Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Hamborg

DSCF3961-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Gunni er far­inn. Klukkan er 2.09 og við vorum að kveðja hann rétt í þessu. Svo er nú það að sjö vikna túrar í útlöndum eru ýmsu háðir og að ýmsu er að hyggja. Þegar við ákváðum að taka þennan túr var útséð með að Gunni gæti verið með okkur allan tím­ann. Hann þarf að sinna hámenn­ing­unni heima við, sem og alls­konar öðru skemmti­legu, og þannig var dag­ur­inn í dag var hans síð­asti dag­ur. Áður en við héldum af stað höfðum við sam­band við mann sem skyldi leysa Gunna af, þjálf­uðum hann upp og gerðum það sem þurfti að gera. Ákvörðun sem þessi er ekki tekin af léttum hug. Skálmöld telur sex með­limi sem lifa og hrær­ast í því sem bandið ger­ir. En stundum stand­ast hlutir á og þá hluti þarf að leysa.

DSCF3979 copy Hvað gerðir þú við pen­ing­ana sem frúin í Ham­borg gaf þér? Svar­aðu mér­!

Auglýsing

Þetta er aðeins í annað skipti sem við höfum þurft afleys­inga­mann á ferli bands­ins. Hið fyrra var fyrir mjög skömmu síðan þegar Jón Geir þurfti í axl­ar­að­gerð. Þá fengum við meist­ara­snill­ing­inn Krist­ján B. Heið­ars­son til að hlaupa í skarðið sem auð­vitað leysti sitt með ágæt­um, og raunar gott meira en það. Þegar upp kom að leysa þyrfti org­el­leik­ara vorn af hólmi kom eig­in­lega ekki nema einn maður til greina. Sá heitir Har­aldur V. Svein­björns­son og er núna áfeng­is­dauður inni í koju.

Jæja, ok. Hann hóf ferða­lagið að heiman klukkan fimm í morgun og senni­lega hefur hann verið syfj­að­ur. En hann lenti í Rúss­unum sem vildu ekk­ert frekar en bjóða hann vel­kom­inn á túr­inn. Og þegar Rússar vilja fagna bjóða Rússar vodka. Og aum­ingja Halli fékk vodka. Allan vod­k­ann.

Halli er maður sem á sögu með Skálmöld. Hann er útlærður tón­list­ar­maður og hámenn­ing­ar­viti fyrir það fyrsta, en í mínum huga kannski fyrst og fremst maður sem var í Dead Sea Apple. Það er mjög töff. Hans nýj­ustu poppa­frek fara aðal­lega fram þegar hljóm­sveitin Buff stígur á stokk en þar spilar hann á bassa. Ég kynnt­ist honum reyndar fyrst á Hró­arskeldu­há­tíð­inni árið 2004 þegar við vorum báðir fal­legri og grennri. Og svo lágu okkur leiðir ekki almenni­lega aftur saman fyrr en í fyrra.

Halli er mað­ur­inn sem útsetti allt heila hel­vítis draslið fyrir tón­leika Skálmaldar með Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands. Þegar við vorum á túr fyrir rúmu ári síðan voru þeir Gunni í beinu sam­bandi til að láta hlut­ina ger­ast, Gunni var okkar tengiliður í verk­efn­inu en Halli var klár­lega mað­ur­inn sem lét hlut­ina ger­ast. Hver ein­asta rödd sin­fón­í­unnar sem og kór­arn­ir, þetta er allt saman hans. Sem og raunar mikið af okkar spila­mennsku því hann lét sig ekki muna um að ráð­ast inn á okkar yfir­ráða­svæði og skikk­aði okkur oft og tíðum til að spila hluti sem við vorum ekki vanir að spila. Og já, svo spilar hann auð­vitað líka á hljóm­borð.

Að skipta út túr­andi með­limi í Skálmöld er ekk­ert grín, og þetta er mikið til­finn­inga­mál. Ég ætla að geyma það fram á morgun að dæma hvað mér í raun og veru finnst. Auð­vitað er ég him­in­lif­andi að við höfum ekki þurft að teygja okkur lengra en þetta til að finna full­kom­lega verðan afleys­inga­mann, en að sjá af Gunna upp í leigu­bíl hvar hann hélt heim á leið til Íslands var ekk­ert grín. Skálmöld er nefni­lega ekki bara hljóm­sveit. Skálmöld er gríð­ar­sterkur vina­hópur og heild sem slík­ur. Í full­komnum heimi myndum við ekki þurfa að gera hlut­ina svona, en þegar allt hefur verið reiknað saman er þetta best. En já, þetta er und­ar­legt.

Ann­ars var dag­ur­inn bara svona eins og dag­arnir eru almennt. Ég kláraði nótt­ina á að horfa á meira af Black Mir­ror og sofn­aði auð­vitað ekki fyrr en undir morg­un. Og svo bara Hamburg. Við höfum spilað tvisvar áður hér í borg en ekki á þessum til­tekna stað. Þetta var gam­an. Dag­ur­inn fór ágæt­lega fram og allir voru mjög svo starf­inu vaxn­ir, fyrir utan tækni­menn á sviði sem voru alveg stropað­ir. Flexi lamdi það úr þeim í sánd­tékk­inu og hefndi sín svo með því að eyð­leggja eins og einn hátal­ara á gigg­inu sjálfu. Eða hluta úr hátal­ara, svo­kall­aðan tvíter. Og auð­vitað var það ekki vilj­andi, svona lagað getur jú alltaf gerst. En Skálmöld þarf sitt hljóð­ræna pláss sem Axel sér til að sé alltaf til stað­ar. Og stundum kostar það bara svo­lít­ið. En til að taka af allan vafa þá ger­ast svona hlutir auð­vitað við og við og hinar hljóm­sveit­irnar léku sér að því að spila gegnum tækin eftir þessa minni­háttar árás. Og giggið var gott. Greini­legt kveðjugigg fyrir Gunna og allt ein­hvern veg­inn á millj­ón. Ég held að þetta hafi allt verið aðeins hraðar en venju­lega. Stundum er þetta bara svona. Eftir tón­leik­ana hittum við alls­konar fólk, fullt af Íslend­ingum raunar sem var sér­lega skemmti­legt, en líka fólk sem hefur komið til Íslands eða hafði aðrar skemmti­legar sögur að segja. Gott mingl.

Klúbb­ur­inn við hlið­ina á staðnum sem við spil­uðum á heitir Indra. Hann er þekktur sem hinn frægi Bítla­klúbbur í Hamburg, stað­ur­inn sem The Beat­les spil­uðu við­stöðu­laust á í upp­hafi fer­ils­ins. Rétt fyrir brott­för kíktum við þangað inn. Hann er lít­ill. Hann er bara svona eins og Café Ros­en­berg að stærð á að giska. Við fengum okkur eins og einn bjór, snertum vegg­ina og spil­uðum Foos­ball. Og svo héldum við í rútu.

Á morgun spilum við í Eind­hoven. Ég man ekki nákvæm­lega hversu langt á að vera þangað en ferða­planið giskaði á átta tíma akst­ur. Við erum jafn­margir í rút­unni og síð­ast en nú hafa orðið grund­vall­ar­breyt­ing­ar. Ég vona að Halli vakni ekki of þunnur á morg­un, það hlýtur að vera erfitt að sofa svona pass­lega rænu­mik­ill sína fyrstu nótt í koj­unni. Ég veit að þetta verður góður túr það sem eftir lifir en ég ætla ekki að fela það að þetta er skrýt­ið.

Þetta var pínu erfið færsla. Ég er drukk­inn og nú er klukkan 3.04. Venju­lega tekur ekki svona langan tíma að skrifa þessar færsl­ur. Við erum allir hér frammí, nema Halli vit­an­lega, en Baldur og Þrábi hafa verið svona sitt á hvað í koju og ekki. Þetta var góður dagur en markar tíma­mót. Ég vona að við stoppum fljót­lega því raun­vínið er búið og ég þarf að pissa.

Meist­ara­legt dags­ins: Halli.

Sköll dags­ins: Gunni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Mamma Klikk
Kjarninn 14. nóvember 2019
Hvernig slátrum við … og hvers vegna?
Davíð Hörgdal Stefánsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið
Þátt­ur norska rík­is­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None