Þeir ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum, vísindamennirnir á suðurpólnum sem voru að gera rannsóknir á lofthjúpi jarðar árið 1985. Fyrsta mælingin sýndi svo lítið magn ósons yfir hausunum á þeim að mælitækin hlutu að vera biluð. Nokkrum mánuðum síðar bárust ný mælitæki og sýndu sömu niðurstöður: Magn ósons yfir heimskautinu var svo lítið að af því hlyti að steðja vá.
Svona segja áhugamenn um gatið á ósonlaginu söguna um hvernig þetta vandamál varð fyrst viðurkennt í fræðasamfélaginu. Aukin þynning ósonlagsins hafði verið til umræðu í um áratug áður, en aldrei höfðu fengist eins dramatískar mælingar og árið 1985.
Um svipað leyti var að verða mikil vitundarvakning um umgengni mannfólks á jörðinni. Ári eftir að sannað var að ósonlagið var götótt sprakk heill kjarnaofn í Úkraínu og mengaði gríðarstórt landsvæði svo að þar verður ekki hægt að búa næstu 600 árin. Þremur árum síðar kom í ljós að gríðarstór ruslaeyja flýtur með hafstraumum Kyrrahafsins og nú, rúmum 20 árum síðar, erum við búin að hita andrúmsloftið svo mikið að sífrerinn í norðanverðu Rússlandi er farinn að bráðna og auka á gróðurhúsaáhrifin.
[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_07_17/71[/embed]
Lestu nánar um gatið á ósonlaginu í nýjustu útgáfu Kjarnans hér að ofan.