu fólki.

Það skemmti­leg­asta er þó að Gar­eth ætlar senni­lega að lauma sér í auka­koj­una og fylgja okkur til Dublin. Hann, Jón og Baldur eru hér fyrir utan rút­una að rök­ræða þetta allt sam­an, Gunni er að brasa eitt­hvað mis­gáfu­legt hér fyrir innan og er á nátt­föt­un­um, hinir eru í koju. Nú hætti ég að skrifa. Ég ætla að leggja öll mögu­leg lóð á skál­arnar og lokka Gazz inn í rút­una.

Þetta var frá­bær dag­ur.

Meist­ara­legt dags­ins: Að hitta gamla vini.

Sköll dags­ins: Í Belfast lokar allt klukkan eitt um helg­ar. Ég er svang­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None