Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Romagnano

DSCF3242-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæplega 7 vikna túr um Evrópu. Dagarnir eru afskaplega viðburðaríkir og aðstæður oft afskaplega skemmtilegar. Snæbjörn, bassaleikari og textahöfundur sveitarinnar, heldur úti daglegu bloggi á vef Kjarnans þar sem hann lýsir hinu goðsagnakennda rokkaralífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auðvitað rokk & ról beint í æð.

Romagnano


Við höfum spilað hér áður. Við spiluðum hér í fyrra. Í minningunni var þetta alveg ógeðslegur staður en þetta var ekki alveg eins slæmt og mig minnti. Sennilega var ég bara svona hakkaður af þynnku síðast. Starfsfólkið var ekkert eins hellað og  mig minnti, maturinn var svona meh, og viðmótið fínt. Já, ég dreg í land með það, starfsfólkið var ljómandi. En nú er túrinn svo sannarlega kominn af stað, þetta var fyrsti svona „venjulegi“ dagurinn og allt er að komast í skorður.

Innslag: Rétt í þessu var Angry Mike, bílstjóri stóru rútunnar, að komast að því að ég eigi von á barni. Hann er nú búinn að lýsa því fyrir mér í smáatriðum hversu risastórar hreðjar hans barns eru. Það langstærsta við barnið, segir hann. Angry Mike er ótrúlegur maður. Hann keyrði okkur á túr 2011 og er alltaf reiður. Hann talar hratt og mikið, notar of mörg orð yfir einfalda hluti og er ofboðslega uppstökkur. En hann er ekki slæmur gaur.

En já. Eluveitie halda áfram að brúka þennan helvítis trommupall. Sviðið í dag var ööörlítið stærra en í gær, en pallurinn tók samt sem áður sirka helminginn af því. Við höfðum trommusettið okkar þó fyrir miðju en þar með var svo gott sem ófært milli sviðskanta. Ég sá Baldur til að mynda ekkert fyrr en eftir gigg bara. Og hann svona myndarlegur og ber að ofan. Við notuðum nýja fánann í fyrsta skipti. Hann kom einstaklega vel út.

Auglýsing

DSCF3263 copy Þær eru fallegar, þungarokkslappirnar.

Við fengum gesti. Reynir heitir maður og er búsettur einhverstaðar á Ítalíu. Við þekkjumst svolítið, en ég man ekki alveg af hverju eða hvernig það kom til. Við höfum mest verið í samskiptum yfir netið en þó hist nokkrum sinnum. Hann kom við þriðja mann og eftir gigg settumst við á kaffisjoppu rétt hjá tónleikastaðnum og spjölluðum lifandis helling. Já, reyndar voru þeir bara tveir þar, Reynir og annar vinurinn. Hinn vinurinn var fulli gaurinn. Það var eitthvað við það að spila tónleika á föstudagskvöldi á Ítalíu og eini gaurinn með vesen skuli vera Íslendingur. Við héldum svo til baka þegar Eluveitie voru að klára og þá bentu dyraverðir staðarins góðlega á að hinn ofurfulli Íslendingur væri hálfa hársbreidd frá því að enda í lögreglubíl. Reynir og minna fulli vinurinn leystu þetta mál af festu og við kvöddumst fallega.

Giggið sjálft var ljómandi fínt, fyrir utan þetta sambandsleysi milli manna. Var ég búinn að nefna helvítis trommupallinn hjá Svissunum? Helvítis helvíti! En jájá, þetta gekk vel, við þurftum aðeins að draga fólk til okkar en það gekk eftir þegar við höfðum öskrað smá á þau. 45 mínútur liðu eins og 15 og ég kom löðursveittur af sviði. Ég er ennþá í sama bolnum og ég var í á Leifstöð fyrir 3 dögum og ég er búinn að spila tvenna tónleika í honum. Og sömu brókinni. Þetta öskrar á sturtu.  Vonandi verður svoleiðis í Lyon á morgun. Það er reyndar sturta hér, en hún er líka klósett. Jebb, sturtuhaus á veggnum, gat í gólfinu og takki til þess að sturta niður. Shitaly. Það kalla rokkararnir Ítalíu á ferðum sínum. Orðagrín. Allir eru Laddi.

Þráinn Árni Baldvinsson úr Torfunesi í Kinn, er hér alveg sérstaklega svalur með sólgleraugu. Þráinn Árni Baldvinsson úr Torfunesi í Kinn, er hér alveg sérstaklega svalur með sólgleraugu.

Á Ítalíu er starfræktur lítill aðdáendaklúbbur Skálmaldar og við bræður hlóðum í eitt viðtal við tvo unga drengi vegna þess. Það var átakalaust og strákarnir kurteisir og þakklátir. Skemmtilegt að sjá hvernig við hlöðum jafnt og þétt utan á okkur aðdáendum. Við erum kannski ekki stærsta band í heimi en staðreyndin er að alltaf bætast fleiri í hópinn. Galdurinn er að spila og spila og spila og spila. Það verður enginn rokkstjarna á einni nóttu. Og við sennilega aldrei. En þetta er gaman.

Það er aðeins kurr í mannskapnum. Þeir sem leiða herbúðir Svisslendingana eru svolitlir gikkir. Ætla ekki að ganga alveg svo langt að kalla þetta rokkstjörnustæla, en ég gæti þó alveg gert það. Tillitið til minni bandanna er nákvæmlega ekkert, og samskiptin pínu stirð. Þetta er auðvitað ekki nema rétt farið af stað og vonandi liðkast þetta allt saman því ég nenni ekki svona attitúdi. Það skal tekið fram að langflestir eru mjög næs, en þeir sem ráða eru líka oft leiðinlegastir. Við höfum hinsvegar mjög ágæt samskipti við Rússana, þau hjálpa okkur og við þeim. Anton, fararstjóri þeirra og hljóðmaður, er meistaralegur og hann er til í að láta hlutina ganga. Annar mikilvægur bandamaður er móntormixermaður Svisslendingana, öðlingurinn hann Marci. Hann er maðurinn sem sendur upp og sækir eitthvað fyrir mann, talar okkar máli þegar verið er að éta okkur út á gaddinn og er bara svo vinalegur. Hann hefur engar skyldur gagnvart okkur, hann er bara svo óskaplega góður maður og vinur okkar til margra ára. Fyrsti frídagur túrsins er á mánudaginn og Marci er nú þegar búinn að ganga frá því að við eyðum honum í Barcelona. Hann langar til að fá sér í könnu með okkur segir hann. Það hentar frábærlega því tveir af okkur eiga pantaða húðflúrstíma þar í borg klukkan 11 á mánudagsmorgun.

Við seldum varning langt umfram vonir í kvöld. Cat sér um að selja dótið okkar og Arkona og hún virðist svo sannarlega vera að vinna fyrir kaupinu sínu. Vinaleg stelpa sem gott er að hafa í sínu liði. Lokin á kvöldinu fóru svo í að drekka aðeins með böndunum. Söngvari Eluveitie, Chrigel, er svona líka ljómandi gaur. Eluveitie er bandið hans, hann stofnaði sveitina fyrir 12 árum og hann heldur um taumana. Hann er áhugasamur og hress, veit furðumikið um Skálmöld og Ísland og hann langar í brennivín og hákarl. Við leysum það um miðjan túr þegar við fáum gesti að heiman. Þessi síðasta stund með þessu ágæta fólki orsakaði það að ég gat ekki skrifað þennan pistil á réttum tíma. Ég er að svindla. Ég er skítþunnur og við lentir í Lyon daginn eftir. Hitt hefði aldrei gengið.

Farangursmálið ógurlega var leyst í dag (jájá, í gær) og á tónleikastaðinn mætti sendiferðabíll sem tók helling af drasli. Ég veit ekki hvort þetta verður planið framvegis, en við erum allavega lausir við dót og vesen.

Meistaralegt dagsins: Maður Reynir (sláið inn „Maður Reynir“ á YouTube).

Sköll dagsins: Margir dagar frá síðustu sturtu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None