Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Ísland er besta minnsta land í heimi... í fótbolta

fotbolti.jpg
Auglýsing

Íslend­ingar eru margir hverjir sann­færðir um að við séum best í heimi, í öllu, miðað við höfða­tölu. Þessi sann­fær­ing og full­yrð­ingar sem byggja á henni eru and­lag gríð­ar­legs magns brand­ara sem við segjum um okkur sjálf til að rétt­læta eða verja mik­il­mennsku­brjál­æðið sem á stundum hel­tekur okkur á flestum sviðum sem við reynum fyrir okkur á. Drambið og brjál­æðið varð okkur að falli í banka­leiknum sem við lékum mörg án þess að hafa til þess nægi­lega kunn­áttu.

Á ýmsum öðrum sviðum hefur þetta „Da­víð gegn Gol­í­at“-við­mót til lífs­ins fleytt okkur miklu lengra en efni standa til og án þess að hafa þær nei­kvæðu bylm­ings­af­leið­ingar sem banka­hrunið veitti okk­ur. Þvert á móti eru ­af­leið­ing­arnar nær ein­vörð­ungu jákvæð­ar. Eitt þess­ara sviða er knatt­spyrnu­völl­ur­inn.

Kon­urnar komn­ar, karl­arnir tæpir



Ís­lenska karla­lands­liðið hefur aldrei kom­ist á loka­mót í knatt­spyrnu. Á haust­mán­uðum árs­ins 2010 upp­hófst hins vegar til­raun til að ná því mark­miði með því að U21-lands­liðið okkar tryggði sér sæti í úrslita­keppni Evr­ópu­móts UEFA í Dan­mörku sum­arið eftir með tveimur 2-1 sigrum á liði Skota (5,3 millj­ónir íbú­a).

Þótt lið­inu hafi ekki gengið neitt sér­stak­lega vel, samt unnið einn leik, og setið eftir í riðl­inum í þess­ari fyrstu loka­keppni, þá var ljóst að ein­hver grunnur hafði verið lagð­ur. Að minnsta kosti sjö lyk­il­menn í lands­liði dags­ins í dag voru hluti af þeim hóp sem náði þessum árangri.

Auglýsing

Iceland

Íslenska kvenna­lands­liðið var auð­vitað þegar búið að ná því að kom­ast á loka­mót. Árið 2009 lék það í loka­keppni Evr­ópu­móts­ins, en komst ekki upp úr sínum riðli. Sama ár urðu fjöl­margir leik­menn liðs­ins atvinnu­menn í knatt­spyrnu, að mestu á Norð­ur­lönd­un­um. Fjórum árum síðar voru þær mættar aftur á sama loka­mót og náðu í átta liða úrslit

Unnum 77 millj­óna þjóð



Ís­lend­ingar eru 327 þús­und tals­ins og í 180. sæti yfir fjöl­menn­ustu ríki heims. Hér æfa um 20 þús­und manns knatt­spyrnu, sam­kvæmt tölum frá Knatt­spyrnu­sam­bandi Íslands.

Samt vorum við 45 mín­útum og einu marki frá því að tryggja okkur far­seðil á heims­meist­ara­mótið í Bras­ilíu sem fór fram síð­asta sum­ar. Hefðu Króatar ein­fald­lega ekki verið svona ógeðs­lega góðir í fót­bolta (ég er að tala við þig, Luka Modric) þá væru Íslend­ingar nú skráðir í sögu­bæk­urnar sem fámenn­asta þjóð sem spilað hefur á loka­móti í sögu heims­ins.

Croatia v Iceland - FIFA 2014 World Cup Qualifier: Play-off Second Leg

Fyrr í þessum mán­uði hóf karla­lands­liðið okkar síðan veg­ferð sína í átt að loka­keppni Evr­ópu­móts­ins í knatt­spyrnu með því að kjöl­draga Tyrk­land á Laug­ar­dals­velli 3-0. Tyrkir eru 77 millj­ónir alls. Skráðir knatt­spyrnu­menn í þessu þriðja fjöl­menn­asta ríki Evr­ópu (á eftir Rúss­landi og Þýska­landi) eru 466 þús­und tals­ins, og eru leik­menn yngri flokka þá ekki taldir með.

Kýlum upp fyrir okkur



Eftir sig­ur­inn á Tyrkjum situr íslenska karla­lands­liðið í 34. sæti á heims­lista alþjóða­knatt­spyrnu­sam­bands­ins, FIFA, og hefur aldrei setið ofar. Það ríki sem er ofar en Ísland á þeim lista sem er næst okkur í íbúa­fjölda er Úrúg­væ, með 3,3 millj­ónir íbúa, sem situr í sjö­unda sæt­inu. Lands­lið þeirra er auð­vitað frá­bært- þeir eru ríkj­andi Suð­ur­-Am­er­íku­meist­ar­ar- en Úrúg­væjar eru líka tíu sinnum fleiri en við. Þar á eftir er Bosnía Her­segóvína sem situr í 25. sæt­inu. Þar búa 3,8 millj­ónir manna. Í sæt­inu fyrir ofan okkur situr Ghana (27 millj­ónir íbúa) og fyrir neðan okkur er Senegal (12,9 millj­ónir íbú­a).

Tyrkir, sem eru 235 sinnum fleiri en Íslend­ing­ar, féllu niður fyrir okkur á list­anum með tap­inu.

Þrátt fyrir að íslenska kvenna­lands­liðið hafi rétt misst af umspils­leikjum um þátt­töku­rétt á heims­meist­ara­móti kvenna­lands­liða næsta sumar eftir óvænt tap á heima­velli fyrir Dönum (5,6 millj­ónir íbúa) er liðið samt í 20. sæti á lista FIFA yfir bestu knatt­spyrnu­lands­lið heims í kvenna­flokki. Nágrannar okkar í Nor­egi (5,1 milljón íbúa) eru fámenn­asta þjóðin fyrir ofan okk­ur. Tveimur sætum fyrir neðan ­stelp­urnar okkar er lands­lið Rúss­lands (146,1 milljón íbú­a), fjöl­menn­asta ríki Evr­ópu.

Og ef þetta er ekki nóg þá er U21-karla­lið­ið, næsta kyn­slóð sem mun skila sér inn í þegar ungt og reynslu­mikið A-lands­lið, komið í umspil um sæti í loka­keppni og mætir Dönum (sem eru enn 5,6 millj­ón­ir) í næsta mán­uði til að útkljá það mál.

Knatt­spyrnu­hallir og gæða­þjálfun



Hvernig getur þjóð sem er sú fimmta fámenn­asta í Evr­ópu (fyrir ofan Fær­eyj­ar, Liechten­stein, And­orra og San ­Mar­ínó) náð þessum árangri? Hvernig getur svona þjóð átt á ­átt­unda tug atvinnu­manna í fót­bolta, sem spila í ­sterk­ustu deildum heims á borð við þá ensku (64,1 milljón íbúa í Stóra-Bret­land­i), ítölsku (60,8 millj­ónir íbú­a), spænsku (46,5 millj­ónir íbú­a), hol­lensku (16,9 millj­ónir íbúa) og rúss­nesku (ennþá 146,1 milljón íbúa) fyrir utan alla þá tugi sem spila í ­Skand­in­av­íu. Íslensku leik­menn­irnir eru líka að ná ótrú­­legum árangri. Sumir þeirra eru meira að segja marka­hæstu leik­menn þeirra deilda sem þeir spila í.

FBL-EUR-C3-STJARNAN-INTER

Sig­urður Ragnar Eyj­ólfs­son, fyrrum lands­liðs­þjálf­ari kvenna í knatt­spyrnu og fræðslu­stjóri KSÍ um margra ára skeið, skrif­aði grein á heima­síðu sína, www.­siggiragg­i.is, í lok sept­em­ber 2012 sem útskýrir ástæð­urnar nokkuð vel. Þar fer hann yfir breyt­ingu á aðstöðu á Íslandi á ein­ungis einum ára­tug. Sig­urður Ragnar segir að yfir tíu knatt­spyrnu­hallir hafi verið byggðar (þeim hefur fjölgað síðan og mun fjölga enn frekar á næstu árum), yfir 20 gervi­gras­vellir og 130 sparkvell­ir. Hann bendir líka á að með­al­knatt­spyrnu­þjálf­ari á Íslandi er yngri, með meiri reynslu af knatt­spyrnu­iðkun og miklu mennt­aðri í þjálf­un­ar­fræðum en kollegar hans ­er­lend­is, sem eru venju­lega for­eldrar iðk­enda sem þjálfa í sjálf­boða­vinnu. „Ef barnið þitt ætlar að læra að spila á píanó er það auð­vitað lík­legra til að ná betri árangri ef það fengi kennslu hjá fag­manni frekar en for­eldri sem oft kann ekki nógu vel til verka. Sama í fót­bolta,“ segir Sig­urður Ragn­ar.

Í grein­inni fer hann auk þess yfir það að íslensk börn og ung­lingar æfa miklu meira en jafn­aldrar þeirra í mörgun lönd­um. Afreks­þjálfun, við­bót­ar­þjálfun fyrir þá sem eru lík­legir til að skara fram úr, er einnig mun meiri hér­lend­is.

Að vaða áfram á sér bjartar hliðar



Að mörgu leyti er sú mikla og hraða upp­bygg­ing sem hefur átt sér stað í íslenskri knatt­spyrnu því afleið­ing af góð­ær­inu. Á rúmum ára­tug hafa íslenskir knatt­spyrnu­menn farið frá því að æfa hluta af ári á vondum mal­ar­völlum í aftaka­veðrum yfir í að æfa í sér­hönn­uðum knatt­spyrnu­húsum með gervi­gras­velli sam­kvæmt nýj­ustu tísku.

Aðstaðan sem tók stakka­skipt­um, sér­stak­lega knatt­spyrnu­hús­in, er að mestu byggð fyrir erlent láns­fjár­magn, þó sum hús­anna hafi verið byggð fyrir eigið fé sem streymdi til sveit­ar­fé­laga eða einka­verk­taka. Þegar erf­ið­­leikar dundu yfir var auð­vitað ekki hægt að slíta þessi hús upp og leggja þau í skulda­hít­ina. Þau eru því orðin fastur hluti af innviðum á Íslandi, sem gera íbú­unum kleift að stunda knatt­spyrnu­iðkun við bestu aðstæður allt árið um kring, óháð veðri og vind­um.

Fjár­fest­ing í íslenskum knatt­spyrnu­lið­um, meðal ann­ars frá fjáðum stuðn­ings­mönn­um, jókst líka mikið á þessum góð­ær­is­ár­um.

Þessi fjár­fest­ing, ásamt mik­illi áræðni og dugn­aði, hefur skapað þær eig­in­lega fárán­legu aðstæður að Ísland, sem hýsir svipað marga íbúa og breski bær­inn Coventry (329.810 íbú­ar), er orðið á meðal 35 bestu þjóða heims í karlaknatt­spyrnu og 20 bestu þjóða heims í kvenna­bolt­an­um. Mik­il­mennsku­brjál­æði og „að-vaða-á­fram“-hug­ar­farið hefur sínar björtu hliðar líka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None