Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Lyon

DSCF3258-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Lyon



Þetta var svo ofboðs­lega skemmti­legur dag­ur. Frakkar eru meist­ara­meist­ar­ar! Ég var hins vegar hel­víti fram­lágur þegar ég vakn­aði. Ég var fullur í gær. Það var auð­vitað alveg bæri­legt og gam­an, en það hjálp­aði mér ekk­ert í dag. Alls ekk­ert.

Jón Geir trommari og Björgvin Sigurðsson, Böbbi, söngvari ræðast hér við. Böbbi fótbrotnaði einu sinni óhemju illa í fótboltaleik með Völsungi. Jón Geir trommari og Björg­vin Sig­urðs­son, Böbbi, söngv­ari ræð­ast hér við. Böbbi var lið­tækur knatt­spyrnu­maður á sínum tíma og lék í flestum stöðum með Völs­ungi frá Húsa­vík­.

Við spil­uðum hér í fyrra og hér er gott að vera. Plássið er reyndar ekki mikið og mat­ur­inn var alls ekk­ert góð­ur. Súr­kál og unnar kjöt­vörur fyrir suma, alls­kostar til­gangs­laus kjúklingur fyrir fyrir aðra. Drasl. En fólkið hér er óskap­lega næs, allir hjálp­ar­kokk­ar, tækni­menn og staffið almennt. Sem fyrr var geim­skip­strommu­pall­ur­inn hans Merlin alveg óþol­andi. Trommu­settið okkar var haft aðeins hægra megin við miðju og girti Baldur af úti í horni. Slatti af sett­inu hans Jóns var síðan stað­sett í eins­konar inn­skoti á svið­inu og hann seg­ist hafa þurft að tromma fyrir horn. Gunni var fyrir aftan okkur Þrá­ba. Ekki alveg upp­still­ing sem við erum vanir eða hentar vel en þetta verður víst á alla kanta á þessum túr. Mér sýn­ist þessi nýtil­komni sendi­bíll vera not­aður til þess að ferja meðal ann­ars trommu­pall­inn hans Merl­in. Spurn­ing um að setja sykur í bens­íntank­inn. Eða röra­sprengju.

Auglýsing

Þegar við vorum hér í fyrra reyndum við að rölta til að finna ein­hverja menn­ingu. Það reynd­ist ómögu­legt. Þess vegna gerðum við ekki mikið í dag. Við bara biðum eftir sánd­tékk­inu sem við afgreiddum á örskömmum tíma. Flexi er að tvíka þetta allt smám saman og fljót­lega verða þessi sánd­tékk forms­at­riði. Ég hélt svo bara áfram að vera soldið þunnur þrátt fyrir alls­konar aðgerðir til að hætta því. Rétt fyrir gigg rað­aði ég í mig alveg dágóðum slatta af verkja­lyfj­um. Þau kikk­uðu inn í öðru lagi.

Tón­leik­arnir voru alger­lega sturl­að­ir. Fólk um allt enda kjaft­upp­selt og fólk í skapi til að skemmta sér. Hörkupytt­ur, krádsörf og singa­long. Mjög margir virt­ust hafa komið til að sjá okk­ur, gamlir Skálmald­ar­-­bolir hér og þar og senni­lega er þetta það gigg okkar utan land­stein­anna þar sem við höfum spilað fyrir flesta banda­menn. Svei mér þá, kannski er þetta hark allt saman að skila ein­hverju. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu bet­ur. Þetta var bara alger­lega frá­bært.

Við lentum reyndar í pínu græju­ves­eni. Fyrir þennan túr tókum við þá stóru ákvörðun að not­ast ekki við gít­armagn­ara. Það var upp­haf­lega ákveðið vegna þess að við hefðum þyrft að róta öllu saman sjálfir, tvisvar á dag, og því hrein­lega nenntum við ekki. Þannig fórum við þá umdeildu leið að fjár­festa í staf­rænum gít­ar­hljóð­gervlum sem eru fisléttir og leggj­ast á gólfið líkt og hvert annað effekta­bretti. Böbbi og Þrábi eru nú þegar orðnir hörkukátir með þetta, og Flexi líka. Baldur er enn efins. Hann vill frekar nota bara gömlu Mars­hall-­stæð­una mína eins og hann er van­ur. Ég skil hann vel. Við ætlum þó að reyna að tvíka þetta eitt­hvað til á næstu giggum svo þetta virki nú sem best fyrir alla. Stóri bón­us­inn er hins­vegar sá að með svona lítið sviðs­pláss (les­endur hafa kannski gleymt trommu­pall­inum hans Merl­in, það er hann sem tekur svona mikið pláss) er þetta ótrú­legur mun­ur. Ég er hrein­lega ekk­ert viss um að við hefðum til dæmis kom­ist fyrir á svið­inu í dag. En já, græju­vesen. Í þrengsl­unum steig ég hælnum ofan á dótið hans Böbba þegar tvö og hálft lag var eftir að prógram­inu. Við það þagn­aði gít­ar­inn hans og við komum honum ekk­ert í gang það sem eftir lifði giggs. En hann spil­aði nú bara samt. Passa lúkk­ið, aldrei gleyma því. Við þurfum að trobbúl­sjúta þetta á morg­un, það er alveg klárt.

Við höfum spilað sama prógram alla dag­ana hingað til og vænt­an­lega verður ekki mikil breyt­ing á því. Intró, Árás, Gleipn­ir, Að hausti, Mið­garðsorm­ur, Með fugl­um, Narfi og Kvaðn­ing. Drullu­solid, en ég velti því aðeins fyrir mér hvort það vanti örlítið meira af keyrsluköfl­um. Kannski er það bara spila­gredd­an.

Stund milli stríða. Stund milli stríða.

Eftir gigg fór ég í fyrstu sturt­una á túrn­um. Það var rosa­legt. Ég var ekki búinn að fara úr brók og bol frá því á Íslandi. Sturtan var svona líka ljóm­andi, heitt vatn og bara þónokkuð af því. Hrein föt, svita­lykt­areyð­ir, tann- og skegg­burst­un. Ég fékk nýja sýn á lífið eftir þetta. Svo biðum við ekki boð­anna því um leið og Arkona klár­uðu að spila þrum­uðum við öllu draslinu í bíl­inn og héldum af stað. Við eigum frí á morgun og því ætlum við að eyða í Barcelona. Þangað er kannski 10 tíma akstur og Flexi og Böbbi eiga pant­aðan tíma hjá húð­flúrs­meist­anum Jóni Páli klukkan 11 í fyrra­mál­ið. Nú sitjum við því í rút­unni og hlustum á HAM, búnir að vera á ferð­inni í sirka hálf­tíma. Og Elu­veitie enn að spila. Það er fynd­ið. Meist­ara­fólkið á venjúinu sendi okkur af stað með sam­lokur og bjór. Við erum glað­ir.

Frí­dagur á morgun já, eins og alla aðra mánu­daga. Við erum ekki mjög vanir svo­leið­is. Í fyrra túrð­uðum við 6 vikur og fengum tvisvar frí. Og það voru eig­in­lega ekk­ert frí vegna þess að þá þurftum við að keyra alveg ógeðs­lega langt. Þá túruðum við með vinum okkar í Finn­troll. Þeir eru finnsk­ir. Elu­veitie eru frá Sviss. Ætli það sé ekki bara ástæðan fyrir þessu. Við vöknum í Barcelona og Robert ætlar mögu­lega að leggja sig ein­hver­staðar á leið­inni. Mér finnst reyndar að hann ætti að fara að finna vega­sjoppu því mig langar í ódýrt rauð­vín og alls­konar skrýtnar pyls­ur. Ég er alveg til í að þetta partý haldi áfram, við erum allir hér í betri stof­unni, glaðir og hreinir eftir dag­inn og allir vegir fær­ir.

Meist­ara­legt dags­ins: Frá­bært gigg!

Sköll dags­ins: Þynnk­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None