Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Manchester

DSCF3833-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæplega 7 vikna túr um Evrópu. Dagarnir eru afskaplega viðburðaríkir og aðstæður oft afskaplega skemmtilegar. Snæbjörn, bassaleikari og textahöfundur sveitarinnar, heldur úti daglegu bloggi á vef Kjarnans þar sem hann lýsir hinu goðsagnakennda rokkaralífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auðvitað rokk & ról beint í æð.

Klukkan er 1.10. Við Flexi erum í rútu að spjalla, Robert nývaknaður, Böbbi og Þrábi í koju en hinir þrír eru á pöbbnum. Hér spiluðum við fyrir rúmlega ári síðan og hér er gott að vera.

Ég tók nóttina á mig. Robert var eitthvað örlítið afundinn, ekki fúll svo sem, en alveg til í félagsskap við aksturinn. Hersingin skreið í kojur en við spjölluðum um allt mögulegt meðan við fikruðum okkur eftir M40-hraðbrautinni milli London og Manchester. Þetta var ljómandi spjall. Robert er maður sem ég á eftir að muna í ellinni. Við lentum snemma í morgun, gerðum tilraun til að tengja rútuna við rafmagn við tónleikastaðinn sem gekk ekki. Við færðum okkur um nokkrar húsalengjur inn á eitthvað skólasvæði hvar við gátum stungið í samband. Svo fór ég að sofa og svaf framyfir hádegi.

Auglýsing

DSCF3827 Bibbi er hér í ræktinni, eins og sést. Það er að segja hugarræktinni.

Robert lagði rútunni eins nálægt venjúinu og hægt var. Ég ætla að giska á sirka 50 metra fjarlægð. Það þýddi talsverðan hljóðfæraburð en hið óskaplega hjálplega hjálparfólk staðarins gerði okkur lífið mjög einfalt. Við fengum alla þá hjálp sem sem mögulega hægt var að fá sem gerði daginn alveg ljómandi bærilegan. Ég fór yfir götuna og keypti mér tannbursta. Ég er búinn að týna tveimur nú þegar á ferðinni, þeim sem ég kom með sem og þeim sem Gunni lét mig hafa þegar sá hvarf. Ég veit ekki hvar ég hef komið þeim fyrir. Þetta er hálfundarlegt eiginlega. Svo skoppaði ég hálfryðgaður inn á tónleikastaðinn og skoðaði mig um. Við fengum mat. Við fengum svo óskaplega góðan mat. Allskonar brauð og álegg og ávexti og grænmeti og álegg og ofanáleggsdrullu af hipsterategundum. Glútenfrítt og lífrænt, gómsætt og ljúffengt. Ég át mikið í dag.

Við vissum að tíminn yrði knappur, við fengjum ekki inngöngu á staðinn fyrr en frekar seint, og giggið yrði fremur snemma. Anton, hljóðmaður og túrmanager Rússana, kom til okkar ábúðarfullur og sagði að við skyldum láta hlutina gerast hratt. Allur af vilja gerður, en þó fóru hlutirnir ekki eins og planið var. Rússarnir eru lengi að koma sér fyrir dag hvern. Þeir eru fastir í skorðum, ekkert sérstaklega lengi að vinna en ná samt undantekningalaust að láta hlutina gerast hægt. Ég er ekki búinn að pinpointa það nákvæmlega, en mig grunar að allar þeirra græjur og öll þeirra tæki séu ónýt. Tækjakosturinn þeirra er í skársta falli undarlegur, í versta falli handónýtur, og það tefur fyrir þeim hvern einasta dag. Manni þykir þetta ekkert tiltökumál þegar það kemur ekki inn á okkar aðgerðir, en í tímahraki líkt og í dag er þetta alvöru vandamál.

Skipulagið í dag var ónýtt. Eða nei, það var frábrugðið því sem venjan er á þessum túr og einhver gleymdi að láta okkur vita. Tibor, túrmanager Eluveitie (og mögulega alls túrsins, þótt það hafi aldrei komist á hreint) tók þetta á sig á endanum. Þegar sándtékki lauk voru 8 mínútur í gigg, ekki 33 eins og við héldum. Það vann ekki með neinum, ég hljóp út í bíl og sótti sviðsfatnaðinn, skutlaði bassanum utan um mig og hitti strákana hliðarsviðs. Þá þegar hafði Flexi kveikt á introinu og kannski mínúta í að við myndum stíga á svið. Það var þá sem einhver gaukaði því að okkur að við ættum bara að spila í 35 mínútur í kvöld, ekki 45 eins og venjulega. Við leystum þetta þarna 5 sekúndur í gigg, afréðum að sleppa Með fuglum, öðru nýja laginu á prógraminu og keyrðum svolítið hart á restina. Mig grunar að áhorfendur hafi líka haldið að giggið væri aðeins seinna, við hófum leika fyrir hálftóman sal og þurftum að draga fólkið til okkar. Þetta endaði reyndar ágætlega, en byrjunin á þessum tónleikum var sennilega dýpsta lægðin sem við höfum mætt á túrnum hingað til varðandi áhorfendur. En eins og venjulega leystum við þetta. Við spiluðum af okkur rassgatið og hreinlega létum fólk hlusta. Vel leyst, salurinn orðinn þéttstaðinn í lokin og við komum hálfbrjálaðir af sviði. Strax í kjölfarið kom Tibor til okkar og afsakaði sig í bak og fyrir. Það er svolítið ný hlið á honum því hann hefur almennt sýnt af sér frekar skítlegan karakter. Eða svona gúmmískítlegan í það minnsta. Hann er ljómandi gaur en finnst greinilega gaman að vera með dólg. Þarna tók hann hlutina þó réttum tökum, játaði öll sín mistök og bugtaði sig og beygði. Hann hefði getað komið út úr þessum samskiptum sem minni maður en á endanum fannst mér meira til hans koma en áður. Gott. Mjög gott.

Arkona fengu líka styttri tíma. Ég veit ekki nákvæmlega hvað olli þessum styttingum en þetta hafði eitthvað með opnunartíma staðarins að gera. Þessi hlið var öll undarleg í dag, viðmótið hins vegar frábært. Ég hlakka til að koma hingað aftur.

Kasetta. Gríðarlega mikilvægt. Kasetta. Gríðarlega mikilvægt.

Já eða þangað. Klukkan er 1.49 og við erum lagðir af stað. Flexi er farinn í kojuna, Jón Geir, Baldur og Gunni eru misfullir og flestir í góðu skapi. Robert var ekki alveg ánægður með að menn skyldu mæta seint í rútu en við höfðum eytt kvöldrestinni með hópnum öllum. Hópurinn er heldur betur að þéttast og hér eru allir orðnir kunnugir. Hér fer skemmtileg grúppa sem gaman er að ferðast með. Eins gott, við eigum rúman mánuð eftir.

Þrási var sá eini sem hreyfði almennilega á sér rassgatið í dag. Hann fór á Old Trafford, heimavöll Manchester United, og skoðaði sig um. Þar var auðvitað ekkert að gerast. Minjagripaverslun, safn og tómir búningsklefar. Og gras sem bannað er að snerta. Ég skil ekki nákvæmlega hvernig þetta ætti að gleðja nokkurn. En það er svona, grasið er oft grænna hinum megin við hlaupabrautina.

Í skyldum fréttum má nefna að ég reyndi að ganga til liðs við Manager-klanið. Hér í rútunni hafa menn spilað Football Manager í gríðarlegum skorpum til þess að drepa tímann. Ég eyddi nokkrum Evrum og þónokkrum tíma í að sækja þennan leik á iPaddinn. Ég spilaði fjóra leiki. Ég vann meira að segja einn. En þetta er leiðinlegt. Þetta er alveg ógeðslega leiðinlegt. Ég hef ekki spilað leik af Manager-tagi síðan ég spilaði slíkan á Sinclear Spectrum rétt fyrir miðjan níunda áratuginn. Leikurinn sá var eitthvað bilaður svo ég varð alltaf að vera Liverpool. John Barnes var þriðji bestur. Hann var með 8. Ian Rush var næstbestur með 9 og Kevin Keagan var með 10, sum sé yfirburðamaður. Og það var ógeðslega gaman. Þessi nýaldarleikur snerist mestmegins um að sækja um vinnu og skoða ímeilið sitt. Af hverju í andskotanum ætti mér ekki að vera sama um hvort einhver ímyndaður varamaður er í ástarsorg eða ekki? Bestu kallarnir eiga bara að vera með 10! Drasl. Ég finn mér eitthvað enn ógáfulegra að gera til að eyða tímanum.

Christina og Höskuldur komu á gigg annað kvöldið í röð og verða aftur með okkur í Glasgow á morgun. Gullfallegur félagsskapur og við náðum að fara með þeim út að borða eftir gigg í kvöld. Og við hittum fleiri. The Vintage Caravan eru á túr um Evrópu rétt eins og við og spiluðu í nágrenninu, bara nokkrum götum frá. Þeir heilsuðu upp á okkur gömlu menninna en hurfu svo til baka til að gera sig klára. Þeir hófu leika aðeins seinna en við og Flexi og Þrási stukku af stað eftir giggið okkar til að sjá þá. Flexi er þeirra hljóðmaður númer eitt og lét sig ekki muna um að grípa í takkana. Þetta var víst þrusugigg enda frábært band þar á ferð. Og miklir meistarasnillingar.

Klukkan er 2.01. Gunni var að hella upp á alveg dýrindiskaffi sem ég er rétt að segja að fara að sulla svolitlu af Johnny Walker út í. Jón og Baldur voru að hnakkrífast rétt áðan en eru hættir því, sá yngri, og raunar langyngsti, er að tala í símann en aldursforsetinn að skeggræða við bílstjórann. Núna erum við að reyna að komast að því hvort ekki sé hægt að spila geisladiska í bílnum. Ég keypti víst þrefaldan geisladisk í vegasjoppu í nótt. Hann heitir GREATEST EVER! POP PUNK. Gunni er samt sennilega búinn að skemma geislaspilarann. Partýið er í hættu.

Glasgow á morgun. Ætli það sé ekki svona 5 tíma keyrsla í heildina. Djúpsteikt Mars og eitthvað svoleiðis. Eitthvað annað en allur hummusinn í dag.

Meistaralegt dagsins: Matur!

Sköll dagsins: Tímahrak og skipulagsleysi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None