Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Karolina Fund: Kostnaðarsöm umgjörð á leikriti eftir Beckett

samuel-beckett-3-bl--rri-og-minni-1024x767.jpg
Auglýsing

Leik­hóp­ur­inn Svip­ir, hafa haf­ist handa við að svið­setja Enda­tafl eftir Samuel Beckett, sem er annað hans fræg­asta leik­rit. Kristín Jóhann­es­dóttir stýrir hópnum með aðstoð skálds­ins og drama­t­úrgs­ins, Sig­urðar Páls­son­ar. Leik­arar eru meðal ann­ars Þor­steinn Bach­mann, Þór Tul­inius og Harpa Arn­ar­dótt­ir. Þór­unn María Jóns­dóttir sér um bún­inga, en Kristín hannar leik­mynd. Hall­dór Örn Ósk­ars­son er ljósa­hönn­uð­ur. Frum­sýn­ing er áætluð í byrjun maí í Tjarn­ar­bíó. Umgjörðin er kostn­að­ar­söm og því eru þau að leita til almenn­ings um að for­kaupa miða á sýn­ing­una til þess að aðstoða þau við að fjár­magna sviðs­mynd verks­ins.

Við tókum Þór Tul­inius tali.

Full ástæða til að dusta rykið af meist­ara­stykki



Segðu okkur frá leik­sýn­ing­unni Enda­tafl. Hvers vegna ákváðuð þið að setja það á svið?

Enda­tafl ásamt Beðið eftir Godot er það verk sem haldið hefur nafni Nóbelskálds­ins írska hvað mest á lofti. Það hefur aðeins verið sýnt tvisvar á Íslandi áður og síð­ast fyrir næstum þrjá­tíu árum, svo okkur í leik­hópnum Svipum fannst full ástæða til að dusta rykið af þessu meist­ara­stykki. Harpa Arn­ar­dóttir og ég sendum inn umsókn til Mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins og erum þakk­lát fyrir að hafa hlotið styrk úr þeim ranni. Síðan hefur hver stór­stjarnan á fætur annarri lað­ast að verk­efn­inu. Kristín Jóhann­es­dóttir leik­stýr­ir, Sig­urður Páls­son er ráðu­naut­ur, Þor­steinn Bach­mann bregður sér í aðal­hlut­verk­ið, Hamm, ég leik Clov, Harpa er Nell, Þór­unn María Jóns­dóttir sér um bún­inga og Hall­dór Örn Ósk­ars­son um ljós. Við erum með frá­bært lið í öllum póst­um, því allir vilja vinna með Beckett."

Auglýsing

https://vi­meo.com/120701522

„Enda­tafl er talið til absúr­dverka en eins og títt er um leik­rit úr þeim flokki er það barma­fullt af fárán­leikakímni. Eins og skáld­bróðir hans Tsjék­hov, vildi Beckett að leik­verk hans vektu kátínu en ekki þann drunga, sem margir vilja sjá í þeim. Enda­tafl er nefni­lega eins og öll leik­rit Becketts leik­ur, leikur að leik­húsi, leikur per­són­anna við hvor aðra, leikur til að leika á tím­ann, til að leika á líf­ið, sem væri óbæri­legt ef ekki væri fyrir leik­inn og þótt það fáist við fánýti til­ver­unnar betur en nokkur önnur leik­verk gera, þá fjallar það með hjart­an­legri kímni og djúpri hlýju um ódrep­andi hvöt manns­ins til að halda samt áfram, gef­ast aldrei upp, jafn­vel þótt hann sé löngu búinn að gef­ast upp. Þeir sem þekkja til Enda­tafls muna vænt­an­lega helst eftir aldr­aða par­inu; þau búa í sitt hvorri rusla­tunn­unni, sem hefur verið komið þannig fyrir að það er akkúrat nógu mikil fjar­lægð á milli þeirra svo að gömlu hjónin ná ekki að kyss­ast. Þeirra senur eru óborg­an­lega kómískar ..., eða réttar væri kannski að segja tragík­ó­mískar, því sam­hliða glettn­inni er auð­vitað stór og djúpur und­ir­tónn."

Í skugga þrúg­andi ógnar



Okkur finnst verkið eiga sterkt erindi í dag og sjáum í því við­vörun til okkar um ástand heims­ins og hvert við stefnum í lofts­lags­mál­um. Það er álit manna að fyrir akkúrat sex­tíu árum, eða 1955, hafi Beckett byrjað að kokka Enda­tafl upp í kolli sínum eftir ótrú­legar vin­sældir Beðið eftir Godot sem frum­sýnt var í París 1953. Enda­tafl ber þess merki að hafa orðið til í skugga þrúg­andi ógnar og lýsir heimi þar sem allt líf er á hverf­anda hveli eftir miklar ham­far­ir. Sú ógn sem vofði yfir heim­inum 1955 var kjarn­orku­vá­in, en í dag, 2015, er það umhverf­is­vá­in, eins og allir vita auð­vit­að, en vilja samt helst gleyma. Við erum mjög spennt fyrir þess­ari lesn­ingu leik­stjór­ans á verk­inu, sem sagt að leggja áherslu á umhverf­is­mál­in, og eins með frá­bæra leik­mynd­arpæl­ingu sem Kristín kom með. Við erum búin að setja í gang söfnun á Karol­ina Fund fyrir leik­mynd­inni og fyrir því sem vantar uppá til að við getum gert verkinu þau skil sem Beckett og áhorf­endur okkar eiga skil­ið. Þrátt fyrir vel­vilja styrkt­ar­að­ila erum við ennþá fjár­þurfi, því leik­listin lifir ekki á and­anum ein­um, hún kostar líka pen­inga.

Hægt er að skoða verk­efnið nánar og leggja því lið hér

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None