Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Nýsköpun: Mistök það besta af öllu

Startup.Reykjav.k.kynning_800.jpg
Auglýsing

Kjarn­inn miðlar ehf., Keldan og Arion banki hafa tekið höndum saman og ætla að fjalla um marg­vís­legar hliðar frum­kvöðla- og nýsköp­un­ar­starfs í tengslum við Start Up Reykja­vík við­skipta­hrað­al­inn (e. business accel­er­ator), sem Arion banki hefur staðið síðan árið 2012 í sam­starfi við Klak Innovit.

Kjarn­inn hefur unnið mynd­bönd um margar hliðar Start Up Reykja­vík, íslenska frum­kvöðla og marg­vís­legt nýsköp­un­ar­starf fyr­ir­tækja hér á landi. Mynd­böndin verða sýnd sam­hliða útgáfu Kjarn­ans á fimmtu­dögum næsta hálfa árið. Í mynd­bönd­unum eru til umfjöll­unar öll helstu við­fangs­efni frum­kvöðla­starfs­ins, ósigrar og sigr­ar, erf­ið­leikar og tæki­færi, fífldirfska og hug­rekki.

[video width="640" height="360" mp4="htt­p://kjarn­inn.s3.amazonaws.com/old/2014/04/pla­in­vanilla.mp4"][/vid­eo]

Auglýsing

Í fyrsta mynd­band­inu er hús tekið á leikja­fyr­ir­tæk­inu Plain Vanilla sem hefur vaxið gríð­ar­lega hratt eftir að það sendi frá sér spurn­inga­leik­inn Quiz Up sem nú er með meira en sextán millj­ónir not­enda um allan heim og er að umbreyt­ast í sam­fé­lags­mið­il. Erlendir fjár­festar hafa lagt fyr­ir­tæk­inu til meira en fjóra millj­arða króna frá því að Quiz Up App-ið var gefið út í nóv­em­ber í fyrra. Á hálfu ári hefur starfs­mönnum fjölgað jafnt og þétt og eru þeir ríf­lega 50 tals­ins. Fyr­ir­tækið flutti nýlega í nýjar þús­und fer­metra höf­uð­stöðvar að Lauga­vegi 77. Þor­steinn Frið­riks­son er for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins og stofn­andi þess. Hann segir það hafa verið dýr­mæta reynslu að hafa gert mis­tök í upp­hafi og fram­leitt vöru sem mark­aðir tóku ekki nægi­lega vel. Þá segir hann Ísland vera að mörgu leyti frá­bæran stað til að stofna fyr­ir­tæki. Hér sé mik­ill mannauður og vel menntað ungt fólk sem búi yfir miklum hæfi­leik­um.

almennt_17_04_2014

Einar Gunnar Guð­munds­son, for­svars­maður nýsköp­un­ar­mála hjá Arion banka, segir að frum­kvöðlar fái dýr­mæta reynslu í gegnum Startup Reykja­vík­. „Við leit­umst stöðugt við að skjóta fleiri stoðum undir verð­mæta­sköpun hér á landi og stuðla að sam­vinnu í þeim efn­um. Við hjá Arion banka stöndum að Startup Reykja­vík og Startup Engergy Reykja­vík verk­efn­unum í sam­starfi við Innovit og Klak og fleiri aðila. Eitt það mik­il­væg­asta við Startup Reykja­vík verk­efnin er að þar fá frum­kvöðlar ekki bara aðgengi að fjár­magni og vinnu­að­stöðu heldur einnig aðgang að dýr­mætri reynslu ann­arra frum­kvöðla. Þar leiðum við saman reynslu­mikla ein­stak­linga sem hafa náð árangri í sínum verk­efnum og þá sem eru að stíga fyrstu skref­in. Sam­starf okkar við Kjarn­ann og Keld­una er liður í þess­ari þekk­ing­ar­miðl­un. Við viljum miðla sögu þeirra sem hafa náð góðum árangri, miðla þeirra þekk­ingu og reynslu þannig að aðrir geti nýtt sér til góðra verka.“

Thor Thors, fram­kvæmda­stjóri Keld­unn­ar, segir ánægju­legt að efla Keld­una með umfjöll­unum um nýsköpun af ýmsu tagi og á ýmsum stig­um. „Það er okkur ánægju­legt að bæta við mynd­böndum á Keld­una.  Mynd­bönd­in, sem munu birt­ast í Kjarn­anum og á Keld­unni, munu sýna fólki hvað það er sem frum­kvöðlar og rekstr­ar­að­ilar eru að glíma við. Sem er í senn skemmti­legt og krefj­andi. Það eru fjöl­margar áhuga­verðar sögur úr íslensku sprota- og atvinnu­lífi.  Von­andi náum við að koma mörgum þeirra á fram­færi.“

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiSjónvarp
None