Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

List hins ómögulega

JonOlafsson2012cJPV-svhv2.400x400.jpg
Auglýsing

Þor­geir Tryggva­son, Toggi, mun sinna bókaum­fjöllun fyrir Kjarn­ann fram að jólum en margar bækur eru að koma út þessa dag­ana. Jóla­bóka­flóðið nær svo hámarki í des­em­ber.

Jón Ólafs­son (rit­stj.)

Lýð­ræð­istil­raunir

Auglýsing

Útgef­andi: Háskóla­út­gáfan

Þessum les­anda leið ofur­lítið eins og Pollíönnu við lestur Lýð­ræð­istil­rauna, rit­gerða­safns þar sem félags­vís­inda­menn víðs­vegar að úr heim­inum skoða, leggja út frá og draga lær­dóma af til­raun Íslend­inga til að skrifa og lög­leiða nýja stjórn­ar­skrá.

Lýðræðistilraunir- prentÞví þó sú til­raun hafi farið út um þúf­ur, enda brugðið fyrir hana fæti af valda­stétt lands­ins við hvert fót­mál, þá þykir hún for­vitni­leg um allan heim, að sumu leyti til fyr­ir­mynd­ar, að öðru leyti víti til varn­að­ar. Um það er þessi bók. Og var þá ekki til nokk­urs unn­ið?

Það er alla­vega mik­il­vægt að fá þessa bók. Að kynn­ast fræði­legri nálgun á þetta mikla hita­mál. Að skoða það akademískt en ekki bara út frá rök­ræðum innan úr deil­unni sjálfri.

Reyndar er erindi bók­ar­innar víð­ara, eins og nafnið bendir til. Ein grein­anna fjallar um þátt­töku­fjár­lög og önnur fer yfir bæði til­raun Reykja­vík­ur­borgar með þá aðferð og Ices­a­ve-­at­kvæða­greiðsl­urnar auk stjórn­ar­skrár­máls­ins. Það síð­ar­nefnda er þó þunga­miðja bók­ar­inn­ar, og fer vel á því.

Nú er ég hvorki stjórn­mála- né félags­fræð­ingur og mögu­leikar mínir til efn­is­legrar gagn­rýni á grein­arnar fimm tak­mark­aðir að því leyti. Engu að síður er þetta „al­þýð­leg“ bók, skrifuð að mestu á manna­máli og á erindi við alla sem hafa áhuga á sam­fé­lagi sínu. Hér á eftir fara frekar sam­heng­is­lausir þankar út frá efni henn­ar, og ein­hverjar hnýt­ingar í það sem ég sé sem van­kanta.

1



Það kitlar alltaf þjóð­arstoltið (og það má hafa svo­leið­is) þegar við gerum eitt­hvað ein­stakt. Alla­vega þegar þetta ein­staka er jákvætt, frum­legt og skap­andi. Stjórn­ar­skrár­ferlið var það. Van­kant­arnir sem hér er staldrað við eru ekki stór­vægi­leg­ir, og hug­myndir fræði­mann­anna að hvað betur hefði mátt fara ekki allar jafn álit­leg­ar. Veit t.d. ekki með 100 manna slembivalið stjórn­laga­þing.

2



At­hygl­is­vert var að lesa að ein af veiga­meiri athuga­semd Fen­eyja­nefnd­ar­innar við frum­varpið var við atriði sem lög­spek­ingar höfðu breytt frá til­lögum ráðs­ins. Þetta er eitt þeirra atriða sem styrkja mann í trúnni um að aðferðin „okk­ar“ hafi verið traust í grund­vall­ar­at­riðum

3



Þjóð­fund­ur­inn hefur verið hálf­-heil­agur og nið­ur­stöður hans að mestu yfir gagn­rýni hafn­ar. Hér fær hann að mörgu leyti slæma útreið. Bæði eru nið­ur­stöður hans sagðar svo opnar og almennar að erfitt sé að ímynda sér að þær hafi verið til nokk­urs gagns eða leið­bein­ingar fyrir vinnu stjórn­laga­ráðs, og svo hitt að vinnu­brögð hans hafi um of stýrst af tísku­hug­myndum úr atvinnu­líf­inu. Aðrar leiðir hefðu senni­lega verið væn­legri til að gefa mynd af vilja þjóð­ar­innar á not­hæfu formi. Fleiri en einn greina­höf­unda staldrar við þetta og mér þykir gagn­rýni þeirra skyn­sam­leg.

4



Fræði­mennsku­nálgun gefur vissa mynd af við­fangs­efnum í mann­líf­inu, en missir af öðru. Akademísk var­færni býr til blinda bletti. Þannig er pínu spaugi­legt að sökkva sér í alls­konar smá­at­riði um skipan þjóð­fundar og kosn­ingar til stjórn­laga­þings, sem og aðkomu almenn­ings að því ferli og áhrif þess á kosn­ingar þegar mjóa sían er aug­ljós­lega fyr­ir­komu­lag lög­gild­ingar stjórn­ar­skrár­breyt­inga, sem einn rit­gerð­ar­skrif­ari nefnir í fram­hjá­hlaupi.

5



Fræðin taka stundum völdin af heil­brigðri skyn­semi, svona utan­frá séð. þannig er mikið lagt upp úr því í fleiri en einni grein að aðferðin við val Þjóð­fund­ar­full­trúa hafi verið göll­uð, upp­fylli ekki ströng­ustu skil­yrði um slembival. Erfitt er að sjá að í raun­heimum hefði verið hægt að verða við þeim kröf­um, né heldur hverju það hefði breytt.

6



Ég er með BA-­próf í heim­speki. Sú (hálf­)­menntun gerir mér nán­ast ómögu­legt að kyngja notkun orðs­ins „þekk­ing­ar­fræði­leg­ur“ í þessum grein­um, sem kemur víða fyr­ir. Þekk­ing­ar­fræði er í sinni ein­föld­ustu mynd svar við spurn­ingu Kants: Hvað get ég vit­að? Sama hvað ég velti vöng­um, ég sé ekki að orðið eigi neitt erindi í setn­ingar eins og:

„Það er áhuga­verður þekk­ing­ar­fræði­legur eig­in­leiki þess­ara atkvæða­greiðslna að hér var ekki ein­ungis um mat að ræða (Ætti rík­is­sjóður Íslands að ganga í ábyrgð fyrir inni­stæð­un­um?) heldur einnig laga­legt álita­efni (Ber rík­is­sjóði að ganga í ábyrgð fyrir inni­stæð­un­um?)“

Er orð­inu „þekk­ing­ar­fræði­leg­ur“ ekki ein­fald­lega ofauk­ið? Maður spyr sig, en getur ekki vit­að.

7



Al­mennt er bókin alveg sæmi­lega læsi­leg óinn­vígð­um, eins og gera verður kröfu um. Þar verður að hrósa sér­stak­lega þýð­and­anum Guð­rúnu Bald­vinu Sæv­ars­dótt­ur. Þetta er auð­vitað svo­lítið þyrrk­ings­legt, en alls ekki óskilj­an­legt eða til­tak­an­lega tyrf­ið. Sér­fræði­hug­tök og orð sem notuð eru í sér­fræði­til­gangi eru oft­ast ágæt­lega útskýrð í bók­inni og má vel klappa rit­stjóra raf­rænt á bakið fyrir að hafa gætt þess.

Og reyndar bara almennt fyrir að hafa komið út þess­ari merki­legu og mik­il­vægu bók með nýjum vinklum á bruna­mál nýlið­innar for­tíð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None