Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Herford

DSCF3870-copy-1.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Sjitt ég var þunnur í dag. Þetta leyst­ist allt saman upp í stjórn­litla vit­leysu sem við flestir tókum harka­legan þátt í. Ætli Þrá­inn hafi ekki verið frekar róleg­ur, mig minnir það. Og Jón, hann var pass­leg­ur. Og Flex líka. En ekki við hin­ir.

Við blésum til sóknar eftir að giggið klárað­ist og drukkum með sam­ferða­fólki okkar fyrir aftan tón­leika­stað­inn. Það var fjandi gam­an. Fæstir úr stóra band­inu létu þó sjá sig og alls ekki allir Rúss­arn­ir. En við afgreiddum þetta skil­merki­lega með tækni­fólk­inu og far­ar­stjórn­inni. Ég man ekki alveg hvenær við lögðum af stað en það gæti hafa verið klukkan þrjú í nótt. Þá sett­umst við hér í setu­stofu rút­unnar og spil­uðum tón­list. Já og drukkum meira. Miklu meira. Og þetta var alveg all in. Ein­hver gubb­aði í kló­sett­ið. Ein­hver hellti eins og einni vatns­flösku yfir koj­una hans Jóns. Og eitt­hvað miklu fleira. Undir morgun man ég eftir okkur bræðrum inni í sjoppu. Ég held að ég hafi keypt rauð­vín. Eitt er þó víst að við keyptum bleikan hund til að gefa Robert. Þetta er svona stytta sem kinkar koll­inum við hreyf­ingu og er með svip. Hann er með ól um háls­inn og á merk­inu stendur „TUSSI ON TOUR“. Jebb. Tussi. Hann heitir það. Tussi situr á mæla­borð­inu og fylgist með veg­in­um. Tussi.

Auglýsing

Hér veltur Baldur inn í rút­una hvar ég sit og skrifa. Hann og Böbbi eru komnir í bjór­inn. Það er ótrú­legt. Klukkan er 00.28 og mig langar ekk­ert í bjór. Ekk­ert.

DSCF3849 copy Snæ­björn Ragn­ars­son, Bibbi, með mik­il­vægt skegg í mik­il­vægum bol.

Eftir að við keyptum Tussa man ég ekki alveg hvað gerð­ist. Ég man að ég ætl­aði að lifa þar til við kæm­umst á leið­ar­enda og þá mér sagt að það væri hálf­tími eft­ir. Og svo vakn­aði ég í koj­unni minni klukkan fimm í dag. Í app­el­sínu­gulu Pollapönk­s-ull­ar­peys­unni minni og ofan á sæng­inni. Þetta var svona móment þar sem maður veit ekki hvernig ástandið er. Ég var klár­lega ekk­ert edrú. Og svo bara seig á verri hlið­ina. Það var auð­vitað ekk­ert langt í gigg og fljót­lega eftir að ég nudd­aði úr aug­unum vorum við komnir upp á svið í sánd­tékk. Stórt og gott svið og sal­ur­inn soldið eins og Nasa. Sviðið var nógu stórt til að við gætum haft trommu­settið fyrir miðju, fyrir framan trommu­pall­inn ógur­lega. Ætli þetta sé ekki í annað skipti á túrnum sem það ger­ist. Þetta er betra þannig. Og allt gekk vel fyrir sig bara. Og svo kom pasta. Ljóm­andi pasta alveg hreint. Ég keyrði í mig smá verkja­lyf og þrjá bjóra fyrir gigg. Það hjálp­aði nú alveg eitt­hvað held ég en giggið var samt sem áður erfitt. Við þurftum aðeins að hafa fyrir þessu, draga fólkið niður af vængj­unum og út á gólf. En það gekk alveg og þetta end­aði sem þrus­ugigg. Ljóm­andi alveg og ég þá búinn að svitna slatta af þynn­kunni út. En alls ekk­ert öllu sam­an. Við pökk­uðum og ég hélt beint inn í rútu. Og þar er ég nú eig­in­lega búinn að vera bara. Ég er meira að segja enn í gigggall­anum en líð­anin er nú svo sem alls ekk­ert slæm. Þetta verður rólegt kvöld hjá mér samt.

Og slaka... Og slaka...

Planið er að leggja í hann klukkan átta og keyra til Bremen. Það getur því varla verið langt. Þetta þýðir að við sofum í kyrr­stöðu sem er, ótrú­legt en satt, eitt­hvað sem mér finnst mun verra en að sofa á hreyf­ingu. Ég veit ekki nákvæm­lega hvað það er. Mögu­lega er þetta bara eins og að láta vagga sér í svefn. Vaggið er reyndar svo­lítið harka­legt stund­um, svo harka­legt að ég sef yfir­leitt í læstri hlið­ar­legu. Mik­il­vægt tips fyrir þá sem sofa í rút­um, hlið­ar­leg­an. Loft­leysi gæti líka verið partur af þessu. Þegar við hreyf­umst er ein­hvern veg­inn ferskara loft sem kemur inn um loft­ræst­ing­una. Samt held ég nú að aðal­málið sé hversu þétt við sof­um. Þarna eru níu koj­ur, átta af þeim í notk­un, örþunnt tjald dregið fyrir hverja og því óskap­lega lítið sem aðskilur okk­ur. Hrot­ur, byltur og fret eru ekki eins greini­legar þegar við erum á ferð­inni. Ég veit að ein­hverjir sofa með eyrnatappa. Ég sef nú samt alltaf eins og barn.

Ég gleymdi auð­vitað einu. Ég fór á McDon­alds. Aft­ur! Því­lík upp­gjöf. Ég er brjál­að­ur. Og núna fannst mér þetta betra en síð­ast. Fíkni­efni, það er það sem þetta er. Baldur og Böbbi voru að koma hér inn í rút­una. Baldur borð­aði fjórar mál­tíðir rétt í þessu. Það er nú bara hættu­legt. Fyrir okkur alla. Hel­vít­is!

Við van­mátum varn­ings­málin okkar harka­lega. Við erum ekki hálfn­aðir og upp­lagið af nýju plöt­unni er búið. Við erum með tvær týpur af bolum og önnur teg­undin er að klár­ast. Böbbi er búinn að standa í alls­konar stappi til að redda meira. Von­andi skilar þetta sér fljót­lega, ann­ars verðum við af hell­ings­sölu.

Ég hef ekk­ert að segja. Ég er bara heimskur og þunn­ur. Á morgun er Bremen. Ég ætla að horfa á víd­eó.

Meist­ara­legt dags­ins: Fyll­erí.

Sköll dags­ins: Þynnka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None