Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Glasgow

DSCF3789-copy1.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Klukkan er 21.24 og Elu­veitie eru að klára fyrsta lag­ið. Ég sit í stóru bak­her­bergi og horfi á hálf­nakta Rússa pakka sér sam­an. Þetta var bara einn af þessum dög­um. Ég hef varla farið út af tón­leika­staðn­um, hér er þokka­lega rúmt um alla, inter­netið virkar, en svo sem ekk­ert meira en það, og bara ein­hvern veg­inn þannig stemn­ing. Lítið að frétta svo sem og allir frekar das­að­ir.

Arkona halda áfram að taka óþarf­lega langan tíma í hlut­ina. Við vorum aftur frekar seinir fyrir vegna þess að þau voru svo lengi að sánd­tékka og koma sér fyr­ir. Þol­in­mæði Flexa fær­ist alltaf nær þol­mörkum og senni­lega kemur að því að hann láti í sér heyra við tækni­mann­inn þeirra. Það vill auð­vitað eng­inn illt en svona vill þetta oft verða, allir vilja hafa sitt í lagi og hugsa kannski ekki alveg um það hvort þeir séu að ganga á hluta ann­arra. Við kippum þessu í lið­inn.

Auglýsing

Bibbi og Þrábi, eins og hann er oft kallaður í blogginu. Bibbi og Þrá­bi, eins og hann er oft kall­aður í blogg­in­u.

Sviðið hér í Glas­gow er það minnsta sem við höfum spilað á til þessa. Þetta var eig­in­lega bara kjána­legt. Trommu­pall­ur­inn er meira að segja þarna, en ekki nema brot af hon­um, og það sem eftir var af svið­inu gerði ekk­ert meira en að rúma okk­ur. Við spil­uðum hér fyrir ári síðan og þá man ég að okkur þótti plássið lít­ið. En við þessar aðstæður var þetta hálf­fá­rán­legt og ég man varla eftir því að við höfum áður spilað í svona litlu plássi. Jú, á Paddy’s í Kefla­vík í árdaga Skálmald­ar. Þá spil­aði ég með bassa­háls­inn undir ride-cymbalnum hans Jóns og með rass­inn utan í stoð og Böbba til skipt­is. Hér voru tækni­menn þó með allt sitt á hreinu sem hjálp­aði mikið til. Á miðju gigg­inu fann ég að Þrá­inn Árni hall­aði sér skart upp að mér og ég lagð­ist á móti. Við tókum svaka­lega pósu á þung­arokks­vísu og fórum mik­inn. Í miðri pós­unni kall­aði hann svo inn í eyrað á mér: „Ég var næstum dott­inn!“. Hann var ekk­ert að reyna að vera kúl. Hann var bara að reyna að halda jafn­vægi. Með minni hjálp. Þetta var pínu stíft gigg framan af, kannski hálfur salur af fólki og pínu ládeyða yfir öllu. En við létum þau hreyfa sig. Smátt og smátt fjölg­aði í salnum og undir lokin var allt orðið kjaft­fullt. Fínt gigg sem ég verð búinn að gleyma eftir 3 daga.

Nú hefur fækkað um einn í Elu­veitie. Sekkja­pípu­leik­ar­inn, hinn geð­þekki Pat­rick, þurfti frá að hverfa vegna ein­hvers ves­ens. Hvort þetta er end­an­leg blóð­taka þori ég ekki að segja til um en eitt­hvað drama átti sér víst stað. Leið­in­legt. Okkur kom alveg ein­stak­lega vel saman við Päde. Tón­list­ar­lega leysa þau þetta með hjálp tækn­inn­ar. Það brennur við í þessum geira tón­listar að sveitir spili með hjálp þess sem kallað er Click Track. Klikk­trakk er taln­ing í hljóð­formi sem trymb­ill­inn, og stundum fleiri, hafa í eyr­unum meðan spilað er. Þannig er tryggt að lögin séu alltaf á sama hraða. Þetta finnst sumum vera svindl. Það sem fleirum finnst svindl er þegar þessi tækni er tekin skref­inu lengra. Það er jú svo að þegar tempóið er vitað upp á sek­úndu­brot er ekk­ert mál að láta tölv­una spila með sér. Og það gera sumir óspart. Ein­hver bönd hafa bara eitt­hvað smott­erí til að krydda, fal­lega strengi eða stöku bakrödd. Sumar hljóm­sveitir ganga mun lengra og hafa gríð­ar­lega mikið til upp­fyll­ing­ar. Þeir sem lengst ganga spila ekk­ert í alvör­unni heldur þykj­ast bara. Ég ætla ekki að fella dóm hvað er rétt og hvað er rangt, en við höfum farið þá leið að spila allt sjálfir og notum ekk­ert hel­vítis klikk­trakk. Ég held nú raunar að Elu­veitie gangi ekki mjög langt í þessum efn­um. Jújú, maður heyrir ann­ars slagið hljóð sem eng­inn á svið­inu er að fram­kvæma, en það eru meira svona mini­ma­ísk áhrifs­hljóð frekar en eitt­hvað drastískt. En tölvan er þarna og hún mall­ar, og það var grein­lega ekki mikið mál að kveikja á sekkja­píp­unni þótt sekkja­pípu­leik­ar­inn væri far­inn. Ég veit ekki. Mér finnst þetta und­ar­legt. Fyrir mér er þetta ekki það að vera í hljóm­sveit. Gald­ur­inn er að hafa þetta í hendi sér og ef ein­hver rugl­ast, spilar illa, hrað­ar­/hægar en venju­lega eða beygir almennt út af braut­inni þá heyr­ist það. Að sama skapi er ekkert meira gef­andi en að spila í vel æfðri hljóm­sveit þegar allt smellur sam­an. Það er kraftur sem ég full­yrði að ómögu­lega sé hægt að fram­kalla ef örygg­is­net­ið, tölvan, spilar með. Það er eitt­hvað und­ar­legt and­rúms­loft hjá Sviss­lend­ing­unum eftir þetta allt sam­an. Sjáum hvernig þetta fer.

Við borð­uðum líf­rænt í gær, hollt, bragð- og stað­gott. Ekki í dag. Við fórum á hel­vítis McDon­alds. Ætli þetta sé ekki í kannski fimmta skipti sem ég fer á slíkan stað á ævinni, en þetta var svona hóp­ferð hjá okkur strák­un­um. Ég lét Böbba panta. Ég át tvo ham­borg­ara sem áttu ekki að vera eins en brögð­uð­ust auð­vitað alveg eins. Franskarn­ar, tómats­sósan og kókið var líka allt eins. Það er bara eitt bragð á McDon­alds. Og það hræði­leg­asta er að manni líður vel þegar maður er búinn að éta þennan manna­skít. Svona vellíðan í bland við eft­irsmá og skömm. Grunar að þetta sé eins og að halda fram­hjá kon­unni sinni. Pínu gott, en alger­lega ófyr­ir­gef­an­legt.

Núna eru strák­arnir að róta meðan ég skrifa þetta. Þessi tón­leika­staður er þeirri bölvun gæddur að hann er á fjórðu hæð og hér er engin lyfta. Þetta er því hel­víti mikið streð, burður á græjum fram og til baka. Mikið vona ég að Merlin þurfi sjálfur að bera trommu­pall­inn. En nein­ei, að er klár­lega ekki þannig.

Á morgun spilum við í Belfast á Norð­ur­-Ír­landi og þangað höfum við aldrei kom­ið. Ég veit ekk­ert hversu lengi við verðum að koma okkur þangað en mér skilst að Robert ætli að leggja í hann milli tólf og hálf­eitt. Við tökum ferj­una klukkan fjögur í nótt en meira veit ég í raun ekki. Ég er búinn að hafa sam­band við stór­vin okkar sem býr í Belfast. Sá heitir Gar­eth og er bassa­leik­ari í hljóm­sveit­inni Alestorm sem við túruðum með 2011. Við höfum haldið miklu sam­bandi síðan enda þótt við höfum ekki náð að hitt­ast. Hann er búinn að lofa okkur góðum degi á morg­un, túr­gæd­un, sturtu og þvotta­vél ef við viljum svo­leiðis og svo bara almennum meist­ara­lát­um. Hann er stór­brot­inn maður sem ég hlakka mikið til að hitta.

Strák­arnir eru búnir að róta. Ég skulda.

Meist­ara­legt dags­ins: Pósan okkar Þrá­ba.

Sköll dag­ins: Makk­ar­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None