Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Nýsköpun: Mistök það besta af öllu

Startup.Reykjav.k.kynning_800.jpg
Auglýsing

Kjarninn miðlar ehf., Keldan og Arion banki hafa tekið höndum saman og ætla að fjalla um margvíslegar hliðar frumkvöðla- og nýsköpunarstarfs í tengslum við Start Up Reykjavík viðskiptahraðalinn (e. business accelerator), sem Arion banki hefur staðið síðan árið 2012 í samstarfi við Klak Innovit.

Kjarninn hefur unnið myndbönd um margar hliðar Start Up Reykjavík, íslenska frumkvöðla og margvíslegt nýsköpunarstarf fyrirtækja hér á landi. Myndböndin verða sýnd samhliða útgáfu Kjarnans á fimmtudögum næsta hálfa árið. Í myndböndunum eru til umfjöllunar öll helstu viðfangsefni frumkvöðlastarfsins, ósigrar og sigrar, erfiðleikar og tækifæri, fífldirfska og hugrekki.

[video width="640" height="360" mp4="http://kjarninn.s3.amazonaws.com/old/2014/04/plainvanilla.mp4"][/video]

Auglýsing

Í fyrsta myndbandinu er hús tekið á leikjafyrirtækinu Plain Vanilla sem hefur vaxið gríðarlega hratt eftir að það sendi frá sér spurningaleikinn Quiz Up sem nú er með meira en sextán milljónir notenda um allan heim og er að umbreytast í samfélagsmiðil. Erlendir fjárfestar hafa lagt fyrirtækinu til meira en fjóra milljarða króna frá því að Quiz Up App-ið var gefið út í nóvember í fyrra. Á hálfu ári hefur starfsmönnum fjölgað jafnt og þétt og eru þeir ríflega 50 talsins. Fyrirtækið flutti nýlega í nýjar þúsund fermetra höfuðstöðvar að Laugavegi 77. Þorsteinn Friðriksson er forstjóri fyrirtækisins og stofnandi þess. Hann segir það hafa verið dýrmæta reynslu að hafa gert mistök í upphafi og framleitt vöru sem markaðir tóku ekki nægilega vel. Þá segir hann Ísland vera að mörgu leyti frábæran stað til að stofna fyrirtæki. Hér sé mikill mannauður og vel menntað ungt fólk sem búi yfir miklum hæfileikum.

almennt_17_04_2014

Einar Gunnar Guðmundsson, forsvarsmaður nýsköpunarmála hjá Arion banka, segir að frumkvöðlar fái dýrmæta reynslu í gegnum Startup Reykjavík. „Við leitumst stöðugt við að skjóta fleiri stoðum undir verðmætasköpun hér á landi og stuðla að samvinnu í þeim efnum. Við hjá Arion banka stöndum að Startup Reykjavík og Startup Engergy Reykjavík verkefnunum í samstarfi við Innovit og Klak og fleiri aðila. Eitt það mikilvægasta við Startup Reykjavík verkefnin er að þar fá frumkvöðlar ekki bara aðgengi að fjármagni og vinnuaðstöðu heldur einnig aðgang að dýrmætri reynslu annarra frumkvöðla. Þar leiðum við saman reynslumikla einstaklinga sem hafa náð árangri í sínum verkefnum og þá sem eru að stíga fyrstu skrefin. Samstarf okkar við Kjarnann og Kelduna er liður í þessari þekkingarmiðlun. Við viljum miðla sögu þeirra sem hafa náð góðum árangri, miðla þeirra þekkingu og reynslu þannig að aðrir geti nýtt sér til góðra verka.“

Thor Thors, framkvæmdastjóri Keldunnar, segir ánægjulegt að efla Kelduna með umfjöllunum um nýsköpun af ýmsu tagi og á ýmsum stigum. „Það er okkur ánægjulegt að bæta við myndböndum á Kelduna.  Myndböndin, sem munu birtast í Kjarnanum og á Keldunni, munu sýna fólki hvað það er sem frumkvöðlar og rekstraraðilar eru að glíma við. Sem er í senn skemmtilegt og krefjandi. Það eru fjölmargar áhugaverðar sögur úr íslensku sprota- og atvinnulífi.  Vonandi náum við að koma mörgum þeirra á framfæri.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki veirð meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Hafa áhyggjur af þróun á fasteignamarkaði
Þróunin á húsnæðismarkaði var meðal þess sem var rætt á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar en meirihluti nefndarmanna taldi hana benda til vaxandi ójafnvægis.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiSjónvarp
None