Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Ljublijana

DSCF3801-copy1.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Við áttum alveg ein­stak­lega góðan tíma hérna í Lju­blj­ana. Robert keyrði strax eftir giggið á sunnu­dag og við lentum hérna um miðjan dag í gær, á frídeg­in­um. Og við þrum­uðum okkur lóð­beint niður í bæ.

Lju­blj­ana er óskap­lega fal­leg borg og mið­bær­inn er eins og í ævin­týra­bók. Krútt­leg á og lítil hús, allt eitt­hvað svo vina­legt og svo auð­vitað þessi ótrú­legi kast­ali sem gnæfir yfir af hæð­inni. Þetta er eig­in­lega hálf­óraun­veru­legt allt sam­an. Við þrum­uðum okkur sum sé á fæti niður í bæ og Flexi mið­aði út veit­inga­stað með hjálp Trip Advis­or. Gott tól það. Við röltum aðeins upp úr pytt­inum og sett­umst inn í svona ljóm­andi ver­elsi. Þegar við flettum mat­seðl­inum reynd­ust verðin svo sem aðeins hærri en við höfum almennt sett okkur að borga fyrir mat, en miðað við lýs­ing­arnar á matnum leit þetta út fyrir að vera mjög ódýrt. Svona miðað við. Við létum slag standa og sáum svo sann­ar­lega alls ekki eftir því.

Auglýsing

Ég borð­aði björn og villisvín. Og svo auð­vitað alls­konar ann­að, en svona helst af öllu þetta tvennt. Og mikið óskap­lega var þetta nú allt saman gott. Fjór­réttað og voða­legt, rautt, hvítt, kaffi­svart og hvað sem hug­ur­inn girntist, og verðið hlægi­legt. Já aftur svona miðað við. Við fundum allir fljót­lega að við höfðum hitt vel á, við erum allir ger­sam­lega úr okkur gengnir eftir túr­inn og þetta hlóð raf­hlöð­urnar eins og hægt var. Þarna sátum við sjö, sögðum sög­ur, rifj­uðum upp nýja tíma og gamla, hlógum og skemmtum okk­ur. Við náum bráðum sex vikna mark­inu. Að þetta skuli vera staðan eftir þetta ótrú­lega návígi, allan svit­ann og táfýl­una, það er ótrú­legt. Þetta eru fal­leg­ustu menn í heimi.

Svo röltum við aðeins og rák­umst á pöbb. Þar var að byrja fót­bolta­leikur sem Þrá­inn vildi endi­lega sjá, Manchester United gegn Sout­hampton. Eða reyndar öfugt, Manjú víst á úti­velli. Við getum allir horft á fót­bolta svo þarna ent­umst við yfir Guinness og öðru í sirka tvö tíma. En þá kom kall­ið.

Marci hafði fengið að fljóta með Rússa-rút­unni hingað yfir en stóra rútan lagði svo ekki af stað fyrr en miklu seinna. Hann og Anton voru með plan því í Lju­blj­ana-­borg voru tón­leikar í gær með hljóm­sveit­inni Onyx. Fljótt á litið fannst mér ótrú­lega slæm hug­mynd að fara á slíka skemmt­un, ver­andi túr­andi band á frídegi. Var nú ekki nóg komið af tón­leika­há­vaða? Onyx? Af hverju klingdi það bjöll­um? Jú! Onyx er goð­sagna­kennd Hip Hop-hljóm­sveit frá Queens-hverfi í New York-­borg. Og hvernig þekkti ég nú nafn­ið? Aft­ur, jú! Besta soundtrack úr bíó­mynd sem komið hefur út er úr kvik­mynd­inni Judgement Night. Þetta er nætís­mynd og ekki slæm en þetta umrædda tón­list­ar­pródjekt var bylt­ing­ar­kennt. Þar leiddu saman hesta sína ann­ars vegar þung­arokks­flóran og hins­vegar rapp- og Hip Hop-­geng­ið. Tvö bönd um hvert lag, sitt úr hvorum geir­anum og þannig varð til ein­hver ótrú­leg sam­suða. Og viti menn, næstum hvert ein­asta lag alger­lega stór­kost­legt. Þennan disk hlust­uðum við Óli vinur minn á nán­ast óslitið í ein­hver ár og spil­uðum á meðan tölvu­leiki á borð svið Stunts, Wol­fen­stein, Doom, Doom II, Police Quest og ég veit ekki hvað og hvað. Þessi aðgerð var svo sterk að hún hefur litað vin­áttu okkar tveggja síð­an. Þetta var voru góðir tímar, maður minn, og Óli maður sem ég tel enn til minna bestu vina. Og Onyx átti einmitt til­til­lag­ið, Judgement Night, í sam­vinnu við Biohaz­ard. Stór­kost­legt lag, ekk­ert minna.

Flexi fær myndmálið í þennan daginn. Hann er maðurinn á bak við hljóðið hjá Skálmöld, hvorki meira né minna. Flexi fær mynd­málið í þennan dag­inn. Hann er mað­ur­inn á bak við hljóðið hjá Skálmöld, hvorki meira né minna.

Við vorum á gesta­lista. Það var nú eitt­hvað sem Anton hafði redd­að. Mér skilst að sömu aðilar hafi pró­móterað giggið í gær og svo okkar gigg í dag og þetta lið þekkir Anton víst. Við röltum upp í eitt­hvert hverfi sem varð svo­lítið skugga­legt og þegar að staðnum dró minnti allt saman ólík­inda­lega mikið á Krist­janíu nema já, skugga­legra. Stín­u-­sam­lík­ingin hélt svo aldeilis áfram þegar inn á stað­inn kom því þar var kanna­bis­ilm­ur­inn væg­ast sagt stæk­ur. Onyx-liðar höfðu svo sann­ar­lega hafið leika og allt ætl­aði um koll að keyra. Að því sögðu var stað­ur­inn afskap­lega smár og senni­lega ekki nema á að giska 200 manns með der­húfur að missa sig. Þarna fír­uðu menn upp í bæði uppi á sviði og fyrir fram­an. Ég þekkti varla nema eitt og eitt stef en það skipti engu, fram­koman var svaka­leg. Þetta var brjálað gigg og mér situr enn ofar­lega í hugsa loka­setn­ingin áður en þeir stigu af sviði: „We come in Peace, but we are Prepared for War. Fuck Peace!“ Ég keypti bol.

Kebap á leið­inni heim og svo í koju.

Við tókum dag­inn í dag snemma og vorum komnir út á stétt­ina fyrir tíu. Við tókum strætó niður í bæ, fengum okkur kaffi og brun­uðum svo upp í kast­al­ann. Hann er eig­in­lega mik­il­feng­legri neðan frá, en þetta var óskap­lega gaman engu að síð­ur. Þarna liggur heil­mikil saga og útsýnið var vit­an­lega frá­bært. Þetta er ekki stór­borg, langt frá því, en maður fær á til­finn­ing­una að þarna hafi hlutir svo sann­ar­lega gerst gegnum ald­irn­ar. Enn og aftur játa ég mig sigr­aðan þegar kemur að sögu og stað­hátt­um. Við fengum okkur svo meiri mat, sumir versl­uðu svo­lítið og svo var gigg.

Tón­leika­stað­ur­inn sem við spil­uðum á var alger­lega glæsi­leg­ur, risa­stór og aðstaðan öll hin besta. Allir voru með á nót­unum og við hófum leika af yfir­vegun klukkan átta. Hinn mjög svo stóri salur var langt frá því full­stað­inn þegar við slógum fyrsta tón en okkur tókst vel til við að draga fólk til okk­ar. Og svo varð kátt í höll­inni. Sló­venar eru fal­leg­ir. Fyrir það fyrsta afskap­lega mynd­ar­legt fólk, þá tók ég kannski fremur eftir kven­þjóð­inni sökum smekks, en ofan á það brosa hér allir og eru til í að skemmta sér. Þetta varð algert hörku­ball og vel þegið eftir alla Þjóð­verj­ana sem við höfum reynt að berja til hlýðni und­an­farna daga. Eftir gigg blönd­uðum við svo aðeins geði, drukk­um, sturt­uð­umst og gerðum það sem gert er eftir svona gigg.

Nú er klukkan 02.02 og við vorum rétt í þessu að renna frá venjúinu. Á morgun spilum við í Búda­pest og þangað er langt, ein­hvers staðar á milli 7 og 9 tíma akst­ur. Þar höfum við spilað tvisvar áður og þessum sama stað. Þetta er heima­bær Marci og Tibor en mér er til efs að þeir finni sér tíma til að sýna okkur stað­hætti. Fyrir það fyrsta eiga þeir sér vænt­an­lega van­rækt líf og að auki verður í ýmsu að snú­ast á morg­un. Tvö auka­bönd stíga á svið og spila á undan okk­ur. Það hefur alltaf aukið flækju­stig í för með sér.

Lang­þreyttir en stemn­ingin alveg furðu­lega góð.

Meist­ara­legt dags­ins: Onyx.

Sköll dags­ins: Eini bjór­inn sem við eigum um borð er Corona. Fal­leg gjöf frá Elu­veitie, en samt ...

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None