Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Manchester

DSCF3833-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Klukkan er 1.10. Við Flexi erum í rútu að spjalla, Robert nývakn­að­ur, Böbbi og Þrábi í koju en hinir þrír eru á pöbbn­um. Hér spil­uðum við fyrir rúm­lega ári síðan og hér er gott að vera.

Ég tók nótt­ina á mig. Robert var eitt­hvað örlítið afund­inn, ekki fúll svo sem, en alveg til í félags­skap við akst­ur­inn. Hers­ingin skreið í kojur en við spjöll­uðum um allt mögu­legt meðan við fikruðum okkur eftir M40-hrað­braut­inni milli London og Manchest­er. Þetta var ljóm­andi spjall. Robert er maður sem ég á eftir að muna í ell­inni. Við lentum snemma í morg­un, gerðum til­raun til að tengja rút­una við raf­magn við tón­leika­stað­inn sem gekk ekki. Við færðum okkur um nokkrar húsa­lengjur inn á eitt­hvað skóla­svæði hvar við gátum stungið í sam­band. Svo fór ég að sofa og svaf fram­yfir hádegi.

Auglýsing

DSCF3827 Bibbi er hér í rækt­inni, eins og sést. Það er að segja hug­ar­rækt­inn­i.

Robert lagði rút­unni eins nálægt venjúinu og hægt var. Ég ætla að giska á sirka 50 metra fjar­lægð. Það þýddi tals­verðan hljóð­færa­burð en hið óskap­lega hjálp­lega hjálp­ar­fólk stað­ar­ins gerði okkur lífið mjög ein­falt. Við fengum alla þá hjálp sem sem mögu­lega hægt var að fá sem gerði dag­inn alveg ljóm­andi bæri­leg­an. Ég fór yfir göt­una og keypti mér tann­bursta. Ég er búinn að týna tveimur nú þegar á ferð­inni, þeim sem ég kom með sem og þeim sem Gunni lét mig hafa þegar sá hvarf. Ég veit ekki hvar ég hef komið þeim fyr­ir. Þetta er hálf­und­ar­legt eig­in­lega. Svo skopp­aði ég hálf­ryðg­aður inn á tón­leika­stað­inn og skoð­aði mig um. Við fengum mat. Við fengum svo óskap­lega góðan mat. Alls­konar brauð og álegg og ávexti og græn­meti og álegg og ofaná­leggs­drullu af hip­stera­teg­und­um. Glút­en­frítt og líf­rænt, góm­sætt og ljúf­fengt. Ég át mikið í dag.

Við vissum að tím­inn yrði knapp­ur, við fengjum ekki inn­göngu á stað­inn fyrr en frekar seint, og giggið yrði fremur snemma. Ant­on, hljóð­maður og túrmana­ger Rúss­ana, kom til okkar ábúð­ar­fullur og sagði að við skyldum láta hlut­ina ger­ast hratt. Allur af vilja gerð­ur, en þó fóru hlut­irnir ekki eins og planið var. Rúss­arnir eru lengi að koma sér fyrir dag hvern. Þeir eru fastir í skorð­um, ekk­ert sér­stak­lega lengi að vinna en ná samt und­an­tekn­inga­laust að láta hlut­ina ger­ast hægt. Ég er ekki búinn að pin­pointa það nákvæm­lega, en mig grunar að allar þeirra græjur og öll þeirra tæki séu ónýt. Tækja­kost­ur­inn þeirra er í skársta falli und­ar­leg­ur, í versta falli hand­ó­nýt­ur, og það tefur fyrir þeim hvern ein­asta dag. Manni þykir þetta ekk­ert til­töku­mál þegar það kemur ekki inn á okkar aðgerð­ir, en í tíma­hraki líkt og í dag er þetta alvöru vanda­mál.

Skipu­lagið í dag var ónýtt. Eða nei, það var frá­brugðið því sem venjan er á þessum túr og ein­hver gleymdi að láta okkur vita. Tibor, túrmana­ger Elu­veitie (og mögu­lega alls túrs­ins, þótt það hafi aldrei kom­ist á hreint) tók þetta á sig á end­an­um. Þegar sánd­tékki lauk voru 8 mín­útur í gigg, ekki 33 eins og við héld­um. Það vann ekki með nein­um, ég hljóp út í bíl og sótti sviðs­fatn­að­inn, skutl­aði bass­anum utan um mig og hitti strák­ana hlið­ar­sviðs. Þá þegar hafði Flexi kveikt á introinu og kannski mín­úta í að við myndum stíga á svið. Það var þá sem ein­hver gaukaði því að okkur að við ættum bara að spila í 35 mín­útur í kvöld, ekki 45 eins og venju­lega. Við leystum þetta þarna 5 sek­úndur í gigg, afréðum að sleppa Með fugl­um, öðru nýja lag­inu á prógram­inu og keyrðum svo­lítið hart á rest­ina. Mig grunar að áhorf­endur hafi líka haldið að giggið væri aðeins seinna, við hófum leika fyrir hálftóman sal og þurftum að draga fólkið til okk­ar. Þetta end­aði reyndar ágæt­lega, en byrj­unin á þessum tón­leikum var senni­lega dýpsta lægðin sem við höfum mætt á túrnum hingað til varð­andi áhorf­end­ur. En eins og venju­lega leystum við þetta. Við spil­uðum af okkur rass­gatið og hrein­lega létum fólk hlusta. Vel leyst, sal­ur­inn orð­inn þétt­stað­inn í lokin og við komum hálf­brjál­aðir af sviði. Strax í kjöl­farið kom Tibor til okkar og afsak­aði sig í bak og fyr­ir. Það er svo­lítið ný hlið á honum því hann hefur almennt sýnt af sér frekar skít­legan karakt­er. Eða svona gúmmí­skít­legan í það minnsta. Hann er ljóm­andi gaur en finnst greini­lega gaman að vera með dólg. Þarna tók hann hlut­ina þó réttum tök­um, ját­aði öll sín mis­tök og bug­taði sig og beygði. Hann hefði getað komið út úr þessum sam­skiptum sem minni maður en á end­anum fannst mér meira til hans koma en áður. Gott. Mjög gott.

Arkona fengu líka styttri tíma. Ég veit ekki nákvæm­lega hvað olli þessum stytt­ingum en þetta hafði eitt­hvað með opn­un­ar­tíma stað­ar­ins að gera. Þessi hlið var öll und­ar­leg í dag, við­mótið hins vegar frá­bært. Ég hlakka til að koma hingað aft­ur.

Kasetta. Gríðarlega mikilvægt. Kasetta. Gríð­ar­lega mik­il­vægt.

Já eða þang­að. Klukkan er 1.49 og við erum lagðir af stað. Flexi er far­inn í koj­una, Jón Geir, Baldur og Gunni eru mis­fullir og flestir í góðu skapi. Robert var ekki alveg ánægður með að menn skyldu mæta seint í rútu en við höfðum eytt kvöldrest­inni með hópnum öll­um. Hóp­ur­inn er heldur betur að þétt­ast og hér eru allir orðnir kunn­ug­ir. Hér fer skemmti­leg grúppa sem gaman er að ferð­ast með. Eins gott, við eigum rúman mánuð eft­ir.

Þrási var sá eini sem hreyfði almenni­lega á sér rass­gatið í dag. Hann fór á Old Traf­ford, heima­völl Manchester United, og skoð­aði sig um. Þar var auð­vitað ekk­ert að ger­ast. Minja­gripa­versl­un, safn og tómir bún­ings­klef­ar. Og gras sem bannað er að snerta. Ég skil ekki nákvæm­lega hvernig þetta ætti að gleðja nokkurn. En það er svona, grasið er oft grænna hinum megin við hlaupa­braut­ina.

Í skyldum fréttum má nefna að ég reyndi að ganga til liðs við Mana­ger-klan­ið. Hér í rút­unni hafa menn spilað Foot­ball Mana­ger í gríð­ar­legum skorpum til þess að drepa tím­ann. Ég eyddi nokkrum Evrum og þónokkrum tíma í að sækja þennan leik á iPadd­inn. Ég spil­aði fjóra leiki. Ég vann meira að segja einn. En þetta er leið­in­legt. Þetta er alveg ógeðs­lega leið­in­legt. Ég hef ekki spilað leik af Mana­ger-tagi síðan ég spil­aði slíkan á Sinclear Spect­rum rétt fyrir miðjan níunda ára­tug­inn. Leik­ur­inn sá var eitt­hvað bil­aður svo ég varð alltaf að vera Liver­pool. John Barnes var þriðji best­ur. Hann var með 8. Ian Rush var næst­bestur með 9 og Kevin Keagan var með 10, sum sé yfir­burða­mað­ur. Og það var ógeðs­lega gam­an. Þessi nýald­ar­leikur sner­ist mest­meg­ins um að sækja um vinnu og skoða ímeilið sitt. Af hverju í and­skot­anum ætti mér ekki að vera sama um hvort ein­hver ímynd­aður vara­maður er í ást­ar­sorg eða ekki? Bestu kall­arnir eiga bara að vera með 10! Drasl. Ég finn mér eitt­hvað enn ógáfu­legra að gera til að eyða tím­an­um.

Christ­ina og Hösk­uldur komu á gigg annað kvöldið í röð og verða aftur með okkur í Glas­gow á morg­un. Gull­fal­legur félags­skapur og við náðum að fara með þeim út að borða eftir gigg í kvöld. Og við hittum fleiri. The Vin­tage Cara­van eru á túr um Evr­ópu rétt eins og við og spil­uðu í nágrenn­inu, bara nokkrum götum frá. Þeir heilsuðu upp á okkur gömlu menn­inna en hurfu svo til baka til að gera sig klára. Þeir hófu leika aðeins seinna en við og Flexi og Þrási stukku af stað eftir giggið okkar til að sjá þá. Flexi er þeirra hljóð­maður númer eitt og lét sig ekki muna um að grípa í takk­ana. Þetta var víst þrus­ugigg enda frá­bært band þar á ferð. Og miklir meist­ara­snill­ing­ar.

Klukkan er 2.01. Gunni var að hella upp á alveg dýr­indis­kaffi sem ég er rétt að segja að fara að sulla svolitlu af Johnny Wal­ker út í. Jón og Baldur voru að hnakk­ríf­ast rétt áðan en eru hættir því, sá yngri, og raunar lang­yngsti, er að tala í sím­ann en ald­urs­for­set­inn að skegg­ræða við bíl­stjór­ann. Núna erum við að reyna að kom­ast að því hvort ekki sé hægt að spila geisla­diska í bíln­um. Ég keypti víst þre­faldan geisla­disk í vega­sjoppu í nótt. Hann heitir GREATEST EVER! POP PUNK. Gunni er samt senni­lega búinn að skemma geisla­spil­ar­ann. Partýið er í hættu.

Glas­gow á morg­un. Ætli það sé ekki svona 5 tíma keyrsla í heild­ina. Djúp­steikt Mars og eitt­hvað svo­leið­is. Eitt­hvað annað en allur hummus­inn í dag.

Meist­ara­legt dags­ins: Mat­ur!

Sköll dags­ins: Tíma­hrak og skipu­lags­leysi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None