Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: París

DSCF3232-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Klukkan er 23.42. Sumir eru farnir á bar­inn, við Þrá­bi, Böbbi og Flex sitjum í rútu og bíðum eftir að tím­inn líði. Þrási er að horfa á eitt­hvað gam­alt í dót í tölv­unni, Flexi er að stýra Napoli í spjald­tölv­unni og Böbbi er að horfa út í loft­ið. Brott­för er áætluð klukkan 1.00 og Robert er í koju.

DSCF3503 copy (1) Stemmn­ing? Ó já.

Auglýsing

Í nótt hélt ég að Jón Geir væri and­set­inn. Ég var far­inn að sofa þegar hann rugg­aði við mér og bað mig um að kenna sér á Snapchat. Eða svo sem ekki kenna sér, heldur sýna sér hvernig hann ætti að skrá sig inn á nýopn­aðan Snapchat-­reikn­ing okkar Skálmald­ar­manna. (Hey krakk­ar, fylgið okkur á Snapchat. Við göngum undir nafn­inu „skalmold­“!) Þegar því var lokið og ég var hálf­vakn­aður en glað­vakn­aði svo þegar hann fór að „búa til púpu úr mér“. Hann var sum sé að troða sæng­inni undir mig allan og þrengja að mér. Ekki endi­lega það sem mig lang­aði að gera akkúrat klukkan fjögur í nótt en eitt­hvað sem ég set í reynslu­bank­ann fyrir kom­andi upp­eldi barns­ins míns. Og þetta tók hann upp á Snapchat og setti út í tómið. Þið sem fylgið okkur nú þegar á Snapchat hafið með­tekið þetta sem nokkrar sek­úndur af svörtu mynd­skeiði og óskilj­an­legu muldri. Þarna var ég glað­vakn­aður og skófl­aði mér fram­úr. Rútan stopp­aði í vega­sjoppu og þá var and­inn sestur all­kyrfi­lega í Jón. Næstu 2–3 klukku­tíma tókum við það á okk­ur, fyrst ég og Böbbi, og síðan í slag­togi við Flexa og Bald­ur, að halda Jóni á lífi. Hann var ekki talandi svo heitið gæti. Það sem kom upp úr honum var á ensku og lengst af var hann viss um að við værum í Þús­ald­ar­-­Fálk­an­um, stjarn­fari Hans Óla úr Stjörnu­stríðs­mynd­un­um. Þetta ástand tók svo á sig ýmsar myndir og ég veit ekki nákvæm­lega hvort mér fannst kómískara að hafa hann hér frammi í setu­stof­unni á sokk­unum ein­um, eða þegar hann var kom­inn í lopa­peys­una til við­bót­ar. Eftir nokkra tugi metra af rúlli hér fram og aftur um þröngan gang rút­unnar skutl­aði Flex honum svo í koju. Við veltum vini okkar í læsta hlið­ar­legu og vökt­uðum hann fram eftir morgni.

Jón Geir vakn­aði hress og glaður í dag, undr­andi reyndar á þessum nátt­fötum sín­um, lopa að ofan og spari­sokkum að neð­an, og hversu eigur hans voru dreifðar um alla rút­una. Hann á enga minn­ingu af því sem gerð­ist. Alls enga. Hann man eftir því að hafa verið á spjalli við Robert um köngu­lær, eftir það boðið góða nótt og haldið til koju. Vitn­is­burð­ur­inn frá Robert bakkar þetta allt saman upp. Senni­leg skýr­ing á þessu öllu saman er þessi: Jón Geir gekkst undir axl­ar­að­gerð fyrr á árinu og er enn að jafna sig. Þegar hann hélt á túr­inn lét lækn­ir­inn hans hann hafa vöðva­slak­andi töflur í kveðju­skyni og mögu­lega hefur Jón tekið eins og hálfa svo­leiðis fyrir svef­inn. Nú eða þrjár til fimm í ein­hverjum mis­gán­ingi. Hvað sem olli á ég aldrei eftir að gleyma æfingum hins berrass­aða trymbils sem sat gegnt Böbba hér frammí, röfl­aði óskilj­an­lega um orr­ustu­taktík í þyngd­ar­leysi og reif undir hnés­bæt­urnar á sér á vís svo skein í Hel­stirn­ið. Allt hlaut þetta bless­un­an­legar lyktir og lífið hélt áfram sinn vana­gang í dag og við allir sem einn frá­bærir á gigg­inu, Jón Geir átti meira að segja sér­lega góðan dag við sett­ið. Við hentum þó vöðva­slak­andi töfl­unum í ruslið til vonar og vara.

Þeir sem hafa fylgst með fyrri túr­bloggum Skálmaldar muna mögu­lega eftir eldri hrak­falla­sögum af Jóni. Við höfum náð að reikna út að ósköpin virð­ast alltaf dynja á eftir sjö­undu tón­leika hvers túrs. Og hér stóð heima.

Giggið í París var frá­bært. Eftir svefn­trufl­an­irnar lá ég sof­andi langt fram á dag­inn og dratt­að­ist ekki úr koj­unni fyrr en um þrjú. Þá tók við allt þetta venju­lega og hér var allt svo ljóm­andi ágætt. Ég þarf ekki að fjöl­yrða um giggið sjálft, það var alger­lega frá­bært, og und­ir­strikar enn og aftur að Frakkar eru meist­ara­meist­ar­ar. Bæði var stemn­ingin á tón­leik­unum rosa­leg og eins er alveg óskap­lega gaman að spjalla við fólk eftir á. Í sam­hengi við það seldum við mjög vel af varn­ingi í kvöld og allt er eins og best verður á kos­ið.

Félagi okkar frá Húsa­vík, Ármann Örn, hafði boðað komu sína fyrir nokkru síð­an. Hann er búsettur hér í París í augna­blik­inu og verður fram að jól­um. Eitt­hvað höfðum við mis­skilið hvorn ann­an. Tón­leik­arnir hófust óvenju snemma í kvöld, klukkan hálf7, og hann var heldur seinn á stað­inn. Þrátt fyrir það náðum við góðum fund­um, nokkrum bjórum eftir giggið og í fram­hald­inu mál­tíð á veit­inga­stað hér skammt frá. Það borð­hald sátum við sex, ég, Bald­ur, Jón Geir, umræddur Ármann sem og tveir íslenskir strákar sem slædd­ust hér á tón­leik­ana. Þeir heita Sindri og Jón, að ég held tutt­uguog­tveggja ára gaml­ir, og eru hér í viku­fríi með­fram því að ætla að sýna listir sýnar fyrir gang­andi veg­far­endur Par­ís­ar-­borg­ar. Þessir snill­ingar eru hluti af Sirku­s(i) Ísland(s) og ákváðu að láta á þetta reyna. Ég verð hopp­andi glaður þegar ég kemst í kynni við svona fólk, fólk sem gerir eitt­hvað spont­ant og óskynsam­legt, rífur sig upp og tekur því sem kemur upp á. Til við­bótar við þessa frá­bæru lífs­sýn eru þeir tví­menn­ingar óskap­lega skemmti­legur félags­skapur og með upp­hand­leggi sem maður þarf að gera ráð fyrir þegar borð­hald er þröngt. Þetta var góð mál­tíð í góðum félags­skap.

Blessað strandlífið. Blessað strand­líf­ið.

Rúss­arnir eru alls ekki búnir að redda raf­magn­inu og Vla­dimir tjáði mér eftir tón­leika gær­dags­ins að hann væri nú bara alveg til í að samnýta þráð­lausa kerfið mitt með mér það sem eftir lifði túrs. Ég sagði að sjálf­sögðu já. Því var mætt með svip­lausu ofur­þakk­læti. Meist­ara­snill­ingar þessir Rúss­ar. Það verður þá þannig það sem eftir lifir, wirel­essið mitt verður sekkja­pípugegn­sósa í des­em­ber. Ljúft og skylt.

Til tals hafði komið að tvo af Elu­veiti­e-krökk­unum myndu spila með okkur í dag, stefið í Kvaðn­ingu. Til þess kom þó ekki sökum skipu­lags­skorts og ein­hverrar bjúrókrasíu geri ég ráð fyr­ir. Það mun þó ger­ast á end­anum og von­andi fyrr en seinna. Það örlar á ein­hverju drama í þeirra her­búð­um, ein­hver vand­ræði virð­ast ber­ast að heiman og mögu­lega er einn með­limur hand­kram­búler­aður eftir orða­skipti og barn­ing eftir tón­leika í dag. Ekki mis­skilja, þetta er rólynd­is­fólk, en ein­hver blóð­hiti virð­ist krauma.

Klukkan er 0.22 og staðan nákvæm­lega sú sama og við upp­haf bloggs, nema hvað Þrábi hefur tekið í stjórn­ar­tauma Manchester United. Þrír að spila Mana­ger. Þetta ætlar að verða trendið á þessum túr. Á morgun spilum við í Belg­íu, nálægt Antwerpen, á tón­leika­stað sem við höfum spilað á áður. Það þýðir aldrei neitt fyrir mig að reyna að rifja svona lagað upp. Böbbi man hins­vegar allt í smá­at­rið­um. Þangað eru 350 kíló­metr­ar. Það er létt.

Meist­ara­legt dags­ins: Jón Geir.

Sköll dags­ins: Jón Geir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None