Magnús Þór Torfason, sem starfað hefur sem aðstoðarprófessor við Harvard-háskóla undanfarin ár, segir mikilvægt að frumkvöðlar hugi vel að því hvernig „teymið“ sem umbreytir hugmynd í fyrirtæki sé samsett. Þar sé ekki nóg að horfa í vinahópinn heldur þurfi að leita þekkingar utan hans og bera virðingu fyrir því að reyndara fólk búi oftar en ekki yfir lausnum á því hvernig best er að taka fyrstu skrefin.
Kjarninn, Keldan og Arion banki hafa tekið höndum saman um að fjalla um frumkvöðla og nýsköpun með vikulegum stuttum myndböndum, í tengslum við Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn, sem Arion banki leiðir, sem fer nú fram í þriðja skiptið.
[video width="640" height="360" mp4="http://kjarninn.s3.amazonaws.com/old/2014/05/Teymi-SD.mp4"][/video]