Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Szczecin

DSCF3185-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Jájá, þetta er nafn á borg. Hingað höfum við aldrei komið en hingað væri ég til í að koma aft­ur. Þetta var óbeislað og ofboðs­legt.

Ég fór alger­lega orku­laus að sofa, eða í það minnsta í koju. Verð­skuldað eftir líf­ernið und­an­far­ið. Það end­aði nú samt sem áður svo að ég horfði á þrjár bíó­myndir og sofn­aði ekki fyrr en kannski sjö. Sól­ar­hring­ur­inn ...

Auglýsing

Jæja. Ég var svo sann­ar­lega trufl­aður við þessa færslu. Klukkan er 1.35 og nú er ég nýkom­inn aftur inn í rútu. Ég hef hingað til talað vel um pólskan almenn­ing og geri það áfram í fram­tíð­inni. En hér er margt skýrið og ofríki. Hér sat ég í rút­unni, þétt­pass­legur og svo­leið­is. Hingað inn bár­ust vand­ræða­fregnir af for­söngv­ara vor­um. Jebb. Böbbi átti í vand­ræðum með hægðir síð­ast, núna hefði hann ekki átt að pissa svona.

Það er bannað að míga á víða­vangi í Pól­landi. Böbbi gerði það. Í runna hér rétt fyrir utan venjúið. Hann var þó varla nema rétt byrj­aður að slaka úr þeim hjálm­lausa þegar að kom víf­andi lög­reglu­bíll af stærri gerð­inni, sá hafði blikk­andi ljós og út úr honum komu sirka þrír lög­reglu­þjón­ar. Og nú er Böbbi samt enn að míga á sig. Einmitt, hann var ekki nema rétt byrj­að­ur. Og þarna stóðu þeir, með alvæpni, ekki nema mátu­lega ham­ingju­sam­ir, og reyndar alls ekki. Ég veit ekki hvað ég var nákvæm­lega að gera þarna, en ég gerði alls ekk­ert gagn þegar ég fleygði sígar­ettu­stubb í stétt­ina. Það er líka bann­að. Okkur til björg­unar var þar kom­inn mað­ur­inn sem hefur haldið utan um þessi þrjú Pól­lands-gigg. Hann gerði sitt allra besta sem varð sjálf­sagt alveg þónokk­uð. Ég slapp með til­tal, Böbbi fékk eitt­hvað sem sam­svarar 5.000 króna sekt. Og auð­vitað vopnað til­tal. Böbbi af öllum mönn­um. Mað­ur­inn sem alltaf er með sitt á hreinu, gerir ekki flugu mein, leggur sig fram dag hvern við mann­gæsku og gengur fram af sjálfum sér með sam­visku­semi. Æi þetta gladdi mig. Ég kem til með að muna þetta fram í dauð­ann.

DSCF3969 copy „Ég veit ekki hvað ég var nákvæm­lega að gera þarna, en ég gerði alls ekk­ert gagn þegar ég fleygði sígar­ettu­stubb í stétt­ina. Það er líka bann­að.“ Bibbi braut lög­in, eins og Böbb­i.

Rétt í þessu stopp­uðum við svo á bens­ín­stöð þar sem Böbbi bað um eina rauð­vín og jarð­ar­berja­sultu. Við höfum nefni­lega haldið þeirri hefð und­an­farna daga að búa til hnetu­smjörs- og sultu­sam­lokur en sultan klárað­ist í gær. Bens­ín­mað­ur­inn átti enga sultu. Böbbi bað um tvær aukar­auð­víns­flöskur í stað­inn en sá átti bara eina. Böbbi reif í mig á plan­inu og skutl­aði mér inn í rútu: „Komum okkur héð­an, ég hata Pól­land!“

Þetta er þó í gamni sagt. Pól­land er meist­ari þrátt fyrir þessa síð­ustu hnökra. Giggið í dag var örlítið hrárra en und­an­farna daga, minni sal­ur, allt aðeins frum­stæð­ara, en alger­lega brjál­að. Fyrr­nefndur pró­móter, mað­ur­inn sem bjarg­aði Böbba frá extens­ífri fangsels­is­vist, og hans fylgd­ar­lið hafa verið okkur óskap­lega vin­veitt og hóta því að skipu­leggja heilt tón­leika­ferða­lag Skálmaldar hér­lendis á næsta ári. Sjáum hvar það end­ar, svona full­yrð­ingar falla víða á tón­leika­ferð­um.

En já, hvar var ég við byrjun færslu? Sól­ar­hring­ur­inn hjá mér er alger­lega öfug­snú­inn. Ég sofn­aði um sjö í morgun eftir þrjár bíó­mynd­ir, vakn­aði svo um þrjú og álp­að­ist á venjúið. Það var pínu flók­ið, ég þurfti að labba gegnum hóp af fólki sem þá þegar hafði safn­ast saman til að bíða þess að stað­ur­inn opn­aði. Þar bank­aði ég á dyrnar sem stór maður opn­aði, ég sýndi pass­ann minn og labb­aði inn. Og svo bara gerði ég ekk­ert. Ég lá í óþægi­legum sófa og í kringum mig var vond lykt og hávaði. Böbbi og Halli afréðu að rölta. Klukku­tíma síðar komu þeir til baka og sögð­ust hafa fundið Star­bucks. Þá rifum við Flexi okkur upp af röss­unum og tókum stefn­una þang­að.  Og þetta var það eina sem ég sá af Pól­landi á þessum þremur dögum fyrir utan bíla­stæði og skítuga tón­leika­staði. Við röltum sirka sjö mín­útur í skíta­fokk­ingkulda, fundum kaffi­stað­inn umrædda og þar blæddi minn ást­kæri Felix jóla­kaffi og meððí á vesk­is­lausan mig. Þarna sátum við í sirka klukku­tíma, umkringdir Pól­lands-­meng­uðum Amer­ík­u-kúlt­úrnum og nutum stund­ar. Það var alger­lega osom og kló­settið var alveg sér­lega hreint.

Líkt og und­an­farna daga fengum við ekk­ert eig­in­legt sánd­tékk, aðeins örstutt línu­tékk eftir lókal­bönd­in. Við upp­haf þess kom svo sann­ar­lega babb í bát­inn. Þetta pólska krú sem hefur fylgt okkur síð­ustu daga hefur upp­á­staðið frá upp­hafi að við skulum aldrei halda á dót­inu okk­ar, hljóð­færum og með­fylgj­andi, úr og í bíl­inn. Það er vissu­lega léttir fyrir okk­ur, þetta dag­lega rót er óþol­andi. En þegar aðrir róta ger­ast mis­tök­in. Hljóm­borðs­sta­tífið varð eftir í Kraká. Venju­lega mónitorum við sjálfir það sem fer úr kerrunni og í hana aftur en kæru­leysið varð okkur að falli í þetta skipt­ið. Í miklu tíma­hraki leystum við málin með Halla í far­ar­broddi, fengum lán­aða stóra flug­kistu frá Elu­veitie undir stærra borðið og settum hið minna á kistu undan því stærra. Venju­lega höfum við borðin á standi sem ber þau í sama flútti, minna borðið fyrir ofan hið stærra. Hér var ekki um það að ræða og Halli spilaði á þau í 90 gráðu horn­upp­still­ingu. Svona eins og Jakob Frí­mann og Nick Rhodes. Það ku vera í fyrsta skipti Skálmaldar og ekki til eft­ir­breytni. Við sendum fyr­ir­spurn á venjú gær­dags­ins en höfum ekki fengið svar. Fed-Ex og vinir hans hafa reyndar ekki reynst okkur vel gegnum árin og því hugsa ég að við kaupum nýtt í Berlín á morg­un. Szczecin er ekki langt frá landa­mær­unum og Robert hótar ekki nema kannski þriggja tíma keyrslu til Berlín.

Þrási var eitt­hvað örlítið sloj í dag en keyrði sig í gang af stað­festu eftir langan svefn. Hann var þó fram­lágur eftir lög­reglu­hneykslið og lagði sig eftir rauð­víns­kaup­in. Nú er klukkan 2.25 og Jón var að laum­ast í koj­una. Síbrota­mað­ur­inn og litli bróðir eru hér sínu glað­astir en auk okkar sitja í setu­stof­unni þeir Flex og Halli. Rauð­vínið sem Böbbi keypti er ógeðs­lega vont. Ég er samt búinn með þrjú glös. Lítil samt. Svona plast­glös sem maður notar oft­ast undir kaffi á bið­stof­um. Við erum að hlusta á HAM. Svik, harmur og dauði! Það er gaman að vera í Skálmöld.

Meist­ara­legt dags­ins: Böbbi tek­inn af lögg­unni fyrir að pissa á almanna­færi.

Sköll dags­ins: Við yfir­gefum Pól­land.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None