Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Höfuðmeiðsl helsta öryggisvá í Formúlu 1

000-Par7993817.jpg
Auglýsing

Franski öku­þór­inn Jules Bianchi liggur þungt hald­inn á gjör­gæslu í Japan eftir að hafa skautað út af Suzuka-braut­inni undir lok jap­anska kappakst­urs­ins í For­múlu 1 sem fram fór í morg­un. Bianchi sem ekur fyrir Marussi­a-liðið gekkst undir skurð­að­gerð á höfði eftir að hafa verið ekið í sjúkra­bíl á bráða­vakt­ina.

Skiptar skoð­anir eru á því hvort aðstæður á Suzuka-braut­inni hafi verið ásætt­an­legar til kappakst­urs í morgun en felli­byl­ur­inn P­han­fone gekk næst landi um svipað leyti og kappakst­ur­inn fór fram. Úrhellis rign­ingu gerði á meðan kappakstr­inum stóð. Sökum vat­selgs á braut­inni var mótið ræst fyrir aftan örygg­is­bíl en hann stöðv­aður þegar ein­ungis tveimur hringjum var lok­ið. Tutt­ugu mín­útum síðar óku bíl­arnir af stað á ný fyrir aftan örygg­is­bíl þar til Charlie Whit­ing, móts­stjóri í For­múlu 1, dæmdi aðstæður nógu góðar til að hefja kappakst­ur­inn fyrir alvöru, meðal ann­ars eftir að öku­menn höfðu gefið álit sitt yfir tal­stöð­ina.

Kappakst­ur­inn gekk stór­á­falla­laust í 44 hringi þrátt fyrir mikla rign­ingu og bar­átta liðs­fél­ganna hjá Mercedes, þeirra Lewis Hamilton og Nico Ros­berg, var fjörug þegar þeir skipt­ust á að hafa for­ystu. Þegar Adrian Sutil missti stjórn á bíl sínum í vatns­elg í einni af hröð­ustu beygjum braut­ar­innar varð fyrsta óhapp móts­ins. Sauber-bíll Sutil skall á dekkja­vegg en öku­þór­inn sak­aði ekki.

Auglýsing

Við venju­legar kring­um­stæður er talið öruggt að senda krana­bíl á vett­vang og gefa öðrum öku­þórum merki um að gæta ítr­ustu var­úðar umhverfis slys­stað­inn. Það var og gert en þegar kran­inn var að draga Sauber-bíl­inn inn um hlið á dekkja­veggnum missti Jules Bianchi stjórn á Marussi­a-bíl sínum á nákvæm­lega sama stað og Sutil, skaut­aði útaf en skall á krana­bíln­um.

Ekki með með­vit­und



Mótið var stöðvað um leið og ljóst var að ekki væri allt með felldu með því að flagga rauðum flöggum umhverfis braut­ina á hring 45 og lækna­bíll sendur á stað­inn. Tækni­menn og liðs­stjórar lið­anna eru í stöð­ugu sam­bandi við öku­menn sína á meðan kappakstri stendur og spurja ­jafnan yfir tal­stöð­ina hvort það sé í lagi með öku­þóra sína þegar þeir lenda í slysi. Þegar tækni­maður Bianchi kall­aði yfir tal­stöð­ina herma fregnir að ekk­ert svar hafi borist. Því er talið að Bianchi hafi misst með­vit­und við slys­ið. Hann hefur enn ekki komið til með­vit­und­ar, hálfum sól­ar­hring eftir slys­ið.

Nú er nótt í Japan og ólík­legt að frek­ari fregnir ber­ist af líðan Frakk­ans fyrr en snemma í fyrra­mál­ið.

AUTO-PRIX-JPN-F1 Bíll Bianchi hefur flotið í vatns­flaum­inum á Suzuka-braut­inni með þeim afleið­ingum að hann missti stjórn­ina.

Skiptar skoð­anir um aðstæður



Þó svo að lítið sem ekk­ert liggi fyrir um líðan Jules Bianchi er ljóst að þetta er með alvar­legri slysum í For­múlu 1 síð­ustu ár. Árekstrar og slys eru í raun og veru fremur tíð í jað­ar­sporti sem þessu en örygg­is­kröfur eru orðnar svo miklar að til und­an­tekn­inga heyrir að öku­menn slas­ist alvar­lega. Eðli­legt þykir að hljóta mar og finna fyrir eymslum eftir gríð­ar­lega harða árekstra á miklum hraða. Mesta hættan er þess vegna þegar aðskota­hlutir eða krana­bíl­ar, eins og í þessu til­viki, eru innan örygg­is­svæðis braut­ar­inn­ar.

[accordions type="­togg­le" hand­le="pm" space="yes" icon_color="#ff7700" icon_c­ur­rent_color="#404040"]

[accordion tit­le="­Meiri varúð höfð í rign­ingu" state="close" ]Und­an­farin ár hefur Charlie Whit­ing sýnt æ meiri varúð þegar kemur að regn­mótum í For­múlu 1. Þannig stóð kanadíski kappakst­ur­inn 2011 í hátt í fimm klukku­stundir vegna ítrek­aðra frest­ana. Reglan um lengd móta er sú að heild­ar­tími sem kappakstur tekur má ekki vera lengri en tveir klukku­tím­ar. Sé mótið stöðvað innan þess tíma stöðvast klukk­an. En ekki mega líða meira en fjórir klukku­tímar frá því að kappakstur er ræstur og þar til honum lík­ur. Ann­ars eru úrslit móts­ins stað­fest eftir fjórar klukku­stund­ir. Keppn­islið og aðstand­endur móts­ins í Japan höfðu áhyggur af því að mótið myndi drag­ast lengi vegna vatns­veð­urs­ins. Ekki bætti úr skák að nán­ast algert myrkur mundi skella á milli 17 og 18 að stað­ar­tíma. Því var ljóst að kappakst­ur­inn gat ekki staðið frá klukkan 15 til 19. Mótið var á end­anum ræst klukkan 15.[/accordion]

[/accordions]

Aðstæður á braut­inni Japan voru erf­ið­ar. Ekki aðeins fyrir öku­menn heldur einnig fyrir móts­hald­ara og móts­stjóra. Strax á sunnu­dags­morgun þegar ljóst var að mikið vatns­veður var á leið yfir braut­ina fóru full­trúar keppn­islið­anna að kalla eftir því að upp­hafi móts­ins yrði flýtt um tvær klukku­stund­ir, til klukkan 13:00 að stað­ar­tíma, til að koma í veg fyrir að slæm birtu­skil­yrði myndu há öku­mönnum undir lok móts­ins. Adrian Sutil sagði í við­tali við Autosport, þegar hann var spurður hvað hefði ger­st, að erfitt hafi verið að koma auga á polla á braut­inni vegna myrk­urs. Sjálfur stóð hann handan vegriðs­ins þegar Bianchi skaut­aði á kran­ann.

Það voru lík­a ­skiptar skoð­anir á því hvort mótið ætti yfir höfuð að fara fram. Dæmi eru um að kappök­strum sé frestað vegna of mik­illar rign­ing­ar. IndyCar-­móti í Bras­ilíu var til dæmis frestað fram til mánu­dags fyrir fáeinum árum vegna mik­illar rign­ing­ar. Niki Lauda, stjórn­andi hjá Mercedes-lið­inu og fyrr­ver­andi heims­meist­ari í For­múlu 1, var hins vegar stað­fastur á því að mótið skyldi fara fram og sá ekk­ert athuga­vert við regn­ið. Sjálfur lenti hann í ofboðs­legu slysi í Þýska­landi árið 1976 við svip­aðar aðstæð­ur. Um það hefur meðal ann­ars verið gerð bíó­mynd. „Það er varla hægt að segja að nokkuð hafi verið gert rangt. Mótið var ræst á skyn­sam­legan máta, það var það sem þeir gerð­u,“ segir Lauda. „En þeir hefðu getað ræst mótið fyrr. Það er engin spurn­ing. Það var fyr­ir­sjá­an­legt að mótið hefði átt að vera ræst klukkan 13.“

Eddie Jor­dan, fyrrum liðs­stjóri í For­múlu 1 og núver­andi grein­andi hjá BBC, er á sama máli og Lauda. „Í mínum huga er þetta mjög skýrt: við komum hingað til að keppa og það er það sem hefði átt að ger­ast og það er það sem gerð­is­t,“ segir Jor­d­an.

Massa taldi aðstæðurnar vera og slæmar fyrir kappakstur í Suzuka. Massa taldi aðstæð­urnar vera og slæmar fyrir kappakstur í Suzuka.

Massa fannst þetta fárán­legt



Mótið gekk slysa­laust fyrir sig í rúma 40 hringi áður en Sutil skaut­aði út af braut­inni. Um svipað leyti seg­ist Felipe Massa, öku­maður Willi­ams-liðs­ins, hafa hrópað í tal­stöð­ina að aðstæð­urnar væru orðnar háska­leg­ar. Massa hlaut sjálfur alvar­leg höf­uð­meiðsl árið 2009 þegar brot af fjöðr­un­ar­bún­aði ann­ars bíls skopp­aði af braut­inni og í höfuð hans vinstra megin með þeim afleið­ingum að hann höf­uð­kúpu­brotn­aði. Er það síð­asta alvar­lega slysið í For­múlu 1 þar til nú.

„Ég hafði áhyggj­ur,“ sagði Massa við BBC í Jap­an. „Ég var byrj­aður að öskra í tal­stöð­ina að það væri of mikið vatn á braut­inn­i.“ Hann segir að aðstæður á braut­inni hafi verið orðnar of hættu­leg­ar, sér­stak­lega um leið og slysið átti sér stað. „Það tók nokkurn tíma að fá hann [ör­ygg­is­bíl­inn] út á braut­ina og það var hættu­leg­t.“

Í kjöl­far slyss Massa árið 2009 hefur höfuð öku­þóra staðið uppúr í umræð­unni og reglu­setn­ingu um öryggi í For­múlu 1 og öðrum eins­sæt­is­móta­röð­um. Á meðan allir limir öku­manna eru huldir í öruggri skel bíls­ins er það eina sem verndar höf­uðið fyrir skakka­föllum hjálmur og HANS-­bún­aður. Hjálm­ur­inn verndar öku­menn tæp­lega fyrir þungum aðskota­hlutum sem skoppa á braut­un­um, eins og Massa fékk að upp­lifa. Eftir árekstur í upp­hafi belgíska kappakst­urs­ins fyrir tveimur árum ­færðust á­hyggjur manna til enn hrylli­legri slysa; ef þyngri hlut­ir, eins og heill bíll, skilli á höfði öku­manns. Fern­ando Alonso á Ferr­ari var til að mynda hepp­inn í Belgíu 2012 eins og sjá má á mynd­band­inu hér að neð­an.

htt­p://www.youtu­be.com/watch?v=M­LIFX­k9dOe4

Hug­myndir um lausnir til að útrýma þessu vanda­máli eru þó umdeildar enda stríða þær gegn hug­mynd fólks um For­múlu-­kappakst­ur. Til að mynda hefur verið lagt til að byggja búr yfir öku­manns­klef­ann, reisa grind fyrir framan höfuð öku­manns­ins til að vernda hann í slysum sem þessum og svo hefur verið lagt til að bíl­unum verði ein­fald­lega lok­að. Slíkar til­lögur verða að öllum lík­indum end­ur­vaktar á næstu vikum og mán­uð­um. Ekk­ert hefur þó verið fest í reglur um hönnun og smíði bíla hvað þetta varðar enn­þá.

Alonso klifrar úr Renault-bíl sínum eftir árekstur í Brasilíu 2003. Alonso klifrar úr Renault-bíl sínum eftir árekstur í Bras­ilíu 2003.

Minn­ingar um slys Senna vakna



Kjarn­inn fjall­aði um afleið­ingar dauða­slyss Ayrton Senna við 20 ára dán­araf­mæli hans í apríl á þessu ári. Senna fórst þegar hann missti stjórn á Willi­ams-bíl sínum á miklum hraða með þeim afleið­ingum að hann skall á vegg. Höf­uð­meiðsl voru það sem á end­anum drógu Senna til dauða. Er það síð­asta dauða­slysið í For­múlu 1. Í kjöl­far dauða hans var reglum um öryggi öku­manna í For­múlu 1 snar­breytt og legu heilu ­kappakst­urs­braut­anna breytt til útrýma hættu­leg­ustu beygj­un­um.

Síðan hafa orðið nokk­ur al­var­leg slys í For­múlu 1 sem áður hefðu að öllum lík­indum verið banaslys ef ekki væri fyrir bætt öryggi. Ber hér helst að nefna hrylli­legan árekstur sem Ricardo Zonta lenti í í Belgíu 1999, sam­stuð Eddie Irvine og Luci­ano Burti í Belgíu tveimur árum síðar með þeim afleið­ingum að bíll Burti grófst inn í dekkja­vegg, kaosið í Bras­ilíu 2003 þegar bílar Marks Webber og Fern­andos Alonso fóru gjör­sam­lega í köku (þar sköp­uð­ust raunar svip­aðar aðstæður og í regn­inu í Japan í morg­un) og ofboðs­lega bíl­veltu Roberts Kubica í Kanada 2007.

Fylgist með frekari ­tíð­indum af líðan Jules Bianchi hér og á Twitter Kjarn­ans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None