Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Szczecin

DSCF3185-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Jájá, þetta er nafn á borg. Hingað höfum við aldrei komið en hingað væri ég til í að koma aft­ur. Þetta var óbeislað og ofboðs­legt.

Ég fór alger­lega orku­laus að sofa, eða í það minnsta í koju. Verð­skuldað eftir líf­ernið und­an­far­ið. Það end­aði nú samt sem áður svo að ég horfði á þrjár bíó­myndir og sofn­aði ekki fyrr en kannski sjö. Sól­ar­hring­ur­inn ...

Auglýsing

Jæja. Ég var svo sann­ar­lega trufl­aður við þessa færslu. Klukkan er 1.35 og nú er ég nýkom­inn aftur inn í rútu. Ég hef hingað til talað vel um pólskan almenn­ing og geri það áfram í fram­tíð­inni. En hér er margt skýrið og ofríki. Hér sat ég í rút­unni, þétt­pass­legur og svo­leið­is. Hingað inn bár­ust vand­ræða­fregnir af for­söngv­ara vor­um. Jebb. Böbbi átti í vand­ræðum með hægðir síð­ast, núna hefði hann ekki átt að pissa svona.

Það er bannað að míga á víða­vangi í Pól­landi. Böbbi gerði það. Í runna hér rétt fyrir utan venjúið. Hann var þó varla nema rétt byrj­aður að slaka úr þeim hjálm­lausa þegar að kom víf­andi lög­reglu­bíll af stærri gerð­inni, sá hafði blikk­andi ljós og út úr honum komu sirka þrír lög­reglu­þjón­ar. Og nú er Böbbi samt enn að míga á sig. Einmitt, hann var ekki nema rétt byrj­að­ur. Og þarna stóðu þeir, með alvæpni, ekki nema mátu­lega ham­ingju­sam­ir, og reyndar alls ekki. Ég veit ekki hvað ég var nákvæm­lega að gera þarna, en ég gerði alls ekk­ert gagn þegar ég fleygði sígar­ettu­stubb í stétt­ina. Það er líka bann­að. Okkur til björg­unar var þar kom­inn mað­ur­inn sem hefur haldið utan um þessi þrjú Pól­lands-gigg. Hann gerði sitt allra besta sem varð sjálf­sagt alveg þónokk­uð. Ég slapp með til­tal, Böbbi fékk eitt­hvað sem sam­svarar 5.000 króna sekt. Og auð­vitað vopnað til­tal. Böbbi af öllum mönn­um. Mað­ur­inn sem alltaf er með sitt á hreinu, gerir ekki flugu mein, leggur sig fram dag hvern við mann­gæsku og gengur fram af sjálfum sér með sam­visku­semi. Æi þetta gladdi mig. Ég kem til með að muna þetta fram í dauð­ann.

DSCF3969 copy „Ég veit ekki hvað ég var nákvæm­lega að gera þarna, en ég gerði alls ekk­ert gagn þegar ég fleygði sígar­ettu­stubb í stétt­ina. Það er líka bann­að.“ Bibbi braut lög­in, eins og Böbb­i.

Rétt í þessu stopp­uðum við svo á bens­ín­stöð þar sem Böbbi bað um eina rauð­vín og jarð­ar­berja­sultu. Við höfum nefni­lega haldið þeirri hefð und­an­farna daga að búa til hnetu­smjörs- og sultu­sam­lokur en sultan klárað­ist í gær. Bens­ín­mað­ur­inn átti enga sultu. Böbbi bað um tvær aukar­auð­víns­flöskur í stað­inn en sá átti bara eina. Böbbi reif í mig á plan­inu og skutl­aði mér inn í rútu: „Komum okkur héð­an, ég hata Pól­land!“

Þetta er þó í gamni sagt. Pól­land er meist­ari þrátt fyrir þessa síð­ustu hnökra. Giggið í dag var örlítið hrárra en und­an­farna daga, minni sal­ur, allt aðeins frum­stæð­ara, en alger­lega brjál­að. Fyrr­nefndur pró­móter, mað­ur­inn sem bjarg­aði Böbba frá extens­ífri fangsels­is­vist, og hans fylgd­ar­lið hafa verið okkur óskap­lega vin­veitt og hóta því að skipu­leggja heilt tón­leika­ferða­lag Skálmaldar hér­lendis á næsta ári. Sjáum hvar það end­ar, svona full­yrð­ingar falla víða á tón­leika­ferð­um.

En já, hvar var ég við byrjun færslu? Sól­ar­hring­ur­inn hjá mér er alger­lega öfug­snú­inn. Ég sofn­aði um sjö í morgun eftir þrjár bíó­mynd­ir, vakn­aði svo um þrjú og álp­að­ist á venjúið. Það var pínu flók­ið, ég þurfti að labba gegnum hóp af fólki sem þá þegar hafði safn­ast saman til að bíða þess að stað­ur­inn opn­aði. Þar bank­aði ég á dyrnar sem stór maður opn­aði, ég sýndi pass­ann minn og labb­aði inn. Og svo bara gerði ég ekk­ert. Ég lá í óþægi­legum sófa og í kringum mig var vond lykt og hávaði. Böbbi og Halli afréðu að rölta. Klukku­tíma síðar komu þeir til baka og sögð­ust hafa fundið Star­bucks. Þá rifum við Flexi okkur upp af röss­unum og tókum stefn­una þang­að.  Og þetta var það eina sem ég sá af Pól­landi á þessum þremur dögum fyrir utan bíla­stæði og skítuga tón­leika­staði. Við röltum sirka sjö mín­útur í skíta­fokk­ingkulda, fundum kaffi­stað­inn umrædda og þar blæddi minn ást­kæri Felix jóla­kaffi og meððí á vesk­is­lausan mig. Þarna sátum við í sirka klukku­tíma, umkringdir Pól­lands-­meng­uðum Amer­ík­u-kúlt­úrnum og nutum stund­ar. Það var alger­lega osom og kló­settið var alveg sér­lega hreint.

Líkt og und­an­farna daga fengum við ekk­ert eig­in­legt sánd­tékk, aðeins örstutt línu­tékk eftir lókal­bönd­in. Við upp­haf þess kom svo sann­ar­lega babb í bát­inn. Þetta pólska krú sem hefur fylgt okkur síð­ustu daga hefur upp­á­staðið frá upp­hafi að við skulum aldrei halda á dót­inu okk­ar, hljóð­færum og með­fylgj­andi, úr og í bíl­inn. Það er vissu­lega léttir fyrir okk­ur, þetta dag­lega rót er óþol­andi. En þegar aðrir róta ger­ast mis­tök­in. Hljóm­borðs­sta­tífið varð eftir í Kraká. Venju­lega mónitorum við sjálfir það sem fer úr kerrunni og í hana aftur en kæru­leysið varð okkur að falli í þetta skipt­ið. Í miklu tíma­hraki leystum við málin með Halla í far­ar­broddi, fengum lán­aða stóra flug­kistu frá Elu­veitie undir stærra borðið og settum hið minna á kistu undan því stærra. Venju­lega höfum við borðin á standi sem ber þau í sama flútti, minna borðið fyrir ofan hið stærra. Hér var ekki um það að ræða og Halli spilaði á þau í 90 gráðu horn­upp­still­ingu. Svona eins og Jakob Frí­mann og Nick Rhodes. Það ku vera í fyrsta skipti Skálmaldar og ekki til eft­ir­breytni. Við sendum fyr­ir­spurn á venjú gær­dags­ins en höfum ekki fengið svar. Fed-Ex og vinir hans hafa reyndar ekki reynst okkur vel gegnum árin og því hugsa ég að við kaupum nýtt í Berlín á morg­un. Szczecin er ekki langt frá landa­mær­unum og Robert hótar ekki nema kannski þriggja tíma keyrslu til Berlín.

Þrási var eitt­hvað örlítið sloj í dag en keyrði sig í gang af stað­festu eftir langan svefn. Hann var þó fram­lágur eftir lög­reglu­hneykslið og lagði sig eftir rauð­víns­kaup­in. Nú er klukkan 2.25 og Jón var að laum­ast í koj­una. Síbrota­mað­ur­inn og litli bróðir eru hér sínu glað­astir en auk okkar sitja í setu­stof­unni þeir Flex og Halli. Rauð­vínið sem Böbbi keypti er ógeðs­lega vont. Ég er samt búinn með þrjú glös. Lítil samt. Svona plast­glös sem maður notar oft­ast undir kaffi á bið­stof­um. Við erum að hlusta á HAM. Svik, harmur og dauði! Það er gaman að vera í Skálmöld.

Meist­ara­legt dags­ins: Böbbi tek­inn af lögg­unni fyrir að pissa á almanna­færi.

Sköll dags­ins: Við yfir­gefum Pól­land.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None