Nýsköpunarhádegi Klak Innovit er haldið í Gallerý GAMMA við Garðastræti í dag. Þar munu fyrirlesarar fjalla um strauma í fjármálatækni og reyna að festa fingur hvert fjármálatækni stefnir. Viðburðinum verður streymt beint hér á vef Kjarnans og hefst klukkan 12:00.
Einar Gunnar Guðmundsson, forsvarsmaður nýsköpunarmála hjá Arion Banka mun opna hádegið og stýra umræðu. Arnar Jónsson, framkvæmdastjóri Sway, Einar Þór Gústafsson, framkvæmdastjóri vöruþróunar Meniga og Sigurður Ingólfsson, framkvæmdastjóri Invector munu ræða fjármálatækni og þá þróun sem hefur átt sér stað á síðustu misserum í þeim geira.