Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Romagnano

DSCF3242-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Romagnano



Við höfum spilað hér áður. Við spil­uðum hér í fyrra. Í minn­ing­unni var þetta alveg ógeðs­legur staður en þetta var ekki alveg eins slæmt og mig minnti. Senni­lega var ég bara svona hakk­aður af þynnku síð­ast. Starfs­fólkið var ekk­ert eins hellað og  mig minnti, mat­ur­inn var svona meh, og við­mótið fínt. Já, ég dreg í land með það, starfs­fólkið var ljóm­andi. En nú er túr­inn svo sann­ar­lega kom­inn af stað, þetta var fyrsti svona „venju­legi“ dag­ur­inn og allt er að kom­ast í skorð­ur.

Innslag: Rétt í þessu var Angry Mike, bíl­stjóri stóru rút­unn­ar, að kom­ast að því að ég eigi von á barni. Hann er nú búinn að lýsa því fyrir mér í smá­at­riðum hversu risa­stórar hreðjar hans barns eru. Það langstærsta við barn­ið, segir hann. Angry Mike er ótrú­legur mað­ur. Hann keyrði okkur á túr 2011 og er alltaf reið­ur. Hann talar hratt og mik­ið, notar of mörg orð yfir ein­falda hluti og er ofboðs­lega upp­stökk­ur. En hann er ekki slæmur gaur.

En já. Elu­veitie halda áfram að brúka þennan hel­vítis trommu­pall. Sviðið í dag var ööör­lítið stærra en í gær, en pall­ur­inn tók samt sem áður sirka helm­ing­inn af því. Við höfðum trommu­settið okkar þó fyrir miðju en þar með var svo gott sem ófært milli sviðs­kanta. Ég sá Baldur til að mynda ekk­ert fyrr en eftir gigg bara. Og hann svona mynd­ar­legur og ber að ofan. Við not­uðum nýja fán­ann í fyrsta skipti. Hann kom ein­stak­lega vel út.

Auglýsing

DSCF3263 copy Þær eru fal­leg­ar, þung­arokkslapp­irn­ar.

Við fengum gesti. Reynir heitir maður og er búsettur ein­hver­staðar á Ítal­íu. Við þekkj­umst svo­lít­ið, en ég man ekki alveg af hverju eða hvernig það kom til. Við höfum mest verið í sam­skiptum yfir netið en þó hist nokkrum sinn­um. Hann kom við þriðja mann og eftir gigg sett­umst við á kaffi­sjoppu rétt hjá tón­leika­staðnum og spjöll­uðum lif­andis hell­ing. Já, reyndar voru þeir bara tveir þar, Reynir og annar vin­ur­inn. Hinn vin­ur­inn var fulli gaur­inn. Það var eitt­hvað við það að spila tón­leika á föstu­dags­kvöldi á Ítalíu og eini gaur­inn með vesen skuli vera Íslend­ing­ur. Við héldum svo til baka þegar Elu­veitie voru að klára og þá bentu dyra­verðir stað­ar­ins góð­lega á að hinn ofur­fulli Íslend­ingur væri hálfa hárs­breidd frá því að enda í lög­reglu­bíl. Reynir og minna fulli vin­ur­inn leystu þetta mál af festu og við kvödd­umst fal­lega.

Giggið sjálft var ljóm­andi fínt, fyrir utan þetta sam­bands­leysi milli manna. Var ég búinn að nefna hel­vítis trommu­pall­inn hjá Sviss­un­um? Hel­vítis hel­víti! En jájá, þetta gekk vel, við þurftum aðeins að draga fólk til okkar en það gekk eftir þegar við höfðum öskrað smá á þau. 45 mín­útur liðu eins og 15 og ég kom löð­ur­sveittur af sviði. Ég er ennþá í sama bolnum og ég var í á Leif­stöð fyrir 3 dögum og ég er búinn að spila tvenna tón­leika í hon­um. Og sömu brók­inni. Þetta öskrar á sturt­u.  Von­andi verður svo­leiðis í Lyon á morg­un. Það er reyndar sturta hér, en hún er líka kló­sett. Jebb, sturtu­haus á veggn­um, gat í gólf­inu og takki til þess að sturta nið­ur. Shita­ly. Það kalla rokk­ar­arnir Ítalíu á ferðum sín­um. Orða­grín. Allir eru Laddi.

Þráinn Árni Baldvinsson úr Torfunesi í Kinn, er hér alveg sérstaklega svalur með sólgleraugu. Þrá­inn Árni Bald­vins­son úr Torfu­nesi í Kinn, er hér alveg sér­stak­lega svalur með sól­gler­aug­u.

Á Ítalíu er starf­ræktur lít­ill aðdá­enda­klúbbur Skálmaldar og við bræður hlóðum í eitt við­tal við tvo unga drengi vegna þess. Það var átaka­laust og strák­arnir kurt­eisir og þakk­lát­ir. Skemmti­legt að sjá hvernig við hlöðum jafnt og þétt utan á okkur aðdá­end­um. Við erum kannski ekki stærsta band í heimi en stað­reyndin er að alltaf bæt­ast fleiri í hóp­inn. Gald­ur­inn er að spila og spila og spila og spila. Það verður eng­inn rokk­stjarna á einni nóttu. Og við senni­lega aldrei. En þetta er gam­an.

Það er aðeins kurr í mann­skapn­um. Þeir sem leiða her­búðir Sviss­lend­ing­ana eru svolitlir gikk­ir. Ætla ekki að ganga alveg svo langt að kalla þetta rokk­stjörnu­stæla, en ég gæti þó alveg gert það. Til­litið til minni band­anna er nákvæm­lega ekk­ert, og sam­skiptin pínu stirð. Þetta er auð­vitað ekki nema rétt farið af stað og von­andi liðkast þetta allt saman því ég nenni ekki svona attitúdi. Það skal tekið fram að lang­flestir eru mjög næs, en þeir sem ráða eru líka oft leið­in­leg­ast­ir. Við höfum hins­vegar mjög ágæt sam­skipti við Rúss­ana, þau hjálpa okkur og við þeim. Ant­on, far­ar­stjóri þeirra og hljóð­mað­ur, er meist­ara­legur og hann er til í að láta hlut­ina ganga. Annar mik­il­vægur banda­maður er móntormix­ermaður Sviss­lend­ing­ana, öðling­ur­inn hann Marci. Hann er mað­ur­inn sem sendur upp og sækir eitt­hvað fyrir mann, talar okkar máli þegar verið er að éta okkur út á gadd­inn og er bara svo vina­leg­ur. Hann hefur engar skyldur gagn­vart okk­ur, hann er bara svo óskap­lega góður maður og vinur okkar til margra ára. Fyrsti frí­dagur túrs­ins er á mánu­dag­inn og Marci er nú þegar búinn að ganga frá því að við eyðum honum í Barcelona. Hann langar til að fá sér í könnu með okkur segir hann. Það hentar frá­bær­lega því tveir af okkur eiga pant­aða húð­flúrs­tíma þar í borg klukkan 11 á mánu­dags­morg­un.

Við seldum varn­ing langt umfram vonir í kvöld. Cat sér um að selja dótið okkar og Arkona og hún virð­ist svo sann­ar­lega vera að vinna fyrir kaup­inu sínu. Vina­leg stelpa sem gott er að hafa í sínu liði. Lokin á kvöld­inu fóru svo í að drekka aðeins með bönd­un­um. Söngv­ari Elu­veitie, Chrig­el, er svona líka ljóm­andi gaur. Elu­veitie er bandið hans, hann stofn­aði sveit­ina fyrir 12 árum og hann heldur um taumana. Hann er áhuga­samur og hress, veit furðu­mikið um Skálmöld og Ísland og hann langar í brenni­vín og hákarl. Við leysum það um miðjan túr þegar við fáum gesti að heim­an. Þessi síð­asta stund með þessu ágæta fólki orsak­aði það að ég gat ekki skrifað þennan pistil á réttum tíma. Ég er að svindla. Ég er skít­þunnur og við lentir í Lyon dag­inn eft­ir. Hitt hefði aldrei geng­ið.

Far­ang­urs­málið ógur­lega var leyst í dag (já­já, í gær) og á tón­leika­stað­inn mætti sendi­ferða­bíll sem tók hell­ing af drasli. Ég veit ekki hvort þetta verður planið fram­veg­is, en við erum alla­vega lausir við dót og vesen.

Meist­ara­legt dags­ins: Maður Reynir (sláið inn „Maður Reyn­ir“ á YouTu­be).

Sköll dags­ins: Margir dagar frá síð­ustu sturtu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None