Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Köln

DSCF3979-copy1.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Frí­dagur mannskyns í gær. Ég er búinn að liggja á fjög­urra stjarna hót­eli meira og minna síðan síð­ast. Ég og Baldur fengum skutl á hót­elið til okkar kær­ustu og þessi sam­vera var víst alls ekki hugsuð sem túrismi. Við skoð­uðum svo sem Köln­ar-­borg í ein­hverri míkró­mynd en þennan einn og hálfa sól­ar­hring var ég mest í rúm­inu. Aðeins í sturt­unni, pínu í stól en mest í rúm­inu. Gott rúm. Þetta kallar maður að hlaða batt­erý­in. Það er komin bumba og allt. Ég er í senn geislandi glaður og alger­lega að skíta á mig af skelf­ingu.

Að þessu öllu saman sögðu skoð­uðum við nú borg­ina aðeins, þau eiga voða­lega dóm­kirkju sem er hel­víti kúl, veit­inga­staði og um þessar mundir alveg skítnóg af jóla­mörk­uð­um. Vina­leg borg. Ég væri alveg til í að tékka á þessu aft­ur. En núna er klukkan tveimur sól­ar­hringum síð­ar, 23.05 og við á leið­inni til Prag. Þangað er langt.

Auglýsing

Jón Geir trommari sést hér einn og yfirgefinn á tómlegum stað. Örvæntið ekki, hann varð ekki eftir þarna. Jón Geir trommari sést hér einn og yfir­gef­inn á tóm­legum stað. Örvæntið ekki, hann varð ekki eftir þarna.

Ég pass­aði mig eins og ég gat á því að hafa ekk­ert sam­band við strák­ana meðan á dvöl­inni stóð. Enda var ljóm­andi gaman að hitta þá aftur í dag. Sam­veran á túrum sem þessum er alger, og enda þótt okkur komi ljóm­andi vel saman er góð regla að nýta allar mögu­legar stundir til að brjóta munstrið upp og hrein­lega forð­ast vini sína. Mér skilst að strák­arnir hafi líka skoðað kirkj­una, Böbbi og Flex fóru í versl­un­ar­ferð og keyptu eitt­hvað græju­kyns til að ein­falda okkur dag­lega vinnu en almennt voru allir bara að slæp­ast. Robert skrapp og hitti vini sína í Bonn og kom frekar hress til baka í dag. Þetta var góður dagur og alvöru frí­dag­ur. Og við betri félags­skapur eft­ir.

Svo tók hvers­dags­leik­inn auð­vitað bara við aft­ur. Við mættum eins og venju­lega á tón­leika­stað­inn, en Vera og Agnes reyndar með okk­ur. Það var gam­an. Agnes hafði ferjað eins og eina Skálmald­ar­-hettu­peysu hingað handa Marci, hann tók bros­andi við henni og klædd­ist hið snarasta. Aukapar af grifflum frá mömmu rataði strik­beint á lopp­urnar á Flexa, og svo höfðu þær auð­vitað komið með fullt af nammi og búsi og Brenni­víni og hákarli og alls­kon­ar. Sumt er nú þegar komið í notk­un, annað bíður betri tíma. Þetta voru upp­grip. Alls­herjar upp­grip.

Gít­ar­inn hans Böbba er búinn að vera eitt­hvað voða­legur síð­ustu daga og djúpi e-streng­ur­inn tók upp á því að bössa öllum að óvör­um. Við reyndum af veikum mætti að greina vand­ann er mistókst herfi­lega. Túrmanager­inn hann Tibor er líka gít­ar-tekk Sviss­ana og við bárum upp við hann um dag­inn hvort hann myndi kíkja á vand­ann. Hann tók sér­lega vel í það og gekk í verkið í dag. Og vanda­málið var vit­an­lega eitt­hvað allt annað en við höfðum hald­ið. Því miður eig­in­lega alvar­legra, en þó þess eðlis að hægt verður að kippa því í lið­inn með kaupum á vara­hlut­um. Stóll­inn hefur sem sagt sorf­ist nið­ur, eða rétt­ara sagt söð­ull­inn á stólum sem ber e-streng­inn uppi. Eftir þessa grein­ingu fékk ég vitr­un. Böbbi er með varagítar með sér, Gib­son Les Paul Custom ’87 sem er í minni eigu. Sjálfur notar hann nýlegan Gib­son SG og vill vit­an­lega halda sig við sinn eigin gítar sé þess kost­ur. Svo vill til að þessir tveir gítarar inni­halda svo­lítið af sams­konar pörtum og meðal ann­ars er stóll­inn eins á þeim báð­um. Við rifum þess vegna 12 strengi lausa og svissuðum stól­um. Og viti menn, gít­ar­inn hans Böbba varð svona ljóm­andi eftir á. Tíma­bundin lausn, en lausn engu að síð­ur.

Og svo kom sánd­tékk. Þetta var allt frekar skrýt­ið. Einn gaur sem hljóp um og gerði mis­gáfu­lega hluti, hljóð­kerfi sem ég hefði haldið að ætti frekar heima í stórri félags­mið­stöð og að auki surg­aði og suð­aði í öllu sem við reyndum að kveikja á. Þetta var allt til vand­ræða. Við gerðum auð­vitað bara okkar besta, lukum tékk­inu og stigum af sviði. Giggið sjálft var svo auð­vitað bara ljóm­andi. Fullt af fólki saman komið sem við náðum ágæt­lega á okkar band og mikil stemn­ing. En ég verð búinn að gleyma þessu giggi eftir nokkra daga. Þetta var bara þannig gigg. Jú, reyndar gaman að hafa stelp­urnar í saln­um, en að öðru leyti var þetta alger­lega meh.

Reyndar heim­sótti okkur maður að nafni Frank sem vinnur fyrir trommu­fram­leið­and­ann Pearl. Þeir hafa stutt dug­lega við bakið á Jóni Geir und­an­farið og skemmti­legt að tengja and­lit við alla bjúrókrasí­una. Ég átti nú ekki langt spjall við hann en þeim Jóni kom mjög vel sam­an. Næs strák­ur.

Við fengum boli í dag senda á venjúið sem var eins gott því við vorum ger­sam­lega búnir með allt sam­an. Við skiptum út plötu­kover­bol­unum og tókum inn alger­lega óldskúl boli, svarta með hvítu Skálmald­ar­-logoi. Mér finnst þeir töff. Beisik er best. Við áttum reyndar að fá diska líka en þeir töfð­ust víst í toll­in­um. Þeir eiga að skila sér eftir nokkra daga í stað­inn, Cat ætlar að sjá til þess, en það verður líka hennar síð­asta verk því þetta var hennar síð­asta gigg á túrn­um. Ég vona inni­lega að við fáum ein­hvern verð­ugan arf­taka á morg­un, hún hefur staðið sína plikt alger­lega óað­finn­an­lega og reynst okkur vel. Ég held að Böbbi sé búinn að semja við hana um að koma með okkur á túr­inn í febr­ú­ar, en ég er svo sem ekk­ert alveg viss.

Svo áttum við smá stund með stelp­unum en urðum að leggja snemma af stað. Við spilum í Prag á morgun og þangað er langt. Mjög langt. Kannski ell­efu tíma akst­ur. Það er ekk­ert mjög gam­an. Við erum allir hér frammí og við erum í stuði. Það var súrt að kveðja stelp­urnar en nú stytt­ist víst alveg örugg­lega í heim­komu. Tvær og hálf vika sirka. En hell­ingur af giggum þar til auð­vit­að.

Núna er það spjall, smá fyll­erí, íslenskt nammi og stuð sem ég tek þátt í þegar ég hætti þessu pikki hérna. Halli bar sig ágæt­lega eftir gigg númer tvö og til að fagna því hefur hann gengið í Mana­ger-hóp­inn. Mér skilst að hann sé að þjálfa Kidd­erm­in­ster í ensku deild­inni fjórðu. Þetta er orðið teymi aldeil­is. Nú legg ég frá mér tölv­una og drekk þar til ég velt í koju. Engar fjórar stjörnur hér leng­ur.

Meist­ara­legt dags­ins: Hlutir á hót­eli.

Sköll dags­ins: Að kveðja.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None