Árið hefur verið viðburðarríkt hjá íslensku hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund sem hefur vaxið úr því að vera tiltölulega lítið tilraunarverkefni í að vera ein veltumesta hópfjármögnunarsíðan á Norðurlöndunum.
Alls náðu 65 verkefni að sækja sér yfir 40 milljónir króna. Þetta fé fjármagnaði meðal annars 19 bækur, 22 hljómplötur og tólf kvikmyndir svo eitthvað sé nefnt.
Við ákváðum að stikla á stóru í gegnum árið og fara yfir það helsta.
Hæsta upphæðin
Dúndurfréttir safnaði 3,6 milljónum í DVD útgáfu af tónleikum þeirra í Eldborg. Á eftir þeim kom Duldýrasafnið sem safnaði rúmlega 1,5 milljónum króna.
Hljómsveitin Dúndurfréttir.
Hæsta prósenta fram yfir takmark
Bók eftir Jón B. K. Ransu, Málverkið sem slapp úr rammanum safnaði 383% af sínu markmiði. Markmiðið náðist strax tíu klukkustundum eftir að söfnunin hófst. Þar á eftir kom Duldýrasafnið með 332% af sínu markmiði, en 100% markið náðist á nákvæmlega 24 klukkustundum.
Málverkið sem slapp út úr rammanum náði að safna næstum fjórum sinnum því markmiði sem stefnt var að upphaflega.
Flottasta kynningarmyndbandið
Per: Segulsvið fjármagnaði bókina Smiður finnur lúður á karolinafund.com og bjó til kynningarmyndband sem fékk vægast sagt góðar undirtektir.
https://vimeo.com/111052441
Mest áberandi kynningartrixið
Frímann Gunnarsson gekk nakinn niður Skólavörðustíginn fyrir söfnun fyrir VIVID, með auglýsingaskilti frá Macland til þess að skýla sér, til þess.
Frímann Gunnarsson gekk nakinnn niður Skólavörðustíginn fyrir VIVID.
Hægt er að sjá umfjöllun í Kastljósinu hér.
Karolina Fund og Kjarninn þakka ykkur öllum sem styrkt hafa verkefni á árinu 2014 með von um enn skemmtilegra komandi ár!