Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Rústabjörgun reiða fólksins

Margr--t.jpg
Auglýsing

Þor­geir Tryggva­son, Toggi, mun sinna bókaum­fjöllun fyrir Kjarn­ann fram að jólum en margar bækur eru að koma út þessa dag­ana. Jóla­bóka­flóðið nær svo hámarki í des­em­ber.

Í fyrstu grein sinni tekur hann fyrir bók Mar­grétar Tryggva­dótt­ur, Úti­stöð­ur.

 

Auglýsing

ÚtistöðurÚti­stöður



Höf­undur: Mar­grét Tryggva­dóttir

Han­sen & synir

Ein verð­laun getur Mar­grét Tryggva­dóttir inn­heimt strax fyrir bók­ina sína. „Úti­stöð­ur“ er besti bók­ar­tit­ill flóðs­ins og árs­ins. Frá­bær­lega lýsandi og marg­slung­inn. Vel gert.

Vel gert líka að hafa ákveðið að skrifa þessa bók, að segja sögu eins mik­il­væg­asta breyt­ing­araflsins sem upp­lausnin eftir hrun gat af sér. Því mik­il­vægi Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar/hreyf­ing­ar­innar er áþreif­an­legt þó seint verði þetta kölluð sig­ur­ganga nema rétt í blá­byrjun þegar kosn­ing­arnar 2009 skil­uðu henni fjórum þing­mönn­um.

Með fullri virð­ingu fyrir hinum aðskilj­an­leg­ustu mont­bókum og varn­ar­ritum gam­alla póli­tíkusa og ann­arra „ger­enda“ frá velti­árum og hruni þá er þetta bókin með tíð­ind­unum og úrvinnslu­efn­inu fyrir sagn­fræð­ing­ana.

Mar­grét skrifar lipran og læsi­legan texta. Sem er eins gott því þetta er geysi­löng bók (530 síð­ur). Of löng finnst mér. Næsta yfir­ferð hefði örugg­lega skerpt bók­ina, stytt og bætt tals­vert. Það sýn­ist örugg­lega sitt hverjum um hvað hefði mátt missa sín og hvað ætti að jafn­vel að fá dýpri með­ferð.

Fyrir utan að rekja sína upp­lif­un­ar- og reynslu­sögu af hinu storma­sama þingi 2009–2013 og kosn­inga­bar­átt­unnni þá fer Mar­grét yfir öll stór­mál þings­ins, gang þeirra, ógöng­urnar sem flest þeirra röt­uðu í og aðkomu þeirra fjór­menn­inga að þeim. Það er rauna­leg lesn­ing, en of margt af því bætir litlu við það sem enn situr í höfði les­and­ans af frétta­flutn­ingi og „um­ræð­unn­i“. Með því að þrengja valið og dýpka umræð­una hefði að mínu mati feng­ist betri bók. Kafl­inn um stjórn­ar­skrár­málið er kannski merkastur þeirra. Og þá síður rauna­leg­ast­ur.

Fyrir utan rauna­sög­una um Lands­dóms­klúðrið reynd­ar. Merki­leg og trú­verðug þykir mér sú sýn höf­undar að bræðin yfir nið­ur­stöð­unni í því hafi verið elds­neytið í for­dæma­lausa hegðun hluta stjórn­ar­and­stöð­unnar á síð­ari hluta kjör­tíma­bils­ins. Reyndar er Mar­grét álíka stolt af þætti Hreyf­ing­ar­fólks í Ices­a­ve-­mál­þóf­inu og hneyksluð á síð­ara þófi. Enda hefur hún svo skýra sýn á það mál að hún hirðir ekki einu sinni um að útlista eða rök­styðja skoðun sína á því.

Það sama má segja um skulda­mál heim­il­anna og verð­trygg­ing­una, sem vita­skuld fá tals­vert rými í bók­inni, en sýn höf­undar á þau er samt aldrei sett fram á sann­fær­andi átt – aftur fær les­and­inn á til­finn­ing­una að Mar­gréti finn­ist skoð­anir sínar svo aug­ljósar og réttar að það taki því ekki að lýsa þeim.

Annað sem ég hefði viljað fá meira um er inn­tak inn­an­flokksá­taka Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar. Miklu plássi og end­ur­teknu er varið í að tala um hversu fáfengi­legar og hat­rammar þær urðu, og orsak­irnar greindar vel og skyn­sam­lega. En skýr­ari útlistun á hug­mynda­grunn­inum og um hvað var deilt hefði verið gott að fá, þó ljóst virð­ist vera að aðal­or­sökin fólst í per­són­um, skorti á hefð­um, ferlum og formum og hrað­anum sem allt ger­ist á þessi eft­ir­hrunsár. Og óþol­in­mæði ef hrað­inn er ekki næg­ur.

Já og einu hefði þurft að bæta við. Nafna- og atrið­is­orða­skrá er alger nauð­syn í bók af þessu tagi og þessum „þyngd­ar­flokki“, og ekki skrifa t.d. „mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra“ í ramma­greinum án þess að til­greina um hvern er verið að tala (bls. 421) nema bók­inni sé ekki ætlað lang­lífi.

Úti­stöður er læsi­legt og efn­is­mikið yfir­lit yfir merki­lega tíma, skrifað frá sjón­ar­hóli sem mjög mik­il­vægt er að hafa útsýni frá. Hefði grætt á grimmari rit­stjórn við að velja, hafna og dýpka.

Texti Úti­staðna er brot­inn upp af ramma­greinum af ýmsu tagi. Þar á meðal eru stuttar sögur og myndir af sam­verka­mönnum og öðrum sem verða á vegi Mar­grét­ar. Verður ekki ein skop­saga úr þing­inu að fljóta með hér:

„Ég stend í hlið­ar­her­bergi við þingsal­inn og er að leita að skrif­færum þegar Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra Vinstri grænna, kemur aðvíf­andi. „Mikið er þetta fal­legt háls­men!“ segir Jón og bendir á stórt háls­men sem ég hafði keypt á úti­mark­aði á afmæl­is­dag­inn minn. „Takk,“ segi ég, „ég keypti það í Brus­sel.“ Skelf­ing­ar­svipur fær­ist yfir and­litið á Jóni sem seg­ir: „Æ,æ,“ snýst á hæli og gengur á brott.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None