Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Ísland er besta minnsta land í heimi... í fótbolta

fotbolti.jpg
Auglýsing

Íslend­ingar eru margir hverjir sann­færðir um að við séum best í heimi, í öllu, miðað við höfða­tölu. Þessi sann­fær­ing og full­yrð­ingar sem byggja á henni eru and­lag gríð­ar­legs magns brand­ara sem við segjum um okkur sjálf til að rétt­læta eða verja mik­il­mennsku­brjál­æðið sem á stundum hel­tekur okkur á flestum sviðum sem við reynum fyrir okkur á. Drambið og brjál­æðið varð okkur að falli í banka­leiknum sem við lékum mörg án þess að hafa til þess nægi­lega kunn­áttu.

Á ýmsum öðrum sviðum hefur þetta „Da­víð gegn Gol­í­at“-við­mót til lífs­ins fleytt okkur miklu lengra en efni standa til og án þess að hafa þær nei­kvæðu bylm­ings­af­leið­ingar sem banka­hrunið veitti okk­ur. Þvert á móti eru ­af­leið­ing­arnar nær ein­vörð­ungu jákvæð­ar. Eitt þess­ara sviða er knatt­spyrnu­völl­ur­inn.

Kon­urnar komn­ar, karl­arnir tæpirÍs­lenska karla­lands­liðið hefur aldrei kom­ist á loka­mót í knatt­spyrnu. Á haust­mán­uðum árs­ins 2010 upp­hófst hins vegar til­raun til að ná því mark­miði með því að U21-lands­liðið okkar tryggði sér sæti í úrslita­keppni Evr­ópu­móts UEFA í Dan­mörku sum­arið eftir með tveimur 2-1 sigrum á liði Skota (5,3 millj­ónir íbú­a).

Þótt lið­inu hafi ekki gengið neitt sér­stak­lega vel, samt unnið einn leik, og setið eftir í riðl­inum í þess­ari fyrstu loka­keppni, þá var ljóst að ein­hver grunnur hafði verið lagð­ur. Að minnsta kosti sjö lyk­il­menn í lands­liði dags­ins í dag voru hluti af þeim hóp sem náði þessum árangri.

Auglýsing

Iceland

Íslenska kvenna­lands­liðið var auð­vitað þegar búið að ná því að kom­ast á loka­mót. Árið 2009 lék það í loka­keppni Evr­ópu­móts­ins, en komst ekki upp úr sínum riðli. Sama ár urðu fjöl­margir leik­menn liðs­ins atvinnu­menn í knatt­spyrnu, að mestu á Norð­ur­lönd­un­um. Fjórum árum síðar voru þær mættar aftur á sama loka­mót og náðu í átta liða úrslit

Unnum 77 millj­óna þjóðÍs­lend­ingar eru 327 þús­und tals­ins og í 180. sæti yfir fjöl­menn­ustu ríki heims. Hér æfa um 20 þús­und manns knatt­spyrnu, sam­kvæmt tölum frá Knatt­spyrnu­sam­bandi Íslands.

Samt vorum við 45 mín­útum og einu marki frá því að tryggja okkur far­seðil á heims­meist­ara­mótið í Bras­ilíu sem fór fram síð­asta sum­ar. Hefðu Króatar ein­fald­lega ekki verið svona ógeðs­lega góðir í fót­bolta (ég er að tala við þig, Luka Modric) þá væru Íslend­ingar nú skráðir í sögu­bæk­urnar sem fámenn­asta þjóð sem spilað hefur á loka­móti í sögu heims­ins.

Croatia v Iceland - FIFA 2014 World Cup Qualifier: Play-off Second Leg

Fyrr í þessum mán­uði hóf karla­lands­liðið okkar síðan veg­ferð sína í átt að loka­keppni Evr­ópu­móts­ins í knatt­spyrnu með því að kjöl­draga Tyrk­land á Laug­ar­dals­velli 3-0. Tyrkir eru 77 millj­ónir alls. Skráðir knatt­spyrnu­menn í þessu þriðja fjöl­menn­asta ríki Evr­ópu (á eftir Rúss­landi og Þýska­landi) eru 466 þús­und tals­ins, og eru leik­menn yngri flokka þá ekki taldir með.

Kýlum upp fyrir okkurEftir sig­ur­inn á Tyrkjum situr íslenska karla­lands­liðið í 34. sæti á heims­lista alþjóða­knatt­spyrnu­sam­bands­ins, FIFA, og hefur aldrei setið ofar. Það ríki sem er ofar en Ísland á þeim lista sem er næst okkur í íbúa­fjölda er Úrúg­væ, með 3,3 millj­ónir íbúa, sem situr í sjö­unda sæt­inu. Lands­lið þeirra er auð­vitað frá­bært- þeir eru ríkj­andi Suð­ur­-Am­er­íku­meist­ar­ar- en Úrúg­væjar eru líka tíu sinnum fleiri en við. Þar á eftir er Bosnía Her­segóvína sem situr í 25. sæt­inu. Þar búa 3,8 millj­ónir manna. Í sæt­inu fyrir ofan okkur situr Ghana (27 millj­ónir íbúa) og fyrir neðan okkur er Senegal (12,9 millj­ónir íbú­a).

Tyrkir, sem eru 235 sinnum fleiri en Íslend­ing­ar, féllu niður fyrir okkur á list­anum með tap­inu.

Þrátt fyrir að íslenska kvenna­lands­liðið hafi rétt misst af umspils­leikjum um þátt­töku­rétt á heims­meist­ara­móti kvenna­lands­liða næsta sumar eftir óvænt tap á heima­velli fyrir Dönum (5,6 millj­ónir íbúa) er liðið samt í 20. sæti á lista FIFA yfir bestu knatt­spyrnu­lands­lið heims í kvenna­flokki. Nágrannar okkar í Nor­egi (5,1 milljón íbúa) eru fámenn­asta þjóðin fyrir ofan okk­ur. Tveimur sætum fyrir neðan ­stelp­urnar okkar er lands­lið Rúss­lands (146,1 milljón íbú­a), fjöl­menn­asta ríki Evr­ópu.

Og ef þetta er ekki nóg þá er U21-karla­lið­ið, næsta kyn­slóð sem mun skila sér inn í þegar ungt og reynslu­mikið A-lands­lið, komið í umspil um sæti í loka­keppni og mætir Dönum (sem eru enn 5,6 millj­ón­ir) í næsta mán­uði til að útkljá það mál.

Knatt­spyrnu­hallir og gæða­þjálfunHvernig getur þjóð sem er sú fimmta fámenn­asta í Evr­ópu (fyrir ofan Fær­eyj­ar, Liechten­stein, And­orra og San ­Mar­ínó) náð þessum árangri? Hvernig getur svona þjóð átt á ­átt­unda tug atvinnu­manna í fót­bolta, sem spila í ­sterk­ustu deildum heims á borð við þá ensku (64,1 milljón íbúa í Stóra-Bret­land­i), ítölsku (60,8 millj­ónir íbú­a), spænsku (46,5 millj­ónir íbú­a), hol­lensku (16,9 millj­ónir íbúa) og rúss­nesku (ennþá 146,1 milljón íbúa) fyrir utan alla þá tugi sem spila í ­Skand­in­av­íu. Íslensku leik­menn­irnir eru líka að ná ótrú­­legum árangri. Sumir þeirra eru meira að segja marka­hæstu leik­menn þeirra deilda sem þeir spila í.

FBL-EUR-C3-STJARNAN-INTER

Sig­urður Ragnar Eyj­ólfs­son, fyrrum lands­liðs­þjálf­ari kvenna í knatt­spyrnu og fræðslu­stjóri KSÍ um margra ára skeið, skrif­aði grein á heima­síðu sína, www.­siggiragg­i.is, í lok sept­em­ber 2012 sem útskýrir ástæð­urnar nokkuð vel. Þar fer hann yfir breyt­ingu á aðstöðu á Íslandi á ein­ungis einum ára­tug. Sig­urður Ragnar segir að yfir tíu knatt­spyrnu­hallir hafi verið byggðar (þeim hefur fjölgað síðan og mun fjölga enn frekar á næstu árum), yfir 20 gervi­gras­vellir og 130 sparkvell­ir. Hann bendir líka á að með­al­knatt­spyrnu­þjálf­ari á Íslandi er yngri, með meiri reynslu af knatt­spyrnu­iðkun og miklu mennt­aðri í þjálf­un­ar­fræðum en kollegar hans ­er­lend­is, sem eru venju­lega for­eldrar iðk­enda sem þjálfa í sjálf­boða­vinnu. „Ef barnið þitt ætlar að læra að spila á píanó er það auð­vitað lík­legra til að ná betri árangri ef það fengi kennslu hjá fag­manni frekar en for­eldri sem oft kann ekki nógu vel til verka. Sama í fót­bolta,“ segir Sig­urður Ragn­ar.

Í grein­inni fer hann auk þess yfir það að íslensk börn og ung­lingar æfa miklu meira en jafn­aldrar þeirra í mörgun lönd­um. Afreks­þjálfun, við­bót­ar­þjálfun fyrir þá sem eru lík­legir til að skara fram úr, er einnig mun meiri hér­lend­is.

Að vaða áfram á sér bjartar hliðarAð mörgu leyti er sú mikla og hraða upp­bygg­ing sem hefur átt sér stað í íslenskri knatt­spyrnu því afleið­ing af góð­ær­inu. Á rúmum ára­tug hafa íslenskir knatt­spyrnu­menn farið frá því að æfa hluta af ári á vondum mal­ar­völlum í aftaka­veðrum yfir í að æfa í sér­hönn­uðum knatt­spyrnu­húsum með gervi­gras­velli sam­kvæmt nýj­ustu tísku.

Aðstaðan sem tók stakka­skipt­um, sér­stak­lega knatt­spyrnu­hús­in, er að mestu byggð fyrir erlent láns­fjár­magn, þó sum hús­anna hafi verið byggð fyrir eigið fé sem streymdi til sveit­ar­fé­laga eða einka­verk­taka. Þegar erf­ið­­leikar dundu yfir var auð­vitað ekki hægt að slíta þessi hús upp og leggja þau í skulda­hít­ina. Þau eru því orðin fastur hluti af innviðum á Íslandi, sem gera íbú­unum kleift að stunda knatt­spyrnu­iðkun við bestu aðstæður allt árið um kring, óháð veðri og vind­um.

Fjár­fest­ing í íslenskum knatt­spyrnu­lið­um, meðal ann­ars frá fjáðum stuðn­ings­mönn­um, jókst líka mikið á þessum góð­ær­is­ár­um.

Þessi fjár­fest­ing, ásamt mik­illi áræðni og dugn­aði, hefur skapað þær eig­in­lega fárán­legu aðstæður að Ísland, sem hýsir svipað marga íbúa og breski bær­inn Coventry (329.810 íbú­ar), er orðið á meðal 35 bestu þjóða heims í karlaknatt­spyrnu og 20 bestu þjóða heims í kvenna­bolt­an­um. Mik­il­mennsku­brjál­æði og „að-vaða-á­fram“-hug­ar­farið hefur sínar björtu hliðar líka.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None