Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Leipzig

DSCF3876-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Klukkan er núna 22.48 og Elu­veitie eru senni­lega komin eins og þriðj­ung inn í sitt sett. Þessi dagur var full­kom­lega tíð­inda­laus. Ég hlamm­aði mér út í rútu rétt í þessu til að skrifa færsl­una, strák­arnir eru inni á venjúinu og Robert er sof­andi. Bus Call er klukkan þrjú í nótt, þetta gæti endað með alls­herjaró­gæfu.

Spólum aðeins til baka, við áttum frí­dag í gær.

Auglýsing

Listaverk. Fiskur. Lista­verk. Fisk­ur.

Planið var upp­haf­lega að keyra rút­una til Brugge og eyða deg­inum þar. Eftir að við höfðum ráð­fært okkur svo­lítið við Robert varð okkur ljóst að ferða­lagið frá Bristol til Leipzig væri af því kali­beri að við skyldum ekki búast við þæg­ind­um. Mér finnst við hafa verið keyr­andi í viku. Þetta rennur vissu­lega svo­lítið saman en senni­lega fór ég í koj­una fljót­lega eftir að ferjan lenti í Frakk­landi í gær­morgun og þar eyddi ég góðum tíma, mest­megnis sof­andi. Ég rumskaði í Antwerpen þar sem ferða­langar afréðu að stoppa, fundu sér sér­verslun með belgíska bjóra og byrgðu sig upp. Ég var svo nývakn­aður að ég nennti ekki með. Ég sá svo auð­vitað strax eftir því því allur næsti leggur fór í að opna og prófa allt góð­gæt­ið. Ég fékk svona einn og einn frá strák­unum til að vera með. Ég reyndi að bera mig vel en var bara útund­an. Ég þarf greini­lega að rækta alkó­hólist­ann í mér betur og hunskast með þegar bjór er ann­ars veg­ar. Og svo bara keyrðum við. Ég skil ekki hvar Robert fær alla þessa orku sem hann býr yfir. Hann vit­an­lega borðar ekk­ert nema geita­ost, fer næstum dag­lega út að hlaupa og gerir allt sem bækur og læknar segja að maður eigi að gera til lang­líf­is. Maður ætti kannski að prófa þetta við tæki­færi. Það verður að segj­ast að líf­ernið á þeim er þetta skrifar er nú ekk­ert til fyr­ir­myndar þessa dag­ana. Ég drekk áfengi dag­lega, svo sem ekk­ert endi­lega í neinu magni sem hefði áhrif á með­al­vax­inn fíls­unga, en alltaf eitt­hvað þó. Þetta verður allt eitt­hvað svo aðeins bæri­legra þannig. „Að taka kúf­inn af“ var hug­tak sem ég heyrði ein­hvern tím­ann haft. Það gerir það, þetta jafnar ves­enið aðeins út. Mat­ar­lega verður að segj­ast að það sem í boði er er ekki alltaf frá­bært og stundum alls ekki nóg. Þess vegna fer maður stundum svangur að sofa. Svo stoppum við reglu­lega í vega­sjopp­unum og erum þá yfirleitt á ferð­inni að næt­ur­lagi. Þá kaupir maður ekki alltaf gáfu­lega hluti. Þessi kíló sem ég náði af mér við þetta mara­þonæv­in­týri verða sjálf­sagt flest komin til baka þegar við náum heim. Og svo auð­vitað reyk­ing­arn­ar. Ég var einu sinni reyk­inga­maður en hætti því nú fyrir nokkuð mörgum árum. Á þessum Skálmald­ar­túrum hef ég þó alltaf reykt, slökkt í síð­ustu glóð­inni á flug­vell­inum áður en við höldum heim og hætt þar með. Og þannig verður það líka núna. Mikið djöf­ull er gott að reykja. En þetta fer ekk­ert vel með mann svo sem. Ég finn að í lengri söng­köfl­unum verð ég hálf­and­stutt­ur, en þó ekki þannig að ég missi úr, langt því frá. Þetta er ósið­ur, en þetta er bæði gott og gam­an. Nú er málið þó þannig vaxið að Skálmald­ar­-út­höldin verða sífellt reglu­legri og tíð­ari. Þetta var skemmti­legt og hressandi þegar við fórum ekki nema endrum og sinnum en nú þarf ég að end­ur­skoða þetta. Ég drep alla­vega í á vell­inum í München þann 14. des­em­ber og drulla mér í rækt­ina. Seinna. Gamla góða seinna.

Um hvað í hel­vít­inu var ég aftur að tala?

Ah já, Robert. Ég er ánægður að hafa hann sem bíl­stjóra, svo mikið er víst. Og við keyrðum áfram. Þetta rennur aðeins sam­an, en í gær­kvöldi stopp­uðum við í ein­hverjum þýskum smábæ sem ég get ekki fyrir mitt litla líf munað hvað heit­ir. Þar fundum við kebab-­stað sem var alveg ljóm­andi. Og svo keyrðum við bara áfram.

Ég próf­aði eitt sem ég hef ekki gert áður á tón­leika­ferð­um, þótt ótrú­legt megi virð­ast. Ég horfði á vídeó í koj­unni. Það er magn­að. Baldur bróðir hafði með­ferðis flakk­ara með alls­konar þjófstolnu efni og ég hlóð ein­hverju af þessu inn á tölv­una mína. Í mis­miklum hrist­ingi horfði ég á þrjár bíó­myndir í beit, Dredd (7,5), Heima (8,5) og Dark Skies (5). Ég á eftir að gera meira af þessu, það er alveg klárt. Ég eig­in­lega skil ekki að ég eigi allar þessar koju­legur að baki gegnum árin og hafi aldrei til­einkað mér þetta. En jújú, ég er svo sem búinn að lesa ein­hverja hillu­metra af teikni­mynda­sög­um. Og svo bara keyrðum við. Ég man engin smá­at­riði.

Stund milli stríða. Stund milli stríða. Böbbi söngv­ari í róleg­heit­u­m.

Um hádegi lögðum við bílnum fyrir utan tón­leika­stað­inn hér í Leipzig. Sá heitir Hellra­iser og hér spil­uðum við árið 2011. Skammt er frá því að segja að þessi staður er almennt tal­inn algert ógeð í alla staði og ég man eftir því að fyrir þessum þremur árum var alveg hellað að spila hérna. Mat­ur­inn við­bjóð­ur, skíta­kuldi um allt og almenn óþrif, tækni­fólkið og allar græjur í steik og stað­ur­inn sjálfur langt frá manna­byggð­um. En þetta var ekk­ert svo slæmt í dag. Heima­menn hafa reyndar leyst kulda­ves­enið með því að ræsa stein­ol­íu­knúða hita­blás­ara hérna inn­an­húss á tón­leika­dag. Það hélt á okkur hita, en við eigum eftir að lykta eins og úti­grill í sirka viku. Meðan við biðum eftir föstum liðum laum­uðum við okk­ur, ég, Bald­ur, Flexi, Jón og Robert, inn í yfir­gefna járn­brauta­verk­smiðju sem stendur hér við hlið­ina á rút­unni. Hún hefur senni­lega verið yfir­gefin mid- eða örlínæntís ef ég ætti að giska. Við skoð­uðum þetta ver­elsi reyndar líka fyrir þremur árum, nema auð­vitað Felix og Robert sem voru ekki með okkur þá. Risa­stórt rými, senni­lega á við tvo fót­bolta­velli, verk­smiðja í full­kominni nið­ur­níðslu, brotnir glugg­ar, vaskar og kló­sett og allt ein­hvern veg­inn drauga- og nöt­ur­legt. Aust­ur-Þýska­land.

Sánd­tékkið okkar var svo­lítið seint en gekk ágæt­lega. Elu­veitie voru nefni­lega að æfa inn nýjan mann, sekkja­pípu- og flautuleik­ara sem kemur inn í stað­inn fyrir Pat­rick. Sá er reyndar ráð­inn tíma­bund­inn. Já, þetta band virkar aðeins á mig eins og við­skipta­sam­band, ekki eins og hljóm­sveit. En það er nú svo. Við kláruðum hljóðprufu rétt fyrir settan tíma, ég reif í mig mat sem var hreint ekki afleit­ur, hopp­aði í tón­leikagall­ann og svo beint á svið.

Þetta var okkar fyrsta gigg í Þýska­landi á túrnum en alls ekki það síð­asta. Við erum rétt að verða hálfn­aðir og eins og svo oft áður hverf­ist næsti leggur um Þýska­land. Við eigum jafnan nokkur gigg hér, skreppum svo eitt­hvert annað og snúum aftur til Þýska­lands. Hér er mið­stöð­in, þunga­miðjan og allur þessi fólks­fjöldi. Giggið var mjög svo gott. Senni­lega um 700 manns höfðu látið sig hafa það að mæta snemma og við rifum þau með okk­ur. Þetta var meist­ara­lega gam­an!

Her­ford, auð­vitað í Þýska­landi, er áfanga­staður morg­un­dags­ins. Þangað höfum við aldrei komið svo það verður áhuga­vert. Í þessum skrif­uðum orðum heyri ég að Elu­veitie eru að klára Inis Mona og þar með settið sitt. Baldur var að egna mig til að koma og hitta fólk. Það er best að ég geri það.

Klukkan er 23.27. Framundan er 350 kíló­metra keyrsla sem hefst klukkan þrjú. Mig grunar að nú verði gam­an.

Meist­ara­legt dags­ins: Víd­eó!

Sköll dags­ins: Keyrsla, enda­laust keyrsla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None