Nýsköpunarhádegi í Innovation House á Seltjarnarnesi hefst klukkan 12:00 og verður í beinni útsendingu hér í Kjarnanum. Jói Sigurðsson, stofnandi CrankWheel, mun kynna markmiðasetningu og eftirfylgni markmiða hjá nýsköpunarfyrirtækjum.
Með með því að tengja markmið og niðurstöður má betur fylgjast með því hversu vel gengur að mæta markmiðunum sem sett hafa verið. Aðferðin var upphaflega hönnuð fyrir stærri fyrirtæki en nú hefur fjöldi sprotafyrirtækja tileinkað sér aðferðina. Í þessum hópi eru til dæmis íslensku sprotafyrirtækin Plain Vanilla, OZ, Meniga og GreenQloud.
Bein útsending frá Innovation House
Nýsköpunarhádegi eru samstarfsverkefni Klak Innovit og Nýherja og eru haldin reglulega á þriðjudögum í vetur.
Auglýsing