Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Nýsköpun: Mistök það besta af öllu

Startup.Reykjav.k.kynning_800.jpg
Auglýsing

Kjarn­inn miðlar ehf., Keldan og Arion banki hafa tekið höndum saman og ætla að fjalla um marg­vís­legar hliðar frum­kvöðla- og nýsköp­un­ar­starfs í tengslum við Start Up Reykja­vík við­skipta­hrað­al­inn (e. business accel­er­ator), sem Arion banki hefur staðið síðan árið 2012 í sam­starfi við Klak Innovit.

Kjarn­inn hefur unnið mynd­bönd um margar hliðar Start Up Reykja­vík, íslenska frum­kvöðla og marg­vís­legt nýsköp­un­ar­starf fyr­ir­tækja hér á landi. Mynd­böndin verða sýnd sam­hliða útgáfu Kjarn­ans á fimmtu­dögum næsta hálfa árið. Í mynd­bönd­unum eru til umfjöll­unar öll helstu við­fangs­efni frum­kvöðla­starfs­ins, ósigrar og sigr­ar, erf­ið­leikar og tæki­færi, fífldirfska og hug­rekki.

[video width="640" height="360" mp4="htt­p://kjarn­inn.s3.amazonaws.com/old/2014/04/pla­in­vanilla.mp4"][/vid­eo]

Auglýsing

Í fyrsta mynd­band­inu er hús tekið á leikja­fyr­ir­tæk­inu Plain Vanilla sem hefur vaxið gríð­ar­lega hratt eftir að það sendi frá sér spurn­inga­leik­inn Quiz Up sem nú er með meira en sextán millj­ónir not­enda um allan heim og er að umbreyt­ast í sam­fé­lags­mið­il. Erlendir fjár­festar hafa lagt fyr­ir­tæk­inu til meira en fjóra millj­arða króna frá því að Quiz Up App-ið var gefið út í nóv­em­ber í fyrra. Á hálfu ári hefur starfs­mönnum fjölgað jafnt og þétt og eru þeir ríf­lega 50 tals­ins. Fyr­ir­tækið flutti nýlega í nýjar þús­und fer­metra höf­uð­stöðvar að Lauga­vegi 77. Þor­steinn Frið­riks­son er for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins og stofn­andi þess. Hann segir það hafa verið dýr­mæta reynslu að hafa gert mis­tök í upp­hafi og fram­leitt vöru sem mark­aðir tóku ekki nægi­lega vel. Þá segir hann Ísland vera að mörgu leyti frá­bæran stað til að stofna fyr­ir­tæki. Hér sé mik­ill mannauður og vel menntað ungt fólk sem búi yfir miklum hæfi­leik­um.

almennt_17_04_2014

Einar Gunnar Guð­munds­son, for­svars­maður nýsköp­un­ar­mála hjá Arion banka, segir að frum­kvöðlar fái dýr­mæta reynslu í gegnum Startup Reykja­vík­. „Við leit­umst stöðugt við að skjóta fleiri stoðum undir verð­mæta­sköpun hér á landi og stuðla að sam­vinnu í þeim efn­um. Við hjá Arion banka stöndum að Startup Reykja­vík og Startup Engergy Reykja­vík verk­efn­unum í sam­starfi við Innovit og Klak og fleiri aðila. Eitt það mik­il­væg­asta við Startup Reykja­vík verk­efnin er að þar fá frum­kvöðlar ekki bara aðgengi að fjár­magni og vinnu­að­stöðu heldur einnig aðgang að dýr­mætri reynslu ann­arra frum­kvöðla. Þar leiðum við saman reynslu­mikla ein­stak­linga sem hafa náð árangri í sínum verk­efnum og þá sem eru að stíga fyrstu skref­in. Sam­starf okkar við Kjarn­ann og Keld­una er liður í þess­ari þekk­ing­ar­miðl­un. Við viljum miðla sögu þeirra sem hafa náð góðum árangri, miðla þeirra þekk­ingu og reynslu þannig að aðrir geti nýtt sér til góðra verka.“

Thor Thors, fram­kvæmda­stjóri Keld­unn­ar, segir ánægju­legt að efla Keld­una með umfjöll­unum um nýsköpun af ýmsu tagi og á ýmsum stig­um. „Það er okkur ánægju­legt að bæta við mynd­böndum á Keld­una.  Mynd­bönd­in, sem munu birt­ast í Kjarn­anum og á Keld­unni, munu sýna fólki hvað það er sem frum­kvöðlar og rekstr­ar­að­ilar eru að glíma við. Sem er í senn skemmti­legt og krefj­andi. Það eru fjöl­margar áhuga­verðar sögur úr íslensku sprota- og atvinnu­lífi.  Von­andi náum við að koma mörgum þeirra á fram­færi.“

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiSjónvarp
None